Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MENNTUN N ámsráðgj afar mikilvægir hlekkir Morgunblaðið/Jón Svavarsson HARALDUR Finnsson skólastjóri: Ráðuneytið SIGRÚN Ágústsdóttir námsráðgjafi: Námsráð- vill sýna að grunnskólinn sé sem ódýrastur og gjafi er oft sá fyrsti sem greinir vanda nem- hefur því haldið að sér höndum. anda, því hann er óháður aðili. HLUTVERK grunnskólans hefur breyst gríðarlega undanfarinn aldarfjórðung. Áður var hann fyrst og fremst kennslustofnun en nú gegnir hann uppeldishlutverki í síauknum mæli. „Mér finnst gefa auga leið að setja þurfí sérstakan starfsmann inn í skólastarfið tii að sinna þessu hlut- verki. Ég álít að námsráðgjafi sé mikilvægur hlekkur til þess að sam- ræma ýmsa hluti,“ sagði Haraldur Finnsson, skólastjóri Réttarholts- skóla, þegar Morgunblaðið hitti hann og Sigrúnu Ágústsdóttur, formann Félags námsráðgjafa, en hún er jafn- framt námsráðgjafi í Réttarholts-, Breiðagerðis- og Fossvogsskóla. Haraldur er ekki einn um að hafa þessa skoðun, því fyrr í mánuðinum sendu reykvískir skólastjómendur ályktun til Skólamálaráðs um að það beitti sér fyrir því að námsráðgjafar komi í auknum mæli til starfa í grunnskóium borgarinnar frá og með næsta hausti. Námsráðgjafi sjálfsagður Haraldur segir viðhorf skólastjóm- enda hafa breyst mjög á undanföm- um árum eftir að hafa fylgst með störfum námsráðgjafa innan grunn- skólans, en þeir fyrstu komu til starfa til reynslu árið 1991. Nú telji þeir námsráðgjafa sjálfsagðan starfs- mann skólans. Haraldur var á árunum 1989-91 starfsmaður nefndar á vegum menntamálaráðuneytis, sem vann að reglugerð um námsráðgjafa. Niður- staðan varð m.a. sú að æskilegt væri að stefna að því að einn náms- ráðgjafi yrði á hverja 500 nemendur í grunnskóla og á hveija 300 nem- endur í framhaldsskóla. „Við í Félagi námsráðgjafa höfum tekið undir að þetta sé raunhæf við- miðun,“ segir Sigrún. Hún kom til starfa þegar fjárveiting var sett í tilraunastarfið, en þá var ráðið í sam- svarandi fimm stöðugildi um land allt. „Síðan hefur árlega verið úthlutað sömu fjárveitingu en engri við- bót. Hins vegar hafa nokkrir skólastjórar getað búið til stöðu námsráð- gjafa eftir öðrum leiðum eins og að nota af sérkennslukvóta eða hafa einn aðstoðarskólastjóra þar sem leyfi er fyrir tveimur." Sigrún bendir jafnframt á að í menntamálaráðuneytinu sé nú unnið að reglugerð varðandi sérfræðiþjón- ustu skólanna. í drögum hafí verið minnst á námsráðgjöf en ekkert um útfærslur, engar viðmiðunartölur nefndar og ekkert fjallað um hver ætti að sinna starfinu. Félag náms- ráðgjafa hafi lagt fram ákveðnar til- lögur ásamt öðrum sem leitað hafi verið tii. Nú sé væntan- lega verið að vinna úr þeim. „Það er aftur á móti ljóst að eftir að málið um yfirfærsluna komst á flot er ríkið að hamast við að sýna fram á að grunnskólinn sé sem ódýrastur. Þess vegna vill ráðuneytið ekki byija á einu né neinu en hefur frekar dregið í land með ýmislegt," bætir Haraldur við. Hópvinna þjá þeim yngri í yngri deildum grunnskólans vinnur Sigrún meira með hópa en einstaklinga. Hún hefur afskipti af samskiptamálum, eineiti og hefur tekið þátt í að greina náms- eða hegðunarvandmál með öðrum sér- fræðingum skólanna. „Síðan hef ég unnið sérstaklega með 12 ára nem- endur í Fossvogs- og Breiðagerðis- skóla, sem eru að fara í Réttarholts- skóla. Ég kenni þeim námstækni og undirbý þá undir þessi skipti með heimsóknum í skólann. Margjr kviðu mjög þessum umskiptum en úr því hefur dregið.“ Unglingar leita meira til námsráð- gjafa að eigin frumkvæði en nemend- ur yngri deilda. Hijái einhver vanda- mál þá fínnst þeim oft auðveldara að banka á dyr námsráðgjafa en bíða eftir tíma hjá sálfræðingi. „Hvort sem nemandi kemur til mín að eigin frumkvæði eða er vísað hingað af kennara eða foreldri, tengist fyrsta vandamál oftast námi. Þeir læra ekki heima, skrópa í skóla, eiga í erfiðleik- um í einni eða fleiri námsgreinum. Það er t.d. ótrúlegt hvað lestrar- örðugleikar vinda upp á sig,“ segir Sigrún. Hún tekur fram að þeg- ar rætt sé við nemendur komi stundum eitthvað annað í ljós, sem jafnvel þurfí að vinna í á öðrum vettvangi. „Námsráðgjafí er oft sá fyrsti sem greinir vandann og vísar þá máli nemenda til sálfræðideildar eða annað.“ Frumskógur vinnu og náms Sigrún segist hafa fundið í vax- andi mæli ásókn nemenda í að taka áhugasviðspróf til að hjálpa til við að velja námsbrautir og skóla. „Þetta er mikill frumskógur og um mun íjöl- breyttari leiðir að ræða í námi og starfi en var fyrir nokkrum áratug- um.“ Undir þetta tekur Haraldur, sem segir að nemendur hljóti að þurfa einhveija leiðsögn. „Ég sé fyrir mér að sinna þurfi náms- eða starfsleið- um allt frá 8. bekk til að vekja krakka til umhugsunar um að velja og marka sér stefnu,“ segir hann og bætir við að námsefni í starfsfræðslu sem ætlað er 8.-10. bekk sé nýkomið út. Þar er fjallað um atvinnulífíð, skóla- kerfið og ákvarðanatöku einstakl- ingsins. Sigrún bætir við að erlendar rann- sóknir hafí sýnt að þeir nemendur, sem séu alvarlega farnir að velta fyrir sér framtíðinni gangi að meðal- tali betur í námi en öðrum, því þeir virðist eiga auðveldara með að sjá tilgang með náminu. 30% undir lágmarkseinkunn Þegar talið berst að skólakerfinu í heild, samræmdum prófum og fleiru láta Haraldur og Sigrún í ljós óánægju sína með að of mikil áhersla sé lögð á að meta nemendur út frá getu í bóklegu námi. „Um það bil 30% yfírgefa grunnskólann án þess að hafa náð tilskyldum árangri í einni eða fleiri grein og það finnast mér vond skilaboð til nemenda," segir Sigrún. „Ég tel að beina eigi þeim fyrr inn á ákveðnar brautir, sem væri hægt að ljúka á mismunandi hátt. Þannig gætu þeir jafnvel í 9. bekk valið hvort þeir kjósi að taka samræmd próf eða að ljúka annars konar burt- fararprófí." Undir þetta tekur Haraldur og segir það vægast sagt óþægilegt að geta ekki boðið upp á aðra leið. „Við erum með fornámsdeild hér í skólan- um og sjáum krakka, sem hafa verið brotnir mjög illa niður. Mér finnst nauðsynlegt að eitthvað sé gert fyrir þessa nemendur án þess að bijóta þá niður fyrst." Þau leggja þó áherslu á að eðlilegt sé að duglegir nemendur sem stefni á háskólanám fari í samræmt próf. „En mér fynd- ist eðlilegt að annað viðmið væri fyrir þá sem stefna til dæmis á tré- smíðanám," segir Sigrún. „Við ætl- umst ekki til að lagaprófessorinn geri við bílinn sinn,“ bætir Haraldur við. „Það getur verið að sumir geti það en við megum ekki einblína á að allir eigi að kunna og geta allt.“ Ekki einblína á að allir eigi að kunna og geta allt Námsráðgjafi ætti að vera á hverja 500 nemendur Framtíð- arsýn nemenda SAMNORRÆNA nemendaverk- efnið Ný öld - Norræn framtíð- arsýn var opnuð í Listasafninu á laugardaginn að viðstöddum Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra auk fjölda annarra gesta. Bera Nordal forstöðumaður Listasafnsins lýsti ánægju sinni með verk unga fólksins og þakkaði því þrotlausa vinnu og ómetanlegt framtak. Hún sagði eftirtektarvert að nemendur hefðu í verkum sínum sett manninn í fyrirrúm þó svo að tölvur kæmu einnig við sögu, enda væri þetta fyrsta kynslóð sem alist hefði upp í tölvu- heimi. Hafliði Sævarsson einn nemendanna opnaði sýninguna. í máli hans kom fram hversu ómetanlegt hefði verið fyrir nemendur að vinna með „alvöru hráefni, í alvöru aðstöðu með hjálp alvöru listamann. Þetta er of gott til að vera satt,“ sagði hann og benti á að gera ætti mun meira af slíku í skólum landsins. Þess má geta að slóð vefsins er: http://this.is/cybercity Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Námskynning 1996 Komið til móts við landsbyggðina HÁSKÓLI íslands hefur á undan- förnum árum verið.í forsvari fyrir námskynningu ýmissa skóla til að auðvelda fólki val á þeim fjöl- breyttu námsleiðum sem eru í boði. Kynningin er ætluð fólki á öllum aldri, allt frá efstu bekkjum grunn- skóla til þeirra sem hyggjast taka upp þráðinn að nýju á fullorðinsár- um. Að þessu sinni verður lögð áhersla á að koma til móts við fólk á landsbyggðinni með því að bjóða upp á ýmsa menningarviðburði samhliða kynningunni. Er sú fram- kvæmd í höndum Hins hússins. Sjálf námskynningin fer fram víða um borgina sunnudaginn 10. mars kl. 13-18. Hefur verið valin sú leið að kynna nám samkvæmt innbyrðis faglegum tengslum í kynningarkjörnum fremur en að beina athyglinni að þeim skólum þar sem námið fer fram. Verða t.d. kjarnar heilbrigðisgreina, félags- vísinda og uppeldisgreina kynntar í húsi Sjómannaskólans. Hátt í 200 kynningarborð verða á vegum um 60 aðila. Meðal nýjunga er að kynna breyttar áherslur og nýtt skipulag á framhaldsskólakerfínu. Með því er verið að mæta þörfum foreldra barna í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum sem vilja kynna sér framtíðar- möguleika barna sinna. Ásta Ragnarsdóttir fram: kvæmdastjóri Námsráðgjafar HÍ sagði að við skipulag námskynn- ingar hafí verið skilningur á því að þeir sem sækja kynninguna af landsbyggðinni kosti meira til en aðrir. Því hafi verið samið um ódýr gistirými og flugfargjöld fyrir þá. Sömuleiðis muni Reykjavíkurborg láta þeim sem koma í skipulögðum hópum í té gestakort borgarinnar sem veiti frían aðgang að strætis- vögnum, söfnum og sundlaugum. Fjöldamargir tónleikar verða haldnir um helgina og ýmis leik- verk verða sýnd allt frá síðari hluta föstudags til sunnudagskvölds. Má nefna Cats, Panorama-tónleika, leikritið Himnaríki, tónleika Har- alds Reynissonar trúbadors og Ekkert svona, svo dæmi séu tekin. „Okkur fannst að eitthvað meira yrði að vera í boði en fímm tíma kynning og þá gjarnan það sem höfðar til ungs fólks,“ sagði Ásta. Hún bætti því við að ótrúlegt væri, hversu auðvelt hefði verið á skömmum tíma að setja upp menn- ingarefni fyrir ungt fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.