Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐARSTARF OG HRYÐJUYERK ALVARLEGASTA afleiðing sprengjutilræðis Hamas, hryðju- verkasamtaka heittrúaðra múslima, í Jerúsalem sl. sunnu- dag og Tel Aviv í gær kann að verða sú, að friðarsamkomulag ísraels og Palestínumanna fari út um þúfur. Það væri hörmu- lejrt, því samkomulagið gefur vonir um frið eftir áratuga átök milli Israela og Araba. Það væri jafnframt hörmulegt af þeirri ástæðu, að þar með hefði hryðjuverkamönnum tekizt að ráða gangi mála í Miðausturlöndum með tilheyrandi mannfórnum um ókomna tíð. Báðir leiðtogarnir, þeir Shimon Peres og Yass- er Arafat, hafa lýst eindregnum vilja til þess að halda samninga- viðræðum áfram, þrátt fyrir hryðjuverkin. Hins vegar er ekki víst að þeir fái ráðið þeirri för. Morðárásir Hamas samtakanna hafa beinst að saklausum farþegum strætisvagna og í sprengingunum_ hafa tugir manna farizt. Skiljanlegt er og eðlilegt, að íbúar ísraels telji. öryggi sínu alvarlega ógnað og krefjist harðra aðgerða af ríkisstjórn sinni. Spurningin er hins vegar sú, hvort öfgasinnaðir ísraelar, sem barizt hafa harkalega gegn friðarsamkomulaginu, muni ekki grípa til gagnaðgerða utan laga og réttar. Skemmst er að minnast morðsins á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra. Reiði manna beindist þá gegn öfgasinnuðum Gyðingum, en merki sjást um það nú, að reiði fólks beinist ekki sízt að eftirmanni hans, Shimon Peres, fyrir að geta ekki tryggt öryggi þegna ísraels. Kosningar eiga að fara fram í ísrael 29. maí nk. og þegar Peres boðaði til þeirra naut hann og Verkamannaflokkurinn mikils fylgis í kjölfar morðsins á Rabin. Hryðjuverkamönnum Hamas er að takast að snúa dæminu við, því fylgi við Likud- bandalagið fer ört vaxandi. Forustumenn þess eru andstæðing- ar friðarsamninganna og stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna. Shimon Peres hefur krafizt þess, að Arafat grípi til allra ráða til að útrýma vopnuðum flokkum Hamas samtakanna og annarra slíkra öfgahópa á sjálfstjórnarsvæðunum. Arafat, sem hefur fordæmt morðárásirnar í ísrael harkalega, mun gera hvað hann getur til að verða við óskum Peresar, enda veit hann, að framtíð friðar er undir því komin. Vandi Arafats er hins vegar sá, að ýmis öfgasamtök Palestínumanna eiga vísan stuðning stórra hópa á sjálfstjórnarsvæðunum, sem eiga erfitt með að sættast við Israela. Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt morðin í ísrael, en það er ekki nóg. Veita verður þeim Peres og Arafat allan þann stuðn- ing sem mögulegt er til að handsama morðingjana og leysa upp hryðjuverkasamtökin. Hraða verður uppbyggingarstarfinu á sjálfstjórnarsvæðunum, því fátækt og menntunarskortur er gróðrarstía hryðjuverkasamtakanna. AUÐLIND í HÆTTU DEILUR strandríkjanna, sem eiga lögsögu að gönguslóð norsk-íslenzka síldarstofnins, um stjórn síldveiðanna eru komnar í harðan hnút. Viðræður íslands, Noregs, Færeyja og Rússlands í Ósló í seinustu viku báru engan árangur, ekki held- ur fundur landanna fjögurra með Evrópusambandinu. Evrópusambandið hefur lýst því yfir að náist ekki samningar við strandríkin um heildstæða veiðistjórnun, muni það úthluta sjálfu sér 150.000 tonna veiðikvóta á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmugunni. Það er fráleitlega há krafa og ekki í neinu samræmi við veiðireynslu ESB-ríkja, sem stunduðu síldveiðar á árum áður. Hins vegar geta strandríkin sjálfum sér um kennt, því að hefðu þau náð samkomulagi sín á milli hefði mátt hindra sjálftöku ESB í Síldarsmugunni. Síldarstofninn, sem var nánast útrýmt í lok sjöunda áratugar- ins, hefur náð sér á strik á undanförnum árum. Vísindamenn telja að eigi að vera hægt að tryggja áframhaldandi vöxt stofns- ins til lengri tíma megi ekki veiða meira en milljón tonn á þessu ári. Ef 8VO fer fram sem horfir verþa í ár veidd 350.000 tonn af síld umfram það, sem fiskifræðingar ráðleggja. Með því er síldarstofninum, þessari gjöfulu auðlind, stefnt í hættu að nýju. Samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hinum nýja úthafsveiðisamningi hvílir skylda á síldveiðiríkjunum að umgangast auðlindina af ábyrgð og að semja sín á milli um skynsamlega nýtingu hennar. Það er alveg Ijóst að það ríki, sem hefur sýnt mesta óbilgirni og minnstan samningsvilja í þessu máli, er Noregur. Það er eina ríkið, sem hefur nánast ekkert viljað slá af kröfum sínum til þess að veiðarnar gangi ekki of nærri stofninum. Norðmenn halda því gjarnan fram að þeir eigi síldarstofninn, af því að þeir hafi byggt hann upp með friðunaraðgerðum í meira en tuttugu ár. Það er rétt að Norðmenn hafa stuðlað að vexti stofnsins undanfarin ár, en norsk stjórnvöld virðast gleyma því að síldin hætti að ganga út úr norsku lögsögunni og yfir til Færeyja og íslands meðal annars vegna gegndarlausrar ofveiði Norðmanna á smásíldinni. Norðmenn kasta því steinum úr glerhúsi er þeir saka aðra um að ætla að ganga of nærri síldarstofninum. * Alda hryðjuverka öfgasinna úr röðum múslima ríður yfir Israel u ’M 60 ísraelar hafa látið lífið í sprengjutilræðum íslamskra öfgamanna á síðustu átta dögum. Þjóð- in stendur sem lömuð frammi fyrir sjálfsmorðstilræðum sprengjumanna Hamas-hreyfingarinnar, sem tilbúnir eru til að fórna lífi sínu í þágu mál- staðarins; hinnar heilögu andstöðu gegn friðarsamningum ísraela og Palestínumanna. Ljóst er að sú alda hryðjuverka sem nú ríður yfir samfé- lag Israela kann að hafa djúpstæð pólitísk áhrif í landinu auk þess sem nokkur óvissa ríkir um framhald frið- arferlisins. Ætla má að krafan um að öryggi ísraelskra borgara skuli njóta forgangs fram yfir framgang friðarviðræðna mun hljóma hærra á næstunni. Jafnfram þykir fréttaskýr- endum sýnt að Yasser Arafat, for- seti sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna, sæti nú vaxandi þrýstingi um að ganga fram með mun meiri hörku gegn Hamas-liðum. Sprengjutilræðið í miðborg Tel Aviv í gær sem kostaði allt að 20 manns lífið er hið þriðja í röðinni á átta dögum. í þessum tilræðum hafa yfir 60 manns farist en eftir því sem næst verður komist hafa 13 sambæri- legar árásir átt sér stað í ísrael frá því að samningar um frið og sjálfs- stjórn Palestínumanna voru gerðir haustið 1993. í þessum tilræðum hafa rúmlega 130 manns týnt lífi. Tilræðið er gífurlegt áfall fyrir íbúa Tel Aviv sem notið hafa tiltölu- lega mikils öryggis gagnvart sprengjutilræðum íslamskra öfga- manna. Ástandið í Tel Aviv hefur fram til þessa ekki verið borið saman við það sem ríkir hér í Jerúsalem. Óhugnanleg endurtekning Sprengjan sem sprakk á sunnu- dagsmorgun í Jerúsalem var óhugn- anleg endurtekning samskonar at- burðar í síðustu viku. Aftur var það snemma morguns í strætisvagni núm- er átján, að morðinginn, klæddur sem hermaður, setti af stað sprengju sem var ekki einungis gerð úr sprengiefni heldur einnig nöglum sem ætlað var að gera vítisvélina enn banvænni. Lík- amsleifar fórnarlambanna fundust í margra metra fjarlægð, í trjám og á rúðum nærliggjandi húsa. Á nálægum svölunum mátti jafnvel finna sundur- tætt höfuð. Morðinginn drap 19 manns og bættust þeir í hóp þeirra 25 fórnarlamba sem biðu bana undan- genginn sunnudag. Eftir nokkra tiltölulega friðsæla mánuði hefur síðastliðin vika hrint ísraelum, sem teknir voru að kunna vel við nýja öryggiskennd, aftur ofan í hyldýpi hryðjuverka, örvinglunar og reiði. Það verður ekki sagt að ísraelar hafi verið vaktir með gát til fyrri raun- veruleika. Hryðjuverk hafa snúið aft- ur til þeirra af þvílíkum krafti að jafn- vel þeir allra hörðustu I hópi þeirra sem vinna á vettvangi og eru því ýmsu vanir eru andlega að niðurlotum komnir. Hryðjuverkaaldan hófst á sunnu- dagsmorgni fyrir rúmri viku er tvær sprengjur sprungu, önnur í strætis- vagni í Jerúsalem en hin í mannþröng í Ashkelon. Fórnarlömbin höfðu ekki fyrr verið lögð til hinstu hvílu en ann- að reiðarslag gekk yfir. Á mánudag keyrði palestínskur Bandaríkjamaður viljandi inn I mannþröng, _________ drap. eina konu og særði u.þ.b. tuttugu. Það lýsir greinilega hugarástandi þeirra sem búa við sífellda ógnun af .........11 þessu tagi að vegfarendur gripu til vopna sinna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lá í valnum og aðrir voru ekki einungis sárir eftir árekstur- inn heldur einnig af völdum skotsára. Á föstudagskvöld handtók herinn fimm menn vopnaða sveðjum á leið inn í landnemabyggð á Gazasvæðinu. Á sunnudag sprakk áðurnefnd sprengja í strætisvagni í Jerúsalem, grandaði nítján manns og særði sex. I gær, mánudag voru svo tveir land- nemar stungnir í Hebron áður en sprengingin skók miðborg Tel Aviv. Hefnt eftir Ramadan Olgan í Israel hefur farið vaxandi að undanförnu og margir óttuðust hefnd eftir að ísraelska leyniþjónust- an, að því er talið er, réð einn helsta Friðarvon- um drekkt í blóði? Sjálfsmorðsárásir íslamskra öfgamanna í Tel Aviv í gær og í Jerúsalem á sunnudag hafa vakið gífurlega reiði í ísrael. Sigrún Birna Birnisdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Jerúsalem, íjallar um þessa blóðugu herför gegn friðarsamningnm ísraela og Palestínu- manna og hugsanlegar afleiðingar hennar. Reuter SHIMON Peres, forsætisráðherra Israels, ávarpar blaðamannafund í Jerúsalem á sunnudag. Fundurinn var haldinn eftir að tilræðismaður Hamas-samtakanna varð sjálfum sér og 18 öðrum að bana í strætis- vagni í borginni. Margir óttuð- ust hefndar- ráðstafanir sprengjusérfræðing Hamas-samtak- anna, „Verkfræðinginn" svokallaða, af dögum í upphafi árs. Þegar bið varð á hefndarráðstöfunum róaðist fólk smám saman jafnvel þó öryggis- gæslan hafi sífellt verið að koma upp um fyrirhuguð hryðjuverk. Hamas beið með hefndarráðstaf- anir uns hinum helga mánuði múslima Ramadan lauk. Það hefur vakið reiði margra að hernumdu svæðin sem höfðu verið lokuð af öryggisástæðum voru opnuð aðeins nokkrum dögum fyrir tilræðið m.a. vegna þess 'sem Shimon Peres, forsætisráðherra, kall- aði þrýsting norrænna mannúðar- og mannréttindasamtaka. ________ Sprengjutilræðin í Jerú- salem og Ashkelon í síð- ustu viku voru ekki einung- is framin rétt eftir að Ramadan lauk heldur einn- ——— ig nákvæmlega tveimur árum eftir fjöldamorð gyðingsins Baruchs Goldsteins á Palestínumönn- um í Hebron en sérstaklega hafði verið varað við hefndaraðgerðum á þeim degi. Síðustu viku hefur Yasser Arafat hvað eftir annað þurft að birta yfirlýs- ingar þar sem hann fordæmir tilræðin og vottar ísraelum samúð sína. Reiðir stjórnmálamenn, fréttamenn og al- menningur bera honum því á brýn að hann geri ekki nóg til að koma í veg fyrir hryðjuverk; Arafat kveðst gera allt sem í hans valdi stendur. Ásökun- um um að áframhaldandi hryðjuverk séu sönnun þess að honum sé um megn að stjórna hernumdu svæðunum svarar hann með því að benda á að ísraelum hafi ekki gengið betur þegar þeir fóru þar með stjórn. Einnig bend- ir hann á að hryðjuverkamenn undan- farinnar viku hafi komið frá Hebron- svæðinu sem enn er undir stjórn ísra- elsmanna. Því var spáð í gær að umsömdum brottflutningi ísraelskra hermanna þaðan yrði frestað vegna þess alvarlega ástands sem nú ríkir. Arafat í vanda Jafnvel þó Arafat hafi hlotið yfir- burðakosningu í kosningum Palest- ínumanna fyrir stuttu og tugir þús- unda Palestínumanna hafi safnast sáman í gær til að mótmæla árásunum á ísrael er enginn hægðarleikur fyrir Arafat að ráðast gegn Hamas. Talið er að fjórðungur Palestínumanna styðji samtökin beint og að mun fleiri styðji þau óopinberlega eða hafi sam- úð með málstað þeirra. Þó Hamas- samtökin séu á alþjóðavettvangi best þekkt fyrir hryðjuverkastarfsemi er áætlað að einungis fimm prósent af fjármunurn þeirra fari til hryðjuverka en annað til heilbrigðis-, mennta- og félagsmála á hernumdu svæðunum. Það er því meira en að segja það fyr- ir Arafat að ráðast gegn Hamas. Að auki hafa komið fram efasemdir um að hann réði við að taka yfir þau fé- lagslegu málefni sem Hamas-samtök- in hafa á sínum snærum. En það er ekki einungis Arafat sem lendir í klemmu við síendurtekin hryðjuvérk. _ Þingkosningar eiga að fara fram í ísrael í lok maí og kemur því ólgan á viðkvæmasta tíma þegar stjórnmálamenn eru að hefja kosn- ingabaráttu sína með tilheyrandi flokkadráttum og hrossakaupum. Hryðjuverkaaldan sem nú ríður yfir setur Peres í mjög erfiða aðstöðu. Til þess að þjóðin veiti honum áframhald- andi umboð til friðarviðræðna verður hann að fullvissa ísraela um að þeim sé óhætt undir stjórn hans en auk þess sem margir Israelar líta á áfram- haldandi hryðjuverk sem sönnun þess að friðarumleitanir hafi mistekist hafa ólga og óöryggi almenna tilhneigingu til að styrkja stöðu hægri aflanna í ísraelskum stjórnmálum. Sigri þau í kosningum í maí er ljóst að mikil óvissa mun ríkja um framhald friðar- viðræðna og raunar öll samskipti ísra- ela og nágranna þeirra. Aðgerða krafist Gífurleg reiði ríkir nú urn stundir í ísrael og þjóðin krefst aðgerða. Per- es verður sýna að hann sé harður í horn að taka til að vinna sér traust þeirra sem umfram allt óttast um örygg' sitt. Nú þegar hafa heimili hryðjuverkamannanna verið innsigluð eða jöfnuð við jörðu og allir karlmenn verið teknir til yfirheyrslu í þeim flóttamannabúðum í nágrenni Hebron sem hryðjuverkamenn undanfarinnar viku komu frá. Það lítur því út fyrir að ísraelskir ráðamenn hafi í hyggju að beita gamalkunnum aðferðum, aðferðum sem þeir hafa notað án sjá- anlegs árangurs undanfarna áratugi. Reuter. STUÐNINGSMENN Þjóðarflokksins fögnuðu ákaft í miðborg Madrid er úrslit lágu fyrir, þrátt fyrir að flokkurinn næði ekki hreinum meirihluta. Þ JÓÐARFLOKKURINN und- ir forystu José Maria Aznar vann sigur í þingkosning- unum á Spáni á sunnudag og batt þar með enda á þrettán ára valdatímabil Sósíalistaflokksins og Felipe Gonzalez forsætisráðherra. Þjóðarflokkurinn fékk hins vegar ekki hreinan meirihluta í kosningunum og verður því að reyna að semja við smáflokka um stjórnarmyndun eða stuðning við minnihlutastjórn flokks- ins. Aznar fagnaði þó sigri og sagði kosningaúrslitin marka upphaf nýrra tíma í spænskum stjórnmálum. .Með þessum úrslitum virðist vera bundinn endi á rúmlega þrettán ára valdasetu Felipe Gonzalez forsætis- ráðherra, sem fyrst komst til valda árið 1982, þá fertugur að aldri. Úrslit- in eru jafnframt söguleg að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem Þjóðar- flokkurinn vinnur kosningasigur frá því að lýðræði var komið á á Spáni fyrir tveimur áratugum. Mikill óstöðugleiki einkenndi spænsk stjórnmál fyrstu árin eftir andlát Francisco Francos einræðis- herra árið 1975 og það var ekki fyrr en að stjórn Gonzalez tók við í des- ember 1982 að línur tóku að skýrast. Gonzalez treysti stöðu Spánar á al- þjóðavettvangi og gerði ríkið að full- gildum aðila í samstarfi vestrænna lýðræðisþjóða, jafnt innan Atlants- hafsbandalagsins sem Evrópusam- bandsins. Síðustu árin dró hins vegar mjög úr fylgi við Gonzalez og flokk hans ekki síst vegna fjölmargra hneykslis- og spillingarmála. Skoðanakannanir vikurnar fyrir kosningar höfðu bent til afgerandi Aznar í erf- iðri stöðu Spænskir hægrimenn unnu sigur í þingkosn- ingum á sunnudag en náðu ekki hreinum meirihluta. Engu að síður er talið líklegt að þeim takist að mynda stjóm með stuðningi smáflokka en óvíst er á hversu traustum gmnni sú stjóm yrði mynduð. sigurs Þjóðarflokksins. Þegar upp var staðið hlaut flokkurinn hins vegar ein- ungis 1,4 prósentustig umfram fylgi Sósíalistaflokksins og skortir 20 þing- sæti til að ná meirihluta á spænska þinginu, þar sem sitja 350 þingmenn. Flokkurinn fékk alls 156 menn kjörna sem er aðeins 15 mönnum meira en sósíalistar. Flokkurinn fékk þremur færri þingmenn kjörna en sósíalistar voru með er þeir töldu sér ekki lengur fært að stjórna landinu. Það má þó telja öruggt að Juan Carlos Spánarkonungur veiti Aznar fyrst umboð til stjórnarmyndunar og strax í gærmorgun gáfu forystumenn Þjóðarflokksins í skyn að þeir væru reiðubúnir að veita fulltrúum annarra José Maria Aznar, leiðtogi Þjóðarflokksins og væntanlegur forsætisráðherra Spánar Viljasterkur, agaður en litlaus JOSÉ Maria Aznar, formaður Þjóð- arflokksins, er líklegasti eftirmað- ur Félipe Gonzalez í embætti for- sætisráðherra Spánar. Aznar er 43 ára gamall fyrrum skattaeftirlits- maður, lágvaxinn og með yfirvara- skegg; Þrátt fyrir að hann hafi verið leiðtogi Þjóðarflokksins í sex ár er hann cnn óráðin gáta í augum margra Spánverja. Hann er ekki talinn hafa mikia persónutöfra, forðast að horfa beint, í augu við- mælenda og þykir ekki sérstaklega mæiskur. Að undanförnu hafa spænskir fjölmiðlar keppst við að draga per- sónu Aznars fram í sviðsljósið og komast að því hvaða mann hann hafi að geyma. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er af hlédrægum en öguðum leiðtoga sem hefur gaman af skáld- skap og yrkir jafnvel sjálfur. I nýlegum viðtölum hefur liann við- urkennt að hafa gaman af bröndur- um, sem betra væri að hafa ekki eftir í fjölmiðlum, og tónlist söng- konunnar Gloriu Estefan. Harður af sér Vinir og samstarfsmenn lýsa honum sem íhugulum og einstak- lega viljasterkum manni, sem sjáist meðal annars á því að er hann ákvað að hætta að reykja fór hann úr fimmtíu sígarettum á dag niður í enga. „Eg held að helsti kostur hans sé hversu hann er harður af sér,“ segir rithöfundurinn og sósíalistinn Pedro de Silvia. Það er ekki síst talið viljastyrk hans og ákveðni að þakka að Áznar tókst að vinna sig úr því að vera óþekktur þingmaður upp í að vera formaður stærsta stjórnarand- stöðuflokksins á örfáum árum. Eiginkona hans, Ana Botella, segir í nýlegri bók frá því hvernig hann barðist fyrir því að verða forseti héraðsstjórnarinnar í Ca- stilla-Leon, norður af Madrid. Keyrði hann frá þorpi til þorps og Reuter JOSÉ Maria Aznar. kynnti sig. Margir háttsettir flokksmenn sögðu honum að hætta baráttunni en hann svaraði: „Kem- ur ekki til greina“. Hann vann kosningarnar með naumum meirihluta og stjórnaði héraðinu með sæmd í tvö ár. Árið 1989 var hann á síðustu stundu valinn sem forsætisráð- herraefni Þjóðarflokksins. Tók hann við af Manuel Fraga, fyrrum ráðherra í ríkissljórn Franciscos Francos einræðisherra. Vildi flokk- urinn yngja upp ímynd sína og má þann stimpil af sér að vera af- sprengi Franco-stjórnarinnar. í skugga Gonzalez Flokknum gekk fremur illa í kosningunum 1989 og var Aznar stöðugt í skugga Gonzalez. Hægt og sígandi vann hann hins vegar að því að færa flokkinn inn á miðju stjórnmálanna. Hefur hann þótt sýna mikið pólitískt næmi og fund- ið á sér hvenær skynsamlegt væri að ráðast harkalega á stjórnina vegna hneýkslis- og spillingarmála og hvenær væri heppilegra að láta lítið á sér bera. Helsti ókostur hans er talinn vera hversu litlaus hann þykir sam- anborið við Gonzalez. Aznar slapp naumlega frá sprengjutilræði Baska á síðasta ári og hafði það mikið að segja varð- andi almenningsálitið. „Fram að tilræðinu var hann ákveðinn per- sónulciki: daginn eftir tilræðið var hann annar,“ hefur verið haft eftir Miguel Angel Rodriguez, talsmanni Þjóðarflokksins. Aznar fæddist árið 1953 í Madrid. Faðir hans var blaðamaður og afi hans sendiherra. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1982, þá 29 ára gamall. Hann er þriggja barna faðir. flokka aðild að stjórn landsins. „Þjóð- arflokkurinn útilokar ekki að fulltrúar annarra flokka fái ráðherra í stjórn Þjóðarflokksins," sagði Mariano Rajoy, framkvæmdastjóri flokksins, í viðtali við spænska sjónvarpið. Bjóða ráðherraembætti Rajoy nefndi sérstaklega möguleik- ann á stjórnarmyndun með flokki Katalóna, Convergencia i Unio (CiU), og gerði lítið úr ágreiningi sem kom upp milli flokkanna í kosningabarátt- unni. Hann útilokaði hins vegar nær algjörlega samstarf við Sameinaða vinstribandalagið, þar sem kommún- istar eru í forystu. CiU missti þingmann í kosningun- um og fékk sextán þingmenn kjörna og því er ljóst að Aznar verður að leita til fleiri flokka til að ná meiri- hluta. Er ekki ólíklegt að miðjuflokkur frá Kanarieyjum, sem hlaut fjóra menn kjörna, verði fyrir valinu. Stjórnmálaskýrendur telja flestir yfirgnæfandi líkur á að Aznar takist að mynda stjórn en benda jafnframt á að erfitt gæti reynst að halda henni saman og óvíst sé hvort hún verði langlíf. Flest spænsk dagblöð fögnuðu í gær sigri Þjóðarflokksins en lögðu þó mikla áherslu á þá erfið- ---------- leika sem blasa við varð- andi stjórnarmyndun. „Spænskir kjósendur hafa úthýst útkeyrðri ríkis- stjórn eftir þrettán ár við ““ völd en þeir hafa jafnframt takmarkað sigur hægrimanna,“ sagði dagblaðið E1 Pais, sem verið hefur hliðhollt sós- íalistum. „Spænsk stjórnmál verða auðugri eftir þessar kosningar, at- hyglisverðari, óljósari en jafnframt erfiðari," sagði blaðið. Dagblaðið E1 Mundo, sem andvígt hefur verið stjórn sósíalista, sagði að „innsti Spánn“, sveitahéruðin og hér- uð þar sem gamlar hefðir væru enn við lýði, hefðu stutt Gonzalez þrátt fyrir öll hneykslismálin. „Sá sem eng- an veginn getur tekið við stjórninni er Gonzalez. Hann yrði að fá stuðning CiU og Sameinaða vinstribandalags- ins sem væri ómöguleg samsteypa," sagði blaðið. Hægriblaðið ABC tók í svipaðan streng og sagði kjósendur í Andalúsíu og Extremadura, héruðum er ættu allt undir opinberum niðurgreiðslum, hafa dregið úr ósigri Gonzalez. Mörg blöð gagnrýndu hversu óáreiðanlegar skoðanakannanir hefðu reynst og sagði E1 Mundo að vaxandi efasemda gætti um fagmennsku á því sviði. Viðskiptablaðið Expansion sagði úrslitin valda óvissu í efnahagsmálum en spænskt viðskiptalíf hefði þráð stöðugleika og öryggi. Óróleiki á peningamörkuðum Gengi spænska pesetans og spæn- skra verðbréfa lækkaði á peninga- mörkuðum eftir að úrslitin Iágu fyrir og sérfræðingar sögðu líklegt að óstöðugleiki myndi einkenna peninga- markaði næsta mánuðinn. „Úrslitin eru neikvæð fyrir markaði til skemmri tíma litið,“ sagði Henrik Lumholdt, yfirhagfræðingur Bank of America. Richard Turnill hjá Paribas sagði fjárfesta eiga eftir að halda að sér höndum þar til línur skýrðust varð- andi stjórnarmyndun. „Það eru þó 90% líkur á að stjórn [hægri- og miðju- flokka] verði rnynduð," sagði Turnill. Innan viðskiptalífsins vilja flestir stjórn Þjóðarflokksins og margir benda á hversu margt flokkurinn og flokkur Katalóna eigi sameiginlegt hvað stefnu í efnahagsmálum varðar. Þjóðarflokkurinn vill ýta undir sköp- un nýrra atvinnutækifæra, tryggja útgjöld til félagslegra málefna en jafn- framt draga úr fjárlagahalla, stokka upp vinnulöggjöfina og lækka skatta. CiU vill áþekkar aðgerðir en flokk- urinn leggur meiri áherslu á stuðning við smáfyrirtæki sem eru uppistaða efnahagslífs Katalóníu. „Það er ekkert ósamrýmanlegt í efnahagsstefnu þeirra ... málið snýst um forgangsröðun og tímasetningar aðgerða,“ sagði Valentin Fernandez hjá Deutsche Bank. Ósammála í grundvallarmálum Það gæti þó valdið erfiðleikum í hugsanlegu stjórnarsamstarfí ef nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir myndu bitna harkalega á Katalóníu. Og þó að stefna flokkanna í efna- hagsmálum sé áþekk eru þeir ósam- mála í mikilvægum grundvallaratrið- um. Þjóðarflokkurinn legg- ur áherslu á Spán sem sameinað ríki en Jordi Pu- jol, leiðtogi CiU, sækist eftir því að Katalónía fái ...... sífellt aukna sjálfstjórn. Margir telja að stjórnarmyndunin muni einkennast af hrossakaupum og að Aznar hefði í raun ekki getað lent í verri stöðu. Ekki er hægt að mynda stjórn án Pujols og hann er því í að- stöðu til að knýja í gegn nánast hvað sem er fyrir flokk sinn. Með því að gefa í skyn strax í gær að til greina kæmi að taka ráðherra úr öðrum flokkum inn í stjórnina hef- ur Þjóðarflokkurinn lagt spilin á borð- ið. Pujol hefur hins vegar ekki viljað segja af eða á um hvort hann hafi áhuga á samstarfi við Aznar né held- ur hver skilyrði hans séu. „Fyrir þremur árum buðu sósíalist- ar ráðherraembætti en CiU hafnaði því tilboði. Þið verðið að spyrja Pujol um ástæðurnar að baki því,“ sagði háttsettur vestrænn stjórnarerindreki. Óvíst hvort ný ríkisstjórn verður langlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.