Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Árásin á tengdasyni Saddams Husseins stóð í heilan dag drekar segja að mennimir tveir, sem féllu, hafi verið úr sérstökum örygg- issveitum Qusays, sonar Saddams. Qusay fór fremstur ásamt Uday, eldri bróður sínum, í líkfylgd „píslarvott- anna“. Opinbera skýringin er reyndar að þvi' leyti rétt að hér var verið að gera upp fjölskylduetjur. Það var hins vegar ekki aðeins al-Majeed-fjölskyld- an, heldur það fjölskyldunet, sem Saddam notar til að stjórna Irak, sem átti hlut að máli. Fáir grétu Hussein Kamel, sem var yfírmaður leynilegra hemaðaráætl- ana íraka þar til hann flúði land. írök- um stóð ótti af þessum manni. Stuðningsmenn Saddams fyrirlitu hann fyrir að flýja og andstæðingar Saddams töldu hann eftirlíkingu erkióvinarins. Flestir vom þeirrar hyggju að flóttinn myndi leiða til þess að lengjast myndi biðin eftir því að refsiaðgerðunum, sem settar vom vegna innrásar Iraka í Kúveit, yrði aflétt. Verður hefnt? Nú er spurt hvort blóðsúthelling- unum sé lokið vegna þess að í írak ber mönnum skylda til að hefna. Stjómarerindrekar og íraskir heim- ildamenn segja að Kamel-bræður hefðu átt að vera við svikum búnir. Þeim var heitið náðun, en um leið og þeir komu yfir landamæri íraks voru þeir skildir frá konum sínum og sáu þeir þær vísast ekki aftur. Tveimur dög- um síðar skildu dætur Saddams við þá sem svikara og dánarvottorð þeirra hafði verið undir- ritað. Heimildamenn Reut- ere-fréttastofunnar telja að bræðurnir hafí varið sínum síðustu stundum í að safna vopnum og birgja sig inni. Sögu- sagnir herma að síðar hafi komið til bardaga við ættingja Husseins Kamels bæði í miðri Bagdad og í Tikrit, þar sem ýmsar fjölskyldur tengdar Saddam búa. Lífið hefur hins vegar gengið sinn vanagang í Bagdad og ferðamenn, sem farið hafa til Tikrit, hafa ekki orðið varir við neitt óvenjulegt. Stjórnarerin- drekar_ segja sumir að stríð milli ætta í írak vofi yfir. Aðrir segja hins vegar að Saddam hafi aldrei verið jafn tryggur í sessi og örlög Hus- seins Kamels beri því vitni. Að þeirra hyggju mun morðið á Hussein Ka- mel ekki draga dilk á eftir sér, held- ur færa öllum þeim, sem vilja gera Saddam skráveifu, heim sanninn um það að þeirra bíða grimm örlög. Hussein Kamel, tengdasonur Sadd- ams Husseins, þungur á brún eftir flóttann. Söfnuðu vopn- um og biðu hefðu ættmenni þeirra veríð að verki en sú kenning er nú dregin í efa. Reuter HUSSEIN Kamel (t.h.) óskar Uday, mági sínum og syni Saddams Husseins, til hamingju á brúðkaupsdegi þess síðarnefnda 1993. Sagt er að Uday hafi hrækt á lík Husseins Kamels og sparkað í það. IRASKAR öryggissveitir lokuðu stórum hluta hverfísins Say- adiya í Bagdad í dögun. Óárennilegur hópur ve! vop- naðra hermanna beið fyrir utan hús systur Husseins Kamels Hassans til- búinn að láta til skarar skríða. Þegar síðustu skotunum hafði verið hleypt af var farið að rökkva. Húsið hafði verið jafnað við jörðu. írakarnir tveir, sem höfðu flúið land og niðurlægt Saddam Hussein, forseta íraks, voru allir. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist 23. febrúar í Sayadiya, einu af betri hverfum Badgad. írakar eiga erfitt með að komast á staðinn og það er allt að því ómögulegt útlendingum. Opinberlega er því haldið fram að ættingjar Husseins Kamels hafí ráðið hann og bróður hans, Saddam Ka- mel, af dögum. Ættingjamir hafí verið æfir yfír því að bræðurnir hefðu vanvirt fjölskylduna og niðurlægt Saddam Hussein með því að flýja til Jórdaníu í ágúst og taka með sér konur sínar, dætur forsetans. Erlendar fregnir stönguðust á við opinberu útgáfuna. Því var haldið fram að Saddam hefði yfírheyrt bræðuma og því næst tekið þá af lífí. Frásagnir jafnt íraka sem útlend- inga benda til þess að háður hafí Samkvæmt nokkrum frásögnum var lík Hus- seins Kamels dregið út á götu og því er haldið fram að Uday, sonur Saddams, hafí komið til að sparka í og hrækja á sinn gamla óvin, en talið var að missætti milli þeirra hefði leitt til þess að Kamel-bræð- ur gerðust landflótta. Að minnsta kosti tveir úr árásarliðinu biðu bana og daginn eftir var þeim gerð opin- ber útför „píslarvotta". Þessir tveir hétu Hus- sein Kame! og er það hefðbundið nafn í al- Majeed ættinni, sem einnig tengist Saddam gegnum föður hans. Dauði mannanna tveggja þótti renna stoðum undir opinbem skýringuna að fjöl- skyldan hefði verið að láta Hussein Kamel gjalda fyrir að hafa vanvirt hana. Stjómarerindrekar segja hins veg- ar að útilokað sé að beijast svo klukkustundum skipti í Bagdad nema yfirvöld láti það viðgangast. Öryggisverðir eru allajafna úr hópi ættmenna Saddams og stjórnarerin- örlaga sinna Sú ákvörðun tengdasona Saddams Husseins íraksforseta að snúa afturtil heimalandsins úr útlegð í Jórdaníu hefur vakið mikla furðu. Bræðumir virtust ganga beint í gin Ijónsins; verið sýnu harðari bar- dagi, en bæði írösk stjómvöld og útlagahóp- ar andvígir Saddam halda fram. Samkvæmt þeim stóð orrustan í margar klukkustundir og skothvellir heyrðust víða að. Bæði stjómarerin- drekar og íraskir heimild- armenn segja að stjórn- arhermenn hafí hafist handa með léttum vopn- um, en því næst gripið til hríðskotabyssa. Sprengjuvörpum, sem eiga að granda skrið- drekum, var beitt á húsið og skemmdust einnig nærliggjandi byggingar. Opinberlega er því haldið fram að fjórir hafí beðið bana í húsinu. Hus- sein Kamel, Saddam Ka- mel, þriðji bróðirinn og faðir þeirra. Margir telja hins vegar að fleiri hafí látið lífið í húsinu, eða minnst tíu úr fjölskyld- unni, þar á meðal tvær systur Kamel-bræðra og barn annarrar þeirra. AÐDÁENDUR Saddams íraksforseta halda mynd af honum á lofti í Bagdad. Erlendir stjórnarerindrekar halda þvl sumir fram að staða Saddams í írak hafi sjaldan verið jafn styrk og nú um stundir og þess sjást engin merki að dýrkunin á persónu forsetans sé á undanhaidi. voru myrtir skömmu eftir að þeir sneru aft- --------------------------------:-------- ur til Bagdad. Irakar héldu því fram að þar Aftur heim til vafasamra metorða Rúmenska tennisstjaman Ilie Nastase er í framboði til embættis borgarstjóra Búkarest. Margir eiga erf- itt með að skilja að nokkur maður sækist eftir þessu embætti og grunsemdir hafa vaknað um heilindi hetjunnar. Ilie Nastase tennissijarna er sá maður sem sækist .eftir að stjóma borg þar sem 100 heimil- isleysingjar urðu úti í frosthörkum í fyrra og þar sem eng- ir peningar eru til að greiða útfarar- kostnaðinn? Hvemig geta það talist eftirsóknarverð metorð að verða æðstráðandi í borg þar sem ruslið á gangstéttunum er við það að færa bílana í kaf og þar sem holunum í götunum verður einungis líkt við gjár eða gíga? Maðurinn heitir Ilie Nastase, fyrr- verandi tennishetja, sem nú hefur afráðið að gefa kost á sér í kosning- um í heimaborg sinni Búkarest, höf- uðborg Rúmeníu. Stjama Nastase skein skært á áttunda áratugnum og hann var alræmdur fyrir hóglífí og skemmtanafíkn. Nastase er orð- inn fímmtugur, býr jöfnum höndum í París og New York þar sem hann hefur notið lífsins á undanfömum ámm. Nú telur hann tímabært að snúa heim. Hann hyggst koma lönd- um sínum ti! hjálpar og telur sig geta gert það með því að verða næsti borgarstjóri Búkarest. Nastase hefur bætt á sig nokkrum kílóum og hann notar gleraugu þeg- ar hann horfir á sjónvarpið. „Það er frábært að búa í Bandaríkjunum og Frakklandi," segir Nastase um- kringdur aðstoðarmönnum sínum í kosningamiðstöðinni í Búkarest. „Ég þáði peningana þeirra og konumar þeirra líka en ég verð alltaf Rúm- eni. Ég naut alls þess besta sem útlöndin höfðu upp á að bjóða og nú vil ég færa það hingað heim.“ „Heim“ vísar til Búkarest. Lífskjör almennings hafa heldur farið versn- andi í höfuðborginni frá því að Nic- olae Ceausescu einræðisherra var steypt af stóli í blóðugu váldaráni um jólin 1989. Einungis fámenn yfír- stétt nýtur lífsins. Eigendur verslana nærri Byltingartorginu í miðbænum siga hundum sínum á fátæklingana þar sem þeir híma fyrir utan og virða fyrir sér dásemdirnar í gluggunum. „Hér eru um 90% auðsins í höndum sex eða sjö manna. Tíu prósentin sem eftir standa af þjóðarauðnum renna til fólksins, hugsanlega minna...Ég tel að okkur vanti viti borinn mann sem dvalist hefur í 30 ár á Vestur- löndum.“ Margir íbúar Búkarest eru sam- mála þessari greiningu Ilie Nastase en það hefur jafnframt vakið sér- staka athygli að framboð hans nýtur stuðnings stjórnarflokksins í Rúmen- íu og forseta landsins, Ion Iliescu. Til liðs við Iliescu Nastase gekk til liðs við „Jafnað- armannaflokk" Iliescus í nóvember en flokkurinn hefur verið ráðandi afl í rúmenskum stjómmálum frá því Ceausescu var steypt og Iliescu var í eina tíð undirsáti harðstjórans. Andskotar Nastases segja að hann hafi gengið til liðs við afturhaldið sem barist hafi gegn öllum raunveru- legum umbótum í Rúmeníu og steypt hafí þjóðinni út í hyldýpi allsleysis og spillingar. Einhverjir vina hans hafa sagt að tennisstjarnan fyrrver- andi sé nytsamur sakleysingi sem láti hin ráðandi öfl nota sig til að treysa tök sín á Búkarest. Nastase naut forréttinda íþrótta- stjömunnar í valdatíð kommúnista í Rúmeníu. Hann gat farið úr landi og snúið aftur þegar hann kærði sig um og átti glæsilegt hús á meðan flestum öðrum landsmönnum var gert að hírast í niðurníddum íbúðum í ömurlegum fjölbýlishúsum. En tennisstjarnan gagnrýndi aldr- ei yfirvöld opinberlega og þá kúgun sem tíðkaðist i tíð Ceausescus. Nú fer hann gagnrýnum orðum um þró- un mála í heimalandi sínu á þeim sex árum sem liðin eru en forðast á hinn bóginn að segja nokkuð sem skaðað gæti stjórnmálamennina. „Þeir ákváðu framboðið fyrir mig,“ segir hann og vísar greinilega til Iliescu og flokksmanna hans. „En þegar ég er orðinn borgarstjóri mun ég hvergi gefa eftir.“ Ilie Nastase telur að hann geti nýtt sér sambönd sín á Vesturlöndum til að greiða fyrir erlendum Ijárfest- ingum í Búkarest. Það fjármagn sem til höfuðborgarinnar hefur borist er- lendis frá hefur einkum komið frá Kína, Líbanon, Tyrklandi og Pakistan. Geg-n spillingxinni „Ég mun sýna mikinn sveigjan- leika gagnvart þeim sem vilja fjár- festa,“ segir tennisstjaman fyrrver- andi. „Þeir hjá McDonald’s kvarta undan því að það hafi tekið þá tvö ár að koma upp skyndibitastað hérna vegna þess að þeir vildu ekki borga uppsettar mútur. Ég þekki nokkra náunga, Rúmena, sem vilja laga göt- urnar en vegna þess að að þeir eru ekki tilbúnir til að borga núverandi borgarstjóra nokkrar milljónir fá þeir ekki leyfí til þess. Ég veit um fyrirtæki í Danmörku sem vill laga lagnirnar og síðan gætum við byggt ódýrt húsnæði í samvinnu við banda- rískt fyrirtæki." Heimild:T/ie International Herald Tribune.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.