Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 32
JJ2 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996
SKOÐUIM
MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ HÉTU DÆTLJR NJÁLS
A BERGÞORSHVALI?
Svar við grein
Einars Pálssonar
fræðimanns
ÞAÐ er upphaf þessa máls, að
ég reit ritgerð, sem ég nefndi:
„Leyndar ástir í Njálu.“ Fjölvi gaf
út í kilju 1987. Tók ég þar skýrt
fram að ég talaði eingöngu sem
einn einfaldur baðstofulesari, en
taldi mig hafa rétt til vissra ágisk-
ana, ef ég færði fram sennileg
rök, máli mínu til stuðnings.
Ritgerðina gerði ég til þess að
segja það álit mitt, að dætur Njáls
hefðu heitið, fyrsta Þorgerður,
önnur Þorgerður og þriðja Helga.
Einnig til að sýna það baksvið í
Rangárþingi, sem Hallgerður kom
inn í.
Tel ég að Þorgerður og Helga
hafi verið ógefnar heimasætur í
Njálsbæ, þegar Gunnar Há-
mundarson festi sér Hallgerði.
Njáll tók þungt á við Gunnar þeirri
frétt. Hvers vegna? Njáll varð fyr-
ir vonbrigðum, að þessi vinur hans
leitaði ekki mægða að Bergþórs-
hváli.
Hefur Njáll vitað hrifningu
dætra sinna af Gunnari. Njáll sér
vinslitin fyrir milli Bergþórshváls
og Hlíðarenda. Afbrýðissemi dætra
sinna og ofsa Bergþóru, þegar svo
var slegið niður þeirra fegurstu von
að Bergþórshváli. Þá er ónefnt það
hatur, sem Rannveig lagði á Hall-
gerði. Ókunnug kona tók við henn-
ar búsforráðum að Hlíðarenda -
en ekki Njálsdóttir.
Njáll óttast að Bergþóra og
Hallgerður etji saman köppunum
frá Bergþórshváli og Hlíðarenda.
Njáll tryggir sér vináttu Gunn-
ars hvað sem í skerst. Gunnar á
að trúa því, að „af henni (Hall-
gerði) mun standa allt it illa, er
hún kemur austr hingat".
Hinn slyngi höf. Njálu leiðir
lesarann í sömu villu.
E. Ólafur Sveinsson, segir í bók
sinni „Á Njálsbúð“, að ein af dætr-
um Njáls sé aldrei nefnd með nafni
í Njálu.
Eftir að ég varð fullorðin, trúði
ég því ekki, að Ketill í Mörk hefði
haft konu sína Þorgerði stadda á
Bergþórshváli, þar sem hann sjálf-
ur var með Flosa fyrirliði að hundr-
að manna her, sem ráðast skyldi
á bæ Njáls, ákveðinn dag að hausti
og brenna bæinn, ef þeir ætluðu
að verjast inni.
Vissulega fyrirgef ég Einari
Pálssyni þá ábendingu, að fullyrða
varlega, að enginn hefði skrifað
um dætur Njáls, af þeim sem höfðu
skrifað um Njálu. Eg átti við það,
að enginn hefði minnst á þær
dætur sem örlagavalda í hjóna-
bandi Hallgerðar og Gunnars og,
að enginn þeirra hefði giskað á
Þorgerðarnafnið í sambandi við
brennuna. Þriðja dóttirin aldrei
nefnd í þeirra skrifum. Þar átti ég
við, nefnd með nafni. „Þykir mér
þá skörin færast upp í bekkinn,“
segir Einar. „í 13 bókum útgefnum
síðastliðin 30 ár og sem allar fjalla
að einhveiju leyti um Njálu, hefur
þessu meginatriði launsagnarinnar
verið gerð rækileg skil.“ E.P. segir
einnig í grein sinni: „Rósa gefur
eingöngu gaum að fyrsta stigi
miðalda ritunar sem yfirleitt er
nefnt „historia" þ.e.a.s. þeirri hlið
sem er auðskiljanlegust og fjallar
um sögu eða viðburði, án þess að
meginatriði launsagnarinnar séu
krufin.“
Hér kemur nú mergurinn máls-
ins. Söguskoðun fræðimannsins og
baðstofulesarans
mætast ekki nema að
nafninu til, þ.e. í nöfn-
um manna og staða.
Nú verð ég að benda
E.P. á það, að sú bók
hans, sem ég las fýrst
og kom út 1969 er
„Baksvið Njálu“. Þeg-
ar höf. talar þar ekki
um dætur Njáls tel ég
í því nokkra afsökun
að búast ekki við þeim
systrum í öðrum bók-
um hans.
Strax er auðséð á
þeirri bók, að hún er
ofar skilningi flestra.
En það verð ég að
segja, að stórmerkilegt er, hvað
þessi bókaflokkur, „Rætur íslenskr-
ar menningar", er skemmtilega
skrifaður á lifandi máli - um jafn
Söguskoðun fræði-
mannsins og baðstofu-
lesarans, segir Rósa B.
Blöndals, mætast ekki
nema að nafninu til.
flókið og margþætt efni, samansafn
visku og þekkingar úr öllum áttum,
frá fjarlægum löndum og heimsálf-
um, frá fomri menningu liðinna
kynslóða, með það háleita mark-
mið, að leita þeirrar þekkingar sem
fommenn íslands fluttu hingað
heim. Þijár bækur hef ég lesið al-
veg, en þar sem registur er sem
annað, greinilegt og vel unnið hjá
höf. er hægt að finna dætur Njáls
og lesa eingöngu um þær. Bókin
freistar þó til lengri íestrar, því
Einar er mikill rithöf-
undur. Það er stórkost-
legt að rita eina slíka
bók, hvað þá 13 slíkar
bækur, samtals yfir
4.000 síður. Ef goð-
kynjaður maður hefur
nokkumtíma verið á
íslandi, held ég að Ein-
ar Pálsson sé sjálfur
et sama. Svo ofur-
mannleg elja liggur á
bak við þessar bækur,
framsögn alltaf jafn
skýr og ákafinn að
fræða eftir því. Ekki
er þó langt mál um
Njálsdætur á þeim sið-
um.
Ég þakka E.P. fyrir að virða
grein mína um dætur Njáls á Berg-
þórshváli svars.
í „Leyndar ástir í Njálu“, var ég
í vafa um, hvor Þorgerðanna
Njálsdætra hefði verið í Hlíðar-
endabrúðkaupi, Þorgerður Njáls-
dóttir heimasæta á Bergþórshváli
eða Þorgerður Njálsdóttir hús-
freyja í Mörk.
Seinna eftir að „Leyndar ástir í
Njálu“ komu út, tók ég eftir því,
að báðar alnöfnurnar í Mörk og
að Bergþórshváli eru taldar upp í
brúðkaupsveislu Gunnars og Hall-
gerðar, sem gestir.
En í öllum útgáfum af Njálu,
sem ég hef séð, stendur aldrei í
registri nema eitt nafn, Þorgerður
Njálsdóttir.
Ég vona að E.P. fyrirgefi, þótt
ég taki upp línu og línu í vissum
köflum um dætur Njáls. Trú og
landnám 1970 k. 35 Hera og Gauk-
urinn bls. 203. „Hafi Bergþórs-
hvoll verið upphafshvoll sköpunar
í Rangárhverfi er þannig mjög
sennilegt að þar hafi „sköpunar-
goðið“ búið með þrem sonum sín-
um og dætrum.
Eitt smáatriði í sögnum „Kær-
leiksgyðjanna“ er mjög athyglis-
vert í sambandinu: I Lakoníu og
Aþenu voru aðeins tvær þeirra
tignaðar á vissu tímaskeiði; Er til
fræg mynd af þeim er sýnir andlit
„tveggja þeirra“ - sú þriðja snýr
baki við skoðanda. Þetta er ein-
mitt eitt helsta einkenni þeirra
Njálsdætra. Aðeins tvær þeirra eru
nefndar til sögunnar „Helga og
Þorgerður", nafn þeirrar þriðju fer
leynt, enda þótt greinilega sé tekið
fram, að þær systur hafi verið
þijár. Kemur þannig hvert smáatr-
iði heim af öðru.“
Steinkross 1976 k. 37 Askur og
Embla. Þar er vitnað í gríska hug-
myndafræði, þar gat að líta mynd,
er tvær hliðar „mánagyðju" sneru
andlitum fram, en sú þriðja aftur.
Hér tákna dætur Njáls, fortíð,
nútíð og framtíð í allegórískri
merkingu. Framtíðina sjá menn
ekki, nema Njáll, sem er forvitri.
„Framtíðin hefur verið ein
þriggja róta hans.“
Nú segi ég við þessu: Engin af
dætrum Njáls sést greinilega. And-
lit þeirra sjást ekki, þeim er hvergi
lýst. Tæpast hafa þær verið kær-
leiks- eða mánagyðjur að fegurð.
Alltaf er pláss á kálfsskinni til að
lýsa fegurð kvenna, sbr. Hallgerði
og Þorgerði dóttur hennar.
Rammislagur 1978 Tónlist og
fornaldarsögur k. 30 bls. 217. Þar
kemst E.P. að þeirri niðurstöðu,
að hin „ónefnda dóttir Njáls hafi
heitið Guðrún“. „Var sú að sjálf-
sögðu kven-hliðstæða Gríms.“
Netto asko msm qmm oturbo nilfisk emide
cc =0 1— U— > co '=D VELKOMIN í FÖNIX OG GERIÐ cz "D < O —I
m Q _j LU cc < Ll_ REYFARAKAUP 1 m' i— y> zn TT <c
o o CD Við bjóðum allt sem þig vantar o 3
1 Q CC o INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI < rri' 1— y> ZJD
cp í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefn- £
o CO herbergið, barnaherbergið og anddyrið. cz xr c=
ZD LU =n SÖLUSYNING UM HELGINA za cn 5 ZJJ
cc < INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI Á TILBOÐSVERÐI > cn
Ll_ O BOTNFROSIÐ VERÐ - ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR GÖ' CO £ jj>
cc < 1 Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin.
'Qj > Þeir sem versla fyrir kr. 10.000,- eða meira, geta tekið þátt í lau- =D
< Q - i fléttri Fönix-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmæti -< Ps
LU cc kr. 31.350,- eða einhvern 5 aukavinninga. C= o c=
< CD Z h- 1— 'LLl H| LAUGARDAG 10-16 |^%/r OPgffl SUNNUDAG 12-17 /JTUl 11J% 30 CO £
cc z AÐRA DAGA 9-18 HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 25
• EMIDE NILFISK Oturbo Gnw (^Ö) ASKO NettOUe
Rósa B.
Blöndals
„Helgi/Helga, Skarphéðinn/Þor-
gerður, Grímur/Guðrún.“ Um
þetta verða menn að lesa nánar.
Hér er auðvitað allt í alleg-
órískri merkingu. í Hvolfþak him-
ins 1985 er E.P. horfinn frá Guð-
rúnarnafninu og æ síðan. Hér spyr
höf. á bls. 55 k 9: Hvers vegna
notaði Brunelleschi brotið 5/6? Þar
sem höf. kallar stórskrítna en
hugsanlega lausn á dæminu: hinir
5 í 6 skiptri „línu“ Rangárhverfis
voru þá e.t.v. tölurnar 1-3-5 „syn-
ir“ Njáls, þeir þrír er sáust og
nefndir voru til sögunnar, en töl-
urnar 2-4-6 voru e.t.v. „dætur“
Njáls þijár, hvar af einungis tvær
sáust og voru nefndar til sögunn-
ar, en ein var hulin sjónum - utan
þríhyrnings mannlífs handan við
Pólstjörnu.
Síðast í svargrein sinni til mín,
segir E.P.:
„Þannig er það einkenni á Glast-
onbury í Somerset (frumheim-
kynnum) Njáls ættarinnar, að
dæturnar voru þijár, tvær sjást,
en ,,ein“ sneri ávallt við þeim baki.
Svo mikilvægt er þetta atriði,
að unt er að rekja það í hvorum
tveggja strauma allegóríunnar,
sem kennd er við Platon og Pyth-
agoras. Dæturnar „tvær“, sem
voru í raun þijár - ganga beinlín-
is inn í vönduðustu og dýpstu töl-
vísina: „Dæturnar" merktu í alleg-
óríunni Tíðirnar þijár, fortíð, nútíð
og framtíð og enginn fékk séð eina
þeirra, „framtíðina“ - nema Njáll.
Því hann var forvitri. Hann einn
vissi nafn hennar.“
Hér sést best hversu ólíkt er
sögusviðið og allegóría. Ef talað er
um svo nefnda (hina ónefndu) dótt-
ur Njáls sem lifandi konu á sínum
tíma, en ekki sem framtíð. Þá er
augljóst, að Njáll veit ekki einn
nafn hennar, heldur veit Bergþóra
það líka, heimilisfólk og nágrannar.
Sömuleiðis sést að söguritari Njálu
veit einnig nafn hennar.
Hann valdi það að kynna nöfn
Njálsdætranna þriggja í brúðkaupi
Gunnars og Hallgerðar. Hann telur
Þorgerði Njálsdóttur upp með Katli
í Mörk manni hennar, næst á eftir
Þórhildi og Þráni Sigfússyni bróður
Ketils. Síðan alla hina Sigfússonu.
Konur þeirra ekki nefndar, þær
koma ekki meir við sögu. Þá Dala-
menn. Síðan stendur orðrétt í Njálu
kap. 34 bls. 76: „Þar var ok brúðr-
in í för með þeim [Dalamönnumj
og Þorgerðr dóttir hennar ok var
hon kvenna fríðust. Hon var þá
14 vetra gömul. Margt var með
henni annarra kvenna. - Þar var
ok Þórhalla dóttir Ásgríms Elliða-
Grímssonar ok dætur Njáls tvær
Þorgerðr ok Helga."
Kemúr ekki til mála að höf.
Njálu telji Þorgerði í Mörk tvisvar
í sömu veislu.
Kristnitaka og Kirkja Péturs
1995. Sama stef, dæturnar þijár,
„tvær“ sjást, ein sést ekki.
Einar Pálsson, fræðimaður,
gengur sjálfur frá Njálsdætrum síð-
ast þannig, að hann virðist enn
ekki hafa áttað sig á því, að Þor-
gerður sú sem talin er upp í Hlíðar-
endabrúðkaupi með Þórhöllu konu
Helga og Helgu systur sinni er jafn
sýnileg þar eins og aðrir gestir.
í kap. 129 í Njálu, segir svo:
„Ok þá gekk út Þorgerðr Njálsdótt-
ir ok Helga systir hennar.“ Þor-
gerður talin á undan. Hún er þar
jafn sýnileg og Helga kona Kára,
þótt hún bæði hjá E. Ólafi Sveins-
syni og öðrum fræðimönnum gangi
út úr brennunni undir nafni Þor-
gerðar systur sinnar og alnöfnu í
Mörk.
Þorgerður „hin ógefna" gengur
því tæpast inn í „meginatriði laun-
sagnarinnar", þót af henni fari lítil
saga.
Segja má, að hún gæti næstum
verið utan þríhyrnings mannlífs,
handan við Pólstjörnu.
Dætur Njáls, heita: „Þorgerður
kona Ketils í Mörk, önnur Þorgerð-
ur heimasæta á Bergþórshváli og
sú þriðja Helga kona Kára Söl-
mundarsonar.“
Höfundur er rithöfundur.