Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
5AYS HERE THAT THERE ARE
OOO ATT0RNEY5 IN THI5 COUNTRY..
Hér stendur að það séu 860.000 lögfræðingar í
þessu landi.
Segðu lögfræðingi aldrei neitt sem fær hattinn
hans til að fjúka af honum.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Peð til
vamar biskupi
Frá Margréti Einarsdóttur:
ÉG ER bara peð, sem verð vitni að
áburði á hendur biskupi mínum.
Áburði, sem ekki er hægt að kæra,
vegna þess hve langur tími er liðinn
síðan meint brot voru framin. Enginn
veit hvað í raun og veru gerðist og
hægt væri að fara út í langar og
heimspekilegar umræður um sekt og
sakleysi í svona málum.
Fómarlömb í ofbeldismálum -
kynferðislegum eða ekki - eiga alla
mína samúð, hvort sem þau eru fórn-
arlömb eða telja sig vera það.
En til að árétta hve erfið svona
mál eru viðfangs, langar mig að segja
frá því, að ég hef þurft að leita til
prests og starfsmanna innan heil-
brigðisstéttanna, full sektarkenndar
yfir hlutum sem ég taldi mig þurfa
að gráta yfir. Ég upplifði mig eins
og holdsveika konu, sem enginn þyrði
að sýna samúð með snertingu af ótta
við að eitthvað það gerðist, sem kom-
ið gæti viðkomandi í koll síðar. Mér
fannst það sárt og jók á harm minn.
Nokkru síðar var ég lögð inn á geð-
deild vegna veikinda og þar upplifði
ég beiðni starfsfólks um að ég klæddi
mig úr úlpunni sem grófa kynferðis-
lega áreitni og neitaði því alfarið.
Orð manna
Þetta snertir mál biskupsins að
sjálfsögðu ekki nema að hluta. Það
er auðvitað miklu breiðara. En það
breytir ekki því að mér koma í hug
orð séra Björns Halldórssonar í Lauf-
ási: „Hann fótstig getur fundið, sem
fær sé handa þér“ - og þau ætti bisk-
upinn að gera að sínum. Miklu frek-
ar en að sjá sjálfan sig í orðum Steins
Steinars: „Skyldi manninum ekki
leiðást að láta krossfesta sig?“
Sannkristnum manni, ekki síst
æðsta hirði kristins safnaðar, ætti
að vera Ijóst að Guð er með honum
- jafnt sekum sem saklausum. Sek-
um býðst honum fyrirgefning, sem
ein skiptir máli - jafnvel þótt heim-
urinn snúi við honum baki. Saklaus-
um eru honum flestir vegir færir.
Sé hann saklaus vinnur tíminn
með honum. Kristur svaraði því til
að ásakanir í sinn garð væru orð
manna, en hótaði engum málsóknum.
Væri ekki rétt að biskup íslensku
kirkjunnar brygðist eins við? Fórnaði
sér jafnvel á altari rógsins, eins og
sá sem hann hefur að fyrirdæmi?
Og hver veit nema það yrði hann,
sem á endanum stæði uppi sem sig-
urvegari. Ekki endilega sigurvegari
yfir þeim sem kalla hann til svara,
heldur sá sigurvegari sem vinnur sig-
ur á sjálfum sér. Og jafnvel heimin-
um um leið.
Veritas liberabit vos.
MARGRÉT EINARSDÓTTIR,
060459-3479.
Hvað er nauðgun?
Frá Ragnheiði Briem:
EIN ÞEIRRA kvenna, sem saka séra
Ólaf Skúlason um kynferðislega
áreitni, hefur skýrt frá því opinber-
lega að biskup hafi læst hana með
sér inni í gluggalausu herbergi í
kirlq'u sinni að kvöldlagi. Það sem
síðan á að hafa gerst nefnir hún
nauðgunartilraun.
Allir sem litið hafa biskup Islands
augum sjá að hér er enginn væskili
á ferð. Dettur einhverjum í hug að
nauðgari með slíka líkamsburði hefði
látið sér þetta ákjósanlega tækifæri
úr greipum ganga? Trúa menn því í
alvöru áð prestar á íslandi séu vísir
til að reyna að nauðga sóknarbömum
sínum í kirkjunni?
Margumræddar ásakanir á hend-
ur biskupi minna óþægilega á ýmis
mál sem komið hafa upp erlendis
og skýrt hefur verið frá í fjölmiðlum
á umliðnum áratugum. Mér er sér-
staklega minnisstætt gamalt atvik
þegar hópur unglingsstúlkna í
bandarískum gagnfræðaskóla sak-
aði kennara sinn um mjög alvarleg
siðferðisbrot. Lýsingar námsmeyj-
anna á orðum og athöfnum kennar-
ans voru lítt geðslegar svo að ekki
sé meira sagt. Voru frásagnirnar
teknar trúanlegar enda bar stúlkun-
um saman í hvívetna.
Kennaranum var umsvifalaust
vikið úr starfi og hvergi vinnu að fá
eftir það - sem vonlegt var. Fór svo
að lokum að útskúfunin varð honum
óbærileg og hann svipti sig lífi.
Hann fékk þó uppreisn æru
nokkru seinna þegar stúlkurnar ját-
uðu að áburðurinn hefði verið upp-
spuni frá rótum. Þær játningar komu
því miður of seint.
RAGNHEIÐUR BRIEM,
íslenskukennari við Menntaskólann í
Reykjavík.
Hvatning til herra
Ólafs Skúlasonar
Frá Konráð Friðfínnssyni:
ÉG GET ekki lengur orða bundist.
Og nú langar mig að leggja orð í
belg varðandi ásakanimar á hendur
biskupi vorum, herra Ólafi Skúla-
syni. Ég vil hvetja herra biskupinn
til að vera staðfastan og hvika hvergi
frá eigin sannfæringu né trú á Jesú
Krist, til að hann fái staðist þann
storm sem nú bylur á honum.
Og við fjölmiðlana og almannaróm
vil ég segja eftirfarandi: Ykkur mun
ekki takast að flæma biskupinn yfir
íslandi úr embætti, hann mun sitja
áfram. Og þetta segi ég fyrir þær
sakir að ég veit að þó að vald ykkar
samanlagt sé mikið í dag er samt
vald þess meira, sem er höfuð kirkj-
unnar, þ.e. Jesús Kristur.
Slíðrum því sverðin og snúum okk-
ur að uppbyggilegri vangaveltum.
Og munum að hatur og hefnigirni
leysa engan vanda, heldur þvert á
móti auka hann.
KONRÁÐ FRIÐFINNSSON,
Blómsturvöllum 1, Neskaupstað.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.