Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 43
Árshátíðir
og göng
Frá Pálínu Magnúsdóttur:
NÚ EIGA sjúkir og aldraðir að
leggja í „púkk“ fyrir ríkissjóð upp
á tvær milljónir á mánuði. Er ekki
hægt að fara aðrar leiðir en að
lækka lífeyrisuppbót þessa fólks?
Nú er verið að eyða úr þessum
sama sjóði fyrir veislu þingmanna,
og segja þeir að það sé nú ekki
mikið að bjóða þeim upp á eina
árshátíð árlega, á okkar kostnað.
Vita þeir ekki að á allar aðrar
árshátíðir þarf fólk að borga sjálft.
Þeim sem eru í fullri vinnu með
allskonar fríðindi að auki fínnst
þetta bara smá-peningar, ein millj-
ón og tvöhundruð þúsund. Hver
átti uppástunguna? 20 þús. á
mann miðað við 60 þingmenn. Á
meðan þeir bjóða sér svona
skemmtun á okkar kostnað eins
og svo margt annað sem þeir bjóða
sér geta öryrkjar aldrei farið á
árshátíð hjá sínu stéttarfélagi
nema spara matarpeningana. Rík-
issjóður er ekki sjóður einkastofn-
unar eins og þeir leyfðu sér að
miða við, þegar fundið var að.
Þetta er alveg ótrúlegt og vekur
reiði flestra. Eg veit ekki um neitt
stéttarfélag sem býður ókeypis á
árshátíð, en þið?
Bfllinn
Nú er búið að útiloka að við
öryrkjar sem höfum átt bíl, getum
endurnýjað bílinn okkar, með því
að lengja veitingu styrks til bif-
reiðakaupa, jafnvel þó maður kom-
ist ekki „spönn frá rassi“ nema í
bíl.
Ég geri fastlega ráð fyrir því
að tryggingarnar (eða ríkissjóður)
greiði ekki fyrir þær viðgerðir á
bílum öryrkjanna. Þeir eiga fullt
í fangi með að halda bílnum þótt
hann sé ekki í viðgerðum, ég
miða þá við meira en 75% ör-
yrkja. Nú vita allir að bílarnir
hækka ár hvert en gamli bíllinn
fellur í verði svo mismunurinn
verður óviðráðanlegur. Hveijir
þurfa á bílum að halda frekar en
öryrkjar?
Göngin
Svo vil ég minnast á göngin sem
á að fara að ráðast í á þessum
verstu tímum. Þeir ætla að selja
aðgang að þeim og segja að það
sé ekki hærra verð en að fara með
Akraborginni. Ég veit ekki hvort
þeir reikna allan mismun, við þurf-
um nú að aka að göngunum, og
þá þarf að reikna meira en bensín.
Mig langar að spyija þessa menn,
sem allt vita um jarðgöng, hvað
þeir ætla að gera í sambandi við
útbiástur vöruflutningabíla og
stórra hóp-bíla auk annarra bíla
um göngin? Þeir sem hafa farið í
viss göng í Noregi vita að þau eru
með mikinn koltvísýring og fólk
hefur liðið út af vegna súrefnis-
leysis í þeim. Þeir hafa ekki minnst
á þau göng.
PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR,
Dofrabergi 11, Hafnarfirði.
Areitni
Frá Hákoni H. Kristjónssyni:
ÓSKÖP er allt þetta tal um kynferð-
islega áreitni á þröngu umræðu-
plani. Þeim, sem mest óskapast
yfir kynferðislegri áreitni í þjóðfé-
laginu, finnst þó sennilega að þeir
séu að gera góða hluti og að þeir
séu með þetta í víðu samhengi að
því leyti til að þeir fella allskyns
óvelkomna snertingu og óvelkom-
inn talsmála undir hugtakið. Þó
ganga menn að sjálfsögðu mislangt
í þessu sem öðru. En er ekki tími
til kominn að tala um áreitni I enn
víðara samhengi? Hvað með, al-
mennt talað, starfsáreitni þar sem
yfirboðari getur ekki séð undirmann
sinn í friði við störf hans? Rýrir
hlut hans í starfinu, niðurlægir
hann gagnvart öðru starfsfólki, og
reynir leynt og ljóst að gera honum
lífið leitt. Á þolandinn í starfs-
áreitni-málinu að einhveiju leyti
lélegri siðferðislegan rétt en þoland-
inn í kynferðisáreitnimálinu? Ég
bara spyr? Starfsmaðurinn er
kannski hámenntaður á sínu sér-
sviði og hefur unnið sín störf á
sama stað í áratugi undir hand-
leiðslu annarra yfirmanna, sem ekki
sáu ástæðu til að finna að störfum
hans heldur þvert á móti notuðu
öll tækifæri til að prísa og vegsama
starfsmanninn. Hvað með - ólíkt
því sem oftast gerist með kynferðis-
lega áreitni þar sem allir eru sam-
mála um að erfitt sé um sannanir
- ef undirmaður þessi getur vísað
til þess að margir geta borið vitni
um þessa starfsáreitni. Ef dómstóll
götunnar telur sig þess umkominn
að dæma einn sekan um kynferðis-
lega áreitni án nokkurra sannana
ber þá ekki dómstóli götunnar
skylda til að dæma annan sekan
um starfsáreitni þar sem málsatvik
þurfa ekki að vefjast fyrir neinum?
Dómstóll götunnar veitir þeim lið
sem hyggur á hefndir, en sá sem
hyggur á hefndir skyldi hugsa vel
sinn gang því hann heldur sárum
sínum opnum, sem að öðrum kosti
myndu gróa. Mér finnst hálf-skrýt-
ið hvernig orðin vanhæfur og trún-
aður eru skyndilega orðin aðalvopn
sumra manna. Sá sem kynnir sér
mál vegna embættisskyldu sinnar
og kemst að einhveiju gruggugu í
pokahorni er skyndilega orðinn van-
hæfur til að fara með málið. Og sá
sem borinn er sökum, hinum alvar-
legustu sökum, er skyndilega talinn
hafa brotið trúnað á sögumanninum
þegar sá sem ráðist er á reynir að
bera hönd fyrir höfuð sér.
HÁKON H. KRISTJÓNSSON
Goðheimum 10, Reykjavík.
Til sölu á Kópaskeri
110 fm einbýlishús í góðu ásigkomu-
lagi. Tilvalið fyrir trillusjómann eða
félagasamtök. Stutt er í marga fallega
staði, t.d. Ásbyrgi og þjóðgarðinn í
Jökulsárgljúfrum o.fl.
Upplýsingar í síma 587 3541.
10,5 ha sumarhúsaland í Grímsnesi
Tilboð óskast í 10,5 hektara af óskipulögðu sumarhúsa-
landi sunnan við Kerið í Grímsnesi. Landið liggur fjarri
umferð, er kjarri vaxið u.þ.b. 50 mínútna akstur frá
Reykjavík, slitlag alla leið. Tilvalið fyrir félagasamtök,
fyrirtæki eða verktaka. Eitt vinsælasta sumarhúsa-
svæði landsins, stutt í þjónustu, sundlaugar, golfvelli,
veiði og margar helstu náttúruperlur Suðurlands s.s.
Gullfoss, Geysi, Þingvelli og Laugarvatn. Aðgengilegt
allan ársins hring.
Frekari upplýsingar veita sölumenn okkar.
Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568-2800.
Opið hús milli kl. 13 og 16
Austurströnd 12-2. hæð
Mjög skemmtileg 3ja herb. íbúð. Hentar sérlega vel
eldra fólki sem og barnafólki. Bílgeymsla og þvottahús
á sömu hæð. Engin þrif á sameign. í næsta nágrenni
má m.a. finna Hagkaup, Bónus, apótek, sundlaug, heil-
sugæslu, barnaskóla og bókasafn. Tryggvi býður ykkur
velkomin milli kl. 13 og 16.
Borgir, fasteignasala,
sími 588 2030.
Opið í dagkl. 12-14.
OPIÐHÚS
í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17
GRETTISGATA 64
- Barónsstígsmegin
96 fm falleg íbúð á 3. hæð í vönduðu steinhúsi á þess-
um vinsæla stað. íbúðin er skipt í 2 rúmgóð herb. og
tvær rúmgóðár stofur. Endurnýjað eldhús, gluggar og
gler. Hús nýviðgert að utan og málað. íbúðin er laus
strax. Áhv. 2,3 byggsj. Verð 6,9 milj. Jón og Jóhanna
sýna í dag milli kl. 14 og 17.
Húsið - fasteignasala,
Suðurlandsbraut 50, sími 533 4300.
Opið ídag milli kl. 12 og 14
Opið hús - sýning - Hraunbær 118
3ja herb. herbtil sölu
Ca 80 fm íb. á 3. hæð. Hagstætt verð. Ahv. 3,9 millj.
Til sýnis í dag milli kl. 14 og 19. Ágúst á bjöllu, sími
587-4344.
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA"
Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250.
Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl.
Opinhúsídag
Brekkustígur 17 - 3ja + bílskúr
Falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð í 4ra íbúða húsi (byggt
1973). Innbyggður bílskúr. Stórglæsilegt nýstandsett
baðherb., 2 rúmgóð svefnherb. Parket. Áhv. húsbréf
4 millj. (5% vextir). Verð 8,8 millj. Þórdís og Steingrím-
ur verða með opið hús í dag milli kl. 14 og 17. Allir
velkomnir.
Boðagrandi 6 - 2ja herb.
Gullfalleg 62 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli á skemmti-
legum stað. Parket. Góðar sválir. Hús og sameign í
toppstandi. Verð 5.650 þús. Björn og Áslaug verða
með opið hús í dag miili kl. 14 og 16.
Valhöll, fasteignasala, sími 588-4477.
Borgarfjörður
Til sölu eru hjá undirrituðum eftirtaldar fasteignir:
Á jörðinni Höfn í Leirár- og Melahreppi 172 fm einbýlis-
hús '(Nýhöfn), byggt 1976, ásamt 4.125 fm leigulóð,
heitum potti og litlu gróðurhúsi. Eigninni fylgir hesthús
og hlaða ásamt 2 ha eignarlóð. Hitaveita. Verð 8,2 milij.
Á sömu jörð er einnig til sölu 176 fm einbýlishús (Höfn
2), byggt 1986 ásamt 5.000 fm leigulóð. Hitaveita.
Verð 6,0 millj.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Gísli Kjartansson hdl.,
lögg. fasteigna- og skipasali,
Borgarbraut 61, Borgarnesi,
sími 437 1700, fax 437 1017.
Opið hús í dag frá kl. 13-16
Boðahlein 9, parhús við Das, Hfj.
Sérlega fallegt, vandað og vel staðs. 85 fm parh. á
einni hæð með sólskála. Parket. Allt sér. Þjónusta tengd
DAS. Verið velkomin til Guðbjargar.
Opið hús í dag f rá kl. 14-17
Vindás 4,3ja með bílskýli
Nýkomin mjög falleg 86 fm íb. á 2. hæð í litlu góðu
fjölb. auk bílskýlis. Parket. Svalir. Laus fljótl. Góð eign.
Ahv. byggsj. rík. ca 2,2 millj. Verð 7,3 millj.
Verið velkomin til Sæmundar og Margrétar.
Nánari upplýsingar gefur:
Hraunhamar fasteignasala,
sími 565-4511.
FASTEICN ER FRAMTID
FASTEIGNA
SVERRIR KRISTJANSSON LÓCCILTUR FASTEICNASALI
SUÐURLANDSBRAUT12,108REYKJAVÍK, FAX5687072
m
MIÐLUN
SIMI568 7768
Opið í dag frá kl. 13-14
Atvinnutækifæri
Til sölu lítil ísbúð + smurbrauðsstofa í eigin húsnæði.
Allar innréttingar og tæki eru ný og í háum gæða-
flokki. Frábær staðsetning á miklu umferðarhorni.
Sólheimar - sérhæð
Til sölu falleg 130 neðri sérhæð ásamt 32 fm bílskúr
sem er langur og getur tekið tvo bíla. 3-4 svenherb.
o.fl. Góð eign. Verð 10,8 millj.
Opið hús í dag frá 14-17
Skólagerði 40 - Kóp. - sérhæð
Góð og mikið endurnýjuð 4ra herb. 113 fm sérhæð á
1. hæð í þríbýlishúsi. Nýlegt eldhús og bað, 3-4 svefn-
herb., merbau parket o.fl. Gott hús. Fallegur garður.
Bílskúrsréttur. Áhv. 3,6 millj. byggsj. og 1 millj. lífeyris-
sjóður. Verð 8,9 millj.