Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup hefur úrskurðað í Langholtskirkjudeilunni SÉRA Bolli Gústavsson vígslubiskup kvað í gær upp þann úrskurð að sóknarpresti og organista í Langholtskirkju bæri að sinna störfum sínu áfram. Kveðið er upp úr með starfs- og valdsvið sóknarprests, organista og sóknarnefndar og ber máls- aðilum að haga samstarfi sínu í samræmi við það. Jón Stefánsson organisti ætlar að mæta til messu með kórinn nk. sunnu- dag. I úrskurðarorði segir að séra Flóki Krist- insson og Jón Stefánsson skuli sinna áfram störfum sínum við Langholtskirkju. Þeim beri að fara að lögum og erindisbréfí sókn- arnefnda og haga samstarfí sínu í sam- ræmi við úrskurðinn, þar á meðal við al- menna helgidagaþjónustu í kirkjunni. „Brjóti annar hvor þeirra eða báðir gegn úrskurði þessum er biskupi sem yfirmanni kirkjunnar skylt að grípa til viðeigandi ráðstafana," segir í lok úrskurðarins. Biskup samþykkti fri Jóns í úrskurðinum er tekið fram að þótt ljóst sé að verulegir örðugleikar hafí ríkt í sam- skiptum séra Flóka annars vegar og sóknamefndar, Jóns Stefánssonar og fleiri starfsmanna Langholtssafnaðar hins vegar verði ekki séð að sóknarprestur hafi gerst sekur um neinar þær ávirðingar í starfí eða utan þess sem réttlætt geti það að honum sé veitt áminning eða vikið úr starfi. í úrskurðinum segir að þótt sú fyrirvara- lausa ákvörðun Jóns Stefánssonar, að óska eftir leyfi frá störfum sem organisti um síðustu jól, hafí verið óheppileg og valdið röskun á helgihaldi í kirkjunni um hátíðirn- ar, liggi engu að síður fyrir að sóknar- nefnd hafí veitt honum umbeðið leyfí. „Með vísun til þessa, og þess hver voru tildrög að því að hann óskaði leyfís eru ekki að mínu áliti efni til þess að leggja fyrir sóknamefnd að segja Jóni upp störf- um sem organista, enda hefur hann beðist velvirðingar á þessari gjörð sinni og ítrek- að lýst sig reiðubúinn til að rækja áfram starf sitt.“ Þegar talað er um tildrög ákvörðunar Jóns er, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, verið að vísa til þess að biskup íslands ráðlagði sóknamefnd að sam- þykkja beiðni Jóns um frí frá störfum. Bolli segir í úrskurðinum að sóknamefnd sé stjórnsýslunefnd í skilningi stjórnsýslu- laga og henni beri að gæta hlutlægni í störfum sínum. Þess vegna beri einstakl- ingum í sóknamefnd, sem annaðhvort eru sjálfir starfsmenn sóknarinnar eða eru venslaðir sóknarpresti eða einhverjum öðr- um starfsmönnum sóknarinnar, að víkja úr sóknarnefnd. Þetta eigi þeir að gera á næsta aðalsafnaðarfundi. Úrskurðurinn verði leiðarljós sátta Bolli Gústavsson vildi lítið tjá sig um úrskurðinn við fjölihiðla. Hann kvaðst vona að málsaðilar sætti sig við úrskurðinn og starfí í kirkjunni í samræmi við hann. Hann sagði að úrskurðurinn gerði ráð fyr- ir að brugðist yrði við af hálfu biskups íslands ef sóknarprestur eða organisti færa ekki eftir honum. „Það segir sig sjálft að það gæti gengið svo langt að annað hvor yrði að víkja af starfsvettvangi," sagði séra Bolli þegar hann var spurður hvernig biskup gæti brugðist við. „Ég tel að kirkjunni beri skylda til að ganga eins langt og hægt er til að koma á sáttum. Þrátt fyrir allt hafa, eins og prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra þekkir, tekist sættir inn á milli og við verðum að vona að eftir að gengið hefur verið frá þessum úrskurði geti hann orðið leiðarljós, sem hægt verður að fara eftir," sagði Bolli. „Mér finnst þetta góður úr- skurður og eðlilegur, að því leyti að sáttargjörðin er alltaf það kristilegasta og besta ef hún getur orðið. En sáttargjörðin verður að vera gerð af heilum hug af öllum aðilum. Ég vil skora á alla aðila að sýna sáttarvilja í verki,“ sagði séra Ragnar Fjalar Lárasson, pró- fastur í Reykjavíkurumdæmi vestra. Formaður Prestafélagsins óánægður Jón Stefánsson var ekki viðstaddur þeg- ar úrskurðurinn var kynntur málsaðilum vegna þess að hann var að spila við jarðar- för. Flóki Kristinsson og Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar, voru hins vegar viðstaddir úrskurðinn. Strax Presti og organista ber að vinna saman Málsaðilar í Langholtskirkjudeilunni hafa tekið úrskurði séra Bolla Gústavssonar með ýmsum hætti. Sóknar- nefndin er óánægð. Það sama á við um séra Flóka Kristinsson, en Jón Stefánsson ætlar að hlíta úrskurðin- um og spila við messu á morgun. Egill Ólafsson skoð- aði úrskurðinn og fylgdist með viðbrögðum við honum. Brot mun kalla á vidbrögð biskups Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR Ágústsson og Guðmundur L. Pálsson, sóknarnefndarmenn i Langholtssókn, hlusta á útskýringar séra Bolla Gústavssonar. eftir úrskurðinn fór Flóki til fundar við Geir Waage, formann Prestafélags íslands, og séra Sigurð Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti. Flóki vildi ekki tjá sig um úrskurðinn fyrr en hann hefði haft samráð við lögmann sinn, en greinilegt var á honum að hann var ekki ánægður. Geir gaf hins vegar eftirfarandi yfírlýsingu. „Þetta er enginn úrskurður heldur síðbúin og andvanafædd sáttatilraun. Það er hvergi tekin afstaða til nokk- urra efnisraka þeirrar deilu sem verið hefur í Langholtskirkju. Sóknarprest- urinn er þó skýr af því að hann hefur ekki brotið af sér í embætti, en hann skal samt sitja áfram í einsemd sinni undir rógi og ákæra. Organistinn fær ekki svo mikið sem ádrepu fyrir þjóð- kunn afbrot sín. Hann beitti söfnuðinn því hryðjuverki að neita að þjóna helgihaldinu um jólin. Hann virti að vettugi tilmæli bisk- ups að gera það þó fyrir hans beiðni. Prest- urinn varð við þeim tilmælum, en organist- inn ekki. Loks hefur organistinn orðið uppvís að því að njósna um prestinn og -------- greina frá því hveijir eigi við hann trúnaðarsamtöl og í því efni eyða sjálfum trúnaði skriftanna, sem er undirstaða sálusorgunar emb- ættis prestanna. Framhjá öllu þessu er litið og ekkert með það gert. Það sér það hver maður að Jón Stefánsson Flóki Kristinsson þetta er enginn úrskurður.“ Geir vitnaði í 27. Passíusálm Hallgríms Péturssonar um samtal Pílatusar við gyð- inga fyrir dómstólnum. „Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þð fyrir vinskap manns að vílga af götu sannleikans." Geir sagðist gera ráð fyrir að stjórn Prestafélags íslands myndi koma saman á næstu dögum til að ræða saman um úr- skurðinn. Séra Bolli Gústafsson sagði ummæli Geirs þess eðlis að hann sæi ekki ástæðu til að bregðast við þeim. Jón spilar við messu á morgun Jón Stefánsson organisti sagðist hafa búið sig undir að úrskurðurinn yrði í þessum anda. Niðurstaðan kæmi sér því ekki. á óvart. „Ég mun að -------------- sjálfsögðu hlítaþessum úrskurði. Ég er búinn að gera ráðstafanir til að það komi sönghópur í messu næstkomandi sunnudag og mun mæta þar sjálfur til að spila.“ Jón sagðist vona að úrskurðinum yrði fylgt eftir þannig að aðstæður skapist fyrir sig til að starfa innan Langholtskirkju. Hann sagðist ganga út frá því að sá sem felldi úrskurðinn ætlaði sér að fylgjast vel með gangi mála í Langholtskirkju næstu daga og vikur og reyna að stuðla að því að úrskurðurinn yrði haldinn og jafnframt að bregðast við ef það yrði ekki gert. „Það hefur tvisvar sinnum áður verið gert svona samkomulag. við prestinn. Vandamálið var að því var aldrei fylgt eftir þó að sáttin væri brotin. Mér sýnist að í þessum úrskurði séu ákvæði um að menn kalli yfir sig aðgerðir ef þeir bijóti gegn úrskurðinum. Ég lít svo á að brot gegn úrskurðinum geti leitt til áminningar og áminning getur verið undanfari brottvikningar," sagði Jón. í úrskurðinum er kveðið á um vald- og verksvið sóknarprests og annarra starfsmanna kirkjunnar. Jón sagðist ekki líta svo á að með þeirri skilgreiningu sem sett er fram í úrskurðinum væri á neinn hátt verið að þrengja að verksviði organistans. Mikilvægur úrskurður Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður séra Flóka, sagði úrskurðinn mikilvægan að því leyti að með honum væri með tiltölulega skýrum hætti kveðið á um valds- og verksvið sóknarprestsins, sóknarnefndar og annarra starfsmanna kirkjunnar. „Þessi úrskurður er mikilvægur að því leyti að hann hreinsar sóknarprestinn af öllum áburði sem á hann hefur verið borinn. í öðra lagi er í úrskurðinum tekið á því hvert er hlutverk sóknarpresta og sóknamefnda og hver er réttarstaða sóknarpresta gagnvart þessum aðilum. Hann er því á vissan hátt mjög mikilvægur fyrir séra Flóka. Það hefur verið sótt að honum og hann sakaður um að vinna ekki eftir reglum sem gilda innan kirkjunnar og gegn almennu safnaðarstarfi, en það er ekki svo þegar þessi úrskurður er lesinn. Það má hins vegar taka undir með formanni Prestafélagsins að það er kannski hjákátlegt að segja mönnum að starfa saman sem hafa ekki getað starfað saman,“ sagði Sigurður. Sigurður sagðist ekki hafa haft tækifæri til að ræða við séra Flóka um úrskurðinn, en hann ætti ekki von á öðru en að Jón Stefánsson myndi spila við messu í Langholtskirkju á morgun. Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, vildi ekki tjá sig um úrskurðinn þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann sagðist hafa sagt sig frá málinu, en sagðist vera sannfærður um að séra Bolli Gúst- avsson hefði unnið að því af samviskusemi og réttsýni. Sóknarnefnd varð fyrir vonbrigðum Sóknarnefnd Langholtskirkju kom saman til fundar eftir að úrskurðurinn hafði verið kveðinn upp. Þar var samþykkt eftirfarandi ályktun. „Sóknarnefnd lýsir yfir sárum vonbrigðum sínum með úrskurð séra Bolla Gústavssonar setts biskups. Átti hún þá von heitasta að hinn setti biskup bæri gæfu til fyrir sóknarbörn í Langholtskirkju, íslensku þjóðkirkjuna, og þjóðina alla að höggva á þann hnút og það ófremdarástand sem verið hefur innan Langholtssafnaðar að undanförnu. Þess í stað lýsir hann yfir að ástandið skuli vera óbreytt með þeirri undantekningu þó að deiluaðilar skuli starfa saman eins og ekkert hafi í skorist. Því er ekki að leyna að sóknarnefnd átti von á, í einlægni, að tekið yrði á máli þessu með öðrum hætti en gert er í úrskurðinum. Vildi hún leyfa sér að trúa því að kirkjan væri fyrir sóknarbörnin en ekki prestana sem ráðnir eru til þjónustu við kirkjurnar. Þá taldi sóknarnefnd að þær skoðanir og þau viðhorf sem væru innan safnaða yrðu einhvers metin þegar kæmi að því að úrskurða í deilumáli sem þessu. Því miður var því ekki að heilsa og réttur sóknarprests til embættisins settur í öndvegi og tekinn framar vilja ---------- sóknarbarna. Sóknarnefnd trúir ekki öðru en úrskurður þess verði reiðarslag fyrir almennt safnaðarstarf í landinu og þær fómfúsu hendur _____ sem lagt hafa kirkjunni lið við uPPbyggingu kirkna og starfi innan þeirra. Hlýtur þetta fólk að endurskoða afstöðu sína til kirkjunnar og þess sjálfboðaliðastarfs sem það hefur lagt fram í þágu kirkjunnnar og kristninnar í landinu. Með úrskurðinum telur sóknarnefnd að kirkjan hafi beðið enn eitt skipbrotið." Undir þetta rita sóknarnefndar mennirnir Guðmundur E. Pálsson og Guðmundur Ágústsson. Ekki kemur fram hvort um sameiginlega afstöðu nefnd- arinnar er að ræða. Reynir á úrskurðinn við messu á morgun Úrskurður/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.