Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 47 Tvær meimingarferð- ir kynntar á Hótel Sögu á morgnn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Námskeið Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands og List- vinafélags Hallgrímskirkju, Hátind- ar barokksins, undir leiðsögn Ing- 1 ólfs Guðbrandssonar, hefur hlotið svo mikla athygli og aðsókn að hundrað manns kemur saman viku- lega til að kynnast barokklist og tónlist J.S. Bach sér í lagi. í framhaldi af námskeiðinu efnir Heimsklúbbur Ingólfs til sögu- og listaferðar til Þýskalands í maí um hvítasunnu þar sem þrædd verður slóð Bachs og fleiri frægra snillinga í menningarsögu Evrópu, s.s. Wagners, Liszts, Brahms, Mend- elssohns, Richards Strauss og 1 margra annarra auk skáldjöfranna -( Goethes, Schillers og spekinga og i‘ vísindamanna, s.s. Nietzsches, Frö- bels, Humboldts o.a. Dvalist verður i í borgunum Eisenach, Weimar, Leipzig, Dresden og Berlín í 10 daga ferð um þessar listaslóðir sem til skamms tíma voru nær lokað land fyrir Vesturlandabúa frá upp- hafi síðari heimsstyijaldar til sam- einingar Þýskalands að nýju. Ótrú- leg uppbygging hefur átt sér stað í þessum miklu menningarsetrum 'v og margar fornfrægar byggingar eru risnar upp aftur í sinni uppruna- legu mynd. 2 Hinn nýi Gewandhaus hljóm- ■ leikasalur er einn hinn besti í heimi og óperuhúsin í Leipzig og Semper Morgunblaðið/Egill Egilsson Fyllt upp í götin Flateyri. Morgunblaðið. Vegavinnuflokkur hefur að undanförnu verið að fylla upp í nokkrar djúpar og breiðar holur sem myndast hafa eftir vöruflutningabíla sem voru að flytja stórgrýti í nýjan sjóvarn- argarð á Flateyri. Meðan á þeim flutningum stóð gaf vegurinn sig og klæðningin flettist af á mörgum stöðum. Að sögn verk- stjóra hjá Vegagerðinni er stefnt að því að ljúka fram- kvæmdum sem fyrst. Fyllt er upp í með möl og síðan olíubor- ið. í Dresden teljast til hinna glæsileg- ustu. Dresden er kölluð „Flórens við Saxelfi". Berlín var lengi ein mesta menningarborg Evrópu og skipar að nýju þann sess sem höfuð- borg Þýskalands. Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri Heimsklúbbs- ins, er nýkominn úr könnunarferð á þessar slóðir og mun lýsa þeim í máli og myndum á kynningunni. I framhaldi af „Klassísku leið- inni“ mun Ingólfur einnig kynna aðra menningar- og listskoðunar- ferð um Ítalíu sem farin verður undir leiðsögn hans í ágúst. Þar gefst kostur á að sjá eina rómuð- ustu óperusýningu í Veróna, Nabucco-óperuna sem gerði Verdi frægan og er í þessari uppfærslu talin eitt mesta sjónarspii sem um getur í óperu. Skoðaðar eru gersem- ar myndlistar og byggingarlistar í Mílanó, Padua, Feneyjum, Bologna, Pisa, Florens, Siena, Perugia, Ass- isi og Róm. Einn einu sinni býður Ingólfur leiðsögn sína, fimmta árið í röð á þessari leið. Hann mun lýsa ferðinni og Ítalíu í máli og myndum á kynningunni sem hefst kl. 15 sunnudaginn 24. mars í Þingsal A á Hótel Sögu. Aðgangur er ókeypis en gestir beðnir um að koma tímanlega til að fá sæti. Nýútkominn ferðabækl- ingur Heimsklúbbsins og Ferða- skrifstofunnar Prima verður af- hentur og pantanir teknar á staðn- um, en fá sæti eru óseld.“ Tanja tatara- stelpa í Ævintýra- Sringlunni TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 14.30 í dag. í leikþætt- inum fá bömin að skyggnast inn í heim Tönju og fjölskyldu hennar. Tanja tatarastelpa er leikin af Ólöfu Sverrisdóttir leikonu. Ævintýra-Kringlan er listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára og geta foreldrar verslað á meðan börn- in dveljast þar í góðu yfírlæti. Ævin- týra-Kringlan á 3. hæð í Kringlunni er opin virka daga frá kl. 14-18.30 og laugardaga frá kl. 10-16. Vilja ekki lækk- un áfengis- kaupaaldurs ALMENNUR málfundur í Seljahverfi haldinn 19. febrúar 1996 um fundar- efnið lækkun áfengiskaupaaldurs sem boðað var til af foreldrafélögum Öldu- sels- og Seljaskóla, Seljakirkju og Félagsmiðstöðinni Hólmaseli sam- þykkti eftirfarandi ályktun: „Meðan ekki er fullsannað að það minnki áfengisvandann að færa heim- ild til að kaupa áfengi og neyta þess niður í 18 ár, þá skal Alþingi ekki samþykkja lög í þá veru.“ Ályktun þessi var samþykkt sam- hljóða. Opið hús í Suð- urhlíðaskóla OPIÐ hús verður í Suðurhlíðaskóla á sunnudag, en skólinn er fámennur einkaskóli, sem rekinn er af aðvent- istum í Suðurhlíð 36 í Reykjavík. Skólinn verður opinn þeim, sem áhuga hafa á að skoða hann og kynn- ast því starfi sem þar er unnið á milli klukkan 15 og 17. Styrkir úr sjóði Bjöms Þorsteinssonar ÚTHLUTUN úr Sagnfræði- sjóði dr. Björns Þorsteinsson- ar fór fram 20. mars sl. Styrki hlutu Sigrún Pálsdóttir til að vinna að doktorsritgerð við háskólann í Oxford um við- horf til Islands á Viktoríutím- anum á Englandi og Þór Hjaltalín tU að vinna að meist- araprófsritgerð um hirð Nor- egskonungs á Islandi á mið- öldum, 150 þús. kr. hvort. Frá hægri eru Guðrún Guðmunds- dóttir, ekkja dr. Björns, Þór Hjaltalín, styrkþegi, Sigrún Pálsdóttir, styrkþegi, og Sveinbjörn Rafnsson, formað- ur sjóðsstjórnar. Doktorsvörn í miðalda bók- menntum •HANNA Steinunn Þorleifs- dóttir varði doktorsritgerð í mið- aldabókmenntum við Sorbonne- háskólann í París 27. janúar sl. Titill ritgerðarinnar er „La traducti- on norroise du Chevalier au Li- on (Yvain) de Chrétien de Troyes et ses (jopies island- áises“ og fjallar um afdrif þýddr- ar riddarasögu (ívenssögu) í íslenskum handrit- um. Ritgerðin er nákvæmur sam- anburður á verki Chrétien de Troyes (um 7.000 ljóðlínur) eins og það er varðveitt í þrettándu aldar handritum frá fornfrönsku og ívenssögu sem er varðveitt í fimmtándu aldar handritum ís- lenskum. Fornsænsk gerð sögunnar, Herr Ivan, er einnig tekin til hlið- sjónar. í ritgerðinni er leitast við að draga upp mynd af miðalda- þýðingunni í upphaflegri gerð með nákvæmri rannsókn á verk- inu í heild í öllum varðveittum handritum. Leiðbeinandi við ritgerðina var próf. Régis Boyer og andmæle.id- ur próf. Philippe Walter frá Sten- dhal-háskólanum í Grenoble, próf. Christiane Marchello-Nizia frá Ecole Normale Supérieure í Font- enay-St. Cloud og próf. Michel Zink frá Collége de France. BYLTINGARKENND NÝJUNG KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Doktorsverkefni Hönnu Stein- unnar hlaut styrk frá franska rík- inu til þriggja ára, styrk úr Vís- indasjóði í tvö ár og aðstoð frá verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig- urðssonar. Hanna Steinunn er fædd 23. mars 1954, dóttir Huldu Hannes- dóttur og Þorleifs heitins Jónsson- ar, bifvélavirkja. Hún lauk stúd- entsprófí frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974, hvarf til Frakklands (Tours) í einn vetur til að læra frönsku, lauk síðan B.A.-prófi í enskum og frönskum bókmenntum frá Háskóla íslands 1978; Mattrise-prófi 1979 og D.E.A. prófi 1980 í bókmenntum frá Sorbonne-háskóla. Hún vinn- ur eins og er að úttekt á íslensk- um bókakosti Norræna bóka- safnsins í París. Systkini Hönnu Steinunnar eru Jóna Sigríður, Pétur, Helga Hrönn og Gunnar Þorri. ■ HANDBOLTASTJARNAN frá Kúbu og Akureyri, Julian Dur- anona, verður á veitingastað McDonald’s í Austurstræti sunnu- daginn 24. mars kl. 13-16. Þar mun hann gefa eiginhandaráritanir og spjalla við spænskumælandi gesti og gangandi. Allir krakkar frá blöðrur eða aðrar skemmtilegar gjafir. C-550H 160 Wer ~ vöndub hijómtækjasamstæba: • 3 diska geislaspilari • Öflugir hátalarar <■ ' w wnuyu naiaiaiai • XBS-tveggja þrepa bassastilling • 5 banda tónjafnari meb: , Flat, Heavy, Vocal og BGM * Alsjálfvirkt tvöfalt kassettutæki {§f • Utvarp meb FM og MW o.fl. 49.900,,. | FERMINGARTMOÐ: Sklpholtl 4 9 Síml: 552 9Ö00 Hljomalind í samVinnu við n TUNE i CLOAK SDAGGER Brallað iA/oodshed HCOLDCUT+ +Dj Food + B h e r m a n PS Daði & Páll Óskan Cokkait — Jocney by llj. 70 minirtes ot Maiiness. Kagnpyneroiup Hleyttu stfl pegar þossi ótPiiknia mix "" pfata mætli á J svæðiö. AO jieyta skfhim er list í ■ «>' hendum Culdcut hræiFa. Hér er --------- bókstaftefla allt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.