Morgunblaðið - 23.03.1996, Page 47

Morgunblaðið - 23.03.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 47 Tvær meimingarferð- ir kynntar á Hótel Sögu á morgnn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Námskeið Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands og List- vinafélags Hallgrímskirkju, Hátind- ar barokksins, undir leiðsögn Ing- 1 ólfs Guðbrandssonar, hefur hlotið svo mikla athygli og aðsókn að hundrað manns kemur saman viku- lega til að kynnast barokklist og tónlist J.S. Bach sér í lagi. í framhaldi af námskeiðinu efnir Heimsklúbbur Ingólfs til sögu- og listaferðar til Þýskalands í maí um hvítasunnu þar sem þrædd verður slóð Bachs og fleiri frægra snillinga í menningarsögu Evrópu, s.s. Wagners, Liszts, Brahms, Mend- elssohns, Richards Strauss og 1 margra annarra auk skáldjöfranna -( Goethes, Schillers og spekinga og i‘ vísindamanna, s.s. Nietzsches, Frö- bels, Humboldts o.a. Dvalist verður i í borgunum Eisenach, Weimar, Leipzig, Dresden og Berlín í 10 daga ferð um þessar listaslóðir sem til skamms tíma voru nær lokað land fyrir Vesturlandabúa frá upp- hafi síðari heimsstyijaldar til sam- einingar Þýskalands að nýju. Ótrú- leg uppbygging hefur átt sér stað í þessum miklu menningarsetrum 'v og margar fornfrægar byggingar eru risnar upp aftur í sinni uppruna- legu mynd. 2 Hinn nýi Gewandhaus hljóm- ■ leikasalur er einn hinn besti í heimi og óperuhúsin í Leipzig og Semper Morgunblaðið/Egill Egilsson Fyllt upp í götin Flateyri. Morgunblaðið. Vegavinnuflokkur hefur að undanförnu verið að fylla upp í nokkrar djúpar og breiðar holur sem myndast hafa eftir vöruflutningabíla sem voru að flytja stórgrýti í nýjan sjóvarn- argarð á Flateyri. Meðan á þeim flutningum stóð gaf vegurinn sig og klæðningin flettist af á mörgum stöðum. Að sögn verk- stjóra hjá Vegagerðinni er stefnt að því að ljúka fram- kvæmdum sem fyrst. Fyllt er upp í með möl og síðan olíubor- ið. í Dresden teljast til hinna glæsileg- ustu. Dresden er kölluð „Flórens við Saxelfi". Berlín var lengi ein mesta menningarborg Evrópu og skipar að nýju þann sess sem höfuð- borg Þýskalands. Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri Heimsklúbbs- ins, er nýkominn úr könnunarferð á þessar slóðir og mun lýsa þeim í máli og myndum á kynningunni. I framhaldi af „Klassísku leið- inni“ mun Ingólfur einnig kynna aðra menningar- og listskoðunar- ferð um Ítalíu sem farin verður undir leiðsögn hans í ágúst. Þar gefst kostur á að sjá eina rómuð- ustu óperusýningu í Veróna, Nabucco-óperuna sem gerði Verdi frægan og er í þessari uppfærslu talin eitt mesta sjónarspii sem um getur í óperu. Skoðaðar eru gersem- ar myndlistar og byggingarlistar í Mílanó, Padua, Feneyjum, Bologna, Pisa, Florens, Siena, Perugia, Ass- isi og Róm. Einn einu sinni býður Ingólfur leiðsögn sína, fimmta árið í röð á þessari leið. Hann mun lýsa ferðinni og Ítalíu í máli og myndum á kynningunni sem hefst kl. 15 sunnudaginn 24. mars í Þingsal A á Hótel Sögu. Aðgangur er ókeypis en gestir beðnir um að koma tímanlega til að fá sæti. Nýútkominn ferðabækl- ingur Heimsklúbbsins og Ferða- skrifstofunnar Prima verður af- hentur og pantanir teknar á staðn- um, en fá sæti eru óseld.“ Tanja tatara- stelpa í Ævintýra- Sringlunni TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 14.30 í dag. í leikþætt- inum fá bömin að skyggnast inn í heim Tönju og fjölskyldu hennar. Tanja tatarastelpa er leikin af Ólöfu Sverrisdóttir leikonu. Ævintýra-Kringlan er listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára og geta foreldrar verslað á meðan börn- in dveljast þar í góðu yfírlæti. Ævin- týra-Kringlan á 3. hæð í Kringlunni er opin virka daga frá kl. 14-18.30 og laugardaga frá kl. 10-16. Vilja ekki lækk- un áfengis- kaupaaldurs ALMENNUR málfundur í Seljahverfi haldinn 19. febrúar 1996 um fundar- efnið lækkun áfengiskaupaaldurs sem boðað var til af foreldrafélögum Öldu- sels- og Seljaskóla, Seljakirkju og Félagsmiðstöðinni Hólmaseli sam- þykkti eftirfarandi ályktun: „Meðan ekki er fullsannað að það minnki áfengisvandann að færa heim- ild til að kaupa áfengi og neyta þess niður í 18 ár, þá skal Alþingi ekki samþykkja lög í þá veru.“ Ályktun þessi var samþykkt sam- hljóða. Opið hús í Suð- urhlíðaskóla OPIÐ hús verður í Suðurhlíðaskóla á sunnudag, en skólinn er fámennur einkaskóli, sem rekinn er af aðvent- istum í Suðurhlíð 36 í Reykjavík. Skólinn verður opinn þeim, sem áhuga hafa á að skoða hann og kynn- ast því starfi sem þar er unnið á milli klukkan 15 og 17. Styrkir úr sjóði Bjöms Þorsteinssonar ÚTHLUTUN úr Sagnfræði- sjóði dr. Björns Þorsteinsson- ar fór fram 20. mars sl. Styrki hlutu Sigrún Pálsdóttir til að vinna að doktorsritgerð við háskólann í Oxford um við- horf til Islands á Viktoríutím- anum á Englandi og Þór Hjaltalín tU að vinna að meist- araprófsritgerð um hirð Nor- egskonungs á Islandi á mið- öldum, 150 þús. kr. hvort. Frá hægri eru Guðrún Guðmunds- dóttir, ekkja dr. Björns, Þór Hjaltalín, styrkþegi, Sigrún Pálsdóttir, styrkþegi, og Sveinbjörn Rafnsson, formað- ur sjóðsstjórnar. Doktorsvörn í miðalda bók- menntum •HANNA Steinunn Þorleifs- dóttir varði doktorsritgerð í mið- aldabókmenntum við Sorbonne- háskólann í París 27. janúar sl. Titill ritgerðarinnar er „La traducti- on norroise du Chevalier au Li- on (Yvain) de Chrétien de Troyes et ses (jopies island- áises“ og fjallar um afdrif þýddr- ar riddarasögu (ívenssögu) í íslenskum handrit- um. Ritgerðin er nákvæmur sam- anburður á verki Chrétien de Troyes (um 7.000 ljóðlínur) eins og það er varðveitt í þrettándu aldar handritum frá fornfrönsku og ívenssögu sem er varðveitt í fimmtándu aldar handritum ís- lenskum. Fornsænsk gerð sögunnar, Herr Ivan, er einnig tekin til hlið- sjónar. í ritgerðinni er leitast við að draga upp mynd af miðalda- þýðingunni í upphaflegri gerð með nákvæmri rannsókn á verk- inu í heild í öllum varðveittum handritum. Leiðbeinandi við ritgerðina var próf. Régis Boyer og andmæle.id- ur próf. Philippe Walter frá Sten- dhal-háskólanum í Grenoble, próf. Christiane Marchello-Nizia frá Ecole Normale Supérieure í Font- enay-St. Cloud og próf. Michel Zink frá Collége de France. BYLTINGARKENND NÝJUNG KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Doktorsverkefni Hönnu Stein- unnar hlaut styrk frá franska rík- inu til þriggja ára, styrk úr Vís- indasjóði í tvö ár og aðstoð frá verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig- urðssonar. Hanna Steinunn er fædd 23. mars 1954, dóttir Huldu Hannes- dóttur og Þorleifs heitins Jónsson- ar, bifvélavirkja. Hún lauk stúd- entsprófí frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974, hvarf til Frakklands (Tours) í einn vetur til að læra frönsku, lauk síðan B.A.-prófi í enskum og frönskum bókmenntum frá Háskóla íslands 1978; Mattrise-prófi 1979 og D.E.A. prófi 1980 í bókmenntum frá Sorbonne-háskóla. Hún vinn- ur eins og er að úttekt á íslensk- um bókakosti Norræna bóka- safnsins í París. Systkini Hönnu Steinunnar eru Jóna Sigríður, Pétur, Helga Hrönn og Gunnar Þorri. ■ HANDBOLTASTJARNAN frá Kúbu og Akureyri, Julian Dur- anona, verður á veitingastað McDonald’s í Austurstræti sunnu- daginn 24. mars kl. 13-16. Þar mun hann gefa eiginhandaráritanir og spjalla við spænskumælandi gesti og gangandi. Allir krakkar frá blöðrur eða aðrar skemmtilegar gjafir. C-550H 160 Wer ~ vöndub hijómtækjasamstæba: • 3 diska geislaspilari • Öflugir hátalarar <■ ' w wnuyu naiaiaiai • XBS-tveggja þrepa bassastilling • 5 banda tónjafnari meb: , Flat, Heavy, Vocal og BGM * Alsjálfvirkt tvöfalt kassettutæki {§f • Utvarp meb FM og MW o.fl. 49.900,,. | FERMINGARTMOÐ: Sklpholtl 4 9 Síml: 552 9Ö00 Hljomalind í samVinnu við n TUNE i CLOAK SDAGGER Brallað iA/oodshed HCOLDCUT+ +Dj Food + B h e r m a n PS Daði & Páll Óskan Cokkait — Jocney by llj. 70 minirtes ot Maiiness. Kagnpyneroiup Hleyttu stfl pegar þossi ótPiiknia mix "" pfata mætli á J svæðiö. AO jieyta skfhim er list í ■ «>' hendum Culdcut hræiFa. Hér er --------- bókstaftefla allt í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.