Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Úrskurðurinn í Lang- HÉR FER á eftir í heild úrskurður Bolla Gústavssonar vígslubiskups í Langholtskirkjumálinu: 1. Úrskurð þennan kveð ég und- irritaður upp sem settur biskup, með vísun til 36. gr. laga nr. 62/1990 um skipan prestakalla og prófastsdæma o.fl. , svo og til 28. gr. laga nr. 25/1985 um kirkju- sóknir o.fl. Mál þetta, sem hér er til úrskurð- ar, barst biskupsembættinu form- lega hinn 29. desember sl. með greinargerð dags. 27. s.m. sem séra Ragnar Fjalar Lárusson, pró- fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sendi biskupi íslands. í greinargerð þessari rekur prófastur aðdraganda að því ósætti sem upp kom í Langholtssókn fyrir síðustu jól. Með bréfi til kirkjumálaráðherra, dagsettu 6. mars sl. tilkynnti herra Ólafur Skúlason, biskup, að hann hefði ákveðið að víkja sæti við úr- lausn þessa máls, með vísun til 6. tl. 3. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993. Með bréfi kirkjumálaráð- herra, dagsettu 7. mars sl. var ég undirritaður settur til að fara með biskupsvald í umræddu ágreinings- máli og taka ákvörðun um úrlausn þess. 1. Með bréfum dagsettum 23. jan- úar sl. var aðilum máls þessa, þeim séra Flóka Kristinssyni, sóknar- presti, Jóni Stefánssyni, organista og Guðmundi E. Pálssyni, formanni sóknarnefndar Langholtssóknar, kynnt sú ákvörðun biskups, að með vísun til 36. gr. laga nr. 62/1990 og 28. gr. laga nr. 25/1985, svo og til 11. og 13. gr. í erindisbréfi biskups til sóknarnefnda, sem sett er á grundvelli 24. gr. laga nr. 25/1985, væri honum bæði rétt og skylt að úrskurða í þeim ágrein- ingsmálum sem uppi eru milli sóknarprests annars vegar og sóknarnefndar og organista hins vegar. Aðilum var, með vísun til 30. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993, sbr. IV. kafla laganna, gefinn kost- ur á að leggja fram skriflega greinargerð um málið, setja fram kröfur og leggja fram frekari gögn fyrir 31. janúar sl. Með bréfi dagsettu 25. janúar sl. óskaði lögmaður séra Flóka eft- ir fresti til 14. febrúar sl. til að leggja fram gögn af hans hálfu. Biskup veitti umbeðinn frest og var það tilkynnt aðilum með bréfum dagsettum 26. janúar sl. Svör þeirra bárust biskupsembættinu 14. febrúar sl. 2. Krafa séra Flóka Kristinssonar, sóknarprests er eftirfarandi: „. . . að embætti biskups íslands tryggi að rétt kjörinn sóknarprest- ur Langholtsprestakalls, séra Flóki Kristinsson, geti haldið uppi lög- boðnu helgihaldi fyrir söfnuð sinn.“ Sóknamefnd Langholtssóknar segir í greinargerð sinni að það sé mat hennar að neyðarástandi því sem í sókninni ríki verði ekki aflétt meðan séra Flóki Kristinsson sé sóknarprestur Langholtssafnaðar. í framhaldsgreinargerð koma fram eftirfarandi tilmæli: „Úr því sem komið er og eftir athugun á þeim greinargerðum sem lagðar hafa verið fram sér sóknarnefnd ekki aðra lausn í máli þessu en að þér í úrskurði yðar beinið því til deiluaðila að þeir af fúsum og frjálsum vilja segi af sér. A það jafnt við um sóknar- prestinn, organistann og sóknar- nefndina. Verði í framhaldinu ný sóknarnefnd kjörin af söfnuðinum er taki ákvörðun um ráðningu prests, annars starfsfólks og önnur mál sem verið hafa í brennidepli." Krafa Jóns Stefánssonar, organ- ista, er eftirfarandi: „Ég hlýt að gera þá kröfu að tryggt verði að ég fái starfsfrið til að sinna þessu mikilvæga starfi fyrir söfnuðinn og íslensku kirkjuna áfram með þeim hætti sem verið hefur. Ennfremur fái ég frið til að rækja störf mín samkvæmt ráðn- ingarsamningi mínum við sóknar- nefndina og að komið verði á varan- legum friði innan sóknarinnar." 3. Málavöxtum er lýst í stuttu máli í greinargerð sem séra Ragnar Fjal- ar Lárusson, prófastur í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra, ritaði bisk- upi 27. desember sl. Þar segir m. a.: „Svo sem yður er kunnugt hefir um langt skeið verið grunnt á því góða með þessum forystumönnum safnaðarins og sáttafundir margir verið haldnir. Tvisvar hefir verið undirrituð sáttargjörð milli þeirra, hið fyrra sinn í febrúar 1994. . . og hið síðara sinn í júní 1995. . . Að hinni síðari sáttargjörð vann ég á sl. vori og hélt að því tilefni marga fundi og væri of langt mál að fara yfir það allt, en sáttargjörð þessi er í mörgum liðum og tekur á mörgum málaflokkum. Eftir und- irskriftir var allt kyrrt um hríð, og það staðfestu við mig ýmsir af starfsmönnum kirkjunnar og sókn- arnefndar, að sóknarpresturinn hefði verið nærgætnari í allri fram- göngu við þá, en verið hafði áður en sáttargjörðin var gerð. Kvörtun kom einu sinni símleiðis í haust frá Jóni Stefánssyni, þar sem hann taldi, að sóknarprestur hefði brotið samkomulagið, og væri raunar stöðugt að brjóta það, og stöðugt hefði kórinn minna og minna hlutverki að gegna í guðs- þjónustunni. Ég talaði samdægurs við sr. Flóka og var málið síðan látið kyrrt liggja og enn var hljótt í bili. Fyrirvaralaust kom svo afrit af bréfí frá formanni kirkjukórs Lang- holtskirkju, Sigrúnu Stefánsdóttur, stílað til sóknarnefndar, vegna ádrepu sem hún fékk hjá sóknar- presti og yður er kunnugt um, þar sem afrit var einnig sent til yðar. Ég átti þegar í stað fundi með framkvæmdanefnd kirkjunnar, Guðmundi Pálssyni og Sigríði List- er, og síðan með sr. Flóka, sem viðurkenndi fyrir mér að hann hefði gengið of langt og talað af sér við formann kórsins og var fús til að rétta fram sáttarhönd í máli þessu. Hann vildi þó síðar að prófastur væri tilkvaddur til sáttafundar með deiluaðilum, svo að úr ráði varð að formaður sóknarnefndar og fleiri góðir menn, þar á meðal Ás- geir Pétursson fyrrum sýslumaður og bæjarfógeti héldu fund með deiluaðilum, þar sem sættir tókust og gaf Ásgeir mér skýrslu um þetta mál. Og svo var það í síðustu vikunni fyrir jól að ósköpin dundu yfír, sem til þess urðu að organistinn vildi ekki leika við guðsþjónusturnar um jólin og Langholtskórinn fylgdi honum eftir. Það mál er kunnara en svo að frá þurfí að segja, en upphaf þess voru hvatvísleg orð sóknarprestsins við söngstjórann um hann og konu hans Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur, söngkonu, en hún átti að syngja einsöng með kórnum á aðfangadagskvöld svo sem verið hafði um alllangt skeið. Ekki hafnaði prestur henni sem einsöngvara, en taldi það nálgast ósvífni við sig að láta hana syngja eftir það sem á undan var gengið þ. e. a. s. óvild þeirra hjóna í sinn garð. Ég átti langan fund með sr. Flóka á öðrum degi þessa máls, hvatti ég hann mjög til að biðja söngstjórann afsökunar á orðum sínum og biðja hann að taka aftur beiðni sína um að fá að nota ónot- að sumarleyfi um jól og áramót, eins og söngstjórinn hafði farið fram á við sóknarnefnd. Var sr. Flóki greinilega miður sín yfir þeirri stefnu sem málið var að taka. Tók hann ekki illa í málaleitan mína en hringdi til mín síðdegis og sagði að tilgangslaust væri að tala við Jón, þar sem hann væri með blaða- mannafund og engu yrði þokað í þessu máli.“ Prófastur segir ennfremur í bréfi sínu: „Mér koma samskipti sóknar- prests og söngstjóra svo fyrir sjón- ir þegar litið er yfír málið í heild, að raunar hafi aldrei verið um sættir þeirra á milli að ræða, held- ur hafí minnsta tilefni verið notað af beggja hálfu til þess að hefja stríð að nýjú. Ég tel því vonlítið ef ekki algerlega vonlaust að reyna frekari sáttafundi. Ég fel yður, kæri herra biskup, þetta mál í hendur, þar sem þér hljótið að fara nýjar leiðir, en óviðunandi er fyrir söfnuðinn að búa lengi við þetta ófremdarástand. “ Ástæðulaust þykir að rekja málavexti frekar, sbr. 3. tl. 31. gr. stjórnsýslulaga. II. Frá því máli þessu var skotið til biskups hefur ítrekað verið leitað um sættir milli málsaðila, en án árangurs, þ. á m. hefur séra Flóki Kristinsson hafnað, fyrir sitt leyti, tilmælum þeim sem fram koma í framhaldsgreinargerð sóknar- nefndar Langholtssóknar og gerð er grein fyrir hér að framan. Af þeim sökum verður ekki hjá því komist að leysa úr ágreiningi aðila með úrskurði. 1. Af greinargerð sóknarnefndar Langholtssóknar verður sem fyrr segir ekki annað ráðið en hún kreij'- ist þess að biskup hlutist til um að séra Flóka verði vikið úr emb- ætti sóknarprests. Séra Flóki er skipaður sóknarprestur í Lang- holtsprestakalli af kirkjumálaráð- herra skv. 15. gr. laga nr. 62/1990 og nýtur hann réttinda og ber skyldur skv. lögum nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 18. gr. laga nr. 62/1990. Skv. 7. og 10. gr. laga nr. 38/1954 er það á valdi kirkju- málaráðherra, en ekki biskups, að víkja sóknarpresti úr embætti. Það kemur á hinn bóginn ekki í veg fyrir að biskup geti, með vísun til 36. gr. laga nr. 62/1990, mælst til þess við ráðherra að sóknarprestur verði beittur stjórnsýsluviðurlögum skv. lögum nr. 38/1954. Þótt ljóst sé að verulegir örðug- leikar hafi ríkt í samskiptum séra Flóka annars vegar og sóknar- nefndar, Jóns Stefánssonar, organ- ista, og fleiri starfsmanna Lang- holtssafnaðar hins vegar verður ekki séð að sóknarprestur hafi gerst sekur um neinar þær ávirð- ingar í starfí eða utan þess sem réttlætt geti það að honum sé veitt áminning eða vikið úr embætti á grundvelli laga nr. 38/1954. Þeirri kröfu sóknarnefndar að biskup hlutist til um að séra Flóka verði vikið úr starfi er því hafnað. 2, Skv. 25. gr. laga nr. 25/1985 og 13. gr. í erindisbréfi sóknar- nefnda, sbr. 24. gr. laga nr. 25/1985, skal sóknarnefnd ráða starfsmenn safnaðarins, þ. á m. organista, í samráði við sóknar- prest. Þótt sóknarnefnd ráði þann- ig starfsmenn sóknarinnar hefur biskup vald til þess, með vísun til 36. gr. laga nr. 62/1990, sbr. og 28. gr. laga nr. 25/1985 og 13. gr. í erindisbréfi sóknarnefnda, að leggja fyrir sóknarnefnd að segja tilteknum starfsmönnum upp störfum ef hann telur að þeir hafi gerst brotlegir í starfi eða utan þess. Þótt sú fyrirvaralausa ákvörðun Jóns Stefánssonar að óska eftir leyfi frá störfum sem organisti í Langholtskirkju um síðastliðin jól og áramót hafí verið óheppileg og valdið röskun á helgihaldi í kirkj- unni um hátíðarnar liggur það engu að síður fyrir að sóknarnefnd veitti honum umbeðið leyfí sem hann hafði áður áunnið sér í starfi. Með vísun til þessa, og þess hver voru tildrög að því að hann óskaði leyfis eru ekki að mínu áliti efni til þess að leggja fyrir sóknarnefnd að segja Jóni upp störfum sem organista, enda hefur hann beðist velvirðingar á þessari gjörð sinni og ítrekað lýst sig reiðubúinn til að rækja áfram starf sitt, nú síð- ast í greinargerð sinni frá 14. febr- úar sl. 3. Sóknarnefnd hefur ásamt sókn- arpresti forystu í málefnum sóknar- innar sbr. 1. gr. í erindisbréfi sókn- arnefnda. í lögum nr. 25/1985 og öðrum lögum er sóknarnefnd feng- ið vald til að taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna og telst því ótvírætt stjórnsýslunefnd í skiln- ingi stjórnsýslulaga, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Mikilvægt er að stjórnsýslunefndir gæti hlutlægni í störfum sínum og því hefur verið litið svo á að óæskilegt sé að þeir einstaklingar eigi sæti í þeim nefndum sem fyrirsjáanlegt er að muni oft verða vanhæfir til með- ferðar einstakra mála á grundvelli hinna sérstöku hæfísreglna í 3. gr. stjórnsýslulaga. Það sjónarmið á tvímælalaust við sóknarnefnd í svo íjölmennri sókn sem Langholtssókn er. Með vísun til þess er rétt að þeir einstaklingar víki úr sóknar- nefnd Langholtssóknar sem annað- hvort eru sjálfir starfsmenn sókn- arinnar eða eru venslaðir sóknar- presti eða einhveijum af starfs- mönnum sóknarinnar með þeim hætti sem greinir í 2. tl. 3. gr. stjórnsýslulaga. Er eðlilegt að það gerist á næstá aðalsafnaðarfundi, sbr. 1. mgr. 11. gr. Iaga nr. 25/1985. Að gefnu tilefni skaltek- ið fram að þátttaka í kirkjukór telst ekki starf í skilningi 25. gr. laga nr. 25/1985 og 13. gr. í erindis- bréfi sóknarnefnda. III. Ef frá eru talin þau atriði, sem fjallað er um í II. kafla hér að fram- an, snýst ágreiningur málsaðila um það hvert sé valdsvið sóknarprests gagnvart sóknarnefnd og einstök- um starfsmönnum safnaðar. 1. Að lútherskum skilningi er helgihald kirkjunnar þjónusta Guðs við menn fyrir meðalgöngu orðs síns og sakramenta. Þetta er áréttað í 5. gr. Ágsborgaijátningar þar sem segir að Guðs orð og sakramenti séu þau tæki sem Guð noti til þess að skapa trúna í hjört- um manna. Af trúnni leiðir góða breytni, sbr. 6. gr. , og kirkjan er skilgreind sem söfnuður þeirra er koma saman til þess að heyra fagnaðarerindið og neyta sakra- mentanna, sbr. 7. gr. Til þess að boðun orðsins og úthlutun sakramentanna megi ætíð vera við lýði, er embætti eða þjón- usta orðsins innan kirkjunnar. Samkvæmt 5. gr. Ágsborgaijátn- ingar er þar ekki um hagkvæmnis- ráðstöfun að ræða, heldur er emb- ættið stofnað og stofnandinn er Guð. Þegar prestur er vígður, þiggur hann ákveðna þjónustu, embætti eða umboð sem kveðið er á um í vígsluformálanum: „Svo afhendi ég þér hið heilaga prests- og prédikunarembætti: Að prédika Guðs orð til iðrunar, aftur- hvarfs og hjálpræðis; að veita hei- lög sakramenti skírnar og kvöld- máltíðar; að hlýða skriftum og boða í Jesú nafni fyrirgefningu synd- anna.“ Inntak þjónustu eða embættis kirkjunnar er skýrt í vígsluheitinu þar sem prestur lofar eftirfarandi: „Að prédika Guðs orð hreint og ómengað eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.