Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNAS BJARNI
BJARNASON
4- Jónas Bjarni
■ Bjarnason
fæddist að Vall-
holti í Miðnes-
hreppi 14. október
1898 og ólst þar
upp. Hann lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð 10.
mars síðastliðinn.
Foreldrar Jónasar
voru Bjarni Run-
ólfsson skútusjó-
maður í Vallholti,
Runólfssonar
bónda í Kólgu og
Landakoti í Sand-
gerði, og Sólveig Jónsdóttir
frá Kálfholti í Holtum. Jónas
átti einn bróður, Runólf að
nafni, f. 7.11. 1894, sem er
látinn.
Árið 1926 kvæntist Jónas Sig-
rúnu Sigurjónsdóttur, f. 7.11.
1896, d. 9.12.1974, frá Kringlu
í Grímsnesi. Foreldrar hennar
voru Siguijón Gíslason og Jó-
dís Sigmundsdóttir. Jónas og
Sigrún áttu þrjú börn, 1) Sól-
veig, f. 5.9.1926, búsett í Nor-
egi. Hún giftist Línberg
Hjálmarssyni, þau skildu.
Börn þeirra eru: Sigrún Birna,
Þórir Örn sem nú er látinn og
Hafsteinn Már. 2)
Erla, f. 14.11.
1927, hún lést af
slysförum í júní
1976. Erla giftist
Sigfúsi Ingimund-
arsyni. Synir
þeirra eru: Jónas
Rúnar, Guðni
Birgir, Ingólfur,
Örn, Ingimundur
og Siguijón. 3)
Sigurgeir, bryti,
búsettur í Kópa-
vogi, f. 4.11. 1928,
kvæntur Margréti
Björnsdóttur, látin
1993. Börn þeirra eru: Ágústa
Rut, Sigrún Margrét, Halla,
Sigurgeir Orri og Jónas
Björn. Barnabarnabörn Jón-
asar og Sigrúnar eru nú um
20 talsins. Jónas gerði út vél-
bát frá Garði á Reykjanesi.
Hann var lærður skósmiður
en starfaði einnig við trésmíð-
ar. Árið 1946 fluttu Jónas og
Sigrún til Reykjavíkur, síðar
byggðu þau á Þinghólsbraut
9 í Kópavoginum og fluttu
þangað 1958.
Útför Jónasar fer fram frá
Útskálakirkju, Garði, í dag,
og hefst athöfnin klukkan 14.
Sunnudaginn 10. mars síðast-
liðinn kvaddi Jónas afi minn þenn-
an heim, 97 ára að aldri. Hann
lifði tímana tvenna. Frostavetur-
inn mikla, fullveldisdag íslend-
inga, tvær heimsstyrjaldir og
miklar hræringar í stjórnmálum
landsins. Tíma þar sem enginn
bíll var til í landinu og aðeins var
róið á miðin. Atburði sem við hin
fáum af spjöldum sögunnar.
Jónas afi kvæntist myndarlegri
konu úr Grímsnesinu, Sigrúnu
Sigurjónsdóttur, árið 1926. Þau
eignuðust þrjú börn á jafn mörg-
um árum; Sólveigu, Erlu og Sig-
urgeir. Hjónin bjuggu í þurrabúð
með börn sín að Hólabrekku á
Miðnesi. Frá Garði gerði afi út
vélbát og hafði fjölskyldan sitt
lífsviðurværi af því ásamt ýmsum
smíðaverkum sem afi tók að sér.
ÁRNÝ SIGURLA UG
JÓHANNSDÓTTIR
+ Ámý Sigurlaug
Jóhannsdóttir
var fædd á Stóra-
Grindli í Fljótum
31. desember 1921.
Hún lést á heimili
sínu, Hllðarvegi 45,
Siglufirði, 13. mars
síðastliðinn. Árný
var dóttir hjónanna
Jóhanns Benedikts-
sonar, f. 14.6. 1889,
d. 9.6. 1966, bónda
á Skeiði, Berghyl
og víðar, og Sigríð-
ar Jónsdóttur, f.
14.5. 1890, d. 14.10.
1939. Ámý var sjöunda í röð
tólf alsystkina og eins hálfbróð-
ur. Þau eru: Sóley, f. 1910, d.
1980, Jónína, f. 1912, d. 1960,
Margrét, f. 1914, d. 1978, Stef-
án, f. 1916, Ingibjþrg, f. 1918,
Guðmundur, f. 1919, Björg, f.
1923, Andrés f. 1924, Sæmund-
ur dó í æsku. Ólafur f. 1927,
Jón dó í æsku, Einar f. 1929,
d. 1983, og hálfbróðir Sigurður
f. 1945.
Fimm ára fór Áraý í fóstur að
Gautastöðum í Fljótum til hjón-
anna Jóhannesar Bogasonar, f.
29.8. 1901,, d. 19.9. 1995, og
Guðrúnar Ölafsdóttur, f. 24.10.
1902, d. 20.9. 1988. Uppeldis-
systkini Ámýjar eru Gunnlaug
Stefánsdóttir og Þórhallur Þor-
láksson, sem er látinn. Haustið
1942 giftist Árný eftirlifandi
eiginmanni sínum, Guðmundi
Antonssyni frá Nefstöðum,
Fljótum, f. 23.7. 1915. Þau eiga
fjögur börn sem öll em búsett
á Siglufirði. 1) Jóhannes Gunn-
ar, f. 1943, kvæntur Sóleyju
Þorkelsdóttur, þau
eiga tvö börn og
þijú barnabörn. 2)
Skarphéðinn, f.
1946, kvæntur Mar-
gréti Hallgríms-
dóttur, þau eiga
þijá syni og fjögur
barnaböra. 3) Stef-
anía Sigríður, f.
1952, gift Friðriki
Hannessyni, þau
eiga eina dóttur
saman, fyrir átti
Stefanía tvö böra
með Eggerti Ólafs-
syni, Stefanía á eitt
baraabarn. 4) Margrét, f. 1963,
í sambúð með Andrési Magnús-
syni, þau eiga einn son. Frá
1943 til 1945 bjuggu Ámý og
Guðmundur í Tungu í Stíflu,
síðan eitt ár á Nefstöðum, Fljót-
um, en 1946 fluttu þau til Siglu-
fjarðar og hafa búið þar síðan.
Araý vann ýmis störf, m.a. á
síldarplönum á meðan síldin
var og hét, en lengst af vann
hún í Sigló Síld eða um 19 ár.
Hún tók mikinn þátt i ýmsum
félagsstörfum hér áður, má þar
nefna Kvenfélagið Von, Slysa-
varaafélagið Vörn, og var ein
af stofnendúm Kvenfélags
Sjúkrahúss Siglufjarðar og
fleira. Einnig sat Áraý í barna-
vemdarnefnd um tima. Lengst
af bjuggu þau hjónin á Hávegi
26, Siglufirði, en haustið 1991
fluttu þau að Hlíðarvegi 45
(Skálarhlíð, dvalarheimili aldr-
aðra).
Útför Árnýjar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
MIIMIMINGAR
Þegar börnin voru vaxin úr grasi
og flutt til höfuðborgarinnar
fylgdu foreldrarnir þeim eftir.
Á uppvaxtarárum mínum
bjuggu afi og amma í næsta húsi
við okkur á Þinghólsbrautinni í
Kópavogi. Því var stutt að hlaupa
yfir og heilsa upp á þau, fá nýbak-
aðar flat- og hveitikökur og kíkja
inn til afa á litla smíðaverkstæðið
í kjallaranum. Þar var margt for-
vitnilegt og sþennandi fyrir
barnsaugun. Ég man eftir sér-
stökum standi þar sem efst trón-
aði fótlaga járnstykki. Afi sagði
mér að í gamla daga hafi hann
smíðað skó. Ég gerði mér þá í
hugarlund afa minn við skósmíðar
í litlum torfbæ og fólkið í þorpinu
og sveitinni bíða í röð eftir nýjum
skóm. En þarna í kjallaranum var
þetta bara upp á punt og fólk
farnið að kaupa sína skó í skóbúð-
um. Jónas afi var listasmiður og
smíðaði allt frá litlum hagnýtum
hlutum upp í stóra sumarbústaði.
Mín fyrstu kynni af sumarbústöð-
um voru í innkeyrslunni hjá hon-
um. Enn standa nokkrir þeirra
víða um land.
Afi hefur séð á bak mörgum
ástvinum. í desember 1974 lést
amma eftir erfið veikindi. Þar
missti hann sinn lífsförunaut. í
júní 1976 missti hann síðan ást-
kæra dóttur sína, Erlu, eftir
hræðilegt bílslys. Hún var sex
barna móðir og í blóma lífsins.
Sá missir gekk mjög nærri hon-
um. Engan grunaði heldur að
móðir mín, Margrét, færi á undan
afa, en hún lést 1993. Hún var
góð tengdadóttir, ötul við að lið-
sinna honum og heimsækja jafnt
á Þinghólsbrautina sem í Sunnu-
hlíð. Hann eignaðist góða vinkonu
á efri árum, Guðrúnu Erlends-
dóttur, og áttu þau margar ánæg-
justundir saman. Hún lést fyrir
tveimur árum.
Á sínum yngri árum spilaði afi
á harmóníku en lagði hana á hill-
una 1927. Eftir konumissinn tók
hann aftur upp á að spila og sló
Elsku amma mín er látin, en
minningarnar um hana og allt sem
við höfum gert saman munu lifa
áfram í hjarta mínu og ylja mér.
Þær voru yndislegar stundirnar
sem við áttum saman, hún var
alltaf svo hress og glöð og gaman
að koma í heimsókn til þeirra afa.
Eftir að ég fluttist suður kom hún
oft í heimsókn, þá var alltaf gert
eitthvað skemmtilegt. í fyrra fór-
um við í leikhús og það var
skemmtilegast að sjá hvað hún
skemmti sér rosalega vel. Og nú
er amma sem var eins og unglamb
og hefði átt að eiga mörg ár eftir
farin yfir móðuna miklu.
Ég sakna þín mikið, amma mín,
en ég veit að þér líður vel núna
og að þú ert með okkur.
Elsku afi minn, megi Guð
styrkja þig og Ijölskyldu okkar í
okkar miklu sorg. Hvíl í friði, elsku
amma mín.
Áraý Sigurlaug Eggertsdóttir.
Elsku amma.
Er ég sit og horfi á stjörnubjart-
ar nætur leitar hugur minn til þín,
og ég gleðst um hjartarætur, elsku
amma mín. Góðar stundir mun ég
geyma, flögra um í mínu hjarta,
alltaf þar muntu eiga heima og
mun ég muna daga bjarta.
Elsku amma, takk fyrir allt,
minning þín mun alltaf lifa.
Þín,
Olga Björk Friðriksdóttir.
Elsku mamma. Þá er komið að
kveðjustund, allt of snemma því
við áttum svo margt eftir að gera
saman. Það er svo skrýtið hvernig
gleðin og sorgin geta haldist í
hendur, í júlí síðastliðnum eignað-
ist ég dreng, mitt fyrsta barn og
þitt yngsta barnabarn, þú varst
þar ekki slöku við. Ekki kom
maður til afa án þess að fá að
heyra hann taka lagið á nikkuna.
Hann spilaði á samkomum, einn
eða með öðrum, í veislum og á
mannamótum, gekk í harmóníku-
félag og hafði mikla unun af þessu
áhugamáli sínu. Hann samdi
mörg lög m.a. Erluvalsinn í minn-
ingu dóttur sinnar. Afi sótti fé-
lagsstarf aldraðra í Kópavogi
meðan heilsan leyfði. Hann var
fyrstur til að skila söfnunarbauk
með fé til styrktar Sunnuhlíð sem
þá var í byggingu. Hann sagðist
eiga eftir að dvelja þar. Hann var
sannspár því árin hans þar urðu
tæp tíu. Hann hélt upp á 90 ára
afmælið sitt þar.
í janúar 1986 flutti ég með
Emil son minn í kjallarann tO afa
og bjó þar á annað ár. Afi bjó
einn uppi. Þá var ellikerling farin
að láta að sér kveða og gott fyrir
hann að hafa einhvern nákominn
í húsinu. Ég útbjó mat og við
borðuðum saman og spjölluðum.
Jónas afi var mikill reglumaður.
Hans viðkvæði var gjarnan að
„ekki á að bíða með neitt til morg-
uns sem hægt er að gera í dag“
og hlutina átti að gera strax.
Hann varð alltaf að fá sinn heita
mat á réttum tíma og graut á
eftir. Það var einkennandi fyrir
hann að þótt lasinn væri eða elli-
hrumur hafði hann alltaf góða
matarlyst. Hann var hraustmenni
og þakkaði það sjálfur að hafa
alist á móðurmjólk til fjögurra ára
aldurs. Árið 1987 flutti hann í
sambýli fyrir aldraða á Skjólbraut
og þaðan á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð þar sem hann var til
dauðadags. Starfsfólki Sunnu-
hlíðar vil ég þakka frábæra
umönnun og hlýju í hans garð öll
árin sem Jónas afi dvaldi þar.
Elsku afi, nú ert þú floginn á
vit frelsis og farinna ástvina.
Minning þín lifir. Farðu í Guðs
friði.
Halla Sigurgeirsdóttir.
svo stolt yfir þessum litla dreng.
í ágúst greindist þú með krabba-
mein, þið fenguð því aðeins að
vera saman í tæpa 8 mánuði. Á
meðan Magnús litli dafnaði og
þroskaðist þá fjaraði þinn kraftur
smátt og smátt, en við áttum góð-
ar stundir saman en líka erfiðar,
þú sýndir svo mikið æðruleysi. Ég
ætla ekki að rifja upp minningar
þær geymi ég fyrir mig og Magn-
ús litla, en ég vildi segja þetta við
þig kæra mamma.
Ég þakka elsku mamma min
öll mildu hlýju brosin þín,
og enn mér stóra blessun ber
hver bænin, sem þú kenr.dir mér.
Það var mér sárt að vita þig
á veikindanna þunga stig
en Drottinn græðir sérhvert sár
og sendir bros í gegnum tár.
Það gleði enn mér glæða má
að gafst mér kærleik þinn að sjá
þú straukst mér tregatár af kinn
og tókst mig svo í faðminn þinn.
Ég kveð þig elsku mamma min
og minnast ætíð vil ég þín
ég þakka að guð min gaf mér þig
og gaf það að þú leiddir mig.
(G.G. frá Melgerði)
Elsku mamma, þú varst mér
meira en móðir þú varst líka vin-
kona og faðmur þinn var alltaf
jafn hlýr hvort heldur ég leitaði í
hann í gleði eða sorg. Ég vil þakka
þér fyrir allt sem þú hefur verið
mér og fyrir allt sem þú hefur
gefíð mér. Þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu.
Þín dóttir,
Margrét.
Einhvern veginn fannst mér að
Áma, eins og hún var kölluð,
myndi alltaf vera til staðar á Siglu-
Þeir eru nú fáir eftir sem fædd-
ust á síðustu öld. Og nú hefur
Jónas afi minn horfíð til forfeðra
sinna, saddur lífdaga.
Afí fæddist á Vallholti í Mið-
nesi og ólst upp í mikilli fátækt.
Ungur sótti hann sjóinn, var með-
al annars í áhöfn tólfærings um
tíma, en gerði síðar út á eigin
trillu. Afi nam skósmíðaiðn, en
starfaði þó lengst af sem trésmið-
ur. Hann var frábærlega laghentur
og virtist allt leika í höndum hans.
Þá var hann einnig gæddur mikl-
um tónlistarhæfileikum, samdi
talsvert af harmónikkulögum og
var undir lok ævinnar einn fárra
sem hafði vald á takkaharmón-
ikku. Hjónaband hans og ömmu
minnar, Sigrúnar Siguijónsdóttur,
sem stóð í tæpa hálfa öld, var alla
tíð farsælt, en Sigrún amma lést
árið 1974.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að búa í næsta húsi við afa
og ömmu og voru margar ferðir
farnar til þeirra, enda fékk maður
ávallt sérlega elskulegar viðtökur.
Afi, sem var hlýr á sinn sérstaka
hátt, var þó ekki mikið fýrir að
flíka tilfinningum sínum og lítið
gefinn fyrir óþarfa skraf, en þeim
mun iðnari var hann við hinar
ýmsu smíðar. Naut maður þess
að horfa á hann við iðju sína, á
smíðaverkstæðinu í kjallaranum
og sjá alls kyns hluti verða til.
Síðustu ár voru afa erfíð, en
hann dvaldist á Sunnuhlíð í Kópa-
vogi, þar sem hann naut frábærrar
umönnunar. 97 ár eru langur
mannsaldur. Fæstir bjuggust þó
við að afi lifði svo lengi, því árið
1970 greindist hann með illkynja
krabbamein í kviðarholi og var
ekki hugað líf nema í þijá mán-
uði. Mánuðirnir urðu þó að 26
árum og var afí, þegar hann lést,
elsti karlmaðurinn í Kópavogi. Nú
hefur afí kvatt þennan heim.
Minningin um ástkæran afa mun
þó lifa.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Jónas Sigurgeirsson.
fírði - ég gæti alltaf heimsótt
hana og Munda þegar ég kæmi
til Siglufjarðar. Svona er maður
eigingjarn á þá sem manni þykir
svo vænt um.
Þegar ég frétti af andláti Árnu
eftir erfið veikindi greip mig mik-
ill söknuður og ég hugsaði til baka
til þeirra ára þegar við Magga
vinkona vorum litlar. Á mínum
æskuárum á Siglufirði var heimili
Ámu sem mitt annað heimili. Við
Magga lékum okkur alltaf saman.
Ég var hvenær sem var velkomin
í mat og alltaf fengum við Magga
að sofa saman á Háveginum þegar
við vildum. Mörg atvik koma upp
í hugann s.s. ýmis uppátæki okkar
vinkvennapna og oftast vorum við
á heimili Árnu. Meðal annars vor-
um við mjög iðnar við að gramsa
í fataskápum Árnu, máta kjólana
hennar, kápumar og skóna, klæða
okkur upp og fara út að sýna
hvað við værum fínar. Tiltekt og
frágangur var eflaust ekki mikill
en aldrei varð Áma okkur reið
fyrir uppátækin heldur hafði hún
gaman af.
Árna var dugmikil og elskuleg
kona sem tók öllum opnum örmum
og bauð inn á heimili sitt af mikl-
um höfðingskap. Eftir að ég flutt-
ist frá Siglufirði hélst alltaf sam-
band þótt það væri mismikið. En
alltaf tók hún mig í faðminn og
) kyssti mig þegar ég loksins kom
1 og mér fannst ég alltaf vera kom-
in heim þegar ég kom til Árnu.
Elsku Mundi, Magga og
systkinin, missir ykkar er mikill
og hugur minn og Þórðar er hjá
ykkur.
Kæra Árna, ég kveð þig hinstu
kveðju með þakklæti fyrir að hafa
fengið að þekkja þig svona vel -
ég mun ávallt minnast þín.
Guðný Sigríður
Gunnarsdóttir, Sirrý.