Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR ÞAÐ var vel til fundið hjá Hannesi Sigurðs- syni, nýskipuðum listráðunaut menningar- miðstöðvarinnar að Gerðubergi, að efna til listkynningar og samræðu „Dialógu“ við starfandi listamenn, sem fengið hefur sam- heitið Sjónþing. Hér er á dagskrá, að list viðkomandi skal krufin svo sem tök eru á hveiju sinni, og um leið spjalli þeir opinskátt um líf sitt og feril á opnu málþingi. Jafn- framt gefst fólki kostur á að yfirheyra þá í þaula um list þeirra og afstöðu til listarinnar almennt, jafnt í nútíð sem fortíð. Þetta er hugsað þannig, að skilvirku sýnis- horni listar þeirra er komið fyrir áð Gerðu- bergi, en nýrri verk á sérstakri sýningu á Sjónarhóli og er þannig hverju sinni um tvær sjálfstæðar framkvæmdir að ræða auk mál- þingsins. Merkilegt, að ekki skyldi mönnum hafa dottið þetta í hug fyrr, eins rík og þörf- in er á slíkum opnum framkvæmdum þar sem samanlagt taugakerfi myndlistarmannsins er virkjað, allt sem gefur lífi hans og list lit, safa og grómögn. Þáttur skipulagðrar upplýsandi sjónlistar- sögu í kennslukerfinu er enginn að segja má, og sú þróun sem hefur átt sér stað ytra um sívaxandi áhuga á öllu sem sjón- listir skarar hefur ekki náð til ís- lands, svo sem ég hef ítrekað vísað til. Raunsönnum áhugamönnum um myndlist hefur fækkað, jafnvel í það ríkum mæli að ungum myndlistar- manni varð að orði á dögunum, að menn þyrftu býsna stórt stækkunar- gler til að koma auga á þá er svo væri komið! Ennfremur er upplýs- ingastreymi um listir litað sagnfræði menntafólks, sem sér ekki út fyrir eigin kynslóð og er svo ósjálfstætt í málflutningi sínum að í engu skilur frá viðtekinum, harðsoðnum skoðun- um jafnaldra þeirra ytra og sértrúar- hópa ýmiss konar. Kannski er það rannsóknarefni hvernig það fylgist að; margföldun listsögufræðinga og sýningarstjóra á næstliðnum áratug- um og snarminnkandi áhugi fólks á fijórri nýsköpun í myndlist. Það sem listráðunauturinn er einn- ig að gera, er að koma Gerðubergi inn á landakort listarinnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu, þannig að menningarmiðstöðin gegni svipuðu hlutverki og Hafnarborg í Hafnar-’ firði og Gerðarsafn í Kópavogi, en hafi þó sín sérkenni. íbúar Breið- holts eru vel á fjórða tug þúsunda, og mun Gerðuberg vera eins konar pólitískt gæluverkefni. Undarlegt ef það á að þurfa gæluverkefni til að mjúku gildin fái að blómstra i út- hverfunum, og ekki litið á þau sem lífsnauðsyn. Hér er t.d. Árbæjar og Hraunbæjarhverfið hrein eyðimörk, að Árbæjarsafni undanskildu, og sömuleiðis Mosfellsbær og Grafar- vogur. Ekki kemur fram mikill skiln- ingur á nauðsyn virks mannlífs í heilabúum skipulagsaðila og ekki bæta steingeldir verslunarkjarnar mikið úr, eins og ’t.d. Mjóddin. Auk þess virðist mönnum algjörlega fyrir- munað að skilja mikilvægi óbeina hagnaðarins, sem þó skilar af sér meiru er upp er staðið en allur bók- færður skyndipeningur. Aðstreymi fólks á menningarviðurði skilar af sér gríðarlegum hagnaði hvarvetna og það er ástæðan til að þjóðir ausa peningum í þá. Menn vita að þá fer allt í gang, hjólin að snúast og pen- ingarnir að rúlla. Hér einblína stíf- frosnir embættismenn á tölur fyrir framan sig og neita að skilja annað, og í höndum þeirra sem kunna það eitt úrræði að auka aðhald og búa til ný höft og nýjar reglugerð- ir verður allur sparnaður að auknu tapi eins og dæmin sanna. Málþingin tvö sem haldin hafa verið tók- ust framar vonum, þrátt fyrir að veður væri ekki ákjósanlegt í hvorugt skiptið, - í fyrra fallinu of gott og í því seinna svo vont að fólk var að tínast á staðinn blautt og skjálf- andi. Það sem fólk þarf að gera til að auka fjörið í umræðunum, er að forma spurningarnar betur og vera ekki með óþarfa formála að þeim eða flækja þær um of. Ég var t.d. spurð- ur svo ómarkvissra spurninga, að ég átti fullt í fangi með að svara þeim, því augljóst var að spyrlarnir voru hvorki læsir á skrif mín né skoðanir. Slík fáviska kemur manni úr jafnvægi, einkum þegar spurningarnar . ganga þvert á skoðanir þær sem maður hef- ur helst og einarðlegast haldið fram um dag- ana. En sumum virðist ekkert heilagt þegar tilgangurinn er að halda ranghugmyndum fram og hamra stöðugt á þeim. En málþing eiga ekki að fara niður á kaffi- og öldurhúsa- vettvanginn þar sem mönnum eru gerðar upp AF SJON- ÞINGI M Það sem listráðunauturinn er einnig að gera, er að koma Gerðubergi inn á landakort listarinnar á Stór- —------------------^--------- Reykjavíkursvæðinu, skrifar Bragi Asgeirsson, þannig að menningarmiðstöðin gegni svipuðu hlutverki og Hafnarborg í Hafnarfirði og Gerðarsafn í Kópavogi. RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, París 1970 skoðanir sem þeir hafa aldrei haft til að gera þá tortryggilega. Það vekur athygli, að þeir sem iðnastir hafa verið um slík vinnubrögð sáust á hvor- ugu þinginu, en væntanlega vita þeir manna best hvað skeði á þeim og eru áfram iðnast- ir við að halda óhróðrinum fram við gest og gangandi. Einnig vekur fjarvera ýmissa list- sögufræðinga svo og og kennara við MHÍ dijúga athygli. Sjónvarpið hefur farið á stað með afmark- aðan þátt um listamennina hveiju sinni, er hafa tekist svo vel að mikla athygli hefur vakið og má vera ljós.t að hér er komið sjón- varpsefni sem margir taka fagnandi. Fólk er nefnilega forvitið á líf listamanna og skoð- anir þeirra og hvað sé að báki þeirri miklu vinnu sem þeir leggja á sig til að fá útrás fyrir íjáþörf sína, þrátt fyrir að yfirleitt og í langflestum tilfellum verði -þeir að borga með sér í þessu þjóðfélagi. Jafnframt stað- festir þetta þörfina á aukinni fræðslu á þess- um sviðum og bætir að nokkru upp vöntun- ina á sjónlistasögu í skólakerfinu. Slíkir þætt- ir eru einnig mjög vinsælir ytra og hér er komið form sem einnig má viðhafa varðandi aðra mikilsverða viðburði á myndlistarvett- vangi. Þá hefur ríkisútvarpið einnig skilað sínu hlutverki með ágætum. Gerðu'berg er naumast fallið til yfirlitssýn- inga, en hins vegar ágætlega til nokkurs konar stikkprufu á ferli starfandi listamanna og er framkvæmdin einmitt hugsuð þannig. Margra hluta vegna treysti ég mér ekki til að fá lánuð verk í eigu safna og einkaaðila, því það var of mikil áhætta og jafnframt of kostnaðarsamt. Það að framkvæmd mín var nefnd „Bragi aliur“ kom af því, að í ljósi umræðu um persónu mína, líf og list á undan- gengnum árum og misserum var ég reiðubú- inn til að svara hvaða spurningum sem var óg mönnum fijálst að sauma að mér eins og hver hafði getu til. Hannes Sigurðsson áréttar með framtaki sínu mikilvægi þess að jarðtengja listina, að hún verði virkt afl í þjóðfélaginu og lista- menn teljist ekki neinir utangarðsmenn, held- ur fólk sem skapar verðmæti. Næst er að auka skilning á því að listamenn fái greitt fyrir vinnu sína og þátttöku í slíkum fram- kvæmdum því að þeir eru sá ás sem allt snýst um. Tvennt vil ég leiðrétta sem fram kom í frásögnum um sjónþing mitt, því í báðum tilvikum gæti það valdið misskilningi. Fyrir hið fyrsta var Jón Stefánsson aldrei prófess- or við Akademíuna í Kaupmannahöfn, en ég sótti mikið í hans mal af hvers konar vísdómi og fróðleik varðandi mannlíf og myndlist og get því nefnt hann lærimeistara minn í mörg- um skilningi. Þá breytti ég ekki upphleyptum verkum mínum hið minnsta, heldur umgjörð þeirra, þ.e. límdi á stærri plötur, sem er auð- vitað allt annað . . . Ragnheiður Jónsdóttir hefur um árabil svo sem mörgum mun fullljóst, verið ein af dug- mestu grafík- listamönnum þjóðarinnar. Hér eru það konur sem hafa mikið til haldið uppi merkinu eftir að karlar höfðu verið nær einr- áðir á vettvanginum frá upphafi. Þá hefur Ragnheiður verið flestum öðrum fremur iðn- ari við að halda verkum sínum fram á alþjóða- vettvangi og skjalfesta umsvif sín, og mörg söfn og stofnanir heima sem erlendis hafa fest sér verk hennar. Hin stóru og ágengu grafíkverk Ragnheið- ar féllu vel að tímunum er hún kom fram, og myndefnið var mjög samstiga nýrri sjálfs- vitund kvenna, sem þá bar mikið á í listum. Hér voru íslenzkar listakonur mjög vakandi um þróunina, en fáar notuðu listmiðil sinn jafn kröftuglega í þjónustu málefnisins og hún. Hún notaði þó oftar óbeina skír- skotun en að hún gæfi hinu frásagn- arlega lausan tauminn, og þó segja hinar einföldu myndir hennar svo sem óléttukjóllinn lengri sögu en heil myndasaga. Einkum vegna þess að myndin er tæknilega framúrskar- andi vel útfærð, og að auki svo mik- il grafík í sjálfu sér. Einnig gerði hún ástþrungnar myndir af blómum með sterkum vísunum til fijálslyndis tímanna í þessum efnum. Hún undanskildi hér ekki fyrri tíma og söguþjóðina eins og bókamyndir hennar bera með sér, sem eru jafn- framt eitt hið kröftugasta sem frá hendi listakonunnar hefur komið. Þetta undirstrikar sýning Ragn- heiðar að Gerðubergi mjög vel og myndunum er ágætlega komið fyrir þótt kannski sé nokkuð langt á milli þeirra á köflum. Þá er það ljóður á framkvæmdinni hve hún ber mikinn keim af listsögu- fræðilegri íhaldsemi, því engin verk eru frá fyrstu tilraunum listakonunn- ar né sýningum og því kemur hún trauðla fram eins og hún er klædd. Framkvæmdin að Gerðubergi hefur svo sem ég hef skilið hana þann megintilgang að draga fram mann- legu hliðina á listamönnum, og um- fram allt frá sem flestum sjónarhorn- um en síður að undirstrika ákveðin tímabil. Með því margfaldast mögu- leikarnir á því að komast í samband við fólkið er dags daglega venur komur sínar á staðinn og er á öllum aldri. Hin léttu og leikandi strik er einkenndu grafík Rágnheiðar í upp- hafi eru þannig ekki finnaleg á staðn- um né margt fleira sem hún gerði þar sem yndisþokkinn réði öðru frem- ur ferðinni. Þessi þröngu viðhorf, sem eru í raun arfur frá strangflatatímanum eru löngu úrelt eins og sjá hefur mátt á skyldum sýningum verka heimskunnra listamanna á undan- gengnum áratugum og það jafnvel strangflatatamálara. Þannig væru æskuverk Þoi-valdar Skúlasonar trúlega dregin fram á yfirliti verka hans ytra, en ekki ein- ungis úrval ákveðinna tímabila. Tákn sýningarinnar er þannig ljósmynd af Ragnheiði í upphafi ferils síns, en svo er fátt eða ekkert finnanlegt á sýningunni frá þessu skeiði æskublómans. Að mínu áliti er Ragnheiður í essinu sínu í hinum dökku og mögnuðu ætimyndum og hún nær trauðla sama fluginu í kolteikning- unum á Sjónarhóli. Þá hef ég séð mun sterk- ari verk eftir hana á þessu sviði en þar eru til húsa, tel það mistök að vinna þannig beint inn í rýmið þótt fyrir slíku sé hefð á seinni árum, og telst angi af hreinni innsetningu. Ég er heldur ekki með á nótunum í verkum er hún opnar þokukenndan myndflötinn á þann veg að auði flöturinn virkar frekar sem eyða, en að vera virkt afl í svipmiklu mynd- ferli. Ragnheiður mun hafa hætt í ætingu vegna óhollustu vinnsluferilsins og kemur hér fram neyðarlegur skortur á fagfólki til aðstoðar listamönnum, er gjörþekkja ekki einungis tæknina heldur einnig hin hættulegu efni sem unnið er með. Hvað sem aðfinnslum líður, er mjög vel að verki staðið og Ragnheiður Jónsdóttir stendur fyrir sínu . . . Höfundur er myndlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.