Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR23. MARZ 1996 29
ritum og samkvæmt vitnisburði
vorrar evangelísk-lúthersku kirkju
í játningum hennar; að veita hin
heilögu sakramenti eins og Kristur
hefur fyrir mælt, með lotningu; að
uppfræða með kostgæfni æskulýð-
inn og söfnuð þinn allan í heilögum
sannindum kristinnar trúar, leið-
beina, hvetja og styrkja með ástúð
og alvöru, einslega og opinberlega,
vaka yfir sálarheill þeirra, sem þér
er trúað fyrir, styðja lítilmagna og
hjálpa bágstöddum. Ég áminni þig
um að rannsaka ritningarnar og
íhuga lærdóma trúar vorrar í bæn
og auðmýkt og vera sannleikanum
trúr í kærleika. Minnstu þess jafn-
an, að þér ber að vera öðrum til
fyrirmyndar og styrktar í sannri
trú og grandvöru líferni, Guði til
lofs og dýrðar.“
Tilgangurinn er að kirkja Krists
megi vera meðal okkar, lifa og
starfa í söfnuðum sínum víðs vegar
um landið. Allt starf á vegum safn-
aðarins á að lúta þeim tilgangi og
vera söfnuði Krists til uppbygging-
ar.
Sem þjónn orðs Guðs (verbi di-
vini minister) er presturinn hirðir
(pastor) safnaðarins. Hann boðar
orðið og þjónar að sakramentunum
og gegnir þannig þjónustu á Guðs
vegum frammi fyrir söfnuðinum.
Hann leiðir bæna- og lofgjörð safn-
aðarins og gegnir þannig þjónustu
á vegum hans fyrir Guði. Þjónusta
prestsins nefnist hið heilaga prests-
og prédikunarembætti sakir þess-
ara tveggja vídda. Prestslega hliðin
er bænin, lofgjörðin, en prédikunar-
hliðin er boðunin og þjónustan að
sakramentunum.
Um framkvæmd prests- og préd-
ikunarembættisins er presturinn
bundinn orði Guðs, játningum
kirkjunnar, kirkjulögum og hefð-
um, sbr. auk vígsluheits einnig
vígslubréf presta. Handbók þjóð-
kirkjunnar setur reglur um fram-
kvæmd athafna. Hér á landi hafa
hand- og helgisiðabækur ekki verið
löggiltar í þeim skilningi að öllum
sé gert að fara eftir þeim út í æsar.
í fyrsta lagi hefur verið litið svo á
að prestar megi áfram nota þá
handbók sem þeir hafa vanist. í
öðru lagi býður handbókin upp á
nokkra fjölbreytni um framkvæmd
athafna og hægt að velja milli
nokkurra kosta bæði viðvíkjandi
tónlist, þjónustu aðstoðarmanna
o.fl. Það verður þó að telja eðlilegt
að hver sá prestur er vill víkja frá
gildandi handbók í verulegum at-
riðum, óski eftir heimild til þess frá
yfirboðara sínum, biskupi. Þótt tek-
ið sé fram í 7. gr. Ágsborgarjátn-
ingar að ekki sé nauðsynlegt að
hvarvetna séu sömu kirkjusiðir við
lýði, á það fyrst og fremst við ólík
kirkjuleg umdæmi, svo sem þjóð-
kirkju Islands annars vegar og
Danmerkur hins vegar, og gengið
út frá því að í hveiju umdæmi sé
eindrægni um helgisiði í meginatr-
iðum og öll frávik þá vandlega rök-
studd. Prestur hlýtur þó að vera
skuldbundinn söfnuði sínum og
trúnaðarmönnum hans um að
kynna og hafa samráð um fyrir-
komulag og hátterni við guðsþjón-
ustu. Má í því sambandi nefna að-
ferð við bergingu, hvort nota skuli
sameiginlegan kaleik, sérbikara
eða ídýfingu.
2.
Kirkjur eru reistar í því skyni
að söfnuður Krists á hvetjum stað
hafi hús til þess að geta notið guðs-
þjónustu í báðum merkingum orðs-
ins. Kirkjur eru því teknar frá eða
vi'gðar til þess að þær séu sá stað-
ur þar sem söfnuðurinn kemur
saman til fundar við Guð, til þess
að eflast í þjónustunni við hann
með því að þiggja þjónustu hans.
Þær eiga að þjóna þessu augna-
miði eins og vandlega er lýst þegar
kirkja er vígð og biskup mælir:
„Eg lýsi yfir því, að þetta hús
er vígt í nafni Guðs, föður og son-
ar og heilags anda. Drottinn Guð
vor skal tilbeðinn á þessum stað
og honum einum þjónað. Hér er
Guðs hús, hér er hlið himinsins,
staðurinn, sem þú stendur á, er
heilög jörð.“
FRÉTTIR
Guðsþjónusta hlýtur að hafa for-
gang umfram annað sem fer fram
í kirkju. Það er ítrekað í framhaldi
áðurgreindra orða biskups við
kirkjuvígslu:
„Blessað sé þetta musteri Drott-
ins. Blessað sé allt sem hér fer
fram. Blessað sé lífsins orð og lífs-
ins borð. Blessaðar séu bænir og
lofsöngvar. Blessaður sé hver sá,
er hingað leitar á Drottins fund.“
Í bæn þeirri sem fylgir, biður
biskup Guð að blessa þann söfnuð
er kemur saman í kirkjunni um orð
Guðs og borð, skírnþega, ferming-
arbörn, brúðhjón og syrgjendur og
sérhvern er til kirkjunnar leitar.
Safnaðarheimili sem reist eru við
kirkjur, eru ekki beinlínis hluti
kirkjunnar í þeim skilningi að þar
sé um að ræða hús til opinbers
guðsþjónustuhalds. Þau eru samt
sem áður ekki byggð í öðrum til-
gangi en þeim sem kirkjan sem
heild miðast við. Þar fer fram fyrst
og fremst starfsemi er miðar að
uppbyggingu safnaðar fyrir
fræðslu- og líknarþjónustu.
Það er mjög algengt að kirkjur
og safnaðarheimili séu lánuð tíl
annarrar starfsemi en beinlínis
flokkast undir kirkjulegt starf. Al-
menn menningarstarfsemi, svo sem
myndlistarsýningar, ljóðakvöld og
leiksýningar, skipar þar stóran sess
auk tónlistar, svo sem síðar verður
vikið að. Starfsemi sem þessi er
sjálfsögð í húsnæði kirkjunnar ef
hún brýtur ekki í bága við tilgang
þess. Með beinni og óbeinni þátt-
töku í menningarstarfsemi megnar
kirkjan að hafa áhrif, þar eð jafnt
þeir sem fá kirkjur og safnaðar-
heimili að láni sem þeir er sækja
menningarstarfsemi þangað skuld-
binda sig til þess að virða það sem
er frumskylda hússins ef svo má
að orði komast.
Þá eru tónleikar og tónlistarstarf-
semi fyrirferðarmikill þáttur í starfi
kirkna. Kirkjur hafa verið lánaðar
til tónleikahalds og margar kirkjur
landsins henta afar vel til slíkrar
starfsemi. Það gildir eins um tónlist-
arstarfsemi og aðra menningar-
starfsemi að kirkjan er kölluð til
að þjóna henni. Jafnframt þurfa
þeir sem standa að láni á kirkju eða
safnaðarheimili að hyggja vel að
því að innihald þess sem er flutt, sé
í samræmi, a.m.k. ekki í mótsögn,
við kristinn boðskap.
Tónlist er fyrirferðarmikill þátt-
ur kristinnar tilbeiðslu og hefur svo
verið frá öndverðu. Innan lúth-
erskrar kirkju hefur söngur ætíð
verið í hávegum hafður sem í senn
farvegur lofgjörðar manna til Guðs
og náðar Guðs til manna. Margir
hinna fyrstu sálma Lúthers og fylg-
ismanna hans voru umortir Davíðs-
sálmar og aðrir lofsöngvar úr Bibl-
íunni, Heilagri ritningu. Innan lút-
hersku kirkjunnar þróaðist mikil
sönghefð, m.a. fyrir tilstilli manna
á borð við Heinrich Schútz, Johann
Sebastian Bach og Georg Friedrich
Hándel og þjónaði hún guðsþjón-
ustunni í báðum merkingum orðs-
ins. Allt hefur það orðið til að efla
auðlegð lútherskrar guðsþjónustu.
Auðvitað útheimti það ákveðin skil-
yrði sem ekki voru alls staðar fyrir
hendi, t.d. voru skilyrði til söngiðk-
ana hér á landi lengst af mjög
frumstæð. Samt má sjá af útgáfum
á sálma- og messusöngbókum okk-
ar íslendinga frá fyrstu tíð hversu
hirðum kirkjunnar var umhugað
um að söngurinn í kirkjunni færi
vel fram og sómasamlega og hon-
um væri stjórnað af fólki er til
þess hefði hæfileika og þekkingu.
Á síðustu árum og áratugum
hefur hér orðið mikil breyting á
og kirkjan getað notið þjónustu vel
menntaðs tónlistarfólks sem hefur
eflt guðsþjónustu safnaðarins og
aukið líf hans að öðru leyti. Marg-
ir organistar og kórar hafa tekið
til flutnings í guðsþjónustum og á
tónleikum helstu verk kirkjulegra
tónbókmennta sem samin voru í
því skyni að efla guðsþjónustu
safnaðarins eins og áður getur.
Slíkur tónlistarflutningur er mjög
mikilvægur og hefur eflt guðsþjón-
ustu og stuðlað að góðum menning-
arlegum áhrifum í landinu. Auk
þess hafa ýmsir listamenn náð að
kynna íslenska kirkjutónlist út fyr-
ir landsteinana. Kór Langholts-
kirkju og Jón Stefánsson, organisti
hafa t.d. unnið mikið brautryðj-
endasfarf að þessu leyti.
3.
Með tilliti til þess ágreinings,
sem uppi hefur verið í Langholts-
sókn, má samkvæmt framansögðu
draga saman eftirfarandi niður-
stöður um valdsvið sóknarprests
gagnvart sóknarnefnd og einstök-
um starfsmönnum safnaðar:
1. Sem þjónn orðsins og hirðir
safnaðarins stýrir prestur guðs-
þjónustu kirkjunnar og ræður
mestu um alla framkvæmd henn-
ar, sbr. 20.' gr. laga nr. 62/1990
þar sem segir að sóknarprestur
hafi með höndum kirkjulega þjón-
ustu samkvæmt vígslubréfí í
prestakalli sínu. Presti er skylt
að kynna vel inntak guðsþjón-
ustunnar og skýra eðli hennar
fyrir söfnuðinum. Um það sem
brýtur í bága við almennar reglur
eða flokkast undir nýjungar ber
honum að hafa samráð við bisk-
up, sbr. 2. 13 gr. í siðareglum
presta. í 3. mgr. 2. gr. í erind-
isbréfi sóknarnefnda er m. a. tek-
ið fram að sóknamefnd skuli vera
sóknarpresti til aðstoðar og veita
honum stuðning í þjónustu hans.
í 2. mgr. 12. gr. segir ennfremur
að sóknamefnd ræki hlutverk sitt
með þátttöku í guðsþjónustu safn-
aðarins og með því að taka þátt
í undirbúningi messunnar, óski
prestur þess.
2. Guðsþjónusta safnaðarins héfur
forgang í kirkjunni og ekkert má
fram fara í henni er truflar guðs-
þjónustuna eða stendur gegn eðli
hennar, sbr. m.a. 11. gr. reglna
þjóðkirkjunnar um kirkjur og
kirkjubyggingar. Sama gildir að
breyttu breytanda um safnaðar-
heimilið, sbr. 2. mgr. 16. gr. regln-
anna.
3. í 1. mgr. 14. gr. í erindisbréfi
sóknarnefnda segir m. a. að kirkj-
an og safnaðarheimilið skuli vera
í umsjá sóknarnefndar og sóknar-
prests. Skv. 1. mgr. 19. gr. laga
nr. 25/1985 og 1. mgr. 16. gr.
reglna um kirkjur og kirkjubygg-
ingar ráða sóknarprestur og sókn-
arnefnd því hvernig afnotum af
kirkju og safnaðarheimili skuli
háttað. Venja er að atkvæði prests
vegi meira í sambandi við notkun
kirkjunnar. í 3. mgr. 16. gr.
reglna um kirkjur og kirkjubygg-
ingar segir að greini sóknarnefnd
og sóknarprest á um notkun
kirkju og safnaðarheimilis skuli
leita úrskurðar prófasts. Urskurði
hans megi vísa til biskups«og sé
úrskurður hans endanlegur.
4. Af 10. gr. laga nr. 9/1882 um
leysing á sóknarbandi má ráða
að sóknarpresti sé ekki heimilt
að neita öðrum presti um afnot
af sóknarkirkju nema hann þurfi
sjálfur á kirkjunni að halda til
prestsverka á sama tíma. Þessi
regla útheimtir að sóknarprestur
fái að fylgjast með bókunum um
afnot af sóknarkirkju og honum
sé jafnan gert viðvart óski aðrir
prestar eftir afnotum af kirkjunni.
5. Hvorki í lögum né stjórnvalds-
fyrirmælum segir berum orðum
hvaða aðili sé bær um að taka
ákvörðun um kaup á orgeli í sókn-
arkirkju. í 1. mgr. 20. gr. laga
nr. 25/1985 segir að sóknarnefnd
sjái um að viðunandi húsnæði og
búnaður sé til guðsþjónustuhalds
og annars safnaðarstarfs í sókn-
inni. Skv. 2. mgr. sömu greinar
ber sóknarnefnd að sjá um að
kirkju sé vel við haldið og búnaði
hennar. Þá segir m.a. í 1. mgr.
14. gr. í erindisbréfi sóknarnefnda
að kirkjugripir og kirkjueignir
skuli vera í umsja sóknarnefndar
og sóknarprests. í 2. mgr. er sókn-
amefnd falið eftirlit með gripum
kirkju og búnaði, svo og varð-
veisla þeirra. í 3. mgr. kemur
fram að áður en gjöfum er veitt
viðtaka skuli hafa samband við
sóknarnefnd og sóknarprest og
leita samþykkis áður en gjafir eru
valdar. Þá skuli einnig tekið tillit
til viðhorfa arkitekts kirkju og
sérfróðra nefnda og sérfræðinga
eftir því sem við á. Með vísun til
þessara ákvæða er það ótvírætt
sóknarnefndar að taka ákvörðun
um kaup á orgeli og öðrum bún-
aði í sóknarkirkju, en þá ákvörðun
ber að taka í samráði við sóknar-
prest, organista og aðra sérfróða
aðila, t.d. orgelnefnd þjóðkirkj-
unnar. Athygli skal vakin á því í
þessu sambandi að sóknarpresti
er bæði rétt og skylt að sitja fundi
sóknarnefndar og fylgjast með
því, sem þar fer fram, sbr. 17.
gr. laga nr. 25/1985 og 25. gr.
laga nr. 62/1990, sbr. og 1. mgr.
7. gr. í erindisbréfi sóknarnefnda.
6. I reglum um kirkjur og kirkju-
byggingar er að fínna fyrirmæli
um það hvernig staðið skuli að
ákvörðunum um gerð kirkju og
safnaðarheimila, stækkun eða
aðrar breytingar á þeim bygging-
um. í 17. gr. reglnanna er gert
ráð fyrir að sóknarnefnd skuli
hafa samráð við sóknarprest um
slíkar ákvarðanir og í 19. gr.
þeirra segir að ákvarðanir þessar
skuli háðar samþykki biskups
enda leiti hann álits bygginga-
og listanefndar þjóðkirkjunnar
áður en hann veiti samþykki sitt.
Eðlilegt er að ákvörðun um stað-
setningu orgels eins og þess, sem
fyrirhugað hefur verið að setja
upp í Langholtskirkju, lúti sömu
reglum og aðrar ákvarðanir um
breytingar á kirkjum. Þar af leið-
andi getur sóknarprestur óskað
þess að biskup leiti formlegs álits
bygginga- og listanefndar á fyrir-
hugaðri staðsetningu orgelsins.
Sætti sóknarnefnd sig ekki við
álit nefndarinnar getur hún vísað
málinu til biskups skv. 4. mgr.
19. gr. fyrrgreindra reglna.
7. Skv. 25. gr. laga nr. 25/1985
og 13. gr. í erindisbréfi sóknar-
nefnda er það sóknarnefnd sem
ræður organista og aðra starfs-
menn safnaðar. I síðarnefnda
ákvæðinu er tekið fram að allar
mannaráðningar og ákvarðanir
um starfslok skuli gerðar í sam-
ráði við sóknarprest. Þótt það sé
ekki tekið fram berum orðum er
augljóslega gengið út frá því að
sóknarnefnd ein hafi heimild til
að segja starfsmanni safnaðar
upp störfum. Ef ágreiningur verð-
ur um stöðu eða störf starfsmanna
skal vísa honum til prófasts sem
leitar lausnar í samráði við
sóknarprest. Ef ekki tekst að
leysa ágreining skal honum vísað
til biskups, til fullnaðarúrlausnar,
sbr. 28. gr. laga nr. 25/1985 og
13. gr. í erindisbréfi sóknar-
nefnda.
8. Skv. 3. mgr. 20. gr. laga nr.
25/1985 og 3. mgr. 17. gr. í erind-
isbréfi sóknarnefnda annast sókn-
arnefnd fjármál safnaðar, eftir því
sem þar er nánar fyrir mælt.
Sóknarpresti er bæði rétt og skylt
að fylgjast með fjárreiðum safn-
aðar, sbr. m.a. það sem fram kem-
ur í niðurlagi 5. tl. hér að framan.
9. Að lokum skal minnt á 27. gr.
laga nr. 25/1985 sbr. 18. gr. í
erindisbréfi sóknarnefnda þar sem
I’
INNBYGGINGAROFNAR
hvítir - svartir - spegill - stál
HELLUBORÐ
venjuleg - keramik - gas
þú getur gert
REYFARAKAUP
(ÐeUonghl) . fyrsta flokks frá
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
segir að aðalsafnaðarfundur geti
kveðið svo á að mynda skuli starfs-
mannanefnd innan sóknar. Slík
nefnd væri æskilegur vettvangur
til þess að ræða safnaðarstarfið
og koma í veg fyrir ágreining eins
og þann sem hér er um fjallað.
Úrskurðarorð
Samkvæmt framansögðu sinna
séra Flóki Kristinsson, sóknar-
prestur, og Jón Stefánsson, organ-
isti, áfram störfum sínum við Lang-
holtskirkju. Skv. 1. mgr. 29. gr.
laga nr. 38/1954, 36. gr. laga nr.
62/1990 og 28. gr. laga nr.
25/1985 sbr. 13. gr. í erindisbréfi
sóknarnefnda ber þeim að hlíta
úrskurði þessum og haga samstarfi
sínu eftir því sem fyrir er mælt hér
að framan, þ.á m. við almenna
helgidagaguðsþjónustu í kirkjunni.
Bijóti annar hvor þeirra eða báðir
gegn úrskurði þessum er biskupi
sem yfirmanni kirkjunnar skylt að
grípa til viðeigandi ráðstafana svo
sem greinir í kafla II hér að framan.
Sóknarprestinn minni ég enn-
fremur á að hann er þjónn þess
orðs sem hann er kallaður til að
boða. Því drottnar hann ekki yfir
trú safnaðarins, heldur er hann
samverkamaður að gleði hans (2.
Kor 1. 24) og ber samkvæmt vígslu-
heiti að vaka yfir sálarheill safnað-
arins og vera öðrum til fyrirmyndar
og styrktar í sannri trú og grand-
vöru líferni, Guði til lofs og dýrðar.
Organistann minni ég á köllun
hans að leiða lofgjörð safnaðarins í
söng og að hafa fyrir hugskotssjón-
um orðin úr Kólossubréfi sem lesin
eru við orgelið þá er kirkja er vígð:
,Látið orð Krists búa ríkulega hjá
yður með allri speki. Fræðið og
áminnið hver annan með sálmum,
lofsöngvum og andlegum ljóðum og
syngið Guði sætlega lof í hjörtum
yðar. Hvað sem þér gjörið í orði eða
verki, gjörið það allt í nafni Drottins
Jesú og þakkið Guði föður fyrir
hann.“ (Kól 3. 16-17)
Ég minni sóknarnefndina á að
hún hefur forystu í söfnuði og á
með þjónustu sinni að stuðia að því
að hann geti uppbyggst sem lifandi
steinar í andlegt hús (1 Pét 2.5).
Kirkjan er líkami Krists og er í
söfnuðum sínum kölluð til þess að
bera höfði sínu vitni eins og postul-
inn segir: ,Vér eigum að ástunda
sannleikann í kærleika og vaxa í
öllu upp til hans, sem er höfuðið,
Kristur. Hann tengir líkamann
saman og heldur honum saman
með því að láta sérhverja taug inna
sína þjónustu af hendi, allt eftir
þeim krafti, sem hann úthlutar
hverri þeirra. Þannig lætur hann
líkamann vaxa og byggjast upp í
kærleika. “ (Ef 4.15-16).
Gjört í Reykjavík, 22. mars 1996,
Bolli Gústavsson.
49.900,
á C-550H 160 Wer
vöndub hljómtækjasamstæba:
• 3 diska geislaspilari
5 * Öflugir hátalarar
, í • XBS-tveggja þrepa bassastilling
5 • 5 banda tónjafnari met>:
Flat, Heavy, Vocal og BGM
i'jí| • Alsjálfvirkt tvöfalt kassettutæki
jjfj • Útvarp meb FM og MW o.fl.
(eCDUIUAADTIIflÍAA.
Skipholtl 1 9
Sími: 552 9800