Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ t Staðgreiðsla - Heilsársbústaður óskast Höfum kaupanda að vönduðum, nýlegum heilsársbústað. Æskileg staðsetning Suðurland allt, Borgarfjörður eða Snæ- fellsnes. Vinsamlega hafið samband ef þið viljið selja. 562-1200 562-1201 Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsd., lögg. fast., Axel Kristjánsson hrl. GARÐUR Skipholti 5 ✓ 552 1150-3521370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmoastjóri KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, loggiltur iasui.GNASAií Til sýnis og sölu m.a. eigna: Úrvalsíbúð - Fífusel - aukaíb. 4ra herb. ib. á 2. hæð rúmir 100 fm. Öll eins og ný. Sér þvottahús. 3 góð svefnherb. Stórt kjherb., nú eins herb. íbúð. Ágæt sameign. Stæði í bílhýsi. Langtímalán kr. 3,3 millj. Skipti möguleg. Nýleg suðuríbúð - hagkvæm skipti 3ja herb. íb. á 3. hæð 82,8 fm við Víkurás. Vönduð innr. Ágæt sam- eign. 40 ára húsnlán kr. 2,5 millj. Skipti mögul. á lítilli íb. „niður í bæ". Allt sér - lítil útborgun Nýleg íbúð á 3. hæð og í risi 104 fm á vinsælum stað í Garðabæ. 40 ára húsnæðislán kr. 5,1 millj. Tilboð óskast. Rétt eign - greidd við kaupsamning 2ja-3ja herb. íbúð óskast við Reynimel eða nágrenni. 2ja herb. íbúð óskast við Austurbrún eða nágrenni. 3ja-4ra herb. góð íbúð óskast í Hafnarfirði með rúmg. bílsk. Sérhæð 130-180 fm óskast í vesturborginni eða nágrenni. Húseign í gamla bænum eða nágrenni, má þarfnast endurbóta. Ýmsar stærðir koma til greina. • • • Opið í dag f rá kl. 10-14. Viðskiptunum fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. ALMENNA FASTEIGNASALAM LAUEáVEGIiaS 552 1150-552 1370 FRÉTTIR Iðnaðarráðherra um stofnun hlutafélags um orkurannsóknir Niðurstaða í marz eða rík- ið hættir í rannsóknum FINNUR Ingólfsson, iðnaðarráð- herra, leggur á það áherslu að orku- fyrirtæki komi að stofnun hlutafé- lags um orkurannsóknir með öflug- um hætti. Ríkið muni ekki standa eitt að stofnun slíks félags eða með mikilli meirihlutaeign og ef ekki ná- ist viðunandi samstaða um félags- stofnunina í þessum mánuði þá blasi við að ríkið verði að draga sig út úr umræddri rannsókna- og þjónustu- starfsemi. Þetta koma fram í ávarpi ráðherra á ársfundi Orku- stofnunar s.l. fimmtudag. Fulltrúar starfsmanna Orku- stofnunar, sem tóku til máls, vöruðu við því að aðskilja rannsóknarstarfsemi á veg- um Orkustofnunar frá stjórnsýsluhlutverki hennar og spurðu hvers vegná væri nauðsynlegt að breyta þessu fyrirkomulagi hér á landi þegar það væri viðtekið í nágrannalöndum okkar að hið opinbera gegndi slíku rannsókn- arhlutverki á orkusviðinu. í erindinu rakti iðnaðarráðherra tillögur nefndar sem endurskoðaði starfsemi Orkustofnunar. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á því hlut- verki stofnunarinnar að annast yfir- litsrannsóknir á orkulindum landsins, eðli þeirra og skilyrðum til hagnýt- ingar þeirra. Hins vegar er lagt til að vinna við rannsóknarverkefni sem nú séu unnin af stofnuninni með eig- in starfsfólki verði framvegis boðin út eða keypt á almennum markaði eftir því sem frekast sé unnt. Vatna- mælingar Orkustofnunar hafi þó sér- stöðu hvað þetta snerti og sama geti gilt um vissa þætti á jarðhita- sviði. Hjá forstöðumönnum orkufyr- irtækja hafi komið fram vilji til að stofna hlutafélag um vatnamælingar og starfsemi á jarðhitasviði, sem ekki væri með góðu móti hægt að setja á almennan markað. Ríkið og orkufyrirtækin stæðu að stofnun hlutafélagsins sem hefði þann til- gang að viðhalda samstæðri rann- sóknaheild og veita ríkinu og orku- fyrirtækjunum nauðsynlega þjónustu við rannsóknir á orkulindum. Við- ræður standi yfir við orkufyrirtækin og náist ekki viðunandi niðurstaða í þessum mánuði blasi við að ríkið verði að draga sig út úr umræddri rannsókna- og þjónustustarfsemi. Verðmætt rannsóknar- umhverfi Jakob Björnsson, orkumálastjóri, drap á fyrirhugaða endurskipulagn- ingu Orkustofnunar í erindi sínu og lagði sérstaka áherslu á að á undan- förnum áratugum hefði byggst upp á Orkustofnun öflugt fjölfaglegt rannsóknaumhverfi sem spannaði mismunandi svið vísinda. Það væri um margt einstætt hér á landi og hefði vakið athygli er- lendra manna sem hefðu kynnst því. „Þetta rannsók- naumhverfi er mjög verð- mætt og ég er sannfærður um að það væri mikill skaði fyrir alla ef það glatást við nýskipanina og starfsmenn sem nú starfa saman á Orku- stofnun fara hver í sína áttina og margir í önnur störf en orkurannsóknir.“ Endurskoðun orkulög- gjafarinnar í ávarpi iðnaðarráðherra kom einnig fram að hann teldi brýnt að endurskoða orkulöggjöfina í heild sinni. Markmið endurskoðunarinnar ætti að vera að auka hagkvæmni á orkusviðinu, að auka samkeppni og jafnframt stuðla að jöfnun orku- verðs, að tiyggja gæði þjónustu og afhendingaröryggi og að auka sjálf- stæði orkufyrirtækja og ábyrgð stjórnenda þeirra. Mo'rgunblaðið/Árni Sæberg FULLTRÚAR á ársfundi Orkustofnunar hlýða á ræðu Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra. Opin hús milli kl. 14 og 18 laugardag og sunnudag Stórglæsileg á einni hæð, 148 fm með innb. bílskúr á þessum vinsæla stað. Suðurlóð. Stutt í alla þjónustu, þ.á m. barnaheimili, grunn- og framhaldsskóla. Húsin eru fullbúin að utan og nánast tilbúin að innan. Áhv. 4,5 millj. húsbr. Verð 8,7 millj. SMÁRAFLÖT 47, GARÐABÆ Opið hús milli kl. 14 og 18 laugardag og sunnudag Glæsilegt 177 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 32 fm bílskúr. 4 rúmgóð svefnherb. Stórar stofur. Rúmgott sjónvarpshol. Arinn. Falieg ræktuð lóö. Hagstæð lán áhvíiandi. Verö 14,5 millj. Fallegt hús á hagstæðu verði. Eignaskipti möguleg. Húsin verða til sýnis laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. VERIÐ VELKOMIN AÐ LÍTA INN! Jón Þ. ingimundarson, sölumaður Svanur Jónatansson, sölumaður Dröfn Ágústsdóttir, gjaldkeri Gísli Maack, löggiltur fasteignasali FASTEIGNASALA SuSurIondsbrauI 46, (Bláu húsin) , Opið virka daga kl. 9-18, I laugardaga og sunnudaga kl. 12-14. 588-9999 SÍMBRÉF 568 2422 _ 'ODAL Dómari í nefnd forsætisráðherra sem semur frumvarp um eignarrétt að afréttum Kvað upp dóm í hlið- stæðu máli nýlega JÓNATAN Sveinsson hæstaréttar- lögmaður segir að seta og for- mennska Allans V. Magnússonar héraðsdómara í nefnd sem forsætis- ráðhera skipaði til að skila tillögum í formilagafrumvarps um stöðu af- réttarmálefna og almenninga gefi tilefni til að draga í efi hæfi hans, í skilningi réttarfarslaga, til að fella dóm um ágreining á því málasviði sem störf nefndarinnar taka til ekki síst þegar þar sem ríkisins eigi að auki aðild að máli. Allan V. Magnússon héraðsdómari sat í þriggja manna fjölskipuðum héraðsdómi sem í nóvember sl. kvað upp dóm um ágreining um eignar- hald á Eyvindarstaðaheiði og Auð- kúluheiði. Með dóminum var Lands- virkjun sýknuð af bótakröfu Bólstað- arhlíðarhrepps, Seyluhrepps, Lýt- ingsstaðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps, sem höfðu talið sig eigendur heiðanna. Jónatan Sveinsson, lögmaður hreppanna, sagðist fyrst eftir að málinu hafði verið áfrýjað til Hæsta- réttar hafa fengið vitneskju um að Allan V. Magnússon, annar meðdóm- endanna, hefði þegar hann var skip- 'aður í dóminn setið i nefnd á vegum forsætisráðuneytisins um eignarrétt að almenningum og afréttum og hefði unnið það að gerð tillagna í formi draga að lagafrumvarpi um stöðu afréttarmálefna og-stöðu almenninga. Vil kaupa 3ja herbergja íbúð með bílskúr í raðhúsi, parhúsi eða litlu sambýli á Reykjavíkursvæð- inu. Æskileg stærð, stofa ca 30 fm alls 85-100 fm. Mætti þurfa standsetningar. Upplýsingar í síma 551 0892 eða 553 6390. Opið hús - sýning - Austurströnd 6 2ja herb. íb. með stæði í bílgeymslu Til sölu góð íbúð á hagstæðu verði. Til sýnis laugardag og sunnudag milli kl. 13 og 15. Bjalla 303. Upplýsingar í síma 561 1827. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA? Borgartúni 31,105 Rvik, s. 562 4250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. Seta í slíkri nefnd kalli á að dóm- arinn myndi sér skoðanir á stefnu- mörkun I þeim efnum. „Að mínu mati gera þessi afskipti að verkum að komið er tilefni tii að draga í efna hæfi hans í skilningi réttarfarslaga. Það er spurning hvort hann sem þjónn ráðuneytisins er heppilegur til að setjast í dómarasæti um ágreining á þessu sviði þar sem ráðuneytið á hlut að máli,“ sagði Jónatan. Hann sagði almennt litið svo á að öll af- skipti dómara af málsefni, svo ekki væri talað um að láta málsaðila þjón- ustu í té sem lúti að málsefni kunni að vera til þess fallin að draga óhlut- drægni hans í efa. Jónatan sagði óráðið hvaða aðferð hann veldi til að vekja athygli Hæsta- réttar á þessari aðstöðu. Umbjóðend- ur sínir Íegðu mesta áherslu á að fá skjóta niðurstöðu í deilumálinu sjálfu um eignarrétt heiðanna og því sagði hann óvíst hvort hann gerði kröfu um ómerkingu héraðsdómsins í greinargerð sinni til Hæstaréttar eða hvort hann léti nægja að vekja at- hygli dómenda á því hvernig mál þetta væri vaxið. ------» ♦ ♦----- Sparisjóður Reykjavíkur Fulltrúar borg- ar skipaðir BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum síðastliðið fimmtudags- kvöld að skipa Sigutjón Pétursson og Hildi Petersen fulltrúa borgarinn- ar í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Siguijón kemur frá R-listanum en Hildur frá D-listanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.