Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________VIÐSKIPTI___________________ Ársreikningar Hofs sf. og Hagkaups birtir opinberlega í fyrsta sinn Hof sf. með um 304 millj- óna hagnað á síðasta ári HOF sf., móðurfyrirtæki Hagkaups hf. og sex annarra fyrirtækja, skilaði alls um 304 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Velta samstæðunnar var alls um 11,5 milljarðar króna en þar vóg þyngst velta Hagkaups sem nam um 10,2 milljörðum á árinu. Dótturfyrirtæki Hofs sf. eru auk Hagkaups, Fjárfestingarfélagið Þor hf., Miklatorg hf., Ferskar kjötvörur hf., Þyrping hf., Skip hf. og Verzlun- arflelagið Njörður hf. Hof sf. á einn- ig hlut í Baug hf., Bónus sf. og minni hlut í nokkrum öðrum fyrirtækjum. Eignarhald á fasteignum fyrirtækj- anna er hjá Þyrpingu hf. Eigið fé samkvæmt samstæðureikningi var í lok sl. árs alls um 1.462 milljónir króna og eiginfjárhlutfall um 28%. Þetta er því stærsta fyrirtæki lands- ins í eigu einnar og sömu fjölskyld- unnar. Sigurður Gísli Pálmason, stjórnar- formaður Hofs sf., sagði í samtali við Morgunblaðið að öll fyrirtækin innan samstæðunnar hefðu skilað hagnaði á árinu. Hann kvaðst telja að þessi afkoma væri vel viðunandi og benti á að raunarðsemi eigin fjár væri svipuð því sem talin væri æski- leg í nágrannalöndunum eða um 23%. „Á Islandi hafa menn sætt sig við miklu lægri arðsemi sem er óheilsusamlegt fyrir atvinnulífið." Á síðasta ári var stigið lengra á þeirri braut að slíta tengslin milli eigendanna og daglegrar stjórnunar. „Sameiginlegt skrifstofuhald var lagt af um síðustu áramót og við fluttum skrifstofur Hofs úr Skeifunni í Kringluna. Fyrirtækin eiga að lifa sjálfstæðu lífí. Framkvæmdastjórar þeirra bera ábyrgð á rekstri þeirra og hafa til þess vald. Þetta er hluti af þeirri stefnu sem var mörkuð við fráfall stofnanda Hagkaups, Pálma Jónssonar. Við sjáum fyrir okkur að næstu skref felist í því að opna félög- in fyrir nýrri eignaraðild. Það er nauðsynlegt að búið verði að opna þau áður en eignarhaldið færist tii þriðju kynslóðar stofnandans, en auðvitað getur það orðið fyrr.“ Um áform Hofs á þessu ári segir Sigurður Gísli að fyrirtækin muni fara sér hægt í fjárfestingum. „Það eru engin stór áform um útþenslu NettoL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð NettOl^ - fyrsta flokks frá jFOrax HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 en við höfum lítillega skoðað mögu- leika erlendis. Harðnandi samkeppni á matvörumarkaði Hagkaup skilaði á síðasta ári alls um 225 milljóna króna hagnaði ef undan eru skilin óregluleg gjöld. Nam eigið fé Hagkaups um 978 milljónum í árslok 1995. Miklatorg hf., rekstraraðili Ikea- verslunarinnar, kemur Hagkaup næst að stærð innan Hofs og hefur sá rekstur gengið mjög vel. Nam velta fyrirtækisins um 1.050 milljón- um og hagnaður um 40 milljónum á sl. ári. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir afkomuna á sl. ári hafa verið á svipuðu róli og undangengin 2-3 ár. „Við opnuðum nýja verslun í Garðabæ í nóvember og erum mjög ánægðir með þá búð. Hún hefur fengið góðar viðtökur og náð svip- aðri sölu og verslanir okkar í Hóla- garði og Grafarvogi." Óskar segir hins vegar ljóst að samkeppnin hafi harðnað á matvöru- markaðnum. Samþjöppun hafi aukist á markaðnum og nær allar verslanir tilheyri ákveðnum blokkum á borð við Þína verslun, Búrs-samsteypuna og 10-11. „Nú er svo komið að nán- ast allir kaupmenn eru þátttakendur í einhverri keðju. Þetta gerir kröfu um ennþá hagkvæmari rekstur." Aðspurður um þann ávinning sem rekstur sameiginlegs innkaupafyrir- tækis Hagkaups og Bónus, Baugs hf., hafí skilað segir Óskar að sam- keppnisaðilar hafi gert of mikið úr innkaupakjörum fyrirtækisins. „Munur á innkaupsverði okkar og annarra verslana er minni er margir telja. Margir njóta viðlíka kjara og Baugur. Stór hluti af hagkvæmninni af rekstri Baugs byggist á hagræð- ingu í lagerhaldi og dreifingu, en ekki eingöngu í innkaupum eins og haldið hefur verið fram. Þá standa innkaup frá Baugi einungis undir 30% af veltu Hagkaupsverslananna." Óskar segir að samkeppnin eigi enn eftir að harðna en Hagkaup muni ekki láta hlut sinn á markaðn- um. „Við teljum að sumu leyti meiri nauðsyn á því en áður að einkafram- takið haldi vöku sinni. Við höfum þegar upplifað eitt Miklagarðsævin- týri þegar langvarandi taprekstur var látinn viðgangast. Núna eru teikn á lofti um að verið sé að skapa svip- að landslag á ný.“ Afkoma Sjóvár-Almennra batnaði á sl. ári vegna minni tjóna Um 266 milljóna króna hagnaður Frekari lækkanir á iðgjöldum gætu verið framundan HAGNAÐUR af rekstri Sjóvár- Almennra á síðasta ári nam 266 milljónum króna samanborið við 259 milljónir árið 1994. Iðgjöld félagsins drógust þó saman um 7% á milli ára, námu rúmu 3,5 milljörðum á síðasta ári. Við- skiptavinum félagsins fjölgaði hins vegar á milli ára, að sögn Ólafs B. Thors, framkvæmdastjóra Sjó- vár-Almennra, en minni tekjur stafa af lækkun iðgjalda á árinu. Þá lækkuðu tjónagreiðslur um 11% í rúma 2,5 milljarða. Stgórnunarkostnaður eykst Hreinar fjármunatekjur Sjóvár- Almennra námu 725 milljónum króna í fyrra og hækkuðu þær um 18% á milli ára. Ólafur segir hins vegar að skrifstofu- og stjórnunar- kostnaður hafi numið 612 milljón- um króna á síðasta ári og hafi hann hækkað um 28% á milli ára. Þar muni mestu um að starfsfólki hafi fjölgað í fyrsta sinn frá stofn- un Sjóvár-Almennra, auk þess sem átaki á sviði gæðastjórnunar og markaðssetningu Stofns hafi fylgt nokkur kostnaður. „Tjónalega var árið okkur nokk- uð hagstætt og það bætir afkom- una,“ segir Ólafur. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta Sjóvá-Almennar tryggingar ht. Hluthafar oru 442 og hlutafé í heild 15 stæistu 3t9l"ll|lini'llríl“ hluthafarnir 14. mars1996 iviiii]. tignar- króna hiuti Helga Ingimundardóttir 44,5 12,07% Festing hf. 36,7 9,94% Burðarás ht. 35,3 9,57% Guðný Halldórsdóttir 20,6 5,59% H. Benediktsson hf. 19,9 5,39% Kristín H. Halldórsdóttír 18,7 5,08% Benedikt Sveinsson 13,4 3,64% Björn Hallgrímsson 12,2 3,32% Einar Sveinsson 10,3 2,80% Hjalti Geir Kristjánsson 10,2 2,76% Skeijungur hf. 9,6 2,60% Ingimundur Sveinsson 5,8 1,36% Db. Baldvins Einarssonar 5,9 1,35% Guðrún Sveinsdóttir J 4,2 1,14% Guðrún Kristjánsdóttir 4,9 1,09% ár hafi verið gott fyrir rekstur félagsins og við erum ánægðir með þessa afkomu. Það er hins vegar alveg ljóst að það eru ýmsar blikur á lofti. Við vitum að búið er að boða breytingar á skaðabóta- lögum sem munu hækka tjóna- kostnað hjá okkur. Þá búast menn við auKÍnni samkeppni á þessum markaði og það er eins gott að vera undir það búinn.“ Góð afkoma skilisér í lægri iðgjöldum Ólafur segir að félagið hafi lagt á það áherslu undanfarin tvö ár að nota góða afkomu til þess að lækka iðgjöld hjá viðskiptavinum þess. „Við höfum gert það á þann hátt að þeir sem hafa sýnt okkur mesta viðskiptatryggð með því að hafa allar sínar tryggingar hjá okkur og hafa verið góðir við- skiptamenn og tjónalitlir, þeir njóti þessa afkomubata fremur en aðr- ir.“ Ólafur segist reikna með því að framhald verði á þessu og því gætu frekari lækkanir verið fram- undan til þessa hóps. Þá verði leit- að leiða til þess að útvíkka þann hóp enn frekar. Eigið fé Sjóvár-Almennra í árs- lok námu 1.315 milljónum króna og hækkaði um 24% á milli ára. Eiginfjárhlutfall var 12%. Heiidar- hlutafé nam 369 milljónum króna og voru hluthafar 441 í árslok. Aðalfundur félagsins verður hald- inn föstudaginn 29. mars og liggur fyrirhonum tillaga stjórnar um greiðslu 10% arðs. Alfræði unga fólksins Alþjóðleg metsölubók (yfir tvær miljónir eintaka seld) Aíslenska bókaútgáfan hf. " ^ Siðumúia II - Simi 581 3999 HOF sf. og Þyrping hf. Úr reikningum 1995 Milljónir króna Samtals Rekstrarreikningur 1995 Rekstrartekjur 11.533,5 Rekstrargjöld 11.050.6 Rekstrarhagnaður 482,8 Fjármunatekjur og -gjöld -64,9 Hagnaðurf. skatta 418,0 Skattar -mJ Hagn. án hlutdeildarfál. 239,5 Hagn. al hlutdeildarfél. 64^ Hagnaður ársins 303.7 Efnahagsreikninqur 3i.des.'95 I Eianir: I Veltufjármunir 2.510,8 Fastafjármunir 2.703,0 Eignir samtals 5.213.8 I Skutdir oq eigiO té: \ Skammtímaskuldir 2.397,0 Langtímaskuldir 1.354,7 Eigið fé 1.462.1 Skuldir og eigið fé 5.213.8 Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri 592,4 Nýr fulltrúi Texaco í stióm Olís EIN breyting varð á stjórn Olís á aðalfundi félagsins, sem haldinn var síðastliðinn fímmtudag. Þá var kjörin í stjórnina Claire Scobee Far- ley, einn af yfirmönnum Hydro Texaco á Norðurlönd- unum og kemur hún í stað Uffe Bjerring Pedersen. Aðrir stjórnarmenn félags- ins voru endurkjörnir en þeir eru Gísli Baldur Garðarsson, formaður, Þorsteinn Már Baldvinsson, varaformaður, Karsten M. Olesen, Kristinn Hallgrímsson og Ólafur Ól- afsson. Varamenn eru Ólafur Sigurðsson, Finnbogi Jónsson og Gunnar Sigvaldason. Kemur Ólafur í stað Amórs Heiðars Arnórssonar. Á aðalfundinum var sam- þykkt að greiða hluthöfunum 10% arð af hlutafé. Tapið af Lind 700 milljónir LANDSBANKI íslands hefur nú afskrifað um 700 milljónir króna af samningum sem eignarleigufyrirtækið Lind hf. gerði á sínum tíma, sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Á ársfundi Landsbankans nýverið var ekkert fjallað um málefni Lindar og ekki er heldur vikið að þeim í umfjöll- un um rekstur bankans í árs- skýrslunni. í efnahagsreikningi bank- ans má þó finna upplýsingar um útistandandi eignarleigu- samninga og námu þeir í árs- lok 1995 1.360 milljónum en höfðu verið 1.973 milljónir árið áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.