Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 37
AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 37 Vaxandi lesfælni LESTUR er grund- völlur móðurmálsnáms og málvitundar. Mikil- vægi þess fyrir börn og unglinga að lesa vel skrifaðar bækur verð- ur seint að fullu metið. Af þeim sökum er brýnt að bóklestur sé hafður fyrir börnum strax og þau eru orðin læs. Þau börn sem sækja leikskóla njóta þeirrar sjálfsögðu þjónustu að fyrir þau er lesið reglulega, eitt- hvað spennandi sem hæfir þroska þeirra og þau geta sett sig inn í. Aftur á móti verða allt of fá böm þess aðnjótandi að lesið sé fyrir þau heima. Frá því börnin skríða úr vöggu er sjónvarp og þvílík afþreying því miður gjaman nærtækari kostur. Það er jú þægi- legra að bjóða börnunum upp á slíkt heldur en að setja sig í stell- ingar og lesa fyrir þau ævintýri og sögur sem fá þau til að hugsa og nota ímyndunaraflið. Þegar í skóla er kömið hefst svo móðurmálskennslan á því að börn- unum er kennt að lesa og skrifa. Víst em margir kennarar þess meðvitaðir að mikill lestur örvi málkennd og þroska, en þeir mega sín ekki mikils þegar annað er fyr- ir börnunum haft heima fyrir. Þeg- ar líður á gmnnskólakennsluna eykst vægi málfræðiþáttarins, sem er þyrnir í augum margra barna. Enda er það svo að kunnáttan á þessu sviði er bágborin í mjög mörgum tilfellum við lok gmnn- skólanáms. Að mínum dómi væri vænlegra að leggja fyrst og fremst áherslu á hið lesna og ritaða mál, og nota hentuga bókmenntatexta til þess að fræða nemendur um myndmál ef það er til staðar, stíl, mismunandi hlutverk orða í setn- ingum og þar fram eftir götunum, þ.e.a.s. málfræði í víðum skilningi þess orðs. Staðreyndin er sú að þegar í framhaldsskóla er komið blasir við íslenskukennaranum ey^imörk þegar nýnemamir eru spurðir hvaða bækur þeir hafi lesið síðustu misserin. Oft og tíðum er það svo Hjalti Jón Sveinsson að þetta unga fólk veit tæpast hvað um er að ræða. Þegar minnst er á höfunda á borð við Halldór Lax- ness hrista flestir höf- uðið. Einhveijir kunna að hafa heyrt hann nefndan og þá í því sambandi að sá voða- legi maður kunni ekki lögboðna stafsetn- ingu. Það rofar svolít- ið til þegar farið er að tala um unga og vin- sæla höfunda nútím- ans en óvíst að nokkur hafi lesið eitthvað eftir þá. íslenskukennarar þekkja þær fæðingarhríðir sem fyrsta svokall- aða kjörbókarritgerðin getur kost- að. Þetta væri ekki svo svæsið ef' kennarinn þyrfti aðeins að glíma við þann vanda að nemendur þekktu hvorki höfunda né verk þau sem um væri að ræða. Ur slíku má bæta einfaldlega með lestri. Alvarlegra er að margir nemendur eru hreint og beint lesfælnir. Þeir gefa sér í upphafi að þetta verði vonlaus barátta við blaðsíðurnar, efnið sé hundleiðinlegt og skrifað á máli sem varla nokkur geti skilið. Ég leyfi mér að taka svo djúpt í árinni að halda því fram að fyrir íslenskukennara sé það kraftaverki næst að fá nemanda til að lesa eina skáldsögu á vetri, hann setji sig jafnframt inn í verkið og dragi ályktanir af því. Mesta bramboltið á sér stað þegar fyrsta skáldsagan er lesin, en síðan verður verkefnið alla jafna auðveldara eftir því sem þau verða fleiri. Það heyrir til und- antekninga ef framhaldsskólanem- ar lesa fleiri verk en nemur kjör- bókum þeim sem þeir verða að lesa til að uppfylla lágmarkskröfur námsins. Sem betur fer tekst okk- ur að glæða áhuga margra og koma þeim á bragðið, en þeir mættu vera miklu fleiri. Við móðurmálskennarar í fram- haldsskólum kvörtum yfir því að málkennd og almennri færni í notkun móðurmálsins fari hnign- andi. Ég minnist þess að yfir þessu hafi líka verið kvartað þegar ég hóf kennslu árið 1976. Þó held ég Þegar í framhaldsskóla er komið, segir Hjalti Jón Sveinsson, blasir eyðimörk við íslensku- kennaranum. að þá hafi lesfælnin meðal ungs fólks ekki verið komin á það stig sem hún hefur náð hin síðustu ár. En kannski blekkir endurminning- in. Greinilegt er að ekki hefur verið tekið á þessum vanda fyrir tuttugu árum og fátt bendir til þess að svo verði gert í næstu framtíð. Þó má greina skímu í myrkrinu ef vel er að gáð. Má í því sambandi nefna tilraunaverkefni í móðurmáls- kennslu og reyndar almennri kennslu líka, sem unnið var við grunnskólann að Skógum undir Eyjafjöllum. Ég held að þar sé á ferðinni viðleitni í kennslu sem gæti hjálpað okkur að vinna bug á þjóðarmeini því sem lesfælni vissulega er orðin meðal barna og ungs fólks á tímum fyöl- og margmiðlunar. Verkefnið hefur að fyrirmynd hugmyndafræði sem á ensku er kölluð „Whole langu- age?“. Markmiðin eru m.a. eftirfar- andi: — að líta á tungumálið sem eina heild. Nemendur eru þjálfaðir í öll- um þáttum málsins samhliða, tali, hlustun, lestri og ritun — leggja áherslu á að nemendur lesi bókmenntir — rækta löngun nemenda til að lesa og skrifa — stuðla að skapandi ritun nem- enda — gefa nemendum ríkuleg tæki- færi til að nota móðurmálið. (Guðni Olgeirsson: Lýsing á þróunarverkefnum sem Þróunarsjóður grunnskóla styrkti 1994-1995, Menntamálaráðuneytiið, janúar 1996.) Þetta er sannarlega spennandi enda var verkefnið styrkt af Þróun- arsjóði grunnskóla. Vonandi mun reynsla þeirra sem að tilrauninni stóðu nýtast til þróunar kennsluað- ferða og námsefnis hér að lútandi. Bókin má sín lítils í samkeppni við aðra afþreyingu sem ungu fólki býðst. Lesfælnin er orðin þjóðar- mein sem okkur ber að vinna bug á. Hefjumst þegar handa og byrj- um á byijuninni, við upphaf grunn- skólagöngu, og höldum þessu þjóð- þrifaverki til streitu alla leið'. Hræðslan við að lesa og skrifa setur mark sitt á allt nám nemend- anna, lesskilningur verður minni og fæmin til að tjá sig. Því er um alvarlegt mál að ræða sem okkur ber að taka föstum tökum, það er mikið í húfi. Höfundur er skólameistari fram- haldsskólans á Laugum í Reykja- dal. A GJAFVERÐI KÆLISKÁPAR 20 gerðir FRYSTISKÁPAR 8 gerðir FRYSTIKISTUR 4 stærðir ÞÚ GETUR GERT REYFARAKAUP Allt að afsláttur 43- fyrsta flokks frá iFúnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Sérútgáfa Suburnesin Því fyrr sem barnið fer til tannlæknis, segir Sigurður Rúnar Sæ- mundsson, því meiri líkur á að heimsóknin verði jákvæð upplifun. að bamið hafi handlagni eða þroska til að bursta sjálft fyrr en um 8-10 ára aldur. Því er nauðsynlegt að foreldrar hafi umsjón með burstun- inni fram að þeim aldri. Réttar neysluvenjur ungbarna eru afar mikilvægar. Allt of algengt er að tennur barna skemmist vegna rangra neysluvenja, jafnvel fyrir tveggja ára aldur. Náttúrulegur sykur í kúamjólk, þurrmjólk eða móðurmjólk er algengasta orsök tannskemmda hjá svo ungum börn- um. Tennur sem baðaðar em í mjólk í langan tíma geta bókstaflega brunnið upp á nokkrum mánuðum og getur þá verið þörf á miklum viðgerðum, krónusmíð eða jafnvel tannúrtöku. Til að koma í veg fyrir tannskemmdir af þessu tagi þarf fæðugjöfin að fara fram regluíega og standa yfir í sem skemmstan tíma. Góð regla er að halda alltaf á barninu á meðan fæðugjöf fer fram og leggja það aldrei niður með pelann. Þannig ætti að vera tryggt að mjólk leiki ekki um tennur barns- ins lengur en nauðsyn ber til. Mikil- vægt er að gera sér grein fyrir að bijóstagjöf getur valdið sams konar skaða og pelagjöf, sé réttra neyslu- venja ekki gætt. Þegar barnið stækkar og fer að verða sjálfstæð- ara verður jafnvel enn mikilvægara að koma góðu lagi á matarvenjur. Sé fæðu aldrei neytt nema við matarborðið er minni hætta á sí- felldu narti og drykkju, sem skaðleg er tönnum. Hvenær á fyrst að fara með bam- ið til tannlæknis? Eins og áður sagði er ágæt hugmynd að byija góðar tannhirðuvenjur strax eftir fæð- ingu. Tannlæknar geta veitt verð- andi eða nýbökuðum foreldrum leið- beiningar um hvernig haga skuli tannhirðu barnsins. Fyrsta heim- sókn barnsins sjálfs til tannlæknis ætti að vera einhvern tíma eftir að fyrsta tönnin kemur upp, en fyrir tveggja ára aldur. Sé byijað á þessum aldri er tryggt að grípa megi snemma í taumana ef vandamál er til staðar og auknar líkur eru á því að koma megi í veg fyrir að tennur barnsins skemmist. Því fyrr sem barnið fer í sína fyrstu heimsókn til tannlækn- is því meiri likur eru á að heimsókn- in verði jákvæð upplifun fyrir það. Slík heimsókn byggir upp traust og auðveldar samskipti tannlæknis og barns. Traust sem myndast svo snemma minnkar líkur á að barnið verði hrætt við tannlækna eða líði illa í tannlæknastól um alla framtíð. Miðvikudaginn 27. mars nk. mun sérblaðið Úr verinu fjalla sérstaklega um sjávarútveg á Suðurnesjum sem farið hefur vaxandi síðastliðin ár. Þar verður m.a. litið á landaðan afla í helstu verstöðvum Suðurnesja síðustu 10 árin, þróun og fjölgun fiskvinnslustöðva, fullvinnslu sjávaraflans o.fl. Auk þess verður umfjöllun um stærsta fiskmarkað laiidsins, Fiskmarkað Suðurnesja, útflutning á ferskum fiski, nýjungar í fiskumbúðum, viðtöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til klukkan 12.00 mánudaginn 25. mars. Dóra Gufmý Sigurbardóttir og Agnes Arnardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 ef>a meb símbréfi 569 1110. - kjarni máhinsl Höfundur er tannlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.