Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 41 Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir UNGMENNIN í Ormétnum. Sögulegt tilraunakvöld TONLIST Tónabær MÚSÍKTILRAUNIR Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, annað tilraunakvöld af fjórum.Þátt tóku Pánorama, Sódavatn, Átúr, Bee Spiders, Ormétinn, Skvaldur og Hi-Fly. Áhorfendur voru um 300 í Tónabæ 21. mars. MÚ SÍ KTILRAUNIR héldu áfram sl. fimmtudag, en þá var annað kvöld af þremur. Þetta kvöld var sögulegt að nokkru, helst fyrir það að techno-sveit komst í úrslit, fyrst slíkra sveita. Einnig kom önnur kvennasveit Músíktilrauna síðustu tíu ár og eins og sú fyrri komst hún í úrslit. Fyrsta hijómsveit á svið þetta tilraunakvöld, Panorama, lofaði góðu fyrir kvöldið, því hún var bráðskemmtileg og -efnileg. Fyrsta lag sveitarinnar var veru- lega gott, þó nokkuð hafi Panor- amamenn verið óstyrkir fyrstu skrefin. Þeim jókst þó þróttur er á leið og í lok lagsins var keyrslan orðin örugg. Annað lagið var aftur á móti heldur klúsuð samsuða; eftir þokkalega byijun tók það stefnu út í móa og sá ekki til sól- ar eftir það. Þriðja lagið, Kaldur sjór, var svo það besta sem frá Panorama heyrðist að sinni. Sveit- in var ein efnilegasta hljómsveit kvöldsins og ekki nema hársbreidd frá því að komast í úrslit. Með meiri samæfíngu og styrkari bas- saleik nær hún langt, ekki síst ef prýðilegur söngvari og gítarleikari lætur eftir sér að syngja og hætt- ir samanbitnu hvísli. Sódavatn byrjaði á drungalegu ambient-lagi, en síðan tók við hægfara ambient-popp með SKVALDUR í stuði. smellnum laglínum og grípandi rytmum. Sönglína laganna hefði mátt vera öllu snarpari. Á túr kom mjög á óvart; fyrsta lag sveitarinnar var klént, það annað fyrirtak og það þriðja eftir- minnilega gott þar sem söngkona sveitarinnar fór hreinlega á kost- um. Á túr varð í öðru sæti og komst því í úrslit. Bee Spiders, sem valin var at- hyglisverðasta hljómsveit síðustu tilrauna, var þéttasta sveit kvölds- ins og sérstaklega var gítarleikar- inn traustur í gegnheilli keyrslu. Lög Bee Spiders voru kannski full venjulegt þungapopp, utan annað lagið sem var harla gott, að minnsta kosti sé miðað við frammi- stöðu sveitarinnar á síðasta ári, en hún var örugg í úrslit. Ormétinn lék þungarokk með sérdeilis hatursfullum textum; eft- irminnilegt er viðlagið „ég hata“ í fyrsta laginu og línan „þú ert orðinn dauður“ í því þriðja. Gítar- leikari sveitarinnar var líflegur og lofar góðu og aðrir sveitarmenn stóðu sig með prýði. Skvaldur lék einskonar þunga- rokk með innskotum úr ýmsum áttum; mikið var um gítarfrasa en minna um laglínur. Söngvari sveit- arinnar var skemmtilega sprækur, en mislagðar hendur í söngnum, til að mynda skar í eyrun söngur hans í öðru lagi sveitarinnar, en aftur á móti söng hann þriðja lag- ið, besta lag Skvaldurs, mjög vel. Lokasveit kvöldsins var Hi-Fly og lék grípandi kraftmikið techno. Séstaklega voru fyrsta og þriðja lag sveitarinnar góð; í öðru laginu var full mikið af dimmum hljóm- um. House-keimur var af þriðja laginu og gerði það betra fyrir vikið. Dómnefnd sá ástæðu til að hleypa Hi-Fly í úrslit. Árni Matthíasson BRÁÐEFNILEG Panorama. AMBIENT-HLJÓMAR frá Sódavatni. GUÐRÚN ÞÓRÓLFSDÓTTIR + Guðrún Þó- rólfsdóttir fæddist í Stóru- Breiðuvíkurhjá- leigu, Helgustaða- hreppi í S-Múla- sýslu 7. maí 1929. Hún lést á Land- spítalanum 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Mekkin Guðnadóttir frá Vöðlum í Vöðlavík og Þórólfur Krist- jánsson frá Stóru- Breiðuvík. Systkini Guðrúnar: Guðni, dó ungur, Jóhanna, ljósmóðir, búsett á Eskifirði og Þórunn sem er lát- in. Guðrún giftist Sverri Krist jánssyni f. 19. ágúst 1931 d. 17.11. 1982. Hann var frá Hvammkoti í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði. Guðrún og Sverrir eignuðust 7 börn: And- vana fædd stúlka 26. mars 1955, Ingibjörg f. 28. maí 1956. Maki Einar Ingi Einarsson. Guðrún frænka mín andaðist á Landspítalanum 14. mars eftir erfíð veikindi. „Ég er orðin svo þreytt,“ sagði hún við mig síðast þegar ég heimsótti hana. Þessi duglega kona átti erfítt með að sætta sig við að vera sjúk og ósjálfbjarga og að vera byrði á öðrum. Hún sem alltaf hafði unnið hörðum höndum og svo sann- arlega skilað miklu dagsverki. Hún fæddist og ólst upp í Stóru- Breiðuvíkurhjáleigu til unglingsára. Ung missti hún föður sinn og bróð- ur, en móðir hennar hélt heimili með tengdaföður sínuni þar til hann féll frá. Fluttist Mekkin þá að Vöðl- um með dætur sínar Guðrúnu og Þeirra börn: Finnur Friðrik f. 4.jan. 1980, Sverrir Krist- ján f. 18. apr. 1981, Andri Valur f.25. júní 1986, Mekkin f. 7. júlí 1987 og Sindri Snær f. 11. júní 1988. Þórelva Guðný f. 9. okt.1957 d.10. des. 1957, Þór- ólfur Kristján f. 7. feb. 1961. Maki Mona Petersen. Þeirra börn: Alex- ander Benjamín f. 10. júní 1992 og Gabriel Morten f. 22. maí 1994. Þórarinn Guðni f. 4. okt. 1962. Maki Sigrún Indriðadóttir. Jó- hann Hörður f. 16. júlí 1964. Maki Jórunn Bragadóttir. Þeirra börn: Ásta Sif f. 12. apr. 1984 og Kári Björn f. 28. maí 1988. Olafur Geir f. 18. des. 1968. Útför Guðrúnar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þórunni, en Jóhanna ólst upp á Karlsskála í sömu sveit. Guðrún var fríð kona, smávaxin, snör í snúning- um, handfljót og féll aldrei verk úr hendi. Eins og aðrir byrjaði hún að vinna um leið og hún gat létt undir og lærði m.a. að prjóna 5 ára göm- ul. Ung fór hún að heiman til að vinna fyrir sér og var meðal annars í vist á Seyðisfirði 15 ára gömul. Á sumrin dvaldist hún heima og gekk þar til allra starfa af dugnaði og ósérhlífni. Guðrún og Sverrir bjuggu fyrstu árin í Skagafírði, en árið 1961 fluttu þau til Eskifjarðar þar sem þau byggðu húsið númer 21 við Hátún. TÓMAS BJARNASON -4- Tómas Bjarna- * son fæddist 14. janúar 1939 í Kefla- vík. Hann lést á Ljósheimum á Sel- fossi 13. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Tómasson, f. 17.6. 1915 í Helludal í Biskupstungum, dáinn 26.8.1993, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 17.12.1914 á Blesastöðum á Skeiðum. Systkini Tómasar eru: Óskar, f. 7.3.1940, d. 31.12. 1961, Guðmundur, f. 2.2. 1942, sambýliskona Hallfríður Bald- ursdóttir, Kristín, f. 29.6. 1943, d. 15.10.1993, Steinunn, f. 20.3. 1945, maki Ingi Sæmundsson, Hafsteinn, f. 20.8. 1950, maki Valdís Steingrímsdóttir, Birgir, f. 15.6. 1953, Hildur, f. 15.6. 1953, Guðrún, f. 14.7. 1955, maki Jónas Helgason, Kolbrún, f. 12.7. 1958, maki Morten Ott- esen, og Björk, f. 12.7. 1958, sambýlismaður Siguijón St. Björnsson. Útför Tómasar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar við í dag kveðjum bróður okkar Tómas Bjarnason, viljum við minnast hans með fáeinum orðum um leið og við þökkum honum sam- fylgdina. Tommi, eins og hann var ávallt kallaður, bjó í Keflavík til ársins 1943 en þá fluttist hann með for- eldrum sínum til Hveragerðis. Þrátt fyrir að Tommi gengi aldrei heill til skógar lét hann það ekki aftra sér frá því að taka þátt í dagsins önn svo lengi sem heilsan leyfði. Mun hjálpsemi hans og dugnaður seint gleym- ast okkur sem næst honum stóðum. Ekki naut hann neinnar hefðbundinnar skóla- göngu, enda ekki þeir kostir í boði fyrir hann á þessum árum sem bjóðast myndu í dag. Sem unglingur vann hann sem sendill hjá Kaupfélaginu, enda var það starf þar sem samviskusemi hans fékk notið sín. Árið 1965 fluttist Tommi að Sól- heimum í Grímsnesi þar sem hann bjó í nær 20 ár. Þar vann hann þau verk sem til féllu, við búskap, garð- yrkju og fleira. Undi hann hag sín- um ákaflega vel á Sólheimum og var það ekki síst því að þakka að þar fékk hann tækifæri til þess að sinna uppáhaldsmálinu sínu, smíð- um. Tímunum saman sat hann og bjó.til lítil dýr og aðra smáhluti, sem hann var svo óspar á að gefa þeim sem til hans komu. Vegna heilsuleysis fluttist Tommi á öldrunardeildina Ljós- heima á Selfossi árið 1986, þar sem hann dvaldi til æviloka. Viljum við sérstaklega þakka starfsfólkinu þar fyrir frábæra umönnun og alla þá hlýju sem hann naut í þau ár sem hann dvaldi þar. Tomma var fjölskyldan afar kær, og í hans munni var „heima“ alltaf húsið okkar að Breiðumörk 5. Enda þótt Tommi hafí dvalið langtímum saman að heiman, kom hann ávallt heim um jól og aðrar stórhátíðar. Var hans alltaf beðið með nokkurri eftirvæntingu því aldrei fannst okk- ur jólin vera komin fyrr en hann Sverrir stundaði ýmis störf, var sjó- maður en vann seinustu æviár sín í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Eins og gefur að skilja hafði Guðrún í mörg horn að líta á sínu mann- marga heimili. Hún helgaði líf sitt eiginmanni og börnum, en vann oft í síld á haustin og í frystihúsinu. Þessi hlédræga kona var mikill dugnaðarforkur, saumaði, pijónaði og heklaði hinar fegurstu flíkur. Hún kunni vísur, kvæði og sögur sem hún sagði börnum sínum þegar hún sat með prjónana í rökkrinu og þá gjarnan með heimiiisköttinn í fanginu. Hún var dýravinur og hafði gaman af að bregða sér á hestbak, en maður hennar og synir stunduðu hestamennsku og áttu einnig fáein- ar ær. Eftir að Sverrir féll frá vann Guðrún fulla vinnu í frystihúsinu meðan heilsan leyfði. Bþrnin voru flutt að heiman, nema Ólafur sem bjó með rhóður sinni. Ég naut gest- risni og frændrækni Guðrúnar þeg- ar ég var á ferð fyrir austan, en móðir mín og hún voru systkinadæt- ur. Mér er minnisstætt hve hlýleg og alúðleg hún var á sinn hljóðláta hátt. Meðan hún lá á spítalanum lang- aði mig til að spytja hana um gamla daga, en þróttur hennar ieyfði ekki löng samtöl. Þó veit ég að sveitin hennar, Vöðlavíkin, var henni kær, þó að hún kærði sig minna um að koma þangað eftir að hún lagðist í eyði, sagði að það væri svo tómlegt að sjá ekki hreyfingu við einn ein- asta bæ. Ég hef grun um að Guðrún hafi ekki bara séð það sem við hin sjáum, skilningarvit hennar hafi numið fleira í náttúrunni. Hún skynjaði umhverfíð af næmi og sagði í hálfkæringi að huidufólkið hefði flutt úr sveitinni um leið og mannfólkið. Það er komið að kveðjustund. Guðrún verður jarðsungin frá Eski- fjarðarkirkju í dag. Ég minnist frænku minnar með þakklæti og hlýhug og ég og fjölskylda mr'n vott- um ástvinum hennar dýpstu samúð. Gunnhildur Hrólfsdóttir. var kominn heim. Oft var glatt á hjalla þegar við vorum öll saman komin á Breiðumörkinni, og átti Tommi ekki minnstan þátt r því. Elsku mamma, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og styðja í þeirri miklu sorg er þú hefur gengið í gegnum á sl. 2 árum, en við vitum að pabbi, Óskar og Stína taka vel á móti Tomma og vaka yfir þér. Guðmundur, Steinunn, Hafsteinn Birgir, Hildur, Guðrún, Björk og Kolbrún. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfí Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (Hallgrímur Pétursson) í dag kveð ég með söknuði elsku- legan frænda minn Tómas Bjarna- son. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Tomma því að hann var hvers manns hugljúfi. Tommi hafði til að bera listræna hæfileika, það sást best á öllum þeim dýrum er hann smíðaði í gegnum árin. Minn- ingarnar um Tomma frænda eru bjartar sem ávallt munu geymast í hugskoti mínu. Slíkur drengur mun lifa þótt hann sé dáinn. Ég er sann- færð um að nú munu hans ástkæri faðir, bróðir og systir taka á móti honum og leiða hann inn í hið ei- lífða ljós. En milli þeirra allra ríkti mikil ást og umhyggja. Elsku Tommi hafðu þökk fyrir allt og allt og Guð blessi minningu þína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi og gæfa var öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Gunna frænka, við sendum þér og börnum þínum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Bryndís Jónsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.