Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 15 Verð fjölbýlisíbúða á niðurleið Lækkaði um 3,5% íjanúar Kemur ofan á 8,3% lækkun á síðasta ári RAUNVERÐ íbúðarhúsnæðis hefur haldið áfram að lækka á þessu ári og var verðið í janúar 3,5% lægra en meðalverð á síðasta ári. Meðal- verð ársins 1995 var aftur á móti 8,3% lægra en meðalverð ársins 1994, samkvæmt því sem fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofn- unar. Að sögn Þórðar Friðjónssonar er hér einungis miðað við verðlag á íbúðum í fjölbýli og því kemur verð- þróunin á stærri eignum þar ekki við sögu. „Við vitum að verð á stærri eignum hefur lækkað tölu- vert á undanförnum árum en við höfum hins vegar ekki jafn ná- kvæma mynd af verðþróun þeirra á undanfömum misserum," segir Þórður. í Hagvísum kemur fram að vart hafi orðið aukinnar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði það sem af er þessu ári en hækkun íbúðaverðs sé þó ekki í augsýn. íbúðabyggingar að aukast Húsnæðisstofnun samþykkti rúm- lega 8% færri skuldabréfaviðskipti til einstaklinga vegna nýbygginga íbúðarhúsnæðis á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra. Á öllu árinu í fyrra nam fækkunin 8,5% miðað við árið 1994. Hins vegar hefur orðið vart við fjölgun umsókna vegna nýbygg- inga upp á síðkastið, bæði frá ein- staklingum og byggingaraðilum, og má því ætla að íbúðarbyggingar aukist nokkuð á næstunni. Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu (verð á fermetra í fjölbýli) 1 Vísitala, 1990 = 100 Borgarstjóri segir staðsetningu nýrra apóteka ekki mál borgarráðs Heilbrigðisyfir- valda að móta slíkar reglur BORGARYFIRVÖLD munu ekki setja sig gegn umsóknum þeirra aðila sem hyggjast opna nýjar lyfja- verslanir í Reykjavík svo fremi sem staðsetning þeirra verslana brjóti ekki gegn aðalskipulagi borgarinn- ar. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, mun borgin því ekki skipta sér af íbúa- íjölda að baki nýju apóteki eða stað- setningu þess að öðru leyti. „Þetta mál er lyijapólitískt mál og við teljum að það sé heilbrigðis- ráðuneytisins að móta stefnuna í slíkum málum,“ segir Ingibjörg. „Áður en við getum farið að velja og hafna slíkum umsóknum þyrfti ráðuneytið að setja reglur um það. Að öðrum kosti förum við bara eft- ir landnotkun." Borgarráð fékk fyrstu umsókn- irnar til umsagnar sl. þriðjudag eft- ir gildistöku þeirra ákvæða lyfja- laga sem opnuðu fyrir möguleikann á stofnun nýrra apóteka. Var um- sóknunum í framhaldinu vísað til borgarlögmanns til nánari athugun- ar. Ingibjörg segir að þetta hafi verið gert þar sem um hafi verið að ræða fyrstu afgreiðslu á slíkum umsóknum og borgarráð hafí því viljað móta grundvallarafstöðu í þessu máli. Ingibjörg segir að niðurstaða borgarlögmanns liggi nú fyrir og sé hún á þá leið að borgin muni ekki skipta sér af staðsetningu nýrra apóteka nema hvað varðar það skilyrði að þau séu staðsett á verslunarsvæðum samkvæmt aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar. Hún segist því gera ráð fyrir því að borg- arráð afgreiði umsóknirnar á fundi sínum á þriðjudag í samræmi við þessa niðurstöðu borgarlögmanns. Stefnt að opnun Lyfju 30. mars Fyrsta nýja apótekið sem verður opnað eftir gildistöku þessara ákvæða er Lyfja hf. í Lágmúla. Til stóð að opna apótekið í gær en þar sem lyfsöluleyfi lá ekki fyrir í tæka tíð var opnuninni frestað. Að sögn Róberts Melax, annars eigenda Lyfju, er nú áætlað að opna næst- komandi laugardag, þ.e. 30. mars. Hann segir að lyfjaeftirlitið hafí þegar tekið húsnæði apóteksins út og gefið grænt ljós á opnun þess fyrir sitt leyti. Nú sé aðeins beðið afgreiðslu málsins hjá borgarráði og leyfisveitingu heilbrigðisráðu- neytisins í kjölfarið. Að því gefnu að afgreiðsla umsóknarinnar gangi skjótt fyrir sig ætti því markmið um opnun 30. mars að ganga upp. ÚRVERINU Látið úr höfn GUNNAR Hvanndal og Árni Sigurðsson Grímseyingur eru búnir að greiða niður og bíða eftir að láta megi úr höfn. Nýr fundur um stöðu þorskstofnsins við Island FISKIFÉLAG Íslands mun efna til nýs fundar í fundaröð um stöðu þorskstofnsins við íslands næstkom- andi mánudagskvöld á Hótel Sögu. Frummælendur verða Kristinn Pét- ursson, fiskverkandi, Þórólfur Ant- onsson, náttúrufræðingur, og Jón Gunnar Ottósson, náttúrufræðingur. í fréttatilkynningu frá Fiskifé- laginu kemur fram að ástæðan fyr- ir því að efnt sé til fundar að þessu sinni sé sú að landburður af fiski sé við Suðurland svo og mikil fisk- gengd allt umhverfis landið. Þá standi yfir hið árlega „togararall" Hafrannsóknastofnunarinnar. Fyrsti fundur í röðinni var hald- inn á Hótel SÖgu í síðasta mánuði, en þar var Gunnar Stefánsson, for- maður fiskveiðiráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunarinnar, frummælandi. Marel hf. á sjávaraf- urðasýningu í Boston Aldrei geng- ið betur MAREL hf. tók þátt í sjávarafurða- sýningu í Boston í síðustu viku. Pét- ur Guðjónsson, markaðsstjóri fyrir- tækisins, segir að þetta sé stærsta sýning á sínu sviði í heiminum og hann er mjög ánægður með þann árangur sem náðist. „Þetta er í tí- unda skipti sem við sýnum á þessari sýningu," segir hann. „Fyrir okkur verður hún alltaf betri og betri og aldrei betri en nú.“ Hann segir að þarna séu um 20% af sölubásunum með tæki. Mjög mik- ið af viðskiptavinunum séu aðrir sýn- ingaraðilar, en einnig séu gestir stór hluti. „Þetta er mjög sterk sýning fyrir okkur,“ segir hann. „Venjulega býst maður ekki við að selja á sýning- um, en þarna seldum við flokkara, skurðarvél og skipavogir.“ Gengið var frá sölu á tækjum frá Marel að verðmæti um 20 milljónir króna á sýningunni. Pétur segir að hún eigi svo eftir að skila sér í áfram- haldandi sölu alveg fram að næstu sýningu. Nú þurfi að vinna úr öllum þeim fyrirspurnum sem hafí borist. Á vegum Marels á sýningunni voru fimmtán manns. Auk þeirra sem komu frá íslandi voru menn frá dótt- urfyrirtækjum Marels í Seattle og Kanada og umboðsmenn í Noregi. Pétur hélt svo utan í gær á aðra sýningu í Englandi sem haldin verður í næstu viku. „Þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þátt í henni, en það er sýning sem haldin er annað hvert ár í Birmingham," segir hann. „Hún er mjög stór á sínu sviði og er með tæki fyrir kjöt-, kjúklinga-, fisk- og bökunariðnað." ■ ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.