Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Lífeyrisréttur þingforseta í SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins 25. febrúar á baksíðu, er viðtal við Ólaf G. Ein- arsson, forseta Alþingis, varðandi hugsanlegar breytingar á lífeyris- réttindum þingmanna. Þar segir þingmaðurinn m.a. þar sem hann fjallar um breytingar á núgildandi lögum: „Sömuleiðis þyrfti að gera lagabreytingu er varðar starf þingforseta svo hann fái að greiða af öllum launum sínum. Lögum um þingfararkaup var breytt í fyrravor og þá voru launa- kjör forseta þingsins færð til sam- ræmis við launakjör ráðherra. Hins vegar úrskurðaði stjórn líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins að forseti þingins mætti ekki greiða í lífeyrissjóð af hærri launaupphæð en sem næmi þingfararkaupinu sjálfu, það er 195 þúsund krónum. Með öðrum orðum, fæ ég ekki að borga í lífeyrissjóðinn skv. þeim tekjum sem ég hef, og nýt þar af ----- r---„ leiðandi ekki þeirra lífeyrisréttinda launanna hefur verið að hækka greiðslaþess væri hjá fjármálaráð- sem mér ber.“ Tilvitnun lýkur. því ekki hefur mátt hækka skóla- herra. Hins vegar skildi hann okk- Þegar ég las þetta rifjaðist upp fyrir mér fundur með Ólafi þegar hann gegndi embætti mennta- málaráðherra. Þessi fundur var haldinn til að ræða um lífeyris- mál skólastjóra og ég var formaður þeirrar nefndar sem til þess var kjörin. Laun skólastjóra eru með tvennum hætti, þ.e. föst grunn- laun og síðan ómæld yfirvinna. Um ómældu yfirvinnuna er samið í kjarasamn- ingum hveiju sinni og hún telst því hluti þeirra, en ekki ákvörðun ráðuneytis né stofnunar eins og hjá öðrum ríkisstofnunum þar sem hluti launa er greiddur með þess- nm Viaaff.i Hlnffíill hlnf.n Kári Arnórsson stjóra í iaunaflokkum. Nægir þar að benda á síðustu kjarasamn- inga þar sem nær öll launahækkun til skólastjóra var með þessum hætti. Af þessum hluta laun- anna hafa skólastjórar ekki fengið að greiða iðgjald og njóta því ekki lífeyrisgreiðslna samkvæmt því. Þann- ig hafa lífeyrisréttindi skólastjóra skerts í hveijum samningnum af öðrum. Skólastjórar njóta aðeins hluta lífeyris Á nefndum fundi var þetta rætt við ráðherrann og hann beðinn lið- sinnis í þessu máli. Hann tók er- indi okkar vel. en saeði að af- Tvöfalt greiðslukerfi launa, segir Kári Arnórsson, hefur skað- að skólastjóra verulega ar sjónarmið og skyldi styðja þau. Við fórum síðan til viðtals við- Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, en þar fengum við afsvar við beiðni okkar um sjálfsagða leiðréttingu. Þetta tvöfalda greiðslukerfi launa hefur skaðað skólastjóra verulega og því miður fleiri stéttir. Nú brennur það á forseta Alþingis og hann fer fram á lagasetningu til þess að hann njóti þeirra lífeyrisréttinda sem honum ber. Skólastjórar hafa á þriðja áratug verið sviknir um hluta síns lífeyris með því að neita þeim að greiða í lífeyrissjóð af ómældri yfirvinnu. Verði lögum breytt þannig að forseti þingsins fái að greiða af öllum launum sín- um í lífeyrissjóð þá hljóta aðrir ríkisstarfsmenn sem svipaða stöðu hafa að fylgja þar með. Sérstak- lega þarf að huga að þessu vegna skólastjóra þar sem þessi hluti launa er kjarasamningsatriði. í þeim hugmyndum sem nú eru á ferðinni um breytingar á lögum um lífeyrissjóði virðast ráðamenn hafa gleymt því að lífeyrisréttur opinberra starfsmanna er fenginn með mikilli baráttu í kjarasamn- ingum. Opinberir starfsmenn geta því ekki unað því að þessi réttur sem alltaf hefur verið metinn af launagreiðanda sem mjög verð- mæt kjör, verði af þeim tekinn án nokkurra bóta. Mér er mjög í minni þegar sá réttur náðist að menn gætu tekið lífeyri miðað við meðal- tal 10 bestu launaáranna. Það var í kjarasamningum, sem um það var samið að þetta ákvæði kæmi inn í lögin um lífeyrissjóði. Markm- iðið með þessu ákvæði var að menn gætu minnkað við sig í starfi á efri árum án þess að skerða líf- eyrisrétt sinn. í jafnerfiðu og slít- andi starfi, sem kennsla og skóla- stjórn er var þetta mikilvægt. Auðvitað varð að gefa annað eftir í staðinn. En samkvæmt þeim frumvarpsdrögum sem heyrst hef- ur um er þessu kippt burt bóta- laust. Nú vænti ég þess að þingmenn sjái sóma sinn í því að leyfa for- seta þingsins að greiða í lífeyris- sjóð af öllum sínum launum og njóta þá lífeyris samkvæmt því og sama málsmeðferð verði viðhöfðu hvað skólastjóra snertir. Ég efast ekki um að núverandi forseti Al- þingis muni styðja það. Höfundur er fyrrv. skólasljóri. Osamræmi í leik- skólakennara- menntun FYRIR stuttu heim- ilaði menntamálaráð- herra Háskólanum á Akureyri að setja á stofn þriggja ára leik- skólakennarabraut við kennaradeildina á Ak- ureyri. Fyrstu nemend- ur verða teknir inn haustið 1996. Náminu lýkur með B.ed gráðu. Þessi ákvörðun markar merk tímamót í menntun leikskóla- kennara á Islandi. Leikskólakennarar hafa áratugum saman barist fyrir því að nám þeirra væri sambæri- legt við aðra kennaramenntun og á sama skólastigi. Alþjóðasamþykktir og álitsgerðir frá menntamálaráðu- Nemendur sem sækja um inngöngu næsta haust, segir Gyða Jóhannsdóttir, þurfa að sitja við sama borð og félagar þeirra á Akureyri. neytinu hafa stutt þessa kröfu leik- skólakennara. (s.s. Education Com- mittee, menntamálaráðuneytið 1987; Til nýrrar aldar, mennta- málaráðuneytið 1990). Þessum áfanga ber að fagna. Böggull fylgir skammrifi. í haust munu væntanlega tveir hópar hefja nám í leikskólafræðum, annar á Akureyri og hinn í Reykjavík. Nám- inu á Akureyri mun ljúka með B.ed gráðu en námið í Reykjavík er ekki formlega á háskólastigi. Fósturskóli lslands er á eins kon- ar gráu svæði mitt á milli fram- haldsskólastigs og háskólastigs. Inntaka nemenda í Fósturskóla Is- lands hefur breyst samfara aukinni aðsókn að skólanum og eru nú nær ein- göngu teknir inn nem- endur með stúdents- próf. Almenn viðbrögð og kennsluhættir hafa sömuleiðis færst nær vinnubrögðum há- skóla. Leikskólakenn- araprófið er nú metið til 45 eininga í Kenn- araháskóla íslands. Eins árs framhalds- deild skólans er metin sambærileg fyrri hluta meistaranáms við Kennaraháskóla ís- lands og jafngild fyrsta námsári við sér- kennsludeild Háskólans í Ósló. Ver- ið er að ganga frá samskonar mati á náminu við „Dronning Mauds Minne Högskolan“ í Þrándheimi og við „Högskolan" í Ósló. Kennarar Fósturskólans sinna þróunar- og rannsóknarverknum í síauknum mæli og oft í samvinnu við erlenda háskóla. Skólastjóri Fósturskólans á sæti í samstarfsnefnd háskóla- stigsins. Skólinn er einnig þátttak- andi í alþjóðasamstarfi á háskóla- stigi (Nord-Plus og Sókrates). Nýlega tók til starfa vinnuhópur innan skólans og á hann að koma með tillögur að endurskipulagningu námsins, m.a. huga að fækkun kennslustunda nemenda og skil- greina námið í áfanga og einingar. Þetta er gert til þess að færa nám- ið nær háskólastigi. Þegar þetta er ritað virðast drög að frumvarpi um Uppeldisháskóla liggja fyrir en und- irrituð hefur ekki séð þau. Þetta er allt af hinu góða en ekki nægjan- legt. Nauðsynlegt er að finna leið til þess að tryggja að þeir nemendur sem sækja um inngöngu næsta haust sitja við sama borð og félag- ar þeirra á Akureyri. Námið verður að vera á háskólastigi og ljúka með B.ed gráðu á báðum stöðum. Málið þolir enga bið. Höfundur er skólastjóri Fóstur- skóla Islands. Gyða Jóhannsdóttir ISLENSKT MAL SR. ÞÓRIR Jökull Þorsteinsson á Selfossi skrifar mér svo (að sleppt- um hlýlegum ávarps- og inngangs- orðum): „I vitund minni eru tungumál manna fyrst og síðast kerfi hljóð- merkja sem þeir senda sín á milli til að gera sig skiljanlega og jafn- vel til að villa um hveijir fyrir öðr- um ef ekki vill annað. Þetta merk- ir ekki að ég láti mér í léttu rúmi liggja hvernig með tunguna er far- ið, heldur fremur að hún fái, sem hið þarfasta amboð, þjónað hlut- verki sínu í hvívetna. Eg dýrka því hvorki íslenska tungu né önnur mál sem þjóðir hafa. Það skiptir meira máli, í mínum huga, hvað sagt er og skrifað á einhveiju tungumáli en hvert tungumálið er hveiju sinni. Tungumálið er verk- færi sem nota má til blessunar jafnt sem bölvunar - til niðurrifs jafnt sem uppbyggingar í mannlegu fé- lagi. Verkfæri eru misgóð, misjafn- lega notadijúg og veldur þar allt í senn, hvernig þau eru í innri og ytri gerð sinni, hvert verkefnið er sem þeim er beitt við, og síðast en alls ekki síst, sú kunnátta sem notandinn býr yfir. Notandinn er í þessu samhengi í senn hver sá sem talar eða skrifar og les eða heyrir. Það blasir við, að ef til væri tungu- mál, sem / raun og veru væri betra og notadrýgra en öll önnur, ættum við að taka það upp, læra það og kenna. Enginn sem reynt hefur gott verkfæri vill áfram nota það sem honum leikur síður í höndum nema nauðbeygður. Kunnátta (eða vankunnátta) er úrslitaþáttur nota- gildis tungunnar á hverjum stað og tíma. Auðvitað verða menn aldr- ei sammála um hver tungan sé í raun og veru best og vér munum, eins og vænta má af mönnum, ávallt telja vorn fugl fegurstan með réttu eða röngu. Því stýrir fyrst og síðast kunnátta okkar í beitingu íslenskunnar og vankunnátta okkar í beitingu annarra tungna, - en einnig tilflnningar okkar í garð málsins sem við höfum tamist við að elska, þær inenningarlegu áherslur sem hvetja til þeirrar tign- unar sem að tungunni snýr í samfé- iagi okkar. Það er list að beita hverju amboði svo sem mönnum sæmir, hvort heldur er hefill, kústur, klíputöng eða tungumál. Ef til vill særir þessi útlegging íslenskt kennarahjartað í þér, ég Umsjonarmaður Gisli Jonsson 841. þáttur vona ekki. Um þetta gat ég ekki stiilt mig, að bera þessa þanka mína upp við þig. Tungan er lif- andi og allt sem lifir tekur breyting- um í tímans rás. Það sem getur engum breytingum tekið er dautt. Breytingar eru því lífsmark þó ekki hugnist okkur þær ávallt. Það sannast líka ósjaldan að ekki er allt líf þó lifað sé. Loforð Guðs sem aldrei svíkur er nefnt fyrirheit á íslensku. Ég hef skilið fyrirheit svo að það væri heit sem einhver gefur með skír- skotun til framtíðar, fyrirheit sé því loforð sem ætla má að gefandi þess vilji efna. Því geta bæði Guð og menn gefið fyrirheit. Fagnaðar- erindinu er stundum lýst sem lo- forði er Guð gefur mönnum, það er m.ö.o. fyrirheit Guðs. Menn gefa gjama fögur fyrirheit en efna þau misvel. Systkini mín í þjónustunni að Orði Guðs hafa, að mínu viti, stundum lotið í lægra haldi fyrir „kunnáttu" sinni í meðferð íslens- kunnar eins og hendir. Þau hafa sum hver heyrst taia um að Guð gefi fyrirheiti sem ég veit ekki hvað er. Heiti er samkvæmt mál- skilningi mínum nafn eða titill á einhveiju fyrirbæri, sbr. t.d. starfs- heiti og tegundarheiti. Hef ég aldr- ei heyrt, hvorki um Guð eða menn, að gefið hafi fögur fyrirheiti. Þetta er samt orðið að furðulega þrálátri málvenju sumra starfssystkina minna og láta einstaka þeirra eftir sér að veija hana. Ég vil fara þess á leit við þig að hugtak þetta og beiting þess í íslensku máli fái umfjöllun í þætti þínum. Ef ske kynni að ég hefði í einhveiju efni rangt fyrir mér hvað þetta varðar, þá er leiðréttingin kærkomin mér. Með kærri kveðju og blessunar- ósk.“ ★ Umsjónarmaður færir Þóri Jökli bestu þakkir fyrir þessa vel sömdu og orðuðu hugvekju. Um álitamál- ið: Ég þekki ekki þetta nýja orð „fyrirheiti". En ég þykist vita hvers konar (og hvers vegna) breyting hefur orðið, þegar fyrirheit lengist um eitt hljóð(staf), i, á þennan hátt. Hugsum okkur þessar tvær gerðir nieð viðskeyttum greini. Þær verða eins: fyrirheitið, því að i úr greininum fellur brott, ef orðið, sem hann tengist, endar á i. Þannig hafa orðið skilyrði til ruglings. Á fínu máli heitir þetta áhrifsbreyting, á ófínu málvilla. Stundum sigrar „málviilan“ með meiri hluta fýlgi og verður „rétt- mæli“. Í beygingafræði eru hvorug- kynsorð mörg sem ýmist kallast hreinir a-stofnar eða ia-stofnar. Hin fyrri eru endingarlaus í nefni- falli, dæmi rit og fát, hin síðari hafa i-endingu þegar í nefnifalli, dæmi ríki og kvæði. Frá því er að segja, að vegna þess, sem áður kom fram um við- skeyttan greini, lágu margir hrein- ir a-stofnar flatir fyrir áhrifsbreyt- ingunni að verða ia-stofnar. Nokk- ur dæmi, þar sem breytingin hefur náð festu í rás aldanna og „málvill- an“ orðið „réttmæli": Sík er nú orðið síki; nest er nú orðið nesti; beisl er nú orðið beisli, og reip er nú oftast reipi. Þó er það óbreytt í orðtakinu að eiga við ramman (mann) reip að draga = þurfa að togast á um reipi við sterkan (mann), og síðan haft í óeiginlegri merkingu. Mér sýnist að breytingin fyr- irheit>fyrirheiti sé af sama toga, en ég tek fram að þetta er sagt til skýringar, en ekki meðmæla. Ég tel breytinguna síður en svo æskilega. Til þess liggja m.a. þau rök, að sögnin að heita = lofa var áður sterk í nútíð: „eg heit þér því“, en hefur í þessari sagnmynd lagað sig eftir heita = bera 'nafn, gefa nafn. Auk þess er orðið fyrirheit helg- að af hefð trúarrita öldum saman. Já, og Steinn Steinarr lét frá sér fara ljóðabókina Ferð án fyrirhe- its (1942). Ætli menn hefðu ekki tekið því þunglega, ef hún hefði heitið Ferð án *fyrirheitis? ★ Inghildur austan kvað: Úr því varð alveg herfileg hjónakrísa, er i hórdómi fram gengu Jón og Dísa, og Leonardó var harður eins og heilsteyptur garður út af Mikelangeló + Móna Lísa. ★ „Þegar lygin er höfð að leiðar- ljósi, verður endirinn ævinlega ill- ur.“ (Gunnar Lórenzson.) Auk þess er heitið á alla að láta ekki koma „eftirmálaflugunni“ í munn sér. Eftirmál verða stundum af átökum, en eftirmálar eru í bók- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.