Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GEIRLAUG ÞORBJARNARDÓ TTIR + Geirlaug- Þor- bjarnardóttir fæddist á Eyrar- bakka 19. septem- ber 1907. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 13. mars síð- astliðinn. Foreldrar Geirlaugar voru Andrea Elín Páls- dóttir, fædd 24. september 1872, dáin 28. janúar 1950, og Þorbjörn Hjartarson, fæddur 5. október 1879, dáinn 22. sept- ember 1956. Systkini Geirlaug- ar voru: Hjörtur Þorbjörnsson, f. 6. ágúst 1905, d. 3. júní 1932, Sigurður Þorbjömsson, f. 14. ágúst 1911, d. 6. október 1978, Anna Þorbjarnardóttir, f. 26. ágúst 1914, Pál- ína Björgólfsdóttir, f. 29. desember 1896, d. 2. desem- ber 1962, Björg Björgólfsdóttir, f. 12. maí 1899, d. 9. mars 1964. Geir- laug bjó allan aldur sinn í Akbraut á Eyrarbakka. Hún starfaði í 25 ár á skrifstofu Plastiðj- unnar á Eyrar- bakka. Útför Geirlaugar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Geirlaug Þorbjamardóttir er stórt nafn, stórt nafn meðal fjöl- skyldunnar, vina og nágranna. Þess vegna er henni best lýst með þeim orðum að enginn hefði gleymt henni sem kynntist henni. Innan flölskyldunnar var hún í daglegu tali kölluð Lauga frænka og meðal nágranna og kunningja Lauga í Akbraut. Lauga og Anna systir hennar voru frænkurnar, sem oftast voru nefndar í sama orðinu, enda alla tíð mjög samrýndar. Anna kveður nú sitt síðasta systkini og ber áfram frænkutitilinn með sóma. Á fyrsta ári fluttist Lauga ásamt foreldrum og eldri systkinum í ný- byggt hús, Akbraut, sem á þeim tíma var talið rúmgott einbýlishús. Akbraut var, eins og nafnið bendir til, í þjóðbraut, stóð við aðalgötuna á Eyrarbakka og tók á móti „gest- um og gangandi" hvenær sem var og hvemig sem á stóð. Lauga sagði okkur oft frá bemskuárum sínum þegar húsið fylltist af fólki, vinum sem voru að koma í kaupstaðinn og gera sín vöruskipti og algengt að fólk stæði við í 2-3 daga. Lækn- ir var staðsettur á Eyrarbakka og oft vom sjúklingar tímabundið í Akbraut, það þótti sjálfsagt og þeim hjúkrað eftir bestu getu. Ég kynntist Laugu þegar ég kvæntist inn í fjölskylduna hennar. Sá ég að þar fór glæsileg, greind kona og í hópi þeirra sem tekið var eftir þar sem hún fór. Hún bjó þá ein í Akbraut eins og æ síðan og starfaði á skrifstofu Plastiðjunnar á Eyrarbakka. Starfíð var stór þátt- ur í lífí hennar og hún vildi veg fyrirtækisins sem mestan og best- an. Þama ríkti góður starfsandi. Eigendur og margir samstarfsmenn urðu hennar bestu vinir og velgjörð- armenn alla tíð. í Plastiðjunni vann hún til 74 ára aldurs. Á þessum tíma var fortíð Akbrautarheimilis- ins mér hulin, en allt bar vott um Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 snyrtimennsku og smekkvísi. Lauga var gestrisin og hafði aðlað- andi og sérstakt viðmót og oft fór frændfólkið til hennar með innlenda sem erlenda gesti, enda var frænk- an og Akbraut stolt fjölskyldunnar. Það sem einkenndi þessa frænku var sérstök hugarró, snyrtimennska og samviskusemi. Fjölskyldan teygðist út og suður, í allar áttir, líkt og tijágreinar, en rótin og stofninn stóðu sterk. Akbraut var á sínum stað og frænkan sem bjó í litla ömmu- og afahúsinu var á sínum stað, hafði samband við stór- fiölskylduna og miðlaði fréttum af sinni alkunnu hógværð og hrein- lyndi. Innan dyra var líka allt á sínum stað, myndir, púðar, stólar og styttur og umgengnin var slík að ekkert slitnaði eða brotnaði, all- ir hlutir virtust komnir til að vera. Svona bar hún einnig virðingu fyrir mönnum og málefnum, færði allt til betri vegar, en hafði þó þennan hárfína „humor", sem þarf til þess að koma hversdagsleikanum á skemmtilegra plan. Lauga naut ekki langrar skóla- göngu, fremur en títt var á hennar uppvaxtarárum. Hún naut þess þó að vera fjóra vetur í bamaskólanum á Eyrarbakka, elsta skóla þesa lands, sem hefur starfað óslitið. Við hjónin og drengimir okkar höfðum *mjög náið samband við Akbraut þegar við bjuggum á Sel- fossi enda leit ég á Laugu sem mína aðra tendamóður. Strax í upphafí okkar búskapar bauð hún mér kartöflugarðinn sinn til afnota, en það var einmitt kart- öflurækt sem ég hafði ákveðið að leggja aldrei fyrir mig. Sá dýrðar- ljómi, sem fylgdi kartöflurækt á Eyrarbakka, varð til þess að við tókum fegins hendi við heimagarð- inum og ræktuðum okkar kartöflur í mörg ár eða þar til við, fluttum til ísafjarðar. Á „kartöflutímabil- inu“, bæði vor og haust, ríkti sér- stök stemmning á Eyrarbakka. Garðurinn sem er við aðalgötuna, gaf okkur tækifæri til þess að spjalla við nágranna og heimafólk og gerði kartöfluræktina að til- hlökkunarefni á hveiju ári. Smekk- vísi Laugu krafðist þess að beðin urðu að vera þráðbein og eftir upp- töku á haustin varð að raka grösun- um saman í hrúgu, þannig hafði það verið og þannig átti það að vera. Eftir að við fiölskyldan fluttum frá Selfossi komu systumar Anna í l>lom;i-kr<'\(iii"iiin \ l<> Öll lil’kilil'l'i ®blómaverkstæði I innaJ Skólavörðustíg 12. u horni Borgstaöastra'tis. simi 19090 og Lauga til ísafjarðar og dvöldu hjá okkur nokkrar vikur í senn. Voru þetta sannkallaðir dýrðardagar með frænkunum. Þessar búsetu- breytingar okkar höfðu þær breyt- ingar í för með sér að dagleg sam- skipti urðu ekki eins tíð og áður og samvera með öðmm hætti. Okkur em minnisstæð fyrstu jólin á ísafírði því þá vantaði frænkumar, sem ámm saman höfðu haldið jól með fiölskyldunni. í æsku fannst sonum okkar jólin ekki komin fyrr en Anna og Lauga vom komnar. Frænkumar settu sérstakan svip á fjölskylduboð- in og ég veit að aðrir innan fjölskyld- unnar taka undir það. Að heimsækja Laugu frænku í Akbraut var eitthvað sérstakt. Hún var alltaf svo ánægð, þakklát og sátt við lífíð og tilveruna og þótt hún væri ein í húsinu sínu þá var einsemd eða óöryggi ekki til í lífí hennar. Hún átti sérstaklega góða nágranna, vinnufélaga og vini sem áttu traust hennar og virðingu. Það var líka serstök ró og friður sem ríkti i þessu litla fallega húsi, friður sem fékk mann til að blunda smá- stund. Leggstu bara í „hornið mitt“ sagði .konan mín stundum og átti þá við eitt homið í baðstofunni, þar sem hún sá dagsins ljós og Lauga tók á móti henni ásamt ljósmóður- inni. Síðan heyrði ég hlátur og sam- tal frænknanna íjara út líkt og í dáleiðslu og var svo vakinn með ilmandi kaffí, sem alltaf var borið inn á sama silfurlitaða bakkanum, „bakkelsi" á sama rósótta diskinum með stálhaldi. Svona var þetta hjá Laugu frænku, allir hlutir komnir til að vera og alltaf jafnfágaðir og fallegir. Svona var hún sjálf, fáguð og falleg, til hinsta dags, þrátt fyr- ir háan aldur. Síðastliðin sjö ár hefur Lauga dvalið á Sólvangi í Hafnarfirði. Þar var hún umvafin tryggð og um- hyggju þess starfsfólks sem annað- ist hana. Þeim em sendar bestu kveðjur og kærar þakkir. Við hjónin og fjölskylda þökkum Laugu frænsku fyrir ógleymanlega samveru og vottum Önnu og öðrum aðstandendum innilega samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Birgir Jónsson. Elskuleg frænka mín Geirlaug Þorbjarnardóttir er látin. Hvíldin hefur vafalaust verið henni kær- komin, söknuðurinn sár hjá okkur öllum sem þekktum þessa góðu konu. Geirlaug bjó í Akbraut á Eyrarbakka alla sína ævi, eða þar til heilsan brást henni, fyrst með foreldrum sínum, sem hún annaðist ásamt Önnu systur sinni. Fyrir mér voru þær systur aldrei nefndar nema báðar í senn, Anna og Lauga. Þær voru einstaklega samrýndar systur og samstiga og báru svo mikla umhyggju hvor fyrir annarri að það var einstakt. Þegar amma mín, Pálína systir þeirra, fór í heim- sókn til systranna í Akbraut, fékk ég oft að fara með. Þegar ég lít til bemskunnar voru það mínar sæl- ustu stundir. Þegar ég stækkaði fór ég ein til ykkar í rútu, fékk að sofa undir súðinni á. dýnu á milli ykkar. Ég gat hlustað endalaust á ykkur syst- ur spjalla saman og hlæja saman og þegar þið hélduð að ég væri sofnuð, reyktuð þið bara eina sígar- ettu, en ég hlustaði á ykkur enda- laust og sofnaði vafalaust síðust. Stundum var farið í fjöruna á Eyr- arbakka, en hún heillaði okkur og við horfðum út á hafið í öllu sínu veldi. Þið systur hélduð líka áfram búskap eftir lát foreidra ykkar. Ég dáðist að því hvað þið voruð flinkar að mjólka kýmar ykkar, sem í mín- um augum voru þær fallegustu á öllum Eyrarbakka svo ég tali nú ekki um kartöflumar sem þið rækt- uðuð, en þær voru bestar. Þegar þið hættuð búskap áttuð þið betur heimangengt. Þið fóruð að koma í kaupstaðarferðir. Það vom sann- kallaðir hamingjudagar þegar þið komuð. Við öll á heimilinu, hlökkuð- um alltaf jafnmikið til og mamma lagði metnað sinn í góða matar- gerð. Svo var farið í bæinn, þið fenguð ykkur kjóla og ýmislegt, síðan var tískusýning heima í As- búðartröð. Þetta voru yndislegar stundir sem em nú dýrmætar í minningunni. Þegar þú Lauga mín varðst fyrir því þungbæra áfalli sem leiddi til þess að íjarlægja þurfti af þér annan fótinn, sýndir þú best hvílíkum mannkostum þú varst bú- in. Þú tókst langvinnum veikindum þínum og sjúkrahússvist með svo miklu æðmleysi að við öll ættingjar þinir sem fylgdumst með vomm orðlaus. Þú varst bundin við hjóla- stólinn og rúmið þitt á Sólvangi í Hafnarfírði síðustu árin. Mér fannst þú alltaf vera eins og drottning meðal hinna sjúklinganna. Nú var líf þitt mikið breytt og þú tókst þá stefnu að lifa eingöngu fyrir frænd- garðinn sem var stór. Þú fylgdist með öllu sem fram fór og barst velferð okkar allra fyrir bijósti, ljómaðir af gleði þegar vel gekk hjá okkur. Þú orðaðir aldrei örlög þín, en þakkaðir alltaf fyrir hve vel var gert. Vil ég þakka starfsfóki Sólvangs sérstaklega fyrir góða umönnun. Þegar ég heimsótti þig hugsaði ég alltaf: Nú fer ég fljótlega til hennar Laugu aftur, því heim fór ég alltaf með gleði í sinni. Því oft vom þess- ar dýrmætu stundir okkar notaðar til að rifja upp góðu gömlu dagana á Eyrarbakka og fann ég þá best hvað þú varst mér innilega kær. Ég kveð þig nú, elsku frænka, og þakka almættinu fyrir að hafa notið samvista við þig. Elsku Anna og mamma mín, ég veit að ykkar hjarta, hugur og hönd var lífið hennar Laugu síðustu árin. Guð gefí ykkur styrk til að fylla það rúm sem nú er tómt. Vert.u sæl frænka mín, þín Didda. Kristín Árnadóttir. Elsku Lauga mín. Mér fínnst svolítið skrýtið að vera að skrifa þér þetta bréf þar sem ég veit að þú ert nú búin að yfirgefa þetta jarðlíf. Það er svo skrýtið hvað það gerist snöggt, maður heldur allt- af að maður fái meiri tíma en svo skyndilega dag einn ertu farin og kemur aldrei aftur. Ég hafði ætlað að senda þér fal- legt kort og láta litla birkigrein frá Noregi með nýútspmngnum lauf- blöðum fylgja með. Þau ilma svo vel og minna á vorið. Ég var viss um að það myndi gleðja þig. Ég veit hvað þú varst þakklát fyrir bréfín og póstkortin sem ég sendi þér á ferðalögum mínum um heim- inn. Það var hreint ótrúlegt hvað hægt var að gleðja þig með litlu póstkorti frá fjarlægum stað. Núna þegar þú ert farin, rifja ég upp gamla daga. Ég man þegar við frændsystkinin fórum í sunnu- dagsbíltúr með foreldmm okkar að heimsækja „Önnu og Laugu á Eyr- arbakka". Þið systurnar voruð svo samrýndar og virtust næstum eins og ein manneskja þar sem þið vomð saman í litla, skrýtna húsinu ykkar á Eyrarbakka. Við nefndum alltaf nöfnin ykkar í sömu andránni; Anna og Lauga. Ég man að þennan sunnudag fengum við pönnukökur. Þú bakaðir fyrir okkur stóran stafla af þeim, í minningunni þann stærsta sem ég hef séð. Þú giftist hvorki né eignaðist böm, en þú hefðir orðið góð móðir. Þú varst alltaf svo hýr á brá og glöð í bragði. Okkur krökkunum fannst þú vera þessi kona sem allt- af áttir bijóstsykur í veskinu til að gefa. Þú hastaðir aldrei nokkurn tíma á okkur þó svo að við höfum eflaust verið þreytandi til lengdar. Ég þekkti þig bára á síðara ævi- skeiði þínu og kannski þekkti ég þig aldrei nógu vel. Manni fínnst maður alltaf hafa nógan tíma til að tala seinna, en dag einn rennur sá tími út. Síðustu ár ævi þinnar varstu bundin hjólastól en þrátt fyrir það varst þú æðrulaus og aldr- ei kvartaðir þú. Aldrei heyrði ég þig heldur segja styggðaryrði um nokkra manneskju. Þú hafðir svo gaman af að gleðja og eitt það síð- asta sem þú gerðir í þessu lífí var að senda mér súkkulaði því að þú vissir að ég kunni að meta slíkar sendingar. Ég sendi þér póstkort til að þakka fyrir en það kom of seint til þín. Við sem höfum átt því láni að fagna að þekkja þig, höfum lært af þér og verðum kannski pínulítið betri manneskjur fyrir vikið. Núna ertu fijáls, Lauga, og ég veit að núna ertu stödd í heimi sem hentar góðum manneskjum eins og þér. Þú þarft ekki lengur eina litla birkigrein til að lykta af vorinu því núna býrðu í því. Við eigum eftir að hittast aft- ur, Lauga. Þetta er síðasta bréfið mitt til þín. Þakka þér fyrir allt. Ástarkveðja, Herdís. í dag verður elskuleg ömmusyst- ir mín jarðsungin frá Eyrarbakka- kirkju. Ég á þess því miður ekki kost að vera viðstödd, þar sem ég bý í Bretlandi í vetur, en mig lang- ar að senda fáein kveðjuorð vegna þessarar elskulegu frænku minnar. „Lauga frænka", „Annog- Lauga“, hugtök bemskunnar full af kátínu, gleði, tilhlökkun og vænt- umþykju. Væri önnur systirin nefnd, fylgdi hin alltaf á eftir, jafn- vel þótt aðeins væri verið að tala um aðra þeirra, svo samrýndar voru þær systurnar frá Akbraut. Ég hygg að fleimm en mér, af hinum stóra frændgarði þeirra hafí farið eins og mér, að ég var orðin nokk- uð stálpuð, þegar alveg lá ljóst fyr- ir hvor þeirra bar hvort nafnið. Lauga var 8 ámm eldri en Anna systir hennar og alla bemsku mína bjuggu þær saman í Akbraut ógift- ar og barnlausar, stórglæsilegar konur. Þegar Anna fluttist til Hveragerðis bjó Lauga ein áfram í Akbraut meðan heilsan leyfði. Síð- ustu ár sín bjó hún á Sólvangi í Hafnarfirði. Ekkert var hægt að bjóða litlu barni betra en að heimsækja syst- urnar í Akbraut á Bakkanum. Að fá að sofa í Akbraut var æðsta sælan; príla upp brattan stigann, sofa undir súð með koppinn undir rúmi. Að opna hlerann í eldhúsgólf- inu og fá að príla niður í dimman kjallarann að sækja kartöflur í soð- ið með Laugu eða fara út í garð og hjálpa til við að taka upp. Þama lágu sæluspor bemskunnar. Þegar von var á þeim systmm í heimsókn í Hafnarfjörðinn var ætíð mikil tilhlökkun. Þær vora einu næturgestirnir sem komu og dvöldu hjá okkur nokkra daga í senn. Þeg- ar þær birtust kátar og glaðar fyllt- ist húsið af hlátri þeirra og kátínu. Ekki þurfti mikið til að koma af stað skellihlátri þeirra systra, ég man hve oft ég undraðist hve inni- lega þær gátu báðar hlegið yfír litlu. Mér er til efs að nokkur mann- eskja hafi skilið eftir sig jafnmörg spor gleði og væntumþykju hvar sem hún fór á lífsleiðinni og hún Lauga. Jafnvel sárþjáð á sjúkrahúsi í yfirfullri stofu rétti hún fram hjálparhönd til að hjálpa þeim sem enn bágar áttu en hún, en alltaf var stutt í hlátur. Enga manneskju veit ég aðra en hana sem aldrei lagði öðmm illt orð. Aldrei kvartaði hún og aldrei heyrðist eitt æðmorð frá henni gegnum hennar veikindastríð. Það var aðdáunarvert. Hún var róttæk í skoðunum, en einhvemveginn fær þó orðið róttæk aðra merkingu þegar átt er við Laugu, því aldrei var hún stórorð út í neinn. Hún var alþýðukona úr bændastétt með heilbrigða, óspillta lífssýn. Oft mátti hún því undrast fréttir af misvitrum ákvörðunum stjómmálamanna. Aldrei fordæmdi hún samt, heldur sagði manni sem makalausa frétt og gjaman fylgdi ljúfur hlátur á eftir og ... „hvern- ig fínnst þér þetta?“ Maður fór ætíð ríkari af hennar fundi. Hjá Laugu fékk maður nýj- ustu fréttir, af ættingjum, af nýj- ungum á markaðnum, af heims- fréttunum og ekki síst af pólitík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.