Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 60
UORGUNBLABID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR MEÐ VSK
Prestur og organ-
isti starfi saman
Reynir
áúr-
skurðá
morgun
BOLLI Gústavsson vígslubiskup
hefur kveðið upp þann úrskurð
að sóknarprestur og organisti í
Langholtskirkju skuli sinna
áfram starfi við kirkjuna. Neiti
annar hvor þeirra eða báðir að
starfa í samræmi við úrskurðinn
beri biskup að grípa til ráðstaf-
ana. Útlit er fyrir að það reyni
á úrskurðinn á morgun við
messu í kirkjunni. Jón Stefáns-
son organisti ætlar ásamt kór
að flytja tónlist við messuna.
I úrskurðinum er kveðið á
um verk- og valdsvið sóknar-
nefndar, sóknarprests og ann-
arra starfsmanna kirkjunnar.
Sigurður G. Guðjónsson, lög-
maður séra Flóka Kristinsson-
ar, sóknarprests, segir að staða
séra Flóka sé sterkari eftir
þennan úrskurð því valdsvið
hans hafi verið skilgreint og
staðfest að hann hafi á engan
hátt brotið af sér.
Jón Stefánsson segist ætla
að hlíta úrskurðinum. Hann
segist vona að biskup fylgist
vel með þróun mála í Langholts-
sókn næstu daga og vikur og
tryggi að eftir úrskurðinum
verði farið.
Andvana sáttatillaga
Geir Waage, formaður
Prestafélags Islands, gagnrýnir
úrskurðinn harðlega og segir
að hann sé í reynd enginn úr-
skurður heldur andvana fædd
sáttatillaga.
Sóknarnefnd Langholts-
kirkju hefur lýst sárum von-
brigðum með úrskurðinn.
■ Presti og organista/4
■ Úrskurður/28
Miðstjórn undirbúi
allsheri araðgerðir
FORMANNAFUNDUR aðildarfé-
laga ASÍ, sem haldinn var á Hótel
Sögu í gær, krafðist þess að ríkis-
stjórnin dragi til baka frumvarp
félagsmálaráðherra um breytingar
á vinnulöggjöfinni. Jafnframt var
miðstjórn ASÍ falið að fylgja málinu
eftir og leita samstarfs við öll önn-
ur samtök launafólks um allsheijar
aðgerðir „til að hrinda þessari
árás,“ eins og segir í ályktuninni.
Formennirnir fóru að fundi lokn-
um á Alþingi og afhentu Davíð
Oddssyni forsætisráðherra ályktun
fundarins. Davíð sagðist vænta
þess að aðilar næðu saman í þessu
máli þó kergja og óánægja væri á
milli manna í augnablikinu. Hann
sagði að frumvarpið færi nú til
Ráðherrar
treysta á að sam-
komulag náist
þingnefndar að lokinni fyrstu um-
ræðu. „Við væntum þess að á þeim
tíma sem nefndin er að störfum
nái menn að ræða saman, bæði
ríkisvald og Alþýðusambandið
annars vegar og Vinnuveitenda-
sambandið hins vegar, þannig að
menn geti komið sínum sjónarmið-
um að,“ sagði forsætisráðherra.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði við umræðurnar í gær-
kvöldi að ýmsu mætti breyta í
frumvarpinu og hann treysti fé-
lagsmálanefnd ágætlega til að fara
ofan í saumana á því. Hann sagði
að ákvæði frumvarpsins um vinnu-
staðafélög væri t.d. álitamál og
eins mætti gera breytingar á þeim
þröskuldum sem sett eru um at-
kvæðagreiðslur. Ráðherra sagðist
telja vonlaust að aðilar vinnumark-
aðarins næðu samkomulagi um
breytingar á samskiptareglum á
vinnumarkaði eftir 18 mánaða við-
ræður og því hefði verið nauðsyn-
legt að flytja frumvarpið ef ætti
að takast að lögfesta það fyrir
þinglok. „Það er þýðingarlaust að
ætla að kalla frumvarpið aftur. Það
ætla ég ekki að gera,“ sagði Páll.
■ Stéttarfélagsfrumvarpið/6
Hof með 304
óna hagnað í
HOF sf., móðurfyrirtæki Hag-
kaups hf. og sex annarra fyrir-
tækja, skilaði alls um 304 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári. Velta
samstæðunnar var alls um 11,5
milljarðar króna en þar vóg þyngst
velta Hagkaups sem nam um 10,2
milljörðum á árinu.
Sigurður Gísli Pálmason, stjórn-
arformaður Hofs sf., sagði að öll
fyrirtækin innan samstæðunnar
hefðu skilað hagnaði á árinu. Hann
kvaðst telja að þessi afkoma væri
vel viðunandi og benti á að raun-
arðsemi eigin fjár væri svipuð því
sem talin væri æskileg í nágranna-
löndunum eða um 23%. „Á íslandi
hafa menn sætt sig við miklu lægri
arðsemi sem er óheilsusamlegt fyr-
ir atvinnulífið.“
Eigið fé 1.462 milljónir
Eigið fé Hofs samkvæmt sam-
stæðureikningi var í lok sl. árs
alls um 1.462 milljónir króna og
eiginfjárhlutfall um 28%.
millj-
fyrra
Hagkaup skilaði á síðasta ári
alls um 225 milljóna króna hagn-
aði ef undan eru skilin óregluleg
gjöld. Nam eigið fé Hagkaups um
978 milljónum í árslok 1995.
Miklatorg hf., rekstraraðili Ikea-
verslunarinnar, kemur Hagkaupi
næst að stærð innan Hofs. Nam
velta fyrirtækisins um 1.050 millj-
ónum og hagnaður um 40 milljón-
um á sl. ári.
■ Hof sf. með um/14
Keflavík
mætir
Grindavík
KEFLVÍKINGAR mæta Grind-
víkingum í úrslitum úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik,
en Keflvíkingar lögðu Njarð-
víkinga 99:74 í fjórða leik lið-
anna í undanúrslitum í gær-
kvöldi og sigruðu því 3-1.
KA sigraði FH 29:28 í öðrum
leik liðanna í undanúrslitum 1.
deildar karla í handknattleik
og er því komið í úrslit. Þar
mæta norðanmenn annað hvort
Aftureldingu eða Val, en liðin
leika oddaleik í dag.
■ Undanúrslit/D2 og D3
Morgunblaðið/Ásdís
BENEDIKT Davíðsson forseti ASÍ afhendir Davíð Oddssyni forætiráðherra ályktun
formanna aðildarfélaga ASÍ við Alþingishúsið í gær.
Morgunblaðið/Júlíus
Bílvelta í hálku
Fólksbíll með fjórum farþegum
valt rétt neðan við Bláfjallaaf-
leggjarann í gærkvöldi. Tvær
stúlkur og tveir piltar voru í
bílnum, sem ökumaður missti
sljórn á vegna mikillar hálku á
Suðurlandsvegi. Farþegarnir
köstuðust allir út úr bílnum að
sögn lögreglu og var enginn í
bílbelti. Lögreglu og Slökkvilið-
inu í Reykjavík barst tilkynning
um slysið laust eftir klukkan
hálftíu og voru farþegarnir
fluttir á slysadeild. Nokkuð
bensín lak úr bilnum sem var
snúið á réttan kjöl vegna eld-
hættu og þvínæst dreginn af
vettvangi. Ekki var vitað um
meiðsli þegar Morgunblaðið fór
í prentun í gærkvöldi.