Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 60
UORGUNBLABID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR MEÐ VSK Prestur og organ- isti starfi saman Reynir áúr- skurðá morgun BOLLI Gústavsson vígslubiskup hefur kveðið upp þann úrskurð að sóknarprestur og organisti í Langholtskirkju skuli sinna áfram starfi við kirkjuna. Neiti annar hvor þeirra eða báðir að starfa í samræmi við úrskurðinn beri biskup að grípa til ráðstaf- ana. Útlit er fyrir að það reyni á úrskurðinn á morgun við messu í kirkjunni. Jón Stefáns- son organisti ætlar ásamt kór að flytja tónlist við messuna. I úrskurðinum er kveðið á um verk- og valdsvið sóknar- nefndar, sóknarprests og ann- arra starfsmanna kirkjunnar. Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður séra Flóka Kristinsson- ar, sóknarprests, segir að staða séra Flóka sé sterkari eftir þennan úrskurð því valdsvið hans hafi verið skilgreint og staðfest að hann hafi á engan hátt brotið af sér. Jón Stefánsson segist ætla að hlíta úrskurðinum. Hann segist vona að biskup fylgist vel með þróun mála í Langholts- sókn næstu daga og vikur og tryggi að eftir úrskurðinum verði farið. Andvana sáttatillaga Geir Waage, formaður Prestafélags Islands, gagnrýnir úrskurðinn harðlega og segir að hann sé í reynd enginn úr- skurður heldur andvana fædd sáttatillaga. Sóknarnefnd Langholts- kirkju hefur lýst sárum von- brigðum með úrskurðinn. ■ Presti og organista/4 ■ Úrskurður/28 Miðstjórn undirbúi allsheri araðgerðir FORMANNAFUNDUR aðildarfé- laga ASÍ, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær, krafðist þess að ríkis- stjórnin dragi til baka frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á vinnulöggjöfinni. Jafnframt var miðstjórn ASÍ falið að fylgja málinu eftir og leita samstarfs við öll önn- ur samtök launafólks um allsheijar aðgerðir „til að hrinda þessari árás,“ eins og segir í ályktuninni. Formennirnir fóru að fundi lokn- um á Alþingi og afhentu Davíð Oddssyni forsætisráðherra ályktun fundarins. Davíð sagðist vænta þess að aðilar næðu saman í þessu máli þó kergja og óánægja væri á milli manna í augnablikinu. Hann sagði að frumvarpið færi nú til Ráðherrar treysta á að sam- komulag náist þingnefndar að lokinni fyrstu um- ræðu. „Við væntum þess að á þeim tíma sem nefndin er að störfum nái menn að ræða saman, bæði ríkisvald og Alþýðusambandið annars vegar og Vinnuveitenda- sambandið hins vegar, þannig að menn geti komið sínum sjónarmið- um að,“ sagði forsætisráðherra. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði við umræðurnar í gær- kvöldi að ýmsu mætti breyta í frumvarpinu og hann treysti fé- lagsmálanefnd ágætlega til að fara ofan í saumana á því. Hann sagði að ákvæði frumvarpsins um vinnu- staðafélög væri t.d. álitamál og eins mætti gera breytingar á þeim þröskuldum sem sett eru um at- kvæðagreiðslur. Ráðherra sagðist telja vonlaust að aðilar vinnumark- aðarins næðu samkomulagi um breytingar á samskiptareglum á vinnumarkaði eftir 18 mánaða við- ræður og því hefði verið nauðsyn- legt að flytja frumvarpið ef ætti að takast að lögfesta það fyrir þinglok. „Það er þýðingarlaust að ætla að kalla frumvarpið aftur. Það ætla ég ekki að gera,“ sagði Páll. ■ Stéttarfélagsfrumvarpið/6 Hof með 304 óna hagnað í HOF sf., móðurfyrirtæki Hag- kaups hf. og sex annarra fyrir- tækja, skilaði alls um 304 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Velta samstæðunnar var alls um 11,5 milljarðar króna en þar vóg þyngst velta Hagkaups sem nam um 10,2 milljörðum á árinu. Sigurður Gísli Pálmason, stjórn- arformaður Hofs sf., sagði að öll fyrirtækin innan samstæðunnar hefðu skilað hagnaði á árinu. Hann kvaðst telja að þessi afkoma væri vel viðunandi og benti á að raun- arðsemi eigin fjár væri svipuð því sem talin væri æskileg í nágranna- löndunum eða um 23%. „Á íslandi hafa menn sætt sig við miklu lægri arðsemi sem er óheilsusamlegt fyr- ir atvinnulífið.“ Eigið fé 1.462 milljónir Eigið fé Hofs samkvæmt sam- stæðureikningi var í lok sl. árs alls um 1.462 milljónir króna og eiginfjárhlutfall um 28%. millj- fyrra Hagkaup skilaði á síðasta ári alls um 225 milljóna króna hagn- aði ef undan eru skilin óregluleg gjöld. Nam eigið fé Hagkaups um 978 milljónum í árslok 1995. Miklatorg hf., rekstraraðili Ikea- verslunarinnar, kemur Hagkaupi næst að stærð innan Hofs. Nam velta fyrirtækisins um 1.050 millj- ónum og hagnaður um 40 milljón- um á sl. ári. ■ Hof sf. með um/14 Keflavík mætir Grindavík KEFLVÍKINGAR mæta Grind- víkingum í úrslitum úrvals- deildarinnar í körfuknattleik, en Keflvíkingar lögðu Njarð- víkinga 99:74 í fjórða leik lið- anna í undanúrslitum í gær- kvöldi og sigruðu því 3-1. KA sigraði FH 29:28 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í handknattleik og er því komið í úrslit. Þar mæta norðanmenn annað hvort Aftureldingu eða Val, en liðin leika oddaleik í dag. ■ Undanúrslit/D2 og D3 Morgunblaðið/Ásdís BENEDIKT Davíðsson forseti ASÍ afhendir Davíð Oddssyni forætiráðherra ályktun formanna aðildarfélaga ASÍ við Alþingishúsið í gær. Morgunblaðið/Júlíus Bílvelta í hálku Fólksbíll með fjórum farþegum valt rétt neðan við Bláfjallaaf- leggjarann í gærkvöldi. Tvær stúlkur og tveir piltar voru í bílnum, sem ökumaður missti sljórn á vegna mikillar hálku á Suðurlandsvegi. Farþegarnir köstuðust allir út úr bílnum að sögn lögreglu og var enginn í bílbelti. Lögreglu og Slökkvilið- inu í Reykjavík barst tilkynning um slysið laust eftir klukkan hálftíu og voru farþegarnir fluttir á slysadeild. Nokkuð bensín lak úr bilnum sem var snúið á réttan kjöl vegna eld- hættu og þvínæst dreginn af vettvangi. Ekki var vitað um meiðsli þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.