Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 m Listmunir voru fá og oft smíðuð heima á hverj- um bæ. HúsgagnastíU á miðúldum í Evrópu Eitt hið fyrsta sem við rekum aug- un í þegar við skoðum listmuni frá byrjun miðalda í Evrópu, er hið grófa, og að því er virðist viðvan- ingslega handbragð þar sem greini- lega skorti á alla sérhæfingu. Form- in voru þung og luraleg og húsgögn voru smíðuð af hagleiksmönnum heima á bæjum eins og tíðkaðist í íslensku bændasamfélagi fram á þessa öld. Hlutirnir voru lausir við að vera fágaðir, heldur grófunnir og aðeins miðaðir við ákveðið notagildi. Borð, bekkir og rekkjur voru nagl- fastir hlutir. Listamaðurinn var nafnlaus iðnaðarmaður og það var honum víðs fjarri að vera frumlegur. Það má heldur ekki gleyma því að á miðöldum voru allar hstgreinar í höndum kirkjunnar sem hafði fjár- magn og gat kosið sér það besta. Hún lagði til innblásturinn sem var heilög ritning og sögur helgra manna. Menn unnu listaverk sín guði sínum til dýrðar. Kirkjurnar voru einu listasöfnin fyrr á tímum. Þar kom söfnuðurinn saman og hver- gi var annað eins tækifæri til að skoða listaverk og sýna þau. Renaissanca- tímabilið á Ítaiíu I4RO -1EOO Á 15. öld var Ítalía án efa auðugasta land í Evrópu og háþróuð miðað við önnur lönd í álfunni. Þegar líða tók á 15. öldina var um að ræða fímm stórvel- di á Ítalíu, Feneyjar, Mílanó, Páfa- garð, Neapel og Flórenz. Eins og fleira sem augað gleður er Renaissancinn (endurreisnin) sprottinn á Italíu, nánar tiltekið Flórens um 1420. Síðar leituðu þessi áhrif norður fyrir Algafjöll, en um aldamótin 1500 höfðu Italir forystu í listsköpun heimsins. Á síðustu áratugum 15. aldar og byrjun 16. aldar voru þau listaverk gerð á Ítalíu að engin dæmi voru annars eins. Á endurreisnartímanum, nánar tiltekið á 15. öld, áttu sér stað miklar breytingar á sviði lista. Það var fyrst og fremst frjáls peningaverslun sem gjörbreytti allri afstöðu innan þjóð- félagsins á Italíu og annarsstaðar í Evrópu. Hið gamla óhreyfanlega kerfi miðalda var sprungið og SAGA listarinnar er jafngömul sögu mannkynsins, því að sköpunarþörf og fegurðar- þrá hlýtur að vera man- ninum í blóð borin. Svo frumstæð er varla nokkur þjóð að hún hafi ekki áhuga á list í einhverri mynd. Listin hlýtur að mótast og takmarkast af því þjóðfélagi sem elur hana upp, og kem- ur þar fleira til greina en hér verður rakið. Saga listarinnar með hverri þjóð er ákveðinn þáttur af þjóðarsögunni og er næstum samtengdur öðrum þáttum hennar. Þetta eru grundvallaratriði til skiln- ings á listmunum fyrr og síðar. Eins er það með þessa fámennu þjóð nyrst í hafi sem hefur varðveitt með sér meira en þúsund ára menn- ingu. íslenska listasagan hófst jafn- snemma og byggðin í landinu. Hingað fluttu norrænir menn menn- ingu eigin þjóða. Til að skapa list verður listamaðurinn að hafa efnivið, tóm, tima og síðast en ekki síst hvatningu, eyru sem vilja heyra og augu sem vilja sjá. Það eru þessir þættir sem hvetja listamanninn til starfa og beina viðleitni hans á ákveðnar brautir. Island var langt Sigríður Ingvarsdóttir. frá öðrum löndum og hlaut því að vera á ýmsan hátt utanveltu við menning- arstrauma Evrópu. ísland var frá upphafi hreinræktað bændasamfélag, bæir komu ekki til sögunnar fyrr en á 19. öld og lífsbarátta var hér hörð. Hér voru ekki bæir og borgarastétt sem Li alls staðar skapa listinni allt önnur skilyrði en fábreytilegt bændasamfélag gert. Megnið af listmunum alþýðulist, húsgögn getur Islendinga var BRUÐARKISTA frá Flórens á Italíu frá árinu 1472, skreytt útskurði með myndum úr heilagri ritningu. Utskurður á fótum minnir á ljónsfætur. ÍTÖLSK brúðarkista frá 1500 (Lombardi), úr hnotu og gott dæmi um flögn (intarsia). Svo frumstæð er varla nokkur þjóð, að hún hafí ekki áhuga á list í einhverri mynd, því sköpun- arþörf og fegurðarþrá hlýtur að vera manninum í blóð borin, segir Sigríður Ingvarsdóttir í fyrstu grein sinni um listmuni á laugardögum, þar sem hún mun einkum fjalla um húsgagnalist. Sigríður lauk mastersgráðu í „Arts Administration“, þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um fjárfestingar í listmunum. Hún hefur starfað hjá uppboðs- fyrirtækinu Sotheby’s frá árinu 1991. I__________________I---— » " ' ' ' ~ •............................................................................ — ÞAÐ ER eiginlega ekki hægt að skilja saltfisk til fulls án þess að sjá hvemig hann er meðhöndlaður af helstu salt- fiskneysluþjóðunum Spánverjum og Portúgölum. Þar er saltfiskur dýr gæðaafurð sem matreiðslumeistarar breyta í gómsætar veislumáltíðir. Sjálfur áttaði ég mig ekki fyllilega á leyndardómum saltfisksins fyrr en ég ferðaðist um Katalóníu og Baska- land fyrir nokkrum árum vegna greinaskrifa um spænska saltfisk- markaðinn. Það var ekki laust við að maður fylltist stolti er maður rölti um matvörumarkaðina í Barcelona og sá hvemig þessari íslensku afurð, bacalao islandia, var hampað af sölu- mönnunum. Saltfiskurinn er boðinn til sölu í óteljandi myndum, mismu- nandi skorinn og mismunandi útvat- naður. Dýmstu bitamir kosta meira en dýrasta nautakjöt. Katalóníu- ferðimar em orðnar margar síðan og aldrei hættir saltfiskurinn að heilla. Hól Rnbuchnns__________ Á veitingastöðum í Katalóníu er saltfiskur mjög algengur á mat- seðlum og virðist hægt að útfæra hann á óteljandi vegu. Hann er ljúf- fengur hrár, með ólífuolíu, hvítlauk, lauk, tómötum og ólífum, eða þá steiktur eða bakaður. Virtasti kokk- ur heims, Frakkinn Joel Robuchon, hælir saltfiski, eða morue eins og hann heitir á frönsku, mjög í bók sinni Cuisine de Quatre Saisons. Hann segir saltfisk vera í mikilli tísku og að það ætti að gleðja alla sælkera. Robuchon mlnnir á að áður fyrr hafi saltfisk verið að fínna á borðum allra í Frakklandi, jafnt aðalsmanna sem almúgans, ekki síst á föstunni. Saltfískur hafi mikið Saltfískur hefur lengí verið mikilvæg útflut- ningsvara en hins vegar ekki hátt skrifaður hér heima sem hráefni, segir Steingrimur Sigurgeirsson, sem telur löngu tímabært að breyta því viðhorfí. „menningarlega táknrænt gildi“ og hægt sé að útfæra hann á jafnmarga vegu og dagamir em í árinu. - I Portúgal er saltfiskur nánast þjóðarréttur en yfirleitt er matargerðin einfal- dari en í Katalóníu. Innflytjendur frá Portúgal mynda einnig kjarna saltfiskneytenda í Frakklandi nú til dags. Ekki „fiskur“ Þeir sem best þekkja til leggja áherslu á að ekki eigi að hta á baca- lao sem fisk heldur sérstakt fyrir- bæri er lúti sínum eigin lögmálum. Rauðvín hentar til að mynda mun betur með saltfisk heldur en hvítvín og það má ekki vera hvaða rauðvín sem er. Best með saltfisknum eru Rioja-vínin og þeim mun þyngri og meiri þeim mun betur eiga þau við, ekki síst ef fiskurinn er steiktur eða bakaður. Gran Reserva er því æski- legra en Crianza. Það má jafnvel styðjast við þá þumalputtareglu að ef vínið hentar vel með nautasteik sé það kjqrið með saltfisk. Við Islendingar höfum hins vegar kosið að hta framhjá þeim möguleikum sem saltfískurinn hefur upp á að bjóða og á flestum heimilum er hann enn borinn fram soðinn, með kartöflum og smjöri. Ég ætla ekki að amast við því, enda alinn upp á shkum saltfisk, en eftir að hafa séð Ijósið finnst manni það álíka meðferð á góðu hráefni og að sjóða nau- tasteik. í gegnum tíðina hafa reglulega verið haldnir saltfiskdagar á veitin- gahúsum en saltfiskurinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í Sælkerimi ---—■— ................... ........- .........
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.