Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Til hvers eru
lög í landinu?
HÁTT á annan ára-
tug hefur ekki verið
farið eftir lögum um
heilsuvernd starfs-
manna fyrirtækja.
Allan þennan tíma
hafa ráðherrar félags-
og heilbrigðismála
virt að vettugi heilsu
og hagsmuni launa-
fólks með því að láta
það viðgangast að
engin föst læknis-
skoðun fari fram. Það
hefur einnig verið lát-
ið átölulaust að trún-
aðarlæknar fyrir-
tækja sjái um skoðun-
ina, en slíkt er að
mínum dómi siðlaust,
þar sem læknirinn sem skoðar og
talar við starfsmanninn er á mála
hjá fyrirtækinu.
Úrbóta verið
krafist margoft
Verkamannafélagið Hlíf hefur
margoft krafist þess að farið sé
eftir lögum um heilsugæslu starfs-
manna, en hingað til talað fyrir
lokuðum eyrum ráðherra. I besta
tilfelli hafa ráðherrar lofað úrbót-
um en jafnan svikið það.
Einu sinni enn fer Verkamanna-
félagið Hlíf fram á það við ráð-
herra heilbrigðis- og félagsmála
að þeir sjái til þess að farið verði
eftir lögum um aðbúnað, hollustu-
hætti og öryggi á vinnustöðum, en
66. grein þeirra laga er svohljóð-
andi: „Heilsuvernd starfsmanna
skal falin þeirri heilsugæslustöð
eða sjúkrahúsi, sem næst liggur
og/eða auðveldast er að ná til,
sbr. 19. gr. laga nr. 57/1978.
Hvert fyrirtæki skal
gera skriflegan samn-
ing við stjórn viðkom-
andi heilbrigðisstofn-
unar (stofnana) um
fyrirkomulag og fram-
kvæmd þeirrar þjón-
ustu sem veíta skal.
Vinnueftirlit ríkisins
skal sjá um að slíkir
samningar séu gerðir
og hlutast til um að
skorið sé úr ágreiningi
er upp kann að koma
milli heilsugæslustöðv-
ar, sjúkrahúss og at-
vinnurekanda."
Lög eru brotin
Eins og áður segir
hefur Hiíf marg oft krafist þess
að farið sé eftir gildandi lögum um
heilsuvernd starfsmanna, t.d. sendi
Getur það talist eðlilegt,
spyr Sigurður T. Sig-
urðsson, að stjórnvöld
sniðgangi og brjóti lög?
félagið bréf og greinargerð í des-
ember 1993 til ráðherra heilbrigð-
is- og félagsmála um framkvæmd
læknisskoðunar hjá ISAL. I bréfinu
er þess krafist að heilsugæslustöð
verði látin sjá um læknisskoðunina,
en hjá ÍSAL sér trúnaðarlæknir
fyrirtækisins um hana, þrátt fyrir
að Iög geri ráð fyrir að hún fari
fram á heilsugæslustöð eða sjúkra-
húsi:
Sigurður T.
Sigurðsson
Sumir eru
jafnari en aðrir
FERÐAÞJÓNUSTA
fatlaðra í Reykjavík
hófst í janúar 1979 og
er sá hluti almennings-
vagnakerfis Reykjavík-
ur sem þjónar fötluðum.
Viðskiptavinir Ferða-
þjónustunnar eru þeir
sem ekki geta nbtfært
sér strætisvagnana
vegna fötlunar sinnar.
Þrátt fyrir að þjón-
ustan hafi stóraukist á
undanförnum árum og
starfsfólk Ferðaþjón-
ustunnar leggi sig allt
fram er hún ekki næg.
Sem dæmi má nefna
að það þarf að panta
ferðina með minnst sólarhrings fyr-
irvara og þó er ekki víst að vagn
sé laus á þeim tíma. Þessi sólar-
hrings fyrirvari gerir það að verkum
að ekki er hægt að bregða sér af
bæ fyrirvaralaust. Er ekki nóg að
vera hreyfihamlaður,
þó svo að ferðamögu-
leikar manns séu ekki
takmarkaðir af of lítilli
þjónustu.
Hvernig fyndist þér
að þurfa að panta
strætisvagnaferðir með
sólarhrings fyrirvara?
Ferðaþjónusta fatl-
aðra verður að þróast í
þá átt að geta veit fötl-
uðum fullnægjandi
þjónustu. Ferðaþjónust-
an er íjölmörgum
ómissandi, þar sem al-
menningsvagnar á
höfuðborgarsvæðinu
eru óaðgengilegir
hreyfihömluðu fólki.
Síðustu hugmyndir Strætisvagna
Reykjavíkur um kaup á nýjum vagni
eru að kaupa liðvagn, sem er óað-
gengilegur hreyfihömluðum. Þetta
er enn eitt dæmi um fjárfestingu
sem ekki er ætluð öllum. Svo lengi
sem almenningsvagnakerfi borgar-
innar er óaðgengilegt hreyfihömluð-
um og Ferðaþjónusta fatlaðra getur
ekki fullnægt þörfum viðskipatvina
sinna mun hreyfihömluðum meinuð
þátttaka í samfélaginu á jafnréttis-
grundvelli.
í dag er fjöldi ferða til vinnu,
skóla, lækninga og hæflngar ótak-
markaður, til einkaerinda 18 ferðir
á mánuði (ein ferð er aðeins aðra
leiðina). Ef þú átt ekki bíl eða getur
ekki keyrt og verður því að taka
strætó, hvernig fyndist þér þá að
settur yrði kvóti á ferðir þínar og
þér aðeins ætlað að fara 2-3 einka-
ferðir í viku hverri. Flestir munu
segja að takmarka notkun almenn-
Valerie Harris
Bréf Hlífar
„Verkamannafélagið Hlíf fer
fram á að ráðherrar heilbrigðis- og
félagsmála hlutist til um Islenska
álfélagið hf. fari samkv. lögum
varðandi heilsugæslu starfsmanna
sinna. Lögbundnar læknisskoðanir
verði hér eftir látnar fara fram á
opinberri heilsugæslustöð en ekki
framkvæmdar af trúnaðarlækni
fyrirtækisins suður í Straumsvík."
Meðfylgjandi bréfinu var nokkuð
ítarleg greinargerð um málið.
Alit landlæknis
Þáverandi heilbrigðisráðherra
leitaði álits landlæknis á erindi Hlíf-
ar og fékk eftirfarandi svar:
„Embættið hefur skoðað erindi
Verkamannafélagsins Hlífar um
heilsugæslu starfsmanna Islenska
álfélagsins hf.
Samkvæmt lögum um heil-
brigðisþjónustu skal heilsugæsla
starfsmanna fara fram á viðkom-
andi heilsugæslustöð.
Ég er því sammála bréfi Verka-
mannafélagsins Hlífar frá 14. 12.
1993.“
Vítavert kæruleysi
Öll viðbrögð stjórnvalda gagn-
vart hlutlausri læknisskoðun starfs-
manna og gildandi lögum um hana
lýsa slíku kæruleysi að vítavert
verður að teljast. Það er vægast
sagt alvarlegt mál þegar alþingis-
menn samþykkja lög, sem þeir síðan
sniðganga áratugum saman. Það
væri fróðlegt að fá svör frá ráðherr-
um heilbrigðis- og félagsmála við
eftirfarandi spurningum:
Getur það talist eðlilegt að
stjórnvöld sniðgangi og bijóti lög
sem tryggja eiga heilsu og lág-
marks mannréttindi almenns
launafólks?
Er það eðlilegt að læknir sem
er á launaskrá fyrirtækis sjái um
læknisskoðun á starfsmönnum
sama fyrirtækis?
Höfundur er formaður Verka-
mannafélagsins Hlífar.
ingsvagna sé fáránlegt en fatlaðir
lifa við þetta óréttlæti. Eins og þetta
sé ekki nógu slæmt koma nú tillög-
ur frá samtökum sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu sem skerða
enn frekar ferðamöguleika fatlaðra,
ferðir til einkaerinda eru aðeins 12
á mánuði og heildarfjöldi ferða er
takmarkaður við 60 (til vinnu, skóla,
læknis, hæfingar og einkaerinda).
Segjum nú sem svo að þú farir á
einum mánuði fjórum sinnum í stór-
markað að versla, tvisvar út með
vinum þínum, tvisvar í heimsókn til
ættingja og einu sinni í banka, þá
verða ferðimar tuttugu talsins, sem
er tveimur ferðum meira en gert
er ráð fyrir í dag! Hvaða möguleika
hefur einstaklingurinn þegar ferð-
Hvernig fyndist þér,
spyr Valerie Harris,
að þurfa að panta stræt-
isvagnaferðir með sólar-
hrings fyrirvara?
irnar eru búnar? Aðgengilegir leigu-
bílar eru fáanlegir, en maður ferð-
ast ekki með leigubílum að jafnaði,
það er of dýrt og flokkast undir
munað. Örorkulífeyrir nægir varla
fyrir nauðþurftum, hvað þá fyrir
leigubílum.
Tillögur samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu um að skerða
ferðir vegna einkaerinda enn frekar
og takmarka heildarfjölda ferða er
sorglegt dæmi sem mun leiða til
frelsisskerðingar notenda.
Fjöldi ferðanna er samt sem áður
ekki aðalatriðið, heldur það að tak-
marka ferðir fatlaðra í eina almenn-
ingsfarartækinu sem þeim stendur
til boða. Þetta þýðir að „... sumir
eru jafnari en aðrir“.
Höfundur er iðjuþjálfi.
HINN 17. febrúar
birtist í Lesbók Morgun-
blaðsins grein eftir
Hannes Sigurðsson list-
fræðing, sem innihélt
meðal annars lýsingu á
atvinnumálum starfs-
stéttar á íslandi, en sam-
kvæmt eigin félagatali
telur hún á fjórða hundr-
að aðildarmanna. Þar
mátti lesa í gagnorðu
máli um starfsskilyrði
og kjör starfsstéttar sem
er svo hlunnfarin í hags-
munamálum sínum að
ekki er jieinu saman að
jafna. í greininni var
fjallað um íslenska
myndlistarmenn, og er undirritaður
í þeirra hópi. Ástæða er til að taka
margt sem kom fram í grein Hann-
esar til frekari umræðu og skoðana-
skipta innan vébanda atvinnugrein-
arinnar, starfsstéttarinnar, eða
hvemig sem við kjósum að skilgreina
okkur: Vinnuaflið myndlistarmenn á
Íslandi.
Miðað við framboð á þessu vinnu-
afli (þar er meðal annars átt við
fjölda sýninga) hlýtur eftirspurnin
að vera gífurleg. Og þar sem er
mikil eftirspurn eftir tiltekinni þjón-
ustu, vinnuafli og vöru, segir sig
venjulega sjálft að miklir peningar
og háar launagreiðslur hljóta að
vera i boði.
Reyndin er önnur þegar íslenskir
myndlistarmenn eiga í hlut. Þar má
með sanni segja að sé komið til sög-
unnar ódýrasta vinnuafl sem staðið
hefur til boða í allri atvinnusögu
þjóðarinnar. Eins og málum er hátt-
að nú, em þeir til dæmis ekki laun-
þegar nema í því sjaldgæfa tilfelli
að þeim hlotnist starfslaun frá rík-
inu, ekki verktakar eða daglauna-
menn, varla matvinnungar.
Vaknað til vinnu
Megum við með nokkrum rétti
líkja okkur við verktaka? Enginn
verktaki í neinu fagi myndi svo mik-
ið sem rumska á morgnana fyrir þau
kjör sem íslenskir myndlistarmenn
hafa samþykkt í áraraðir. Dæmi:
Listamaður vinnur kauplaust í
marga mánuði við að búa til verk
fyrir sýningu, án nokkurrar trygg-
ingar fyrir sölu. Hann borgar að
auki leigu fyrir sýningarsalinn. Til
að kóróna þetta situr hann oftast
kauplaust yfír meðan á sýningunni
stendur.
Listamaðurnn og framlag hans,
sýningin, er forsenda þess að fólk
fari yfírleitt á listasöfn og menning-
arstofnanir. Sem slíkur dregur lista-
maðurinn fólk að; hann er virk for-
senda fyrir háu menningarstigi í
samfélaginu, er gerandi í því að
móta söguna. En vegna slælegrar
s^mningsstöðu - og samningur er
sjaldnast fyrir hendi - fær hann
ekkert borgað fyrir vinnustundir,
verkin eða sýningarhaldið. Hann
vinnur allt í sjálfboðavinnu og borg-
ar með sér, málar málverk eða mót-
ar í leir og heldur sýningu. Og það
er list. Hann er listamaður. Hins
vegar er honum ekki tamt að líta á
sig sem vinnuafl sem eitthvað ber
úr býtum. Samningar um kaup og
kjör eru því mál sem koma list ekki
við.
Er ekki eitthvað bogið við þetta?
Blaðburðardrengir hafa sterkari
samningsstöðu við viðsemjendur
sína en listamaðurinn. Þeir myndu
hlæja að þeim viðvaningshætti sem
listamenn hafa tamið sér, fullorðið
fólkið. Drengimir fá það sem þeim
ber. Við fáum minna en ekki neitt,
en emm af gömlum vana í stöðugum
hallarekstri.
Með fælni okkar við „peningavaf-
strið“ erum við að púkka upp á þá
ömurlegu og skaðlegu ímynd sem
almenningur hefur af listamönnum;
að þeir lifí fyrir listina, í andanum,
lifi nánast á loftinu. Lífskúnstner
er orðið. Lífskúnstnerinn er einungis
blankur vegna fyrr-
greinds kunnáttuleysis
í peningamálum,
eignalaus og á hrak-
hólum í húsnæðismál-
um. Hann á mikið
komið undir greiða-
semi þeirra' skilnings-
ríku og aumingjagóðu
sálna sem eru veikar
fyrir bóhemum sem
stunda barinn og „setja
svip á mannlífið".
Góður listamaður er
soltinn listamaður,
helst með einhver
trúðsleg Montmartre-
heilkenni. Þetta er sú
ímynd sem hinn al-
menni borgari sér og vill sjá, annars
finnst honum eitthvað vanta í tilver-
una.
Að sigra heiminn ...
Við listamenn spilum illa úr okkar
spilum og látum of auðveldlega af-
greiða okkur sem lífskúnstnera -
eða nánast utangarðsmenn - af því
að við erum aular í viðskiptum og
látum hlunnfara okkur við öll mögu-
leg tækifæri.
Við skulum taka okkur á. Hættum
til dæmis að taka við blómvöndum
Blaðburðardrengir hafa
sterkari samningsstöðu
en myndlistarmenn,
segir Kristbergur O.
Pétursson og hvetur til
nýrra vinnubragða.
og heiðursgripum - og öðrum inni-
stæðulausum vegtyllum í menning-
arveislum - meðan sumir í okkar
röðum geta lesið dagblað í gegnum
skósólana sína. Þetta er okkar vinna
og hún kostar miklu meira. íslensk-
ir myndlistarmenn hafa villst inn í
hlutverk sjálfboðaliða sem eru sífellt
að leiða sömu fínu frúna - menning-
arlífið"', - yfír gangbrautina. Fína
frúin er löngu hætt að þakka fyrir
sig, af því þetta er orðið svo sjálf-
sagt.
Fleira var umhugsunarvert í fyrr-
nefndri Lesbókargrein í þessu sam-
hengi. Orðrétt tilvitnun: „Komar og
Melamid hugsa um peninga." Þessir
menn vita gjörla hvað hangir á spýt-
unni þegar kemur að viðskiptum við
söfn og menningarstofnanir. Þeir
eru fyrirtæki. Verk og sýning er
framleiðsluferli sem kostar sitt því
að list ‘ er verðmætasköpun. Það
ætti að vera dijúgt ihugunarefni
fyrir okkur viðvaningana. Af þeirri
ástæðu meðal annars er koma þeirra
félaga hingað atburður sem skiptir
máli.
Annar ljós punktur er, að Menn-
ingarmiðstöðin Gerðuberg hefur frá
upphafi viðhaft þann sið að gera
samning við listamenn um það er
lýtur að sýningarhaldi, og nú jafnvel
að greiða þeim ákveðna peningaupp-
hæð fyrir þátttöku í sjónþingi. Sú
upphæð er kannski ekki ýkja há, á
þessu stigi varla meira en táknrænn
virðingarvottur við starf listamanns-
ins. En það er ekki slæm byijun,
raunar hreinasti happdrættisvinn-
ingur sé miðað við hagsmunabaráttu
okkar.
Að lokum þetta. Við skulum
hætta að vera skátar í bóhemabún-
ingum sem allir geta snýtt sér í.
Lærum að þekkja okkar starfs-
grundvöll og berum meiri virðingu
fyrir vinnunni okkar. Kennum öðr-
um að bera virðingu fyrir henni.
Samningana á borðið. Én munum
að slæmur samningur jafngildir eng-
um samningi. Fáum það sem okkur
ber eða göngum út.
Höfundur er myndlistarmaður.
Skátar í bóhema-
búningum
Kristbergur Ó.
Pétursson