Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hin hliðin á lýtalækninga- deildinni Grettir Tommi og Jenni I2-Z? Ljóska Ferdinand Frá Sveini Péturssyni: ÞAÐ HLÝTUR að vera mjög erfitt fyrir lækna á lýtalækningadeild Landspítalans að beijast fyrir bætt- um starfsskilyrðum. Ég er ekki sér- fræðingur um meðferð brunasjúkl- inga en samt hef ég öðlast tals- verða reynslu sem brunasjúklingur - ég er sem sagt hin hliðin á málinu. 1993 brenndist ég og var fluttur á brunadeild Landspítalans, 13A. Þar hlaut ég mjög góða umönnun hjá sérþjálfuðu fólki, maður finnur fyrir mikilli öryggistilfinningu þeg- ar maður er hjálparvana og er meðhöndlaður af sérþjálfuðu fólki sem veit nákvæmlega hvað það er að gera. Brunadeildin 13A var mjög góður starfsvangur fyrir það sér- hæfa fólk sem þar vann, það flýtir fyrir bata að vera meðhöndlaður rétt á réttum tíma af nákvæmni og öryggi. Það styttir sjúkrahús- vistina. 1995 brenndist ég öðru sinni og var nú fluttur á Landspítalann til meðferðar. Nú var ég á deild 13D sem er mjög góð deild fyrir það sem henni er ætlað. Ég fann strax að þetta var öðruvísi en í fyrra sinnið bæði hvað varðar aðstöðu starfs- fólksins og þekkingu þess á með- höndlun brunasjúklinga. Starfsfólk 13D er mjög gott og duglegt, ekk- ert við það að sakast nema síður sé, brunasjúklingar eru bara ekki þeirra fag. Ég hugsa til þess með hryllingi þegar næst verður stórt brunaslys þar sem starfsfólk með reynslu og þekkingu er ekki lengur til staðar á þeirri deild sem er ekki lengur til. SVEINN PÉTURSSON, Ásgarði 2, 210 Garðabæ. Þegar eitt egg verður að mörgum hænum Frá Guðrúnu Jacobsen: LESENDUR góðir, sem eruð á leið- inni upp metorðastigann. Varið ykk- ur, ekki aðeins á „hrollvekjum" fort- íðarinnar, sem geta komið aftan að yður eins og hver annar uppvakn- ingur þegar síst skyldi, heldur verð- ið þér líka að vera hvíþveginn af allri „synd“. Hafið þér einhvern tím- ann á yngri árum slett úr klauf- unum, boðið hinu kyninu upp í til yðar, mótparturinn sagt nei, takk, enda sjálfráða, er ekki að vita hver skollinn getur skeð, þegar þér eruð orðinn þriggja stjömu persóna. Væntanleg hjásvæfa, sem á sínum tíma sagði nei, og nei þýðir jú nei, getur í samfloti við slægan lögfræð- ing eða lögfræðinga, samanber nú- verandi Bandaríkjaforseta, ekki að- eins reytt af yður aleiguna, heldur líka æruna. Þetta kynferðisáreitniskjaftæði er gengið út í öfgar, tíkt og hver annar hvimleiður áróður eða múg- seijun. Samkvæmt frétt í Tímanum síð- astliðinn laugardag ku íslendingar hafa bætt á sig 10 kílóum undanfar- inn áratug. Hvað skyldi púkinn á fjósbitanum vera orðinn þungur á vigtinni umrætt tímabil í sögu lands- ins, þegar athyglissjúkt fólk nærist aðallega á illmælgi um náungann? GUÐRÚNJACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Rvík. Fáein orð um áreitni Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: ÞAÐ HEFUR ekki framhjá neinum farið hver óskapalæti og gaura- gangur geisað hafa í deilu þeirri sem herjað hefur í Langholtskirkju- sókn. Það byijaði að því er virðist með hnútukasti á milli sóknar- prestsins og organjstans sem magn- aðist með ótrúlegum hraða þeirra sagna, sem ekkert upphaf hafa en þeytast staflaust milli manna með andardrætti þeirrar persónu sem Gróa heitir, og hafa afrekað það að útvíkka ávirðingarnar umhverfis æðsta embættismann íslensku þjóð- arinnar og það af slíkum ofsa og ofríki að galdraofsóknir hér fyrr á arum virðast hjóm eitt í saman- burði við þetta. Aftaka biskupsins er svo afgerandi og hrottafengin að siðfágun finnst engin þó vel sé leitað. í öllum þessum látum er eitt æði undarlegt. Um leið og deilurnar og heiftin magnast í Langholts- kirkju rísa þijár konur upp við dogg úr híði sínu, sem þær hafa sofið í um 17 ára skeið, og taka til við að æpa af lífs og sálar kröftum um kynferðislega áreitni á hendur bisk- upi, sem nú er en var þá venjulegur prestur. Bergmálið nær eyrum þeirra sem tileinka sér aðferðir Gróu á Leiti. Þar með hefst síbyljukór- söngur um áreitni af öllu tagi í garð núverandi og þjónandi biskups yfir þjóðkirkju íslands. Með sama áframhaldi er hægt og leikur einn að mannorðs- og ærudrepa hvern einasta mann, hversu frambærileg- ur sem hann er í starfi, sérstaklega ef hann hefur stórt embættisheiti við nafnið sitt. ÁSMUNDÚR U. GUÐMUNDSSON Akranesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.