Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 AÐSENDAR GREIIMAR Sverri svarað ÉG HEF til þessa ekki talið þjóna neinum tilgangi að elta ólar við margvísleg ummæli Sverris Hermannsson- ar um íslandsbanka í fjölmiðlum undanfarin misseri. En í grein sinni í Morgunblaðinu sl. miðvikudag endurtek- ur hann rangfærslur um kaup Alþýðubanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka á Ut- vegsbankanum árið 1989. Þótt ummælin snúi fremur að þeim sem önnuðust söluna af hálfu ríkisins en kaupendunum er nauðsynlegt að þau séu leiðrétt. Ella gæti fólk far- ið að trúa þeim. í greininni segir Sverrir: „Þegar Útvegsbankinn var sameinaður há- effunum þremur - Iðnaðarbanka, Alþýðubanka og Verzlunarbanka - tók ríkið að sér að greiða öll vafa- Nauðsynlegt er að leið- rétta rangfærslur, segir Valur Valsson, sem hér svarar grein Sverris Hermannssonar um kaup á Alþýðubanka, Iðnaðarbanka og Verzl- unarbanka. söm útlán Útvegsbankans - upp á 700 milljónir að sagt var - með peningum skattborgaranna, auk þess sem annar heimanmundur rík- isins við sameininguna nam yfir tvö þúsund milljónum króna.“ Allt er hér rangfært og ósatt. Umsamið kaupverð fyrir hlut rík- isins í Útvegsbankanum, sem var 76,8% af hlutafénu, var 1.450 millj- ónir króna, en jafnframt var ákveð- ið að mat á útlánum bankans færi fram eftir á, þar eð ekki var talið eðlilegt að veita væntanlegum kaupendum aðgang að trúnaðar- upplýsingum fyrirfram. Slíkt mat gat haft áhrif á endanlegt kaup- verð. Einnig var ákveðið að meta fasteignir, sem myndu verða til sölu við samrunann og taka tillit til afkomu bankans frá upphafi árs til kaupdags, þegar uppgjör lægi fyrir. Niðurstaða alls þessa var sú, að heildarverðið var lækkað um 507 m.kr. en þar af voru 284 m.kr. vegna útistandandi lána, 178 m.kr. vegna fasteigna, sem ríkið tryggði sér jafnframt kauprétt að á sama verði, og skipti þessi lækkun því kaupendur engu máli, og loks var 45 m.kr. lækkun vegna rekstr- artaps fyrri hluta árs 1989 og fjár- festinga sem ráðist hafði verið í á þeim tíma og ekki gátu nýst kaup- endum. Heildarverðið sem kaupend- ur greiddu var því 943 m.kr. sem á verðlagi dagsins í dag væri um 1.300 m.kr. Þegar hlutafé er keypt, eins og var í þessu tilviki, fylgja með í kaup- unum allar eignir og skuldir við- komandi fyrirtækja og endurspegl- ast mat á heildarstöðunni í kaup- verðinu. Til þess að samningar tak- ist verða bæði kaupendur og selj- endur að vera sáttir við niðurstöð- una. í skýrslu þáver- andi viðskiptaráðherra til Alþingis um þessi mál árið 1992 fullyrðir hann, og færir rök fyr- ir máli sínu, að ríkið hafi fengið gott verð fyrir hlutabréfin. Þessum kaupum fylgdi því enginn dul- búinn heimanmundur og né gjafir. Fullyrð- ingar Sverris um slíkt eru því rangar. Þær eru jafnframt alvarleg ásökun á þá sem sömdu um þessi kaup af hálfu ríkisins. í samninganefndinni sátu Árni Tómasson, löggiltur end- urskoðandi og núverandi endur- skoðandi Landsbankans, Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri, og Sigurður Þórðarson, ríkisendur- skoðandi. Allir þessir menn eru þekktir af öðru en því að gefa eig- ur ríkisins og þeir reyndust skatt- borgurunum vel í þessum samning- um. Þáverandi ríkisstjórn hélt einn- ig fast á hagsmunum ríkisins. Sama má líka segja um sölu Sverris Her- mannssonar á hlutabréfum ríkisins í Iðnaðarbankanum á sínum tíma þegar Sverrir var iðnaðarráðherra. Sverrir hefur réttilega oft hrósað sér af þeirri sölu og ég tekið undir það. En ég verð jafnframt að segja eftir að hafa verið fulltrúi kaupenda í báðum þessum tilvikum að enginn eðlismunur var á þessum viðskipt- um. í hvorugt skiptið voru fulltrúar ríkisins að gefa eitt eða neitt. í umræddri grein sinni sl. mið- vikudag segir Sverrir Hermannsson einnig: „En af því sem Útvegsbank- inn gekk inn í íslandsbanka dauð- hreinsaður af öllum fortíðarvanda, hljóta hin miklu útlánatöp hans að stafa frá háeffunum þrem, sem fyrr greinir, eða af ábyrgðarleysi eftir að stóra háeffið, íslandsbanki, var stofnað." Hér gerist Sverrir svo djarfur af leggja útaf eigin rang- færslum, sem áður er getið, og draga af þeim ályktanir. Með sömu röksemdafærslu má halda því fram að Landsbankinn hafi verið „dauð- hreinsaður af öllum fortíðarvanda" þegar Sverrir kom þangað, því bankinn átti samkvæmt ársreikn- ingum hans ekki í neinum útlána- vanda fyrr en síðar. Einhveijir gætu dregið þá ályktun að ekki væri einleikið að þá fyrst fór Lands- bankinn að tapa útlánum þegar Sverrir hafði verið þangað ráðinn. En nú vitum við Sverrir báðir að þess konar söguskýringar eru ekki réttar. Útlánatöp eiga vanalega langan aðdraganda og oft afar erf- itt að sjá þau fyrir. Útlánaáhætta er því á hveijum tíma metin á grundvelli þess sem menn vita á því augnabliki og einhvers konar framtíðarspár. Þær eru hins vegar hreint matsatriði og sýnist sitt hveijum. Sama á við um uppgjör Útvegs- bankans á sínum tíma. Það var gert eftir bestu samvisku og vitn- eskju á þeim tíma. En það er lang- ur vegur frá því að menn hafi árið 1989 séð fyrir töp sem urðu síðar á útlánum sem upphaflega voru veitt mörgum árum fyrr. Þess vegna er það rangt að bankinn hafi verið „dauðhreinsaður“. Slíkt er einfaldlega ekki hægt og það ætti Sverrir nú að vita manna best. Höfundur cr bankastjóri. Valur Valsson Scztirsófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GER/NN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - sími 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. Um hófstillingn HINIR fomu Hellen- ar áttu í tungu sinni orðið „sofrosyne“. Það er þýtt á ýmsa vegu í löndum Evrópu. íslend- ingar hafa sæst á þýð- inguna „hófstilling". Hófstilling er eiginleiki eða öllu heldur klasi eiginleika. Sá sem gæddur er hófstillingu kallast __ „hófstilltur" maður. íslenska orðið segir í rauninni verulega sögu. Það er gagnsætt og öllum auðskilið, sett saman úr orðunum hóf og ^tilling, sem eru ná- skyld sín á milli. Hver maður þekkir orðasambandið „að stilla einhveiju í hóf“. En sem eiginleiki er hófstilling ekki einfari, heldur tengist hún mörgum öðrum þáttum í tilvist ein- staklingsins og í samfélagslegri hegðan hans: Jafnvægi er nágranni hófstillingar og þar með yfírsýn og umburðar- lyndi. Hinn hófstillti sér a.m.k. tvær hliðar á hveiju máli og leggur þær á metaskálar til íhugunar og glöggv- unar áður en hann kveður upp úr með það, hvern kostinn hann tekur. Lýsandi dæmi um hófstillingu eru orð Þorgeirs Ijósvetningagoða að Lögbergi kristnitökuárið. Hann tal- aði um, að hvor deiluaðila hefði nokk- uð til síns máls, m.ö.o. að andstæðar skoðanir skyldu vegnar og metnar þannig að enginn fyndi sig settan hjá með öllu. Hinn heilsusamlegi efi er bróðir hófstillingarinnar. Hófstilltur maður efast í nokkrum mæli um allar skoð- anir sínar svo og um eigið ágæti. Hann efast m.a. jafnan um, að hon- um takist að sýna þá hófstillingu, sem hann helst vill í heiðri hafa. Hófstilling og þolgæði eru ná- skyld. Hófstilltur maður leitast við að bera þær byrðar sem lífið leggur honum á herðar. Hann vinnur þau verk sem hann hefur að sér tekið og víkur sér ekki undan erfiðum ákvörðunum eða athöfnum. Hæfilegt tómlæti er sennilega einn af fylgifiskum hófstillingar. Hófstillt- ur maður lætur hnýfílyrði og per- sónulegar væringar sem vind um eyru þjóta eða tekur þeim svo sem álengdar suði fluga á þili vorlangan daginn. Hann gætir tungu sinnar og íhugar vandlega þau orð sem til greina kemur að láta sér um munn fara áður en hann mælir þau fram. Hófstilling og auðmýkt eni systur. Þar kemur að þeim kristnu dyggðum, er síðar bættust við hel- lenska arfleifð. Auð- mýktin er reyndar í hópi þeirra eiginleika, sem örðugast er að til- einka sér, en því miður allt of auðvelt að láta sem hlutaðeigandi búi yfir. Þess konar láta- læti nefnast hræsni, og Jesús frá Nazaret fór svo hörðum orðum um hræsnina, að engu var líkara en hófstillingin brygðist honum sjálfum í þeim tilvik- um. Enda er hófstilling. sem fyrr greinir hluti af hinni hellensku menn- ingarvoð, en ekki hinni hebresku. Og þótt þær hófstilling og auðmýkt séu svo nákomnar sem vænta má um systur, eru þær ekki sami veru- leikinn. í aldanna rás hafa góðir menn meðal Vesturlandabúa tamið sér hóf- stillingu. Þeirra á meðal eru hinir svonefndu dulhyggjumenn eða „my- stikar“. Hófstilling þeirra byggir á sérlegum forsendum auk hinna al- mennu, sem jafnan eru undirrót hóf- stillingar. Spyija má, hvernig á því standi, að menn leitast við að temja sér hófstillingu. Hveijar eru upp- sprettur hófstillingarinnar, hvaðan er hún runnin? Eins og ýmsar aðrar dyggðir, sem menn hafa lagt rækt við í aldanna rás er hófstiiling gagnlegust þeim einstaklingi sjálfum, er hana iðkar. Hófstilling birtist sem félagsleg framför, bætt umgengni við aðra menn. En innsti kjarni hennar er sá styrkur, sem hún veitir hinum hófst- illta sjálfum. Þegar vanstilling hefur stigið sinn darraðardans til enda stendur hófstillingin ein eftir á svið- inu, ög hennar skal ríkið um síðir. Ef litið er til hófstillingar undan sjón- arhorni eilífðarinnar, verður fyrir- gefningin dyggur förunautur hins forna hugtaks. Þeir sem sjá fyrir sér einhvers konar dóm á efsta - degi, eiga auðvelt með að gera sér í hugar- lund hlutverk hins hófstillta á þeim dómi: Hann mun þá ganga fram og fyrirgefa þeim, sem gerði honum nokkuð til miska. Með þeim hætti Hófstillingin, segir Heimir Steinsson, kennir okkur varfærni andspænis hinstu rökum. tekur hann dómsvaldið úr höndum Guðs og beitir því sjálfur til að sýkna misgerðarmanninn, eyðir þannig málinu. En þótt við ekki seilumst svo langt, heldur höldum okkur einungis við þá tilveru, sem allir telja sig eiga vísa, þ.e.a.s. í þessum heimi, verður styrkur hófstillingarinnar svo mikill, að fyrir honum getur margt annað orðið að víkja. Eða hver þekkir ekki þær kringumstæður, er hrokagikkur- inn hlýtur að láta í minni pokann fyrir hinum hógværa eingöngu vegna stillingar hins síðarnefnda, sem varð- veitir ró sína, meðan hinn lætur dælu ónotanna ganga, uns hann hef- ur orðið sér til einberrar vanvirðu. Þannig er hófstilling sammannleg dyggð. Einu gildir, hvort til hennar er horft af sjónarhóli kristinnar eilífð- arvonar ellegar úr hlaðvarpa al- mennra sanninda. Gildi hófstillingar er í báðum tilvikum hið sama. í þessu efni kynni jafnvel að mega halda því fram, að hófstillingin kenni okkur varfærni andspænis hinstu rökum, aðgát i nærveru stærstu spurninganna, þeirra er varða þetta líf og hugsanlegan ævarandi veru- leika. Trúarvissa getur hæglega snú- ist í einstrengingslega andstæðu allr- ar hófsemi. E.t.v. eru skynsamleg- ustu orðin, sem maðurinn fær borið fram í viðurvist dýpstu spurninga tilverunnar einfaldlega þessi: „Eg veit það ekki“. Með þeim orðum leyf- ir maðurinn þeim álitamálum, sem úrslitum ráða, að vega salt í jafn- vægi, án þess að taka af skarið. Ætla má, að slíkur maður sé bet- ur en aðrir undir ævilok sín búinn. Hann er reiðubúinn að veita viðtöku gjöf eilífs lífs, ef það kemur í ljós, að hún stendur honum til boða. En jafnframt býr hann sig undir ævar- andi svefn í moldu landsins, minnug- ur þess, að „sælt er að gleyma í fangi þess maður elskar." Höfundur er útvarpsstjóri Heimir Steinsson Tannhirða ungbama HUGA þarf að tann- hirðu barna mjög snemma, jafnvel á með- an rneðganga stendur yfir. í þessum efnum, eins og svo mörgum öðrum, gildir reglan: „Því fyrr því betra.“ Þótt ótrúlegt megi virð- ast bytjar myndun tannanna þegar á átt- undu viku meðgöngu og er það ein helsta ástæða þess að hollt er að byija að huga að tönnum fyrir fæðingu. Heilbrigt líferni móður- innar og neysla hollrar fæðu er undirstaða þess að barnið vaxi og þroskist á réttan hátt og þar eru tennur að sjálfsögðu ekki undan- skildar. Tannhirða skal hefjast strax á fyrstu dögum í lífi ungbarns. Þótt engar tennur séu komnar upp er góður siður að þrífa munn og góma barnsins með hreinum klút eftir hveija fæðugjöf. Á þennan hátt er barnið vanið við það frá fyrstu tíð Sigurður Rúnar Sæmundsson að munnurinn sé þrif- inn. Sé þetta gert verð- ur barnið móttæki- legra fyrir því að tenn- ur þess séu burstaðar þegar þær fara að bijótast í gegnum tannholdið. Þegar fyrsta tönnin brýst í gegn er ágæt hug- mynd að gefa barninu mjúkan tannbursta í tilefni dagsins. Reynið fyrir alla muni að gera tannburstunina skemmtilega og ánægjulega upplifun fyrir barnið, en ekki bara fúla kvöð. Meðan tennurnar eru fáar í munninum tekur burstun þeirra ekki langan tíma og nota má tfm- ann til að gera burstunina að leik og ánægjulegri samverustund for- eldris og barns. Því fyrr sem barnið fer í sína fyrstu heimsókn til tannlæknis því meiri eru líkur á að heimsóknin verði jákvæð upplifun fyrir það. Slík heimsókn byggir upp traust og auðveldar samskipti tannlæknis og barns. Hvaða tannkrem á að nota? í stuttu máli má segja að tannkrem þurfi aðeins tvennt til að bera. Það þarf að innihalda flúor og barninu þarf að líka bragðið af því. Lang- flest tannkrem sem fást hér á landi innihalda flúor svo að ekki er erfitt að uppfylla það skilyrði. Erfiðara gæti reynst að finna bragð sem barninu líkar. Tannkrem sem ætluð eru fullorðnum eru gjarnan sterk á bragðið og freyða mikið, og sjaldn- ast líkar börnum það vel. Til eru á markaðnum tannkrem sérstaklega ætluð börnum sem eru mildari á bragðið en tannkrem ætluð full- orðnum. Það er vel þess virði að eyða tíma og orku í að finna tann- krem sem barninu líkar. Eins og áður sagði innihalda flest tannkrem flúor. Flúor í tannkremi er afar mikilvægur til þess að varna tannskemmdum en hugsanlegt er að neyta of mikiis af flúor. Þess vegna er mikilvægt að skammta barninu tannkrem á burstann. Sé of mikils flúors neytt í marga mán- uði eða ár getur það valdið myndun- argöllum í þeim fullorðinstönnum sem enn eru að kalka. Hæfilegt magn er u.þ.b. á stærð við eina græna baun. Að sjálfsögðu geta mjög ung börn ekki burstað tennur sínar sjálf. Eftir því sem barnið eldist og þrosk- ast er ágætt að leyfa því að taka smám saman meiri þátt í tannburst- uninni. Ekki er þó við því að búast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.