Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formenn aðildarfélaga Alþýðusambands íslands samþykktu ályktun um lagafrumvarpið Stéttarfélagsfrumvarpið verði dregið til baka Forsætisráðherra væntir þess að aðilar nái saman Morgunblaðið/Ásdís FORMENN aðildarfélaga ASI komu saman til fundar á Hótel Sögu kl. 13 í gær og samþykktu einróma harðorða ályktun gegn frumvarpinu um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Aðildarfé- lög í ASÍ eru 163 talsins. TALSVERT á annað hundrað for- menn aðiidarfélaga Aiþýðusambands íslands, samþykktu einróma ályktun gegn frumvarpi félagsmálaráðherra um breytingar á vinnulöggjöfínni á fundi sínum á Hótel Sögu í gær. Að fundinum loknum söfhuðust formennirnir saman fyrir utan Al- þingishúsið og afhentu Davíð Odds- syni forsætisráðherra ályktun fund- arins og kröfðust þess að frumvafpið yrði þegar í stað dregið til baka. Því næst fjölmenntu formennimir á þing- palla til að hlýða á umræður sem stóðu yfir um frumvarpið. Ráðrútn til að koma sér saman um samskiptareglur Davíð Oddsson forsætisráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráð- herra komu út úr þinghúsinu kl. 15.30 þar sem Benedikt Davíðsson, foreti ASÍ, afhenti Davíð ályktun formannanna. Benedikt sagði að það væri einróma skoðun formannahóps- ins að nú væri brýnast að gera ríkis- stjórninni grein fyrir því að ef ætti að ríkja áframhaldandi samstarf og friður á vinnumarkaði væri mikil- vægast að samningsaðilar vinnu- markaðarins fengju ráðrúm til þess að koma sér saman um samskipta- reglur og væru ekki undir hótunum um lögþvinganir. „Þess vegna krefjumst við þess, og fólkið, 66 þúsund manns sem á bak við okkur standa, að hætt verði við að reyna að koma því frumvarpi í gegnum þingið, sem hér hefur ver- ið kynnt til breytinga á vinnulöggjöf- inni. Við tökum jafnframt undir með öðrum þeim sem hafa krafíst þess að fá að koma með eðlilegum hætti að lagabreytingum um sín kjör að um það verði einnig viðræður en ekki undir hótunum um lögþvingan- ir,“ sagði Benedikt. Samráð þegar málið kemur til þingnefndar Ðavíð sagði að fyrsta umræða um frumvarpið stæði yfir á Alþingi og málið myndi því næst ganga til þing- nefndar. „Við væntum þess að á þeim tíma sem nefndin er að störfum nái menn að ræða saman, bæði ríkis- vald og Alþýðusambandið annars vegar og Vinnuveitendasambandið hins vegar, þannig að menn geti komið sínum sjónarmiðum að. Ég held að enginn félagsskapur í landinu hafi oftar komið sínum sjónarmiðum að þegar Alþingi er að störfum og oft mjög til heilla. Ég vona og vænti þess að menn nái líka saman í þessu máli þótt það sé kergja og óánægja á milli manna í augnablikinu," sagði forsætisráðherra. í ályktuninni er miðstjórn falið að leita eftir samstarfi við önnur samtök launafólks um allsheijar aðgerðir til að fylgja málinu eftir. Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin myndi ræða yfirlýsingu ASÍ en aðspurður kvaðst hann ekki telja að beinar hótanir um aðgerðir væri að finna í ályktuninni. „En Alþýðu- sambandið er vant því að fylgja sín- um málum fast eftir - það kemur ekki á óvart," sagði Davíð. Formenn landssambanda innan ASÍ ætla á næstu dögum að efna til funda sem víðast um landið. * Alyktunin „FORMANNAFUNDUR ASÍ, hald- inn á Hótel Sögu föstudaginn 22. mars 1996, fordæmir harðlega þann yfirgang ríkisstjómarinnar sem birt- ist í tilraun til að þröngva fram breyt- ingum á vinnulöggjöfinni án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Með framlagningu frumvarpsins hafa stjórnvöld gefið yfirlýsingu um að þau óski ekki lengur eftir hefð- bundnu þríhliða samstarfi og hafa þar með rofið áratuga sátt um þróun samskiptareglna á vinnumarkaði. Um slík vinnubrögð verður engin þjóðarsátt. Formannafundur ASÍ telur að fyr- irliggjandi frumvarp sé árás á verka- lýðshreyfinguna og hinn almenna félagsmann. Flestar hugmyndir í frumvarpinu rýra sjálfstæði stéttar- félaga og minnka völd einstakling- anna í verkalýðsfélögunum, þvert á það sem tillöguhöfundar þykjast stefna að. Frumvarpið byggir á van- þekkingu á málefnum íslensks vinnu- markaðar eins og marka má meðal annars af hugmyndum um vinnu- staðafélög sem forsvarsmenn bæði samtaka launafólks og atvinnurek- enda hafa varað við. Formannafundur ASÍ krefst þess að frumvarpið verði nú þegar dregið til baka, og aðilum vinnumarkaðar verði gefínn möguleiki á að semja um samskiptareglur sín á milli án hótunar um lagasetningu eins og stefnt var að áður en félagsmálaráð- herra lagði frumvarpið fram. Sama gildir um önnur frumvörp sem eru í meðferð Alþingis eða væntanleg þangað og fela í sér skerðingu á rétti stéttarfélaga og félagsmanna þeirra. Formannafundur ASÍ felur mið- stjórn að fylgja málinu nánar eftir og leita samstarfs við öll önnur sam- tök launafólks um allsheijar aðgerðir til þess að hrinda þessari árás. Þá telur fundurinn nauðsynlegt að á næstu dögum verði haldnir fundir á vegum ASÍ sem víðast um landið um þetta mál og aðrar árásir stjórnvalda á hendur launafólki og verkalýðs- hreyfingunni. Davíð Oddsson forsætisráðherra á þingi í gær um frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur Jafnvægi aðila er óraskað DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur raski í engu því jafn- vægi sem ríki milli verkalýðshreyf- ingar og atvinnurekenda. Hann segir einnig að stjómvöld hafi ekki hafnað samráði við aðila vinnumarkaðar með því að leggja frumvarpið fram á þingi. Davíð sagði á Alþingi í gær, að í frumvarpinu væri ekki verið að færa vald frá verkalýðshreyfíngunni til Vinnuveitendasambandsins heldur breyta fyrirkomulagi innan raða beggja aðila. Davíð sagði að í sínum huga hefði jafnvægið milli þessara aðila því ekki raskast en félagsmála- nefnd Alþingis myndi taka það sér- staklega til meðferðar. Þessi ummæli féllu í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir þingmað- ur Þjóðvaka las upp úr bréfi til fram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins, sem hún sendi sem félagsmálaráðherra í október 1992 þar sem útskýrð var túlkun íslenskra stjórnvalda á félags- málasáttmálan Evrópu í tengslum við mál sem rekið var fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu. í bréfínu segir að í félagsmálasátt- málanum felist sú höfuðskuldbinding að samningsaðilar skuli tryggja að samtök aðila vinnumarkaðarins hafi eðlilegan starfsgrundvöll og á milli þeirra ríki ákveðið jafnvægi. A sakabekk Þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrtu að með frumvarpinu væri þessu jafnvægi raskað og einnig hefði ítrekað verið bent á í umræð- unni um frumvarpið að það væri að öllum líkindum ílutun í innri málefni stéttarfélaga og þar af leiðandi í andstöðu við alþjóðlega sáttmála sem íslenska ríkið væri skuldbundið af. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að taka yrði áðurnefnda skuldbindingu alvariega. 0g það væri ljóst að með frumvarpinu væri ríkisvaldið að grípa til einhliða aðgerða í fullkominni andstöðu við launþegahreyfmguna en í þökk hins aðilans, atvinnurek- enda. „Ég fullyrði það, að hæstvirtur félagsmálaráðherra verður kallaður á sakabekkinn hjá Alþjóðavinnu- málastofnuninni nái þetta mál fram að ganga,“ sagði Jóhanna. Enginn útilokað breytingar Sighvatur Björgvinsson Alþýðu- flokki sagði að fyrir skömmu hefði einn ráðherra ætlað að knýja í gegn- um þingið skerðingu á lífeyrisréttind- um opinberra starfsmanna. Við það tækifæri hefði forsætisráðherra höggvið á hnútinn með yfirlýsingu um að slíkt yrði ekki gert í andstöðu við viðkomandi launlega. Sighvatur spurði Davíð hvort hann væri reiðu- búinn að gefa ASÍ þau fyrirheit að þetta mál yrði ekki knúið í gegn í andstöðu við Alþýðusambandið. Davíð sagði öðru máli gegpa um þetta mál en lífeyrissjóðsmálin. Þar hefði því verið lýst yfir að ekki stæði til að skerða áunnin réttindi með frumvarpi en síðan hefðu verið færð gild rök fyrir því að frumvarpið eins og það leit út þá gæti leitt til slíkrar skerðingar. Varðandi frumvarpið sem nú væri til meðferðar teldi ríkisstjórnin nauð- synlegt að lagfæra þær verklagsregl- ur sem giltu um vinnumarkaðinn og með frumvarpinu teldu menn sig vera að því. Það kynnu að vera hnökrar á frumvarpinu og ljóst, að enginn hefði útilokað breytingar á því í meðförum þingnefndar. Þinghlé í kringum páskana gæfi mjög gott tækifæri til að fara ítarlega yfir málið og hlusta eftir þeim athuga- semdum sem Alþýðusambandið og fleiri hefðu fram að færa. „Við munum auðvitað leita allra leiða til að sem mest sátt geti ríkt um málið, en það er ætlan ríkisstjórn- arinnar að þetta mál nái fram að ganga nú í vor,“ sagði Davíð. Engu samráði hafnað Steingrímur J. Sigfússon Alþýðu- bandalagi sagði Davíð misskilja kröf- una_ algerlega. Hún væri ekki um að ASÍ fengi að senda félagsmálanefnd Alþingi umsögn um þingmálið heldur um að þetta frumvarp, og önnur frumvörp sem snertu launþegahreyf- inguna, yrðu kölluð til baka. Ef það yrði ekki gert, liti verkalýðshreyfing- in svo á að samráði við hana hefði verið hafnað. Davíð sagði enga ástæðu til að draga þá ályktun af því, að ríkis- stjórni vilji ljúka máli á þinginu um verklag á vinnumarkaði, að ríkisvald- ið vilji ekki á sama tíma hafa samráð eða samvinnu við Alþýðusamb^nd íslands og einstök aðildarfélög þess. Þvert á móti vildi ríkisstjórnin slíkt samstarf og myndi leita eftir því. Því væri rikisstjórnin ósammála því sem kæmi fram í ályktun ASÍ um að þessu samráði hefði verið hafnað af stjórnvöldum. Sáralítið ber á milli Einar Oddur Kristjánsson þing- maður Sjálfstæðisflokks sagði á Al- þingi í gær, að deilur um vinnudeilu- frumvarpið virtust snúast meira um form en efni og í raun sé sáralítið sem ber á milli aðila um málið. Einar Oddur sagði það vonbrigði fyrir alla, að þeim aðilum sem falið var að endurskoða vinnudeilulögin skyldi ekki bera gæfu til þess að koma sér saman um þessa hluti. Hann sagði það mikla ógæfu og alvarlegt ef jafn stór og öflugur að- ili og Alþýðusamband íslands væri mjög óánægður með stöðu mála. Rýr eftirtekja Einar Oddur sagðist hafa reynt að átta sig á því hvaða efnisatriði menn deildu um og hann yrði að við- urkenna að eftirtekja sín væri heldur rýr. Því hlyti hann að álykta sem svo, að það klaufaskapur hafi valdið því að ekki tókst að koma fram með frumvarp sem aðilar vinnumarkaðar gætu staðið saman að. Einar Oddur taldi upp f|ögur at- riði sem verkalýðsfélögunum væri uppsigað við. Það fyrsta væri ákvæði um vinnustaðafélög, sem verkalýðs- félögin teldu vera brot gegn sam- þykktum Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar. Einar Oddur sagðist efa að þetta væri á rökum reist, en ef svo væri myndi hann ekki harma þótt ákvæðið færi út úr lögunum. Þá sagði Einar Oddur að þröskuld- ar í atkvæðagreiðslum færu fyrir brjóstið á verkalýðshreyfíngunni, en menn hlytu að vera tilbúnir að ræða þá og ná um þá sæmilegri. sátt. I þriðja lagi liti verkalýðshreyfingin svonefndar tengireglur hornauga, þ.e. að sáttasemjari geti lagt miðlun- artillögu fyrir mörg félög með lausa samninga. Einar Oddur sagðist við- urkenna að sáttasemjara væri gefið mikið vald en hann sæi ekki ástæðu til að tortryggja það embætti og hefði haldið að tengireglan gæti ver- ið af hinu góða og verndað láglauna- hópana fyrir upphlaupum lítilla betur launaða hópa. Sterk verkalýðshreyfing í fjórða lagi sagðist Einar hafa tekið eftir því að sumir innan verka- lýðshreyfingarinnar telji að frum- varpið muni valda því að verkalýðs- félögum fjölgi. Ef þessi gagnrýni væri á rökum reist væri mikil villa í frumvarpinu því aldrei mætti fara út úr þeim ramma sem reynst hefði best, að reyna að styrka ASÍ og stóru samböndin. Einar Oddur sagðist telja að vilji stæði til þess að Alþingi og félags- málanefnd Alþingis leituðu allra ráða til að þetta frumvarp í endanlegri gerð verði þannig að sem allra flest- ir á vinnumarkaði geti verið þokka- lega sáttir við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.