Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ | m LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 23
1 0 7
SÉRA JÓN í félagsskap fagurra kvenna, eins og venjulega. Hér eru það Kvenna-
skólapíurnar Björg Óskarsdóttir, Björg Sigurbjörnsdóttir, Alexandra Klonowski og
Berglind Þyrí Guðmundsdóttir.
Morgunblaðið/Halldór
STARFSMENN íshesta ásamt tveimur gæðingum f.v.: Bjarni Sigurðsson, Roði,
Einar Bollason, Skór og Einar Þór Jóhannsson.
HROSSABÓNDINN Einar að gefa, sem hann segir að sé eitt
það skemmtilegasta við hestamennskuna.
GÆÐAKLÁRINN Fönix cr
bæði hlýðinn og geðgóður.
mennskan gengur út á að sópa og kemba. Jú,
og svo auðvitað að ríða út og allt sem því fylg-
ir. En það er mikið atriði að hafa snyrtilegt í
húsunum.“
Hann réttir mér hnakk og upp í hugann
koma ljóðlínur úr dægurlagatextanum ódauð-
lega: „Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn
...“ En auðvitað þurfti Einar sjálfur að setja
hnakkinn á klárinn sem mér var ætlaður,
Fönix frá Árbæjarhjáleigu í Landsveit, enda
var undirritaður að stíga sin fyrstu spor inn í
töfraheim hestamennskunnar. „Þetta er
gæðaklár fyrir mann eins og þig. Hlýðinn og
geðgóður. Þú skalt byrja á að kemba honum
til að þið kynnist betur.
Það fyrsta sem ég þarf að gera er að fá þig
til að treysta mér og síðan að treysta klárnum.
Erfíðasta skrefið er að stíga á bak.“
Einar sagði mér hvernig ég ætti að sitja
hestinn, halda um tauminn og beina klárnum
til beggja átta og síðast en ekki síst, að fá hann
til að staðnæmast. „Þú bara togar í tauminn,
þetta er öruggara en bremsa á bíl. Hann hlýðir
þér í einu og öllu“. Það voru vissulega orð að
sönnu og eftir stutta æfíngu innan girðingar
vorum við Fönix báðir reiðubúnir að leggja í
hann upp á hæðina fyrir ofan hesthúsin.
Kennari ag
karfubaltahetja
Einar Bollason lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og
settist í lágadeild Háskóla íslands. A þeim
árum var hann einn þekktasti körfuknatt-
leikskappi landsins og margfaldur íslands-
meistari með gullaldarliði KR í þeirri íþrótt.
Hann lék síðan með Þór á Akureyri í tvö ár, en
sneri að því loknu aftur til síns gamla félags
sem leikmaður og þjálfari og hóf kennslu við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðar Víði-
staðaskóla. Fór mikið orð af kennsluhæfi-
leikum Einars, hann þótti strangur og kröfu-
harður og gekk fast eftir að nemendur lærðu
lexíurnar sínar, einkum beygjngu óreglulegra
sagna í dönsku. Minnast margir nemenda
hans enn þessara kennslustunda með ótta-
blandinni lotningu.
Einar stofnaði íslenskar hestaferðir hf.
ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Ingólfsdóttur,
fyrir nokkrum árum og starfar nú eingöngu
við það, auk þess sem hann annast körfu-
boltalýsingar fyrir Stöð 2. Umsvifin hafa auk-
ist jafnt og þétt og nú í vetur eru 32 hross í
húsi, en yfir sumartímann eru yfir 1.100 hest-
ar í ferðum fyrir Ishesta, víðs vegar um
landið. Snar þáttur í rekstrinum yfír
sumartímann eru ferðir um hálendið, sem
njóta sívaxandi vinsælda, ekki sist meðal
útlendinga sem sækja Island heim á sumrin.
Og galan kyssir kinn
Hressilegir vorvindar leika um vangann
þegar komið er upp á ásana fyrir ofan hest-
húsin og sú tilfinning að „knapinn á hestbaki,
sé kóngur um stund“ hellist yfir mann. Oft
hefur maður fundið þörf hjá sér til að syngja,
en sjaldan eins og nú:
Stíg þá létt á foldarvang,
erfógur sólin skm.
I bænm undk brekkunni,
þar bíður stúlkan mín.
Stíg þú svo að heyrist
þangað hófaslögin þín.
Þá klappar hún þér klárinn minn
í kvöld er birtan dm.
Sigurður heitinn Olafsson, söngvari, var
drjúgur í hestavísunum og fleiri lofsöngvar til
þarfasta þjónsins koma upp í hugann: „Ríðum
heim til Hóla“, og Skúlaskeið: „Þeir e'ltu hann
á átta hófahreinum..." og svo auðvitað: „Ég
berst á fáki fráum, fram um veg“, þar sem
„golan kyssir kinn og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn...“
Að vísu fórum við aldrei hraðar í þessum
reiðtúr en töltið, vegna reynsluleysis sögu-
manns, en það var líka alveg stórfínt. Og eitt
er víst, að eftir þessa reynslu er hann
staðráðinn í að fara af'tur á hestbak við fyrsta
tækifæri.
SjúkraJjjálfari leiáLeinir um val á dýnum í da^
Góá kvílá er mikilvægari fyrir lieilsuna en flest annað. Gæði
Jýnunnar geta kaft úrslitaákrif á kvort svefninn er vær og
enáurnærandi. 1 verslun Lystadúns-Snælands mún sjúkraþjálfari
leiðkeina og fræða viðskiptavini og segja frá kvaða kostum góð
dýna j)arf að vera kúin til að svefnsins verði notið sem kest.
Dýnuúrvalið kjá Lystadún-Snæland er fjölkreytt; fjaðradýnur
— kæði einfalciar og tvöfaldar latexdýnur, svampdýnur, yfirdýnur,
eggjakakkadýnur og keilsukoddar.
71
Opiðídagkl. 10:00-16:00.
SJÚKRAÞJÁLFUN
REYKJAVÍKUR
SkútLivo^i 11 • Sími 581-4655 og 568-5588