Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandamaður Kóreuforseta yfírheyrður Nýtt spilling- armál gæti skaðað Kim Seoul. Reuter. Reuter Himinsæng Napóleons lagfærð SAKSÓKNARAR í Suður-Kóreu yfírheyrðu í gær náinn samstarfs- mann Kims Young-sams, forseta landsins, vegna nýs spillingarmáls sem gæti valdið stjórnarflokknum miklum skaða í þingkosningum eftir þijár vikur. Verið er að rannsaka fjár- málaumsvif Changs Hak- ros, sem hefur lengi séð um einkafjármál Kims forseta. Saksóknararnir yfirheyrðu Chang að beiðni forsetans, en hann hefur ekki verið ákærður og kveðst saklaus af sakargiftunum. Fyrsta spillingarmálið Þetta er í fyrsta sinn sem náinn bandamaður Kims er bendlaður við spillingarmál, en áður höfðu tveir fyrrverandi forsetar Suður- Kóreu og stjómendur stærstu fyr- irtækja landsins verið ákærðir vegna mútumála. Stjórnmálaskýrendur sögðu að nýja spillingarmálið gæti valdið stjórnarflokknum miklum skaða í þingkosningunum 11. apríl. Kim hefur ítrekað lýst mútuþægni sem mesta böli þjóðarinnar og þótt hann hafi viðurkennt að hafa þeg- ið fé af fyrirtækjum fyrir kosn- ingabaráttuna árið Í992 kveðst hann ekki hafa gert það eftir að hann tók við embættinu. Fékk Kim fé úr mútusjóði? Stjórnarandstaðan hefur sakað Chang um að hafa skráð húseign- ir sem metnar eru á jafnvirði 300 milljóna króna á nöfn unnustu sinnar og bræðra hennar. Chang kveðst ekki tengjast þessum eign- um á nokkurn hátt. Stjórnarandstaðan hefur sakað Kim forseta um að hafa fjármagn- að kosningabaráttuna að hluta með fé úr 40 milljarða leynisjóði sem Roh Tae-woo, fyrrverandi forseti, hefur játað að hafa safnað með hjálp stórfyrirtækja. Roh er fyrrverandi bandamaður Kims og hefur verið leiddur fyrir rétt vegna mútuþægni ásamt forvera hans, Chun Doo Hwan. GULLINN örn Napóleons I. Frakkakeisara vakir á ný yfir gríðarstórri himinsæng þjóðhetj- unnar í Fontainebleau-höll, skammt sunnan við París. Húsið var reist á 16. öld og þar dvaldi keisarinn oft ásamt fyrri eigin- konu sinni, Jósefínu. Lokið er miklum viðgerðum á höllinni og húsbúnaðinum. Notað var grænt damask og rauður brókaði-vefn- aður í svefnsainum og farið vand- Iega eftir nær 200 ára gömlum fyrirskipunum Napóleons. Um 450.000 gestir skoða Fontaineble- au árlega. Ætlunin er að gera einnig við freskur í danssalnum sem raki hefur valdið tjóni á. Nýja-Sjáland KiriTe Kanawa gagnrýnd Wellington. Reuter. SÓPRANSÖNGKONAN Kiri Te Kanawa fékk í gær mjög slæma dóma gagnrýnenda vegna tónleika í heimalandi hennar, Nýja Sjá- landi, og þeir lýstu henni sem áhugalausri prímadonnu á fal- landa fæti. „Vonandi er þessi frammistaða ekki dæmigerð fyrir hana, vonandi gekk hún ekki heil til skógar, þar serh ekkert er dapurlegra en prímadonna á fallanda fæti,“ skrifaði Ivan Patterson, gagnrýn- andi dagblaðsins Dominion. Hann sagði að Te Kanawa, sem er 52 ára og býr í Englandi, hefði oft sungið svo lágt að röddin hefði varla heyrst. Tónleikarnir áttu að vera há- punktur alþjóðlegrar listahátíðar í Weliington en Petterson taldi að þeirra yrði minnst sem mesta klúð- urs hátíðarinnar. Umboðsmaður söngkonunnar, Paul Gleeson, kom henni til varnar og sagði að tónleikagestirnir hefðu tekið henni frábærlega, hún hefði 12 sinnum verið klöppuð upp og sungið tvö aukalög. Á efnisskránni voru aríur eftir Mozart og sönglög eftir Richard Strauss. Fágætur atburður Tónleikanna hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu á Nýja Sjálandi þar sem þetta voru fyrstu tónleikar Te Kanawa innanhúss á Nýja Sjálandi frá árinu 1969. Síð- ustu tónleikar hennar í landinu voru haldnir á íþróttaleikvangi í Auckland árið 1990 að viðstöddum 140.000 manns. Múslimar kærðir ÁKÆRUR á hendur þremur múslimum og einum Króata voru í gær lagðar fram hjá Stríðsglæpadómstól Samein- uðu þjóðanna í Haag. Er þetta í fyrsta skipti sem dóm- stóllinn leggur fram kæru vegna stríðsglæpa þar sem Bosníu-Serbar eru fórn- arlömbin. Tveir mannanna voru handteknir í Þýskalandi og Austurríki fyrr í vikunni og eru þeir sakaðir um að hafa stjórnað Celebici-fanga- búðunum í Konjic í Mið-Bos- níu árið 1992. Talsmaður dómstólsins sagði kærurnar skýrt merki þess að ekki væri gerður greinarmunur á þjóðerni glæpamanna og fómarlamba. Fjöldamorð í S-Afríku ELLEFU manns, þar af eitt ungabarn, létu lífið er sjö þungvopnaðir menn réðust á tvö heimili í Natal-héraði í gær. Árásin átti sér stað nokkrum klukkustund eftir að Nelson Mandela heimsótti héraðið. Lögregla sagði að greinilegt væri að pólitískar ástæður væru að baki morð- unum og að allir hinna látnu hefðu tengst Afríska þjóðar- ráðinu. Hóta sjálfs- morðsárásum ABDULLAH Oealan, leiðtogi Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hótaði því í gær að gerðar yrðu sjálfsmorðsárás- ir, svipaðar þeim er Hamas- samtökin hafa gert í ísrael, á skotmörk í borgum Tyrk- lands. í yfirlýsingu frá Ocalan er þess krafist af tyrkneskum stjórnvöldum að þau aflýsi neyðarástandi í héruðum Kúrda og að teknar verði upp viðræður við samtök þeirra. Tillögur um Gólanhæðir ÍSRAELSKA dagblaðið Ma- ariv greindi frá því í gær að ísraelsk stjórnvöld íhugi nú þann kost að bandarískar hersveitir verði fengnar til að gæta Gólanhæða, sem lið í friðarsamkomulagi við Sýr- lendinga. Blaðið sagði að þetta væri einn fjögurra kosta sem ísraelska utanríkisráðu- neytið viðraði í skýrslu sem kynnt verður Atlantshafs- bandalaginu í næstu viku. Talsmaður ráðuneytisins hef- ur staðfest að skýrslan sé til en vildi ekki tjá sig nánar um efni hennar. Enga leti hjá borginni BORGARSTJÓRI Cluj í Transylvaníu telur sig hafa fundið leið til að koma í veg fyrir að starfsmenn borgar- innar halli sér letilega fram á skóflur sínar í stað þess að vinna. Leggur hann í bréfi til vinnumálanefndar Cluj til að skóflusköftin verði stytt. I bréfinu, sem blaðið Romania Libera greinir frá, segist hann vilja stöðva þann ósið að einn maður vinni á meðan tíu samstarfsmenn hans horfi á og gefí góð ráð. Gísli Guðjónsson kannar mál Henry Lee Lucas Heimsmet í fölsk- um j átningnm London. Morgunblaðið. GÍSLI Guðjónsson réttarsálfræð- ingur hristir upp í bandarísku réttarkerfi með því að sýna fram á að Henry Lee Lucas, sem álit- inn hefur verið mesti fjöldamorð- ingi allra tíma, hefur verið dæmd- ur á fölskum játningum. Henry Lee Lucas játaði á sig yfir 600 morð í lögregluyfir- heyrslum eftir að hann var hand- tekinn árið 1983 fyrir að hafa ólöglega skotfæri undir höndum. Málið öðlaðist heimsathygli og í Bandaríkjunum hefur bæði komið út bók og kvikmynd byggð á sögu þessa „fjöldamorðingja". Lucas hefur þó aðeins hlotið dauðadóm fyrir eitt þeirra, sem kallað hefur verið appelsínugula sokkamálið og var framið árið 1979. Lögfræðingar hans hafa hins vegar dregið í efa sannleiksgildi játningar hans í því máli með því að sýna fram á fjarvistarsönnun. Þeir fengu jafnframt til liðs við sig Gísla Guðjónsson réttarsál- fræðing sem er fremstur sérfræð- inga á sviði falskra játninga. Gísli, sem er búsettur í Bretlandi og vann meðal annars að máli fjórmenningana frá Guildford og sexmenninganna frá Birming- ham, fór til San Angelo í Texas í janúar sl. þar sem hann tók viðtöl við Lucas og gerði athugun á ferli hans. Niðurstöður hennar sýndu að enginn fótur væri fyrir játningu Lucas sem hann hefur nú hlotið dauðdóm fyrir. Vilja frægð og viðurkenningu Gísli sagði í sam- tali við Morgunblað- ið að þótt hann hafi aðallega skoðað þetta eina mál þá sé ljóst að Lucas geti ekki hafa framið stóran hluta af þess- um morðum sem hann er sakaður um og í sumum tilvikum hafi hann jafnvel Henry Lee Lucas setið í fangelsi þegar þau voru framin. Það sé hins vegar auð- velt að fá hann til þess að játa á sig morð og einmitt þess vegna sé ekkert hægt að reiða sig á vitnisburð hans nema önnur gögn séu til staðar. Gísli segir suma skjólstæðinga sína nota falskar játningar til þess að öðlast frægð og viður- kenningu. „Henry Lee Lucas var vinafár, átti erfiða æsku að baki og var kunnugur fangageymslum þegar hann var handtekinn árið 1983 og byijaði að játa á sig morð í yfirheyrslum eftir fjögurra daga einangrun. Lögreglan áleit Lucas hafa sérþekkingu á þeim morðum sem hann játaði á sig, en þá þekkingu tileinkaði hann sér eingöngu með því að athuga vel þau gögn sem honum voru sýnd fyrir yfírheyrsl- ur og meðan á þeim stóð. Með því að játa fékk hann umbun og viðurkenningu sem honum líkaði vel. Hann varð frægur í fjölmiðlum, fékk sér- þjónustu í fangelsinu og eignaðist vini sem var meira virði fyrir hann en að hugsa um langtímaafleið- ingar játninganna." Þrátt fyrir ítar- lega skýrslu Gísla, sem lögð var fram þegar dómstólar tóku málið aftur upp, var dauðadómur Lucas stað- festur í febrúar sl. Lögfræðingar hans hafa nú ákveðið að áfrýja málinu aftur til alríkisdómstóls og fara fram á að tekið verið til- lit til skýrslu Gísla. Mál Lucas víti til varnaðar Gísli segir að sú staðreynd að dauðadómurinn hvíli enn yfir Lucas sýni hversu tregir dómarar í Bandaríkjunum séu til þess að viðurkenna að falskar játningar séu til. Hann telur hins vegar að málið geti orðið víti til varnaðar í framtíðinni fyrir réttarkerfið og lögreglu. „Þetta er merkilegt mál fyrir margra hluta sakir og al- gjört heimsmet í fölskum játning- um.“ Kim Young-sam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.