Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 13 Hópast á skíði SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli er opið almenningi um helgina og verða tvær lyftur í gangi, auk þess sem göngubraut verð- ur opin. Ivar Sigmundsson, for- stöðumaður segir að færið sé svipað og um síðustu helgi, hvorki betra né verra. Hópur skíðamanna er á leið til Akureyrar í æfingaferð, m.a. frá Reykjavík, Dalvík og Siglu- fírði. ívar vonast eftir betri tíð fyrir skíðaáhugamenn og að gert sé ráð fyrir einhverri snjó- komu á Norðurlandi í dag. Unglingameistaramót ís- lands á skíðum fer fram á Akur- eyri um næstu helgi og er búist við um 200 keppendum til leiks. Keppni hefst föstudaginn 28. mars og stendur fram á sunnu- daginn 31. mars. Tónleikar Rutar RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari heldur tónleika á vegum Tón- listarfélags Akureyrar í Akur- eyrarkirkju á morgun, sunnu- A efnis- skránni eru sónata nr. 2 í a-moll fyrir einleiksfiðlu og Chaconne úr partitu nr. 2 í d-moll eftir Bach og Lag og tilbrigði fyrir ein- Atla Heimi Sveinsson. Verk Atla var sér- staklega samið fyrir Rut og frumflutti hún það á Myrkum músíkdögum í febrúar 1995. Rut Ingólfsdóttir stundaði nám í Reykjavík, Svíþjóð og Belgíu og hefur starfað að tón- listarmálum í Reykjavík um árabil. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Fiðlan sem Rut leikur á var smíðuð árið 1719. Carrington í Borgarbíói Kvikmyndaklúbbur Akur- eyrar sýnir kvikmyndina Carr- ington í Borgarbíói kl. 17 á sunnudag, 24. mars og mánu- daginn 25. mars kl. 18.30. I aðalhlutverkum eru Bmma Thompson og Jonathan Pryce en myndin segir frá ástarsam- bandi myndlistarkonunnar Dóru Carrington við skáldið Lytton Strachey. Þetta er ein af sérkennilegustu og ljúfsár- ustu ástarsögum sem brugðið hefur verið upp á hvíta tjaldinu, en Strachey var samkynhneigð- ur. Myndin fékk verðlaun dóm- nefndar á Cannes-hátíðinni síð- asta vor, auk þess sem Jonat- han Pryce var valinn besti leik- arinn á hátíðinni fyrir túlkun á hinum einstæða Strachey. Vímuefni og vímuvarnir FRÆÐSLUFUNDUR um vímu- efni og vímuvamir verður hald- inn í Dalvíkurskóla á mánudags- kvöld kl. 20. Ellert B. Schram forseti ÍSÍ flytur erindi um íþróttir og vímu- efni, fulltrúar rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri segja frá efnum og einkennum neyslu þeirra, stöðu mála á svæðinu og fleiru. Gunnar Ómarson seg- ir frá reynslu sinni sem neytandi og því sem fram fer í Jafningja- fræðslunni. Ólöf Helga Þór for- stöðumaður Rauðakrosshússins við Tjamargötu segir frá starf- seminni sem þar fer fram. dag, kl. 17. leiksfiðlu eftir Nefnd um skiptingu Skútustaðahrepps Vondur kostur en allir mögu- leikar kannaðir FIMMMANNANEFND íbúa sunnan og vestan Mývatns var á fundi á fimmtudagskvöld falið að kanna möguleika á skiptingu sveitarfélags- ins, Skútustaðahrepps, fljótt og ötul- lega. íbúar í Skútustaðahreppi hafa ekki verið á eitt sáttir um skólamál í sveit- arfélaginu síðustu misseri. Aðalskóli sveitarinnar var til langs tíma á Skútustöðum, en er nú í Reykjahlíð. Ibúar sunnan vatns era ekki sáttir við langan skólaakstur bama sunnan vatnsins í skólann í Reykjahlíð og stofnuðu þeir í upphafi skólaárs í fyrra einkaskóla á Skútustöðum. Fyrir ligg- ur að þeir geti fengið framlag úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga vegna aksturs barnanna sæki sveitarfélagið um slíkt framlag. í lok janúar sl. samþykkti meirihluti sveitarstjómar að sækja um slíkt framlag gegn því skilyrði að aldrei yrði sótt um það aftur. Því vilja ibúar sunnan vatns ekki una og sagði Eyþór Pétursson formaður rekstrarstjómar einkaskólans á Skútustöðum að íbúum hefði enn ekki borist slíkur undirskriftarlisti frá sveitarstjórn og taldi ólíklegt að fólk myndi skrifa undir slíka yfirlýsingu. „Þetta var ágætur fundur, menn sýndu hógværð og ræddu málin af skynsemi og án alls ofstópa. Fyrst og fremst vilja menn standa vörð um Skútustaðaskóla. Það varð niður- staðan að kanna hvaða möguleika við hefðum á því að skipta sveitarfé- laginu og fyrst og fremst þurfum við að horfa til tekjumöguleika þess, hvar skiptin eigi að vera og almennt hvernig standa skuli að málum,“ sagði Eyþór. Upphaf að sameiningu hreppa Hann sagði samþykktina geta ver- ið upphaf að sameiningu annarra hreppa í Suður-Þingeyjarsýslu og sagði menn horfa til Reykjadals, Bárðadals og jafnvel allt til Ljósa- vatnsskarðs. „Ef menn ætla að skoða sameiningu þessara sveitarfélaga finnst okkur við allt eins eiga heima í þeim hópi,“ sagði hann „Auðvitað vilja menn alls ekki sjá fyrir sér; að Skútustaðahreppur skiptist í tvennt, það er ekki sá kostur sem menn helst vilja. Mönnum fínnst þetta vondur kostur, en finnst þeir til- neyddir að skoða alla kosti.“ Eyþór sagði að Alþingi þurfi að samþykkja lög um hreppamörk, ekki sé hægt að stofna nýtt sveitarfélag nema Alþingi samþykki slíkt. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um að skipta sveitarfélaginu, heldur ein- ungis að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni," sagði hann. Beiðni um skiptingu sveitarfélags þarf helst að berast Alþingi fyrir næstu mán- aðamót þannig að Eyþór sagði að vinna þyrfti hratt í þessu máli. Morgunblaðið/Kristján LINDA Björk Óladóttir förðunarfræðingur málar Sóleyju Brynjarsdóttur. Menningar- og afmælis- dagar í framhaldsskólunum NEMENDUR framhaldsskólanna á Akureyri hafa haft í nógu að snúast síðustu daga, en í Verk- menntaskólanum á Akureyri hafa staðið yfir Afmælisdagar og menningardagar undir nafninu Ratatoskur í Menntaskólanum á Akureyri. Nafnið er fengið að láni úr goðafræðinni og er íkornisem ber róg milli Jötunheima og Ás- garðs. í VMA hefur fjöldi námskeiða verið í boði, töffaranámskeið með Valdimar Flygenring, Rósa Ing- ólfsdóttir leiðbeindi á daðurná- mskeiði, Árný Runólfsdóttir var með jóganámskeið og Linda Björk Óladóttir var með snyrtinámskeið svo eitthvað sé nefnt. Þá sýnir leikfélagsfólk leikverkið Málum blandið. Á fimmtudag var þáttur- inn Almannarómur tekinn upp í Gryfjunni, sal skólans. Menningin hefur svifið yfir vötnum í MA, þar hafa verið hald- in menningarkvöld með klassískri tónlist, ljóðalestri og þá sýndi leik- félagið atriði úr uppfærslu sinni á Fríðu og dýrinu. Einar Kárason hefur lesið úr verkum sinum og efnt var til stuttmyndasamkeppni. I Möðruvallakjallara var mál- verkasýning þar sem nemendur skólans sýndu verk sín. Lífverur skráðar SAMÞYKKT var á ríkjaráðstefnu landa á norðlægum slóðum sem hald- in var í Kanada í vikunni að skrif- stofa verkefnis um skráningu lífvera á norðurslóðum — Conservation of Arctic Flora and Fauna, CAFF, verði staðsett á Akureyri. Skrifstofan hef- ur verið í Kanada. Gert er ráð fyrir að starfsemi skrif- stofunnar hefjist á þessu ári og til að byija með verða við hana tvö stöðugildi. Hún verður staðsett undir sama þaki og setur Náttúrafræði- stofnunar íslands á Akureyri, Veiði- stjóraembættið og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem væntanlega hefur starfsemi á næsta ári. Verið er að innrétta húsnæði í miðbæ Akureyrar við Hafnarstræti. Á ráðstefnunni var ákveðið að forgangsverkefni skrifstofunnar verði m.a. gerð áætlunar um fram- kvæmd sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um líffræðilega fjölbreytni á Norðurslóðum og framkvæmd áætl- unar um vernd langvíu. Líflegt á „lækna- dögum“ GRÍMSEYINGUM gefst kostur á að hitta lækna þriðju hverju viku, en þrír læknar á Akureyri sjá um að heilsufar eyjaskeggja sé í lagi, þeir Kristinn Eyjólfs- son, Pétur Pétursson og Hilmir Jóhannsson. Þeir taka á móti fólkinu í félagsheimilinu og þar er oft margt um manninn á „læknadögum." Þorlákur Sig- urðsson, oddviti Grímseyinga, sagði að heilsugæsla í eynni hefði lagast mikið á síðustu árum og ekki yfir neinu að kvarta. „Þegar ég var að alast upp var leitast við að senda lækni hingað einu sinni á ári, tilefnið var skólabarnaskoðun og þá gátu aðrir leitað til hans líka. Það er stór ávinningur að fá lækna nokkuð reglulega á þriggja vikna fresti, en það tókst með góðum vilja land- læknis og heilsugæslulæknanna á Akureyri,“ sagði Þorlákur. Á myndinni eru mæðgurnar Anna María Sigvaldadóttir og dóttir hennar Lilja Sif Magnús- dóttir hjá Kristni en hann vitj- aði Grímseyinga í vikunni. Morgunblaðið/Kristján Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta á morgun, 24. mars, kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ili á sama tfma. Föndur fyrir börnin. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta á dvalarheimilinu Hlíð kl. 16. á sunnudag, æsku- lýðsfundur í kapellu kirkjunnar kl. 15.30. Biblíulestur í safnaðar- heimili á mánudagskvöld kl. 20.30, GLERÁRKIRKJA: Biblíulest- ur og bænastund kl. 13 á laugar- dag. Barnasamkoma kl. 11 á morgun. Messa kl. 14. Nils Storá kynnir starf Gideonfélagsins. Foreldrar fermingarbarna hvatt- ir til að mæta með börnum sínu. Kirkjukaffi Baldursbrár eftir messu. Eldri borgurum boðin keyrsla í messuna. Barnagæsla í kirkjunni meðan messað er. HJÁLPRÆÐISHERINN: ísraelskvöld í kvöld kl. 20.30. Sunnudagaskóli á morgun kl. 13.30, bamasamkoma kl. 19.30 og samkoma kl. 20. Major Knut Gamst talar á samkomum helg- arinnar. HÚ S A VÍKURKIRKJ A: Sunnudagaskóli í Miðhvammi kl. 10.30, foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Guðsþjón- usta kl. 14, vænst er þátttöku fermingarbarna, fermingarbörn aðstoða. Lára Sóley Jóhanns- dóttir leikur á fiðlu. Menntun -Avinna - Framtíð Ráðstefna Eyþings og Háskólans á Akureyri verður haldin föstudaginn 29. mars 1995 á veitinga- staðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14 á Akureyri. K! Dagskrá: 9.30 Skráning þáttakenda. 10.00 Setning ráöstefnunnar. Einar Njálsson, formaður Eyþings. 10.15 Ávarp Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. 10.30 Matvælaframleiðsla. Jón Þórðarson og Hjörleifur Einarsson frá Háskólanum á Akureyri. 11.30 Umræður og fyrirspurnir. 12.00 Hádegisverðarhlé. 13.00 Orkufrekur iðnaður. Jóhannes Nordal, fv. seðalbankastjóri. 13.30 Framleiðslu- og þjónustuiðnaður. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda hf. 14.00 Ferðaþjónusta. Helga Haraldsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálaráði (slands. 14.30 Umræður og fyrirspurnir. 15.15 Kaffihlé. 15.45 Þróun í flutningum. Guðjón Auðunsson, forstöðu- maður markaðsdeildar Eimskips. 16.15 Háskólamenntun og tengsl við atvinnuvegina. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. 16.45 Umræður og fyrirspurnir. 17.30 Móttaka og léttar veitingar í Listasafni Akureyrar í boði Akureyrarbæjar. Ráðstefnustjórar: Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlands eystra. Ráðstefnugjald er 4.300 kr. Vinsamlega tilkynnið um þátttöku hjá Eyþingi í síma 461 -2733 fyrir 27. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.