Morgunblaðið - 23.03.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 23.03.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________VIÐSKIPTI___________________ Ársreikningar Hofs sf. og Hagkaups birtir opinberlega í fyrsta sinn Hof sf. með um 304 millj- óna hagnað á síðasta ári HOF sf., móðurfyrirtæki Hagkaups hf. og sex annarra fyrirtækja, skilaði alls um 304 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Velta samstæðunnar var alls um 11,5 milljarðar króna en þar vóg þyngst velta Hagkaups sem nam um 10,2 milljörðum á árinu. Dótturfyrirtæki Hofs sf. eru auk Hagkaups, Fjárfestingarfélagið Þor hf., Miklatorg hf., Ferskar kjötvörur hf., Þyrping hf., Skip hf. og Verzlun- arflelagið Njörður hf. Hof sf. á einn- ig hlut í Baug hf., Bónus sf. og minni hlut í nokkrum öðrum fyrirtækjum. Eignarhald á fasteignum fyrirtækj- anna er hjá Þyrpingu hf. Eigið fé samkvæmt samstæðureikningi var í lok sl. árs alls um 1.462 milljónir króna og eiginfjárhlutfall um 28%. Þetta er því stærsta fyrirtæki lands- ins í eigu einnar og sömu fjölskyld- unnar. Sigurður Gísli Pálmason, stjórnar- formaður Hofs sf., sagði í samtali við Morgunblaðið að öll fyrirtækin innan samstæðunnar hefðu skilað hagnaði á árinu. Hann kvaðst telja að þessi afkoma væri vel viðunandi og benti á að raunarðsemi eigin fjár væri svipuð því sem talin væri æski- leg í nágrannalöndunum eða um 23%. „Á Islandi hafa menn sætt sig við miklu lægri arðsemi sem er óheilsusamlegt fyrir atvinnulífið." Á síðasta ári var stigið lengra á þeirri braut að slíta tengslin milli eigendanna og daglegrar stjórnunar. „Sameiginlegt skrifstofuhald var lagt af um síðustu áramót og við fluttum skrifstofur Hofs úr Skeifunni í Kringluna. Fyrirtækin eiga að lifa sjálfstæðu lífí. Framkvæmdastjórar þeirra bera ábyrgð á rekstri þeirra og hafa til þess vald. Þetta er hluti af þeirri stefnu sem var mörkuð við fráfall stofnanda Hagkaups, Pálma Jónssonar. Við sjáum fyrir okkur að næstu skref felist í því að opna félög- in fyrir nýrri eignaraðild. Það er nauðsynlegt að búið verði að opna þau áður en eignarhaldið færist tii þriðju kynslóðar stofnandans, en auðvitað getur það orðið fyrr.“ Um áform Hofs á þessu ári segir Sigurður Gísli að fyrirtækin muni fara sér hægt í fjárfestingum. „Það eru engin stór áform um útþenslu NettoL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð NettOl^ - fyrsta flokks frá jFOrax HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 en við höfum lítillega skoðað mögu- leika erlendis. Harðnandi samkeppni á matvörumarkaði Hagkaup skilaði á síðasta ári alls um 225 milljóna króna hagnaði ef undan eru skilin óregluleg gjöld. Nam eigið fé Hagkaups um 978 milljónum í árslok 1995. Miklatorg hf., rekstraraðili Ikea- verslunarinnar, kemur Hagkaup næst að stærð innan Hofs og hefur sá rekstur gengið mjög vel. Nam velta fyrirtækisins um 1.050 milljón- um og hagnaður um 40 milljónum á sl. ári. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir afkomuna á sl. ári hafa verið á svipuðu róli og undangengin 2-3 ár. „Við opnuðum nýja verslun í Garðabæ í nóvember og erum mjög ánægðir með þá búð. Hún hefur fengið góðar viðtökur og náð svip- aðri sölu og verslanir okkar í Hóla- garði og Grafarvogi." Óskar segir hins vegar ljóst að samkeppnin hafi harðnað á matvöru- markaðnum. Samþjöppun hafi aukist á markaðnum og nær allar verslanir tilheyri ákveðnum blokkum á borð við Þína verslun, Búrs-samsteypuna og 10-11. „Nú er svo komið að nán- ast allir kaupmenn eru þátttakendur í einhverri keðju. Þetta gerir kröfu um ennþá hagkvæmari rekstur." Aðspurður um þann ávinning sem rekstur sameiginlegs innkaupafyrir- tækis Hagkaups og Bónus, Baugs hf., hafí skilað segir Óskar að sam- keppnisaðilar hafi gert of mikið úr innkaupakjörum fyrirtækisins. „Munur á innkaupsverði okkar og annarra verslana er minni er margir telja. Margir njóta viðlíka kjara og Baugur. Stór hluti af hagkvæmninni af rekstri Baugs byggist á hagræð- ingu í lagerhaldi og dreifingu, en ekki eingöngu í innkaupum eins og haldið hefur verið fram. Þá standa innkaup frá Baugi einungis undir 30% af veltu Hagkaupsverslananna." Óskar segir að samkeppnin eigi enn eftir að harðna en Hagkaup muni ekki láta hlut sinn á markaðn- um. „Við teljum að sumu leyti meiri nauðsyn á því en áður að einkafram- takið haldi vöku sinni. Við höfum þegar upplifað eitt Miklagarðsævin- týri þegar langvarandi taprekstur var látinn viðgangast. Núna eru teikn á lofti um að verið sé að skapa svip- að landslag á ný.“ Afkoma Sjóvár-Almennra batnaði á sl. ári vegna minni tjóna Um 266 milljóna króna hagnaður Frekari lækkanir á iðgjöldum gætu verið framundan HAGNAÐUR af rekstri Sjóvár- Almennra á síðasta ári nam 266 milljónum króna samanborið við 259 milljónir árið 1994. Iðgjöld félagsins drógust þó saman um 7% á milli ára, námu rúmu 3,5 milljörðum á síðasta ári. Við- skiptavinum félagsins fjölgaði hins vegar á milli ára, að sögn Ólafs B. Thors, framkvæmdastjóra Sjó- vár-Almennra, en minni tekjur stafa af lækkun iðgjalda á árinu. Þá lækkuðu tjónagreiðslur um 11% í rúma 2,5 milljarða. Stgórnunarkostnaður eykst Hreinar fjármunatekjur Sjóvár- Almennra námu 725 milljónum króna í fyrra og hækkuðu þær um 18% á milli ára. Ólafur segir hins vegar að skrifstofu- og stjórnunar- kostnaður hafi numið 612 milljón- um króna á síðasta ári og hafi hann hækkað um 28% á milli ára. Þar muni mestu um að starfsfólki hafi fjölgað í fyrsta sinn frá stofn- un Sjóvár-Almennra, auk þess sem átaki á sviði gæðastjórnunar og markaðssetningu Stofns hafi fylgt nokkur kostnaður. „Tjónalega var árið okkur nokk- uð hagstætt og það bætir afkom- una,“ segir Ólafur. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta Sjóvá-Almennar tryggingar ht. Hluthafar oru 442 og hlutafé í heild 15 stæistu 3t9l"ll|lini'llríl“ hluthafarnir 14. mars1996 iviiii]. tignar- króna hiuti Helga Ingimundardóttir 44,5 12,07% Festing hf. 36,7 9,94% Burðarás ht. 35,3 9,57% Guðný Halldórsdóttir 20,6 5,59% H. Benediktsson hf. 19,9 5,39% Kristín H. Halldórsdóttír 18,7 5,08% Benedikt Sveinsson 13,4 3,64% Björn Hallgrímsson 12,2 3,32% Einar Sveinsson 10,3 2,80% Hjalti Geir Kristjánsson 10,2 2,76% Skeijungur hf. 9,6 2,60% Ingimundur Sveinsson 5,8 1,36% Db. Baldvins Einarssonar 5,9 1,35% Guðrún Sveinsdóttir J 4,2 1,14% Guðrún Kristjánsdóttir 4,9 1,09% ár hafi verið gott fyrir rekstur félagsins og við erum ánægðir með þessa afkomu. Það er hins vegar alveg ljóst að það eru ýmsar blikur á lofti. Við vitum að búið er að boða breytingar á skaðabóta- lögum sem munu hækka tjóna- kostnað hjá okkur. Þá búast menn við auKÍnni samkeppni á þessum markaði og það er eins gott að vera undir það búinn.“ Góð afkoma skilisér í lægri iðgjöldum Ólafur segir að félagið hafi lagt á það áherslu undanfarin tvö ár að nota góða afkomu til þess að lækka iðgjöld hjá viðskiptavinum þess. „Við höfum gert það á þann hátt að þeir sem hafa sýnt okkur mesta viðskiptatryggð með því að hafa allar sínar tryggingar hjá okkur og hafa verið góðir við- skiptamenn og tjónalitlir, þeir njóti þessa afkomubata fremur en aðr- ir.“ Ólafur segist reikna með því að framhald verði á þessu og því gætu frekari lækkanir verið fram- undan til þessa hóps. Þá verði leit- að leiða til þess að útvíkka þann hóp enn frekar. Eigið fé Sjóvár-Almennra í árs- lok námu 1.315 milljónum króna og hækkaði um 24% á milli ára. Eiginfjárhlutfall var 12%. Heiidar- hlutafé nam 369 milljónum króna og voru hluthafar 441 í árslok. Aðalfundur félagsins verður hald- inn föstudaginn 29. mars og liggur fyrirhonum tillaga stjórnar um greiðslu 10% arðs. Alfræði unga fólksins Alþjóðleg metsölubók (yfir tvær miljónir eintaka seld) Aíslenska bókaútgáfan hf. " ^ Siðumúia II - Simi 581 3999 HOF sf. og Þyrping hf. Úr reikningum 1995 Milljónir króna Samtals Rekstrarreikningur 1995 Rekstrartekjur 11.533,5 Rekstrargjöld 11.050.6 Rekstrarhagnaður 482,8 Fjármunatekjur og -gjöld -64,9 Hagnaðurf. skatta 418,0 Skattar -mJ Hagn. án hlutdeildarfál. 239,5 Hagn. al hlutdeildarfél. 64^ Hagnaður ársins 303.7 Efnahagsreikninqur 3i.des.'95 I Eianir: I Veltufjármunir 2.510,8 Fastafjármunir 2.703,0 Eignir samtals 5.213.8 I Skutdir oq eigiO té: \ Skammtímaskuldir 2.397,0 Langtímaskuldir 1.354,7 Eigið fé 1.462.1 Skuldir og eigið fé 5.213.8 Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri 592,4 Nýr fulltrúi Texaco í stióm Olís EIN breyting varð á stjórn Olís á aðalfundi félagsins, sem haldinn var síðastliðinn fímmtudag. Þá var kjörin í stjórnina Claire Scobee Far- ley, einn af yfirmönnum Hydro Texaco á Norðurlönd- unum og kemur hún í stað Uffe Bjerring Pedersen. Aðrir stjórnarmenn félags- ins voru endurkjörnir en þeir eru Gísli Baldur Garðarsson, formaður, Þorsteinn Már Baldvinsson, varaformaður, Karsten M. Olesen, Kristinn Hallgrímsson og Ólafur Ól- afsson. Varamenn eru Ólafur Sigurðsson, Finnbogi Jónsson og Gunnar Sigvaldason. Kemur Ólafur í stað Amórs Heiðars Arnórssonar. Á aðalfundinum var sam- þykkt að greiða hluthöfunum 10% arð af hlutafé. Tapið af Lind 700 milljónir LANDSBANKI íslands hefur nú afskrifað um 700 milljónir króna af samningum sem eignarleigufyrirtækið Lind hf. gerði á sínum tíma, sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Á ársfundi Landsbankans nýverið var ekkert fjallað um málefni Lindar og ekki er heldur vikið að þeim í umfjöll- un um rekstur bankans í árs- skýrslunni. í efnahagsreikningi bank- ans má þó finna upplýsingar um útistandandi eignarleigu- samninga og námu þeir í árs- lok 1995 1.360 milljónum en höfðu verið 1.973 milljónir árið áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.