Morgunblaðið - 02.04.1996, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Falsaður
5.000
kr. seðill
FALSAÐUR fimm þúsund króna
seðill fannst í sjóðsvél Kaffibars-
ins í Reykjavík eftir helgina. Ing-
var Þórðarson, eigandi veitinga-
staðarins, hefur kært málið til
Rannsóknarlögreglunnar.
Ingvar segir að seðillinn sé vel
falsaður. Þó vanti í hann vatns-
merki og hann er örlítið minni en
gjaldgengur fimm þúsund króna
seðill. Ingvar taldi líklegt að fals-
aði seðillinn væri ljósrit.
„Það má ímynda sér að það sé
f\jótt að telja ef 100 slíkir seðlar
eru í gangi. Þetta eru seðlar sem
auðvelt er að koma í umferð á
Morgunblaðið/Ásdts
GUTTORMUR matsveinn á Kaffibamum með falsaða seðilinn.
veitingastað um helgi. Barþjónar
átta sig ekki á því að um fölsun
sé að ræða fyrr en eftir á,“ sagði
Ingvar.
Hjá RLR fengust þær upplýs-
ingar að engin önnur slík mál
væru í gangi og peningafölsun
væri afar fátíð hér á iandi.
Hrafninn í Grímsey
fann maka
Grímsey. Morgunblaðið.
EYJARSKEGGJAR í Grímsey
veittu því athygli um helgina
að hrafn sem þar hefur verið
einn hefur náð sér í maka.
A laugardag kom frétt í
Morgunblaðinu um hrafninn í
Grímsey þar sem sagt var frá
makaleysi hans sem varað
hefur í allan vetur. Sama dag
veittu eyjarskeggjar því at-
hygli að hrafninn var ekki
lengur einn og viðbrögðin létu
ekki á sér standa. Um helgina
var fréttaritara margoft bent
á tvo hrafna á flugi.
í vetur hafa menn velt því
fyrir sér hvers vegna hrafn-
inn hafi verið einn og ýmsar
getgátur uppi, þar á meðal
að hugsanlega segði hár aldur
til sín eða hann hefði ekki
löngun eða getu til að stíga í
vænginn við hitt kynið. Verið
gæti að enginn af hinu kyninu
vildi vera í tygjum við hann.
Um helgina kom í leitirnar
greiðslukort manns nokkurs í
eyjunni þar sem það lá á víða-
vangi. Getum er að því leitt
að hrafninn hafi verið að skila
því þarna nýkominn úr langri
ferð þar sem hann hafi verið
veitull við maka sinn svona
áður en sest yrði að í Grímsey.
Yeiðar á úthafskarfa og
Islandssíld frjálsar í ár
Síldveiðarnar mega hefjast 10. maí í vor
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur ákveðið að veiðar á úthafs-
karfa og norsk-íslenzku síldinni
verði frjálsar í ár. Skip sem hafa
leyfi til veiða í atvinnuskyni geta
sótt um veiðileyfi og verður afla
ekki skipt á skip miðað við fyrri
reynslu þeirra. Búast má við því að
skipum á veiðum úr báðum þessum
fiskistofnum fjölgi mikið frá síðasta
ári, þar sem almennt er reiknað með
því að kvóti verði settur á veiðamar
og ráði aflahlutdeild fyrri ára þá
hlut hvers úr heildinni.
Veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofn-
inum verða háðar leyfum Fiskistofu.
Umsóknarfrestur um leyfi er til 26.
apríl og koma einungis til greina
skip, sem leyfi hafa til veiða í at-
vinnuskyni. Veiðar mega hefjast 10.
maí næstkomandi og verður leyfileg-
ur heildarafli á árinu 244.000 tonn.
Verður honum ekki skipt milli ein-
stakra skipa, en þegar 190.000 tonn-
um hefur verið landað, skal því sem
eftir er af heildarkvótanum skipt
milli þeirra skipa, sem þá hafa til-
kynnt um afla. Er þetta gert til að
tryggja megi að síldveiðarnar verði
innan settra marka og koma í veg
fyrir óþarfa kostnað í lok vertíðar.
Við skiptingu þessara lokaaflaheim-
ilda verður tveimur þriðju hlutum
aflans skipt jafnt milli skipa en þriðj-
ungi eftir burðargetu.
Ekki verður heimilt að nota flutn-
ingaskip til að flytja afla frá veiði-
skipum í land. Veiðarnar má stunda
í lögsögu íslands, lögsögu Færeyja
og á alþjóðlegu hafsvæði milli Is-
lands og Norégs. í lögsögu Færeyja
er einungis heimilt að stunda nóta-
veiðar en nánari reglur um fyrir-
komulag veiða þar verða í leyfísbréf-
um. Þá kann að koma til takmark-
ana á fjölda íslenzkra skipa sem
mega stunda veiðar samtímis í fær-
eyskri lögsögu.
Leyfilegur karfaafli
45.000 tonn
Heildarafli á úthafskarfa verður
45.000 tonn miðað við landaðan afla.
Veiðarnar eru háðar leyfi Fiskistofu.
Til greina við leyfisveitingar koma
öll íslenzk fískiskip. Ekki er kveðið
á um sérstakan umsóknarfrest vegna
þessara veiða. Veiðarnar má stunda
í lögsögu íslands og á alþjóðlega
hafsvæðinu suðvestur af landinu.
Til veiða í íslenzkri lögsögu þarf
auk hins sérstaka úthafskarfaleyfis
almennt leyfí til veiða í atvinnu-
skyni. Leyfilegum heildarafla verður
ekki skipt milli skipa. Þegar veiðarn-
ar nálgast leyfílegan heildarafla mun
Fiskistofa ákveða hvenær veiðum
skuli hætt og taka við þá ákvörðun
mið af aflabrögðum og fjölda skipa
að veiðum. Slík tilkynning verður
gefin út með að minnsta kosti þriggja
daga fyrirvara.
Ný flugleið
og ný þota
í flotann
FLUGLEIÐIR hófu í gær flug til
Boston í Massachusetts í Banda-
ríkjunum. Flogið verður þrisvar í
viku til að byija með og í júní
verður tíðni aukin í fjórar ferðir
í viku. Félagið gerir ráð fyrir að
flytja um 30 þúsund farþega á ári
á þessari leið.
Flugleiðir tóku einnig nýja
Boeing 757-200 þotu í flugflotann
í gær. Kristrún Eymundsdóttir,
eiginkona samgönguráðherra, gaf
félinni nafnið Sóldís við athöfn á
Keflavíkurflugvelli. Flugvélin er
tekin á leigu til sex ára hjá banda-
ríska flugvélaleigufyrirtækinu
ILFC.
Áformað var að vél Flugleiða
lenti á Loganflugrvelli í Boston á
sjötta tímanum í gær, að staðar-
tíma. Þar átti að vera móttökuat-
höfn að viðstöddum m.a. borgar-
sljóra Boston og Davíð Oddssyni
f or sætisráðherra.
*
Islendingarnir fjórir í Litháen í yfirheyrslum
Liðsinnis íslenskra
stjórnvalda leitað
ÍSLENSK'stjómvöId eru að kanna
málefni litháísku togaranna
tveggja. Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra sagði, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, að fyrst
í stað hefði athyglin beinst að því
að tryggja öryggi íslensku skip-
verjanna um borð í Vydunas. Eft-
ir rúma viku verður fundur Norð-
urlanda og Eystrasaltsríkja í Viln-
ius. Þá á Halldór fund með lithá-
íska utanríkisráðherranum og
heldur því opnu að taka þetta mál
upp við hann. Fram að þeim fundi
verður málið kannað nánar og
rætt við þá sem hlut eiga að máli.
Kæra mannrán
íslensku skipverjarnir á lithá-
íska togaranum Vydunas hafa lagt
fram kæru um mannrán á hendur
skipstjóranum til ríkissaksóknara
landsins. Þeir hafa farið fram á
stuðning íslenskra stjómvalda við
sig. íslendingarnir vom í yfír-
heyrslum í gær og verður litháíski
skipstjórinn kallaður fyrir í dag.
Alfreð Steinar Rafnsson, sem var
fiskiskipstjóri skipsins, segir að
líklega hafi verið húið að selja
skipið á laun fyrir löngu þótt Út-
hafsafurðir hf. hafí haft samninga
um leigu.
Utanríkisráð-
herra tekur málið
hugsanlega upp á
fundi í Litháen
eftir rúma viku
Alfreð Steinar segir að skipið
hafi verið selt útgerðarmanninum
Rimantas Bendorius, sem Búnað-
arbankinn í Litháen útnefndi tals-
mann sinn hér á landi vegna mál-
efna annars litháísks togara,
Anyksciat, sem siglt var frá Hafn-
arfírði í síðustu viku í skjóli næt-
ur. Verið var að búa Vydunas til
veiða í gær.
Mikið hefur verið fjallað um
þetta mál í litháískum fjölmiðlum
og hittu íslendingarnir Landsberg-
is, fyrrverandi forseta sl. laugar-
dag og ræddu við hann í síma í
gær. Alfreð Steinar segir að áhöfn
skipsins hafí ritað saksóknara í
Klaipéda bréf þar sem þeir harma
að Búnaðarbankinn í Litháen setji
þá á vonarvöl með því að svipta
þá góðum vinnuveitenda, þ.e. Ut-
hafsafurðum.
Alfreð Steinar sagði að mikil
verðmæti væru í tækjum í eigu
Úthafsafurða í skipinu og einnig
fiskafurðum. Hann fékk Bureau
Veritas, alþjóðlegt flokkunarfélag,
til þess að gera vörutalningu á því
sem er um borð en Búnaðarbank-
inn meinaði því aðgang að skipinu.
Landsbergis tékur málið
upp í þinginu
Alfreð Steinar sagði að Lands-
bergis hefði komið fram í sjón-
varpi í gær þar sem hann hefði
lýst yfir hneykslan sinni á fram-
ferði Búnaðarbankans í Litháen.
Þar kvaðst hann ætla að taka
þetta mál upp í litháíska þinginu
í dag.
Alfreð Steinar kveðst enga trú
hafa á réttarkerfinu í Litháen.
„Það eina sem dugar er þrýstingur
frá öðrum löndum og okkur vantar
þann þrýsting. Ég ræddi við Rób-
ert Trausta Amason, sendiherra í
Kaupmannahöfn, og bað um að
fá fram viðhorf íslenskra stjórn-
valda í málinu. Hann tók minni
málaleitan vel. Ég held að það sé
full ástæða til þess að stjórnvöld
standi að baki okkur,“ sagði Al-
freð Steinar.
„ Morgunblaðið/Björn Blöndal
KRISTRUN Eymundsdóttir og Sigurður Helgason forstjóri Flug-
leiða að lokinni nafngift.
Andlát
FRIÐJÓN
SK ARPHÉÐINSSON
FRIÐJÓN Skarphéðins-
son, fyrrverandi ráð-
herra og borgarfógeti,
er látinn, 86 ára að aldri.
Friðjón fæddist á
Oddsstöðum í Miðdölum
þann 15. apríl árið 1909.
Hann lauk stúdentsprófí
frá MR árið 1930, lög-
fræðiprófí frá HÍ 1935
og stundaði síðan fram-
haldsnám í Kaupmanna-
höfn 1937-38.
Hann varð bæjar-
stjóri í Hafnarfirði vorið
1938 og gegndi því til
1. mars 1945 er hann
búnaðar- og félags-
mála, en tók þá aftur
við embætti sínu á Ak-
ureyri. Árið 1967 var
hann svo skipaður yfír-
borgarfógeti í Reykja-
vík og gegndi því emb-
ætti til 1979. Friðjón
var Iandskjörinn alþing-
ismaður 1959-63 og sat
það tímabil sem forseti
sameinaðs Alþingis,
kom síðan inn aftur sem
varaþingmaður
1965-67. Eftir Friðjón
liggur fjöldi rita og hef-
ur honum hlotnast
margvíslegur heiður á
var skipaður sýslumað-
ur í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti
á Akureyri. í tæpt ár, frá 23. desem-
ber 1958 til 20. nóvember 1959, sat
hann sem ráðherra dómsmála-, land-
lífsleiðinni.
Friðjón lætur eftir sig eiginkonu
Sigríði Ólafsdóttur og fjögur upp-
komin börn.