Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 35 aldrei fullþakkað. Öllum ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur hið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Þórhallur B. Björnsson. Samt er í samfylgd sumra manna, andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar inntak hamingju þeim er njóta fær. (Guðmundur Böðvarsson) Andlát manna ber að með ýmsum hætti. Oft er ungt fólk hrifsað burt skyndilega, að því er virðist án tilefn- is, í annan tíma hefur dauðinn lengri aðdraganda og þá telur maður dauð- ann jafnvel líkn fyrir þann, sem kveður, eftir langa baráttu við erfið- an sjúkdóm. Samt er það svo, að þegar kallið kemur, kemur upp í huga okkar, sem eftir stöndum, ólýs- anlegt tóm og mikill söknuður. MLnn- ingar leita á hugann. En samveran með kærum vini og félaga öðlast nýja merkingu. Söknuðurinn ogtóm- ið, sem verður, breytist í þakklæti fyrir lífið, sem hann lifði með okk- ur, ástúðina, vináttuna og hlýjuna, sem hann sýndi okkur. Þegar kvaddur er góður drengur og félagi, eiga þau svo vel við orðin hans Guðmundar Böðvarssonar. Því víst er að í samfylgd okkar kæra vinar, Jóhanns Bogasonar, var gott að vera. Frá honum stafaði andblær friðar án yfirlætis, svo ljúfur og hógvær, sem hann var. Hann bar með sér góðvild, sem inntak var hamingju þeim, sem nutu samvistar við hann. Vinur okkar átti að baki langt og strangt stríð, við þann óvin, sem engu eirir, krabbameinið. Það þarf mikið þrek og mikinn sálarstyrk tii þess, að þola þá raun og halda áfram að þjóna landi sínu og lífinu, sem áður. Slíkt karlmenni var Jó- hann. En í þessu stranga stríði var afl, sem gerði það mögulegt, að kannski yrði sigur unninn. Þetta afl var vonin. Vonin, sem gefur þrek og þor, þrátt fyrir allt, að horfa til framtíðar í þeirri trú og von, „að á bak við skýin er himinninn blár“. En líf og dauði hildi heyja og nú þegar geislar sólar leika um hafflöt- inn, fuglar hópa sig, vorlaukarnir stinga blöðum upp úr moidinni, vor- ið er í nánd. En einmitt þá, þegar allt tekur á sig mynd lífsins, þá er maðurinn með ljáinn líka á ferðinni. Jóhann kvæntist Vigdísi Guð- bjarnadóttur árið 1949 og hefur hjónaband þeirra staðið í 47 ár og verið farsælt og hamingjusamt. Þau eignuðust þijú elskuleg og mann- vænleg börn. Rúnar Má, Vigni og Brynju. Þetta var og er góð, glað- lynd og hamingjusöm fjölskylda. Sorgin gleymir engum. Elsta barn þeirra Rúnar Már lést með mjög sviplegum hætti, af slysförum, 22. september 1979. Hið sviplega frá- fall Rúnars Más var vinum okkar þung raun. Sorgin var sár en þau stóðu þétt saman og studdu hvort annað og fjölskylduna alla. Rúnar Már var kvæntur maður og átti þá tvær litlar dætur. Áföll sem þessi skilja eftir djúp sár, sem seint eða aldrei gróa. Samleið þeirra á lífsins göngu var löng og góð, virðing þeirra, umhyggja og elska hvors til annars var augljós öllum, sem til þekktu. í hinu stranga stríði hefur elskuleg eiginkona Jóhanns, hún Dídí, staðið við hlið hans eins og óbifanlegur klettur. Hið liðna líf hvers manns mótast af minningum um atburði og sam- ferðamenn, sem við höfum kynnst á lífsleiðinni og bundist tryggðarbönd- um. Hið liðna flýgur um hugskotið, sjaldnast sem samfella, oftar sem brot minninga þar sem skiptast á skin og skúrir. Nú þegar við kveðjum kæran vin Jóhann Bogason hrannast upp minningar og flestar kalla þær fram bros og gleði. Allt frá æskutíð höfum við átt þau Dídí og Lagga að vinum og félögum og það er margs að minnast frá „morgni æskuljósum" til þessa dags. Þó löngu séu liðnir hjá þeir ljúfu æskumorgnar, þá er hver endur- minning svo hlý og yljar hjartanu, þegar söknuður og mikil eftirsjá ríkja í huganum. Okkur verður ljóst: Að minningin helst í hvíld og kyrrð, sem krans yfir leiði vafinn. Hún verður ei andans augum byrgð, hún er yfir dauðann hafinn. (E.Ben.) Tímans hjól snýst hratt. Hver stund ævi vorrar fellur eftir aðra í tímans djúp og fyrr en varir er stundaglasið tæmt, ævin liðin og dauðans kliður gellur. Nú er ævisól- in hans Jóhanns Bogasonar til viðar gengin. En hnígur ei sól að kveldi og rís dýrðleg næsta morgun? Fylgir ei dagur nótt og vor vetri? Hvert fræ, sem í foldu fellur, spír- ar og breiðir blöð sín mót hækkandi sól. Vakna ei nýjar rósir sumar hvert? Er þetta ekki staðfasta, stöðuga hringrás hins eilífa lífs? Elsku Dídí mín og ástvinir allir! Nú eru sporin þung, sorgin sár og söknuður mikill en þegar sárasta sorg okkur mætir og söknuðurinn grætir hugann, líða' sem leiftur hjá minningar ljúfar og hlýjar um elsku- legan eiginmann og fjölskylduföður. Þessar ljúfu og góðu minningar munu þegar frá líður létta sporin, sefa sorgina og milda söknuðinn. Nú þegar komið er að leiðarlokum koma upp í hugann orð úr sálmi Davíðs konungs. „Ég hef augu mín til ijallanna, hvaðan kemur mér hjálp. Hjálp mér kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ Heili og blessun, friður og farsæld, veri með ykkur öllum ásvinum hins mæta manns um ókomna tíð. Með Jóhanni Bogasyni er genginn mikill öðlingur og drengur góður, kær vinur og fé- lagi. Við kveðjum hann með kærri þökk og virðingu og biðjum honum blessunar á nýjum leiðum. Friður sé með sálu hans. Friðhelg veri minning hans. Hallbera Leósdóttir og Rík- harður Jónsson, Akranesi. JOAN GAARDBO + Joan Gaardbo fæddist í Fær- eyjum 2. maí 1972. Hún lést á Flateyri 2. apríl 1995. For- eldrar hennar eru Haldor og Marion Gaardbo. Utför Joan Ga- ardbo var gerð frá Toftarkirkju í Fær- eyjum 9. apríl 1995. í dag er heilt ár liðið frá því að tengdadóttir mín Joan Gaardbo dó aðeins 23 ára gömul. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég var nýkomin heim úr vinnu þegar hringt var í mig og mér sögð þessi tíðindi. Eins og slökkt væri á peru þá fjaraði líf hennar út í einni svipan, öllum að óvörum, énda erum við ekki að hugsa um dauðann þegar ungt fólk á í hlut og eftir standa ástvinirnir skelfingu lostnir og neita að trúa staðreyndum. Hvílík örlög voru búin svo ungum dreng, að takast á við að missa unnustu sína svo fyrirvara- laust. Aðeins 17 klukkustundum áður voru þau ung og ástfangin að setja upp hringana, sem staðfestingu á ást þeirra. Þau höfðu valið þennan dag því þá var ár frá því að þau höfðu kynnst. Nokkru áður hringdi sonur minn í mig og Sagði: „Mamma ég segi þér bráðum leyndarmál." Þetta var þeirra leyndarmál sem þau ein áttu, enda átti að vera nógur tími til að segja mér það. En það fór nú svo að mér voru sögð dánartíðindi áður en ég vissi hvert leyndamálið var. Ég man vorið 1994 þegar Joan fór að venja komur sínar á mitt heimili. Þau voru nýbúin að kynn- ast, hún og Fjalar sonur minn. Hún var myndarleg, glaðleg og góð stúlka og mér leist strax vel á hana. Hún hafði komið til ís- lands í atvinnuleit ásamt vinkonum sínum frá Færeyjum því það var mikið atvinnuleysi þar. Ég varð strax vör við að hún hafði mikla heimþrá enda átti hún sína fjölskyldu í Fær- eyjum. Hún var mjög samrýnd móður sinni og oft var hringt til Færeyja, Joan var einkadóttir foreldra sinna, þau eignuðust auk hennar tvo syni, annar dó á fyrsta sólarhring en eftir lifir eldri bróðir hennar, sem sér nú eftir einkasystur sinni og er mikill harm- ur kveðinn að fjölskyldunni allri. Joan hafði ráðgert að fara í heim- sókn til Færeyja um páskana og meðal annars vera viðstödd skírn yngri bróðursonar síns og var mikil tilhlökkun hjá fjölskyldunni og ekki síst hjá Joan. Én í stað þess að fá Joan í heimsókn komu foreldrar hennar til íslands þegar þeim bárust þessi skelfiiegu tíðindi. Það var mér erfið stund að geta ekki verið ná- lægt syni mínum á slíkri sorgarstund þegar mér bárust tíðindin. Það var líka erfið stund að fara út á flug- völl og taka á móti móður hennar og móðursystur, að hitta fólkið henn- ar í fyrsta skipti undir þessum kring- umstæðum. Faðir hennar er kokkur á frystitogaranum Akraberg frá Færeyjum og var staddur djúpt út af Reykjaneshrygg og tók það hann tvo sólarhringa að komast til lands. Elsku Fjalar, Marion, Haldor, Jan og fjölskylda, megi Guð styrkja ykk- ur áfram í ykkar miklu sorg. Kristín Benediktsdóttir. + Látinn er á Hrafnistu í Reykjavík JÓN GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Stokkseyri. Elín Bachmann, Guðný Pétursdóttir, Jón Adolf Guðjónsson. + Elskulegur eiginmaður minn, FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON, Furugerði 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 31. mars. Sigríður Ólafsdóttir. SIGRÍÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR + Sigríður Guð- rún Benjamíns- dóttir fæddist á ísafirði 21. maí 1911. Hún lést á sjúkradeild Hrafn- istu í Hafnarfirði 26. mars sl. For- eldrar hennar voru Benjamín V. Jóns- son, f. 16. 6. 1884 á Folafæti í Seyðis- firði vestra, d. 30.7. 1994, og Guðrún S. V. Bjarnadóttir, f. 3.9. 1890 á ísafirði, d. 8.12. 1913. Þegar Sigríður var 3 ára dó móðir hennar. Hjónin Jón Ásgeirsson og Sigríður Sigur- geirsdóttir tóku hana að sér og ólst hún upp hjá þeim sem fóst- urdóttur þeirra upp frá því. Albróðir Sigríðar er Jón Björn Benjamínsson húsasmiður, nú búsettur í Kópavogi. Hálfsystk- ini sem náðu fullorðinsaldri eru Sigríður Guðlaug og Guðrún, báðar dánar, Þórúnn Friðbjörg húsmóðir í Hafnarfirði og Kristmundur, dáinn. Fóstur- bræður Sigríðar voru Frið- steinn, Björn, Olgeir og Helgi S. Jónssynir, allir dánir. 6. júní 1931 giftist hún Þorleifi Sig- urðssyni, f. 20.5. 1903, d. 4.12. 1976. Hann var söðlasmiður að mennt en vann lengst sem sjó- maður og síðar verkamaður í Mjólkurstöðinni í Reykjavík í fjölmörg ár. Börn þeirra eru 1) Hjör- dís kennari, f. 27.2. 1932, 2) Þráinn gjaldkeri, f. 5.3. 1934, kvæntur Hrefnu Pétursdótt- ur, f. 10.11. 1936, börn þeirra eru Pétur Berg, f. 13.2. 1956, Guðlaug, f. 28.4. 1960, Þórir, f. 19.3. 1961, og Rún- ar, f. 19.3. 1961, og 3) Trausti bifvéla- virki, f. 6.1. 1939, kvæntur Fríði Guð- mundsdóttur, f. 11.3. 1941, börn þeirra eru Jó- hanna, f. 8.9. 1968, og Brynja, f. 7.1. 1972, barn með Jónu Guðnýju Gunnarsdóttur, Sig- ríður Þóra, f. 4.7.1958, d. 19.12. 1975. Um fermingu fór Sigríður að vinna fyrir sér að þeirra tíma hætti. 16 ára gömul flytur hún til Reykjavíkur ásamt fóst- urforeldrum sínum og vann fyr- ir sér í fiskvinnu m.a. Sigríður var þekkt fyrir listfengi og fal- legt handbragð. Hún saumaði allan fatnað á sig og fjölskyldu sína og vann oft við að sauma fyrir aðra. Eftir hana liggja margir listavel gerðir munir saumaðir, útskornir og málaðir. Útför Sigríðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar eða Siggu ömmu eins og ég kallaði hana alltaf. Okkar fyrstu kynni hófust þegar ég flutti í Einholtið, níu mánaða gömul. Amma Sigga og afi Leifi bjuggu á neðri hæðinni en ég og mamma á efri. í raun og veru voru þau ekki al- vöru afi og amma, en þar sem mig vantaði afa og ömmu, spurði ég þau hvort ég mætti kalla þau afa og ömmu. Var það auðfengið og aldrei fann ég fyrir öðru en ég væri þeirra eigið barnabarn. Góð kynni urðu á milli okkar strax, því amma og afi voru einstaklega mikið fyrir börn. Á morgnana þegar mamma svaf þá stalst ég oft niður til ömmu og afa. Ég renndi mér niður stigann á rassinum og skaust inn til þeirra. Eins og alltaf var tekið á móti mér með bros á vör og útbreiddan faðm- inn. Amma vildi alltaf hafa svo fallegt í krinum sig, fallegan garð og falleg blóm. Mamma sagði að ég mætti aldrei tína blómin úr garðinum henn- ar Siggu ömmu. Þá fórum ég og Jóhanna barnabarnið hennar ömmu inn í næsta garð og slitum upp alla túlípanana. Komum við svo brosandi og færðum ömmu og mömmu blóm-" in, við lítinn fögnuð þeirra. Amma Sigga var einstaklega handlagin og á ég marga fallega muni eftir hana, sem eru mér svo kærir. Ég bjó í Einholtinu í sex ár. AUt- af höfðum við samband þótt ég færi í burtu. Elsku amma mín, minning- arnar um þig eru svo hlýjar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Það er mikill styrkur í sorginni að vita af því að nú líður þér vel hjá afa Leifa. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Rannveig. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 3. apríl kl. 14.00. Lúðvík G. Björnsson, Þórdís Garðarsdóttir, Einar G. Björnsson, Júlíanna Nílsen, María K. Björnsdóttir, Jens Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, amma okkar og langamma, GUÐMUNDA PHROSO ODDSDÓTTIR frá Súgandafirði, Hörðalandi 20, sem lést 28. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. apríl kl. 15.00. Hildur Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.