Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 21 ERLEIMT Leotard kjörínn leiðtogi UDF Lyon. Reuter. FRANCOIS Leotard, fyrrverandi varnarmálaráðherra Frakklands, var kjörinn leiðtogi Lýðræðissambands- ins, UDF, næst stærsta stjórnmála- aflsins í landinu, á sunnudag. Leot- ard fór með sigur af hólmi þótt stofn- andi og fráfarandi leiðtogi sam- bandsins, Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti, hefði lagst gegn honum i leiðtogakjörinu. Leotard fékk 57,4% atkvæðanna á landsþingi Lýðræðissambandsins, sem er laustengt bandalag nokkurra mið- og hægriflokka, í Lyon á sunnu- dag. Hann bar sigurorð af Alain Madelin, fyrrverandi fjármálaráð- herra og einum af helstu frjáls- hyggjumönnunum í frönskum stjórnmálum. Madelin fékk aðeins 30,2% at- kvæðanna þótt D’Estaing hafði lýst yfir stuðningi við hann og sagt hann líklegastan til að auka fylgi banda- lagsins og tryggja því sigur í þing- kosningunum 1998. D’Estaing, sem er sjötugur, stofnaði bandalagið fyr- ir 18 árum og ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju sem leiðtogi þess. „Helsta skylda mín er að sætta og sameina," sagði Leotard eftir leiðtogakjörið. Hann sagði að Madel- in, sem hann hafði lýst sem öfga- manni, og helstu stuðningsmenn hans yrðu áfram í forystuliði flokks- ins. Madelin sagði að baráttan fyrir ieiðtogakjörið hefði leitt í ljós mikla þörf á endurnýjun, einingu og auknu lýðræði innan UDF. Hann kvaðst ætla að halda áfram að beijast fyrir hugmyndum sínum innan banda- lagsins og sagði ekkert hæft i vanga- veltum um að hann myndi segja sig úr UDF og stofna nýjan flokk. Hörð valdabarátta Stuðningsmenn Leotards púuðu á d’Estaing þegar hann lýsti yfir stuðningi við Madelin á landsþinginu en aðrir klöppuðu honum lof í lófa. Viðbrögðin þóttu dæmigerð fyrir óeininguna innan bandalagsins. D’Estaing lagði áherslu á að sam- eina þyrfti flokka UDF til að þeir ættu möguleika á sigri í komandi kosningum. UDF hefur verið í skugga gaullistaflokks Jacques Chiracs forseta frá því D’Estaing Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík mt r | Tonleikar Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur tónleika i kirkjunni í kvöld kl. 20:30. Flutt verða verk eftir: Dvorók, Bath, Hiindel, Mendelssohn og Þorkel Sigurbjörnsson Einsöngvarar: Þuriður G. Sigurðardóttir Erla B. Einarsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Elísabet Hermundardóttir, Svava Kristin tngólfsdóttir, Soffía Stefónsdóttir og Örn Arnarson Stjórn og undirleikur: Pavel Smid ”1 Ífefe. tapaði í forsetakosningum fyrir Francois Mitterrand árið 1981. Leotard hefur verið tregur til að sameina flokkana þegar í stað en kveðst vilja gera það í áföngum. Hann er 54 ára og var menningar- málaráðherra 1986-88 og varnar- málaráðherra 1993-95. Leotard hefur lýst því yfir að hann stefni að forsetaembættinu og sigur hans á sunnudag eykur líkurn- ar á að sá draumur rætist. Frétta- skýrendur telja þó að valdabaráttan innan UDF, sem náði hámarki í leið- togakjörinu, geti veikt bandalagið verulega fyrir þingkosningarnar 1998 og forsetakosningarnar árið 2002. ^ Reuter Otti í Hong Kong IBUAR í Hong Kong hafa beðið ráð á miðju næsta ári og eru marg- þúsundum saman eftir að fá breska ir farnir að óttast, að Pekingstjórn- vegabréfsáritun en frestur til þess in hafi alls ekki í huga að standa er um það bil að renna út. Hong við fyrirheitin um mikla sjálfstjórn Kong fer aftur undir kínversk yfir- krúnunýlendunnar. Hvers vegna vilja allir eignast Búnaðarbankann? Rekstrarafkoma viðskiptabankanna fyrir tekju- og eignarskatt 1991-1995 Búnaðarbankinn + 964 Hagnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.