Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 Mikið úrval affallegnm skartgripum t fermingargjafa úr gulli og silfri á frábœru mynd 14 k gullhringar handsmíðaðir með lituðum stelnum verð aðeins 690Ó kr. Laugavegí 49, sími 561 7740 Bruce Gegnheill kostur Bruce er amerískt stafaparket á áður óþekktu verði! Skoðaðu Bruce parketið í BYKO. Þú sérð að það er gegnheill kostur, verðsins og gæðanna vegna. ÍDAG Maria önnur Maria rustica LEIÐRÉTT Maria önnur - María rustica Þau hrapallegu mistök urðu í prentun síðustu Lesbókar, að í grein Helga Hálfdanarsonar brengluðust myndatextar undir ljósmyndum af Mar- íu-líkneskjum síra Hjalta í Vatnsfirði, þannig að „María önnur“ var kölluð „Maria rustica“ og öfugt. Greinin var saman- burður þessara tveggja mynda og mat á þeim, svo brenglið kom sér afar illa. Hér birtast þær með rétt- um nöfnum. COSPER VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þekkir einhver texta og höfund? KRISTINN Björnsson hringdi og vildi athuga hvort einhver kannaðist við texta við danslag, vals, sem talsvert er leik- inn í útvarpi um þessar mundir. Lagið kannast hann við frá því fyrir 40 árum er hann var í Nor- egi. Textinn hefst á þess- um orðum: Lengst útí fjarska við flöllin mín blá. í síðara erindi textans koma þessar línur fyrir: Elfan mín bláa sem þylur í þröng þér mun ég aldrei gleyma. Ef einhver kannast við texta lagsins og veit hver höfundurinn er vinsam- legast hafið samband við Kristin í síma 553-7365. Tapað/fundið Hanski tapaðist SVARTUR hanski úr þunnu svörtu skinni, fyrir hægri hönd, tapaðist í miðbænum sl. fimmtudag. Hann er með rauðum spæl og rauðum hnappi. Líklegt er að hann hafi tapast annaðhvort á Vesturgötu eða einhvers staðar í miðbænum í kringum Austurstræti. Ef einhver hefur fundið hanskann vinsamlegast hringið í síma 554-1199. Gullúr tapaðist KVENGULLÚR tapaðist laugardaginn 16. mars sl. í miðbæ Reykjavíkur. Skilvís finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 587-3077 og er fundarlaunum heitið. Silfurgaffall í óskilum SILFURGAFFALL fannst fyrir mörgum árum. Hann er merktur nafninu Maríu Salvör og eins kemur fram frá hveijum gaffallinn er. Líklegast er að þetta hafi verið skímargjöf. Ártalið 1950 er á gafflinum. Ef einhver kannast við þetta vinsamlegast hafíð samband í síma 561- 1148. Gleraugu týndust LÍTIL gleraugu með gyllti umgjörð töpuðust einhvers staðar í Vesturbænum á miðvikudaginn var. Gleraugun eru fyrir mjög nærsýna. Finnandi hafi samband í síma 562- 6527 eða 456-3484. Ást er ... 3-21 að uppgötva allt íeinu að þiðgetið ekki án hvors annars verið. TM Reg U.S. P*V OW. — all righU reaervM (c) 1996 Loe Angelea Timee Syndeate SKÁK limsjón Margcir Pétursson Svartur á leik STAÐAN kom upp á VSB stórmótinu í Amsterdam, sem átti að ljúka í gær- kvöldi. Frakkinn Joel Lautier (2.630) var með hvítt og átti leik, en heimamaðurinn Jeroen Piket (2.570) hafði svart og átti leik. Hvítur hafði krækt sér í skiptamun á f8, en Piket hafði séð lengra:) 21. - Rxf2! 22. Dxf2 (Besti leikur hvíts virðist vera 22. Bxe6! þótt svartur hafi fullnægjandi bætur fyrir skipta- muninn) 22. — Hxc4 23. Ha5? (Riddarafórnin hefur greinilega slegið Frakkann gersamlega út af laginu. Hann tapar nú fljótt) 23. - Dc7 24. Hb5 - Dd7 25. Hg5 — Re4 og hvítur gafst upp. Lautier sigr- aði óvænt á mótinu í fyrra, en nú er hann aðeins í miðjum hópi keppenda. Þessi skák munaði þar mestu. Víkveiji skrifar... Víkveiji hefur hingað til staðið í þeirri trú að vörur í Fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli væru nokkuð ódýrari en í verslunum í Reykjavík. Þetta er líklega reynsla flestra íslendinga sem átt hafa við- skipti við Fríhöfnina gegnum tíðina. Munurinn virðist hins vegar einnig geta verið á hinn veginn, þ.e.a.s að vörur í Fríhöfninni séu dýrari en í verslunum í Reykjavík. Verslunin Bónus sendi nýlega í hús á höfuð- borgarsvæðinu auglýsingabækling þar sem kynntar voru ýmar vörur á tilboðsverði. Þar voru m.a. aug- lýst lítil útvörp frá Philips á 1.397 krónur. Svo vildi til að Víkveiji hafði nýlega fest kaup á útvarpi nákvæmlega sömu gerðar í Fríhöfn- inni skömmu áður og greitt fyrir það 2.200 krónur. Það er óneitan- lega athyglisvert að Jóhannes Jóns- son, kaupmaður í Bónus, skuli geta skákað sjálfri Fríhöfninni við verð- iagningu. xxx Kunningi Víkveija varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um daginn áð einhveijir bíræfnir aðilar höfðu hreinsað hljómtækin úr bifreið hans þegar hann opnaði hann einn morguninn. Sá vinurinn þar á bak foriáta geislaspilara, auk geisladiskasafnsins. Er hann fór að spyijast nánar fyrir um slíka þjófn- aði komst hann að því að þetta hefur færst mjög í vöxt að undan- förnu. Þannig heyrði hann af bíla- umboði hér í borg sem reynt hafði að bjóða siíka spilara sem staðal- búnað í svokallaðri „special“-útgáfu einnar bifreiðategundar. Umboð þetta gafst hins vegar fljótlega upp á þessu örlæti eftir að u.þ.b. 80 slíkum bíltækjum hafði verið stolið úr þessum bílum. Orðið „special" hafði greinilega öðlast nýja merk- ingu hjá þeim sem stunda það að ræna fólk eigum sínum. XXX Inýju fréttabréfi Háskóla íslands kemur fram að doktorsvarnir við skólann eru nú í hægri sókn. Þar segir einnig að láta muni nærri að um 90% kennara skólans hafi tekið lokaprófgráðu sína við erlenda háskóla, en þetta hlutfall geti farið lækkandi á næstunni því að háskól- anum sé það mikið kappsmál að efla framhaldsnám tengt rannsókn- um innan skólans, þrátt fyrir þröng- an fjárhagslegan kost. Reyndin sé líka sú að nemendum sem stundi meistara- eða doktorsnám fjölgi nú jafnt og þétt, og séu nú alls 135 stúdentar í framhaldsnámi við skól- ann. Á síðasta ári voru varðar þijár doktorsritgerðir við skólann en frá stofnun Háskólans 1911 hafa alls 77 einstaklingar varið þar doktors- ritgerðir sínar. Ekki ætlar Víkveiji að draga úr gildi þess að kennurum með fram- haldsmenntun héðan að heiman fjölgi við Háskóla íslands. Hins vegar hefur honum löngum þótt nokkuð til um það hversu víða að kennarar við háskólann eru komnir, menntaðir við marga og mjög mis- munandi háskóla, bæði austan hafs og vestan, og jafnvel víðar. Fyrir bragðið kraumar í háskólapottinum á Melunum margbreytilegri og fjöl- þjóðlegri þekkingargrautur en víð- ast hvar annarsstaðar við erlenda háskóla. í það verður vonandi hægt að halda að einhveiju leyti áfram, enda þótt vegur heimamenntaðra háskólakennara muni og eigi óhjá- kvæmilega eftir að vaxa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.