Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐLAUGUR ÞOR VALDSSON Lát Guðlaugs Þorvaldssonar bar brátt að þó svo hann hefði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurt skeið. Ekki er nema rúm vika síðan við ræddum saman um hin margvís- legustu málefni sem efst eru á baugi og var hann þá sem endranær fullur áhuga. Áratugir eru síðan kynni og vin- átta tókust með okkur Guðlaugi er leiðir okkar lágu saman sem kenn- arar í viðskiptadeild háskólans, ég sem nýliði en hann sem hinn reyndi, hlutverk sem áttu eftir að endurtaka __ sig síðar. Af reynslu sinni og þekk- ingu miðlaði hann þó einatt sem jafn- ingi enda frábær kennari og í slíku uppáhaldi hjá nemendum sínum frá þeim tíma að hann var fram á þenn- an dag ómissandi í árlegri gleði þeirra. Allir sem kynntust Guðlaugi löð- uðust að honum því hann var léttur í skapi og bjó yfir mikilli hlýju. Hann lyfti þeim upp sem voru í nánd við hann og skaut rótum í huga þeirra. Hann naut sín vel í mannfagnaði, átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og lét mörg hnyttiyrðin fjúka. Félagslyndi var honum í blóð borið. En meginstyrkur hans fólst ekki síst í því hve einlægur og sanngjarn hann var gagnvart viðfangsefni sínu hvéiju sinni. Þar bar aldrei skugga á. Mér var oft hugsað til hins vammi firrta manns sem Hóras lofsyngur í „Integer vitae“. Siíkur maður sem Guðlaugur hlaut að veljast til margháttaðra trúnaðarstarfa. Eftir að hafa unnið á Hagstofu íslands að loknu kandi- datsprófi í viðskiptafræðum gegndi hann störfum ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu, prófessors, deild- arforseta, rektors og ríkissáttasemj- ara. í öllum þessum störfum var -hann einstaklega farsæll því hann kunni að taka á vandamálum og ágreiningi af opnum huga og með hreinskiptinni umræðu og hann var úrræðagóður við leit að sameiginleg- um lausnum. Það voru einkum þess- ir eðlisþættir sem gerðu hann svo farsælan í forystustörfum sem deild- arforseti, rektor og mannasættir í starfi ríkissáttasemjara. Á rektors- tíma Guðlaugs gat ég af eigin raun sem náinn samstarfsmaður séð hve vel honum fórust þau störf úr hendi, hvernig hinn opni stjórnunarstíll hans leysti margan vanda og aflaði honum frekari vinsælda. Þá þegar var hann kallaður til sáttastarfa í vinnudeilum og átti sæti í sátta- .. nefndum til lausnar erfiðum deiium, en Torfi Hjartarson gegndi þá starfi ríkissáttarsemjara með tollstjóra- embættinu. Með lögum frá 1978 var stofnað embætti ríkissáttasemjara og gert að fullu starfi. Guðlaugur átti þá lítið eftir af síðara rektors- tímabili sínu. Var lagt að honum að taka við hinu nýja starfi og varð það úr. Tók hann við starfinu 1979 strax og rektorstíma hans lauk. Það var ánægjulegt að finna hvernig fólk sem stóð Guðlaugi fjarri skynjaði einnig góðvild hans og ein- lægni. Mér eru minnisstæð ummæli stjórnmálamanns sem ekki hafði kynnst Guðlaugi náið, þegar hann tók við starfi ráðuneytisstjóra. „Þar Erfidrykkjur Glæsileg kaffi“ hlaðbord, fallegir saJir og mjög góö þjóruista IJpplýsingar í sírna 5050 ‘>25 og 562 7575 FLUGLE/ÐIR HÉTEL LOFTLEIBIR valdist góður maður í starfið. Nú blása þar ferskir vindar." í annan tíma var ég staddur í leigubíl þegar fluttur var í útvarpsfréttum útdrátt- ur úr ræðu Guðlaugs við útskrift stúdenta. Þá sagði bílstjórinn stund- arhátt án þess að vita á mér deili: „Þetta held ég að sé einstaklega góður maður og velviljaður." Hið mikla fylgi hans í forsetakosningun- um 1980 var borið uppi af fólki sem ýmist hafði sjálft reynt mannkosti hans eða skynjað þá og alkunna er að ekki vantaði nema herslumun í lokin. Mestu skipti þó að hann var sáttur við niðurstöðuna og einmitt vegna áðurnefndra eiginleika hlaut hann að koma ósár úr þeim leik. Margir sem gegna opinberum stöðum verða fyrir því að embættin setji sterkt mark á þá, þeir lifa sig ósjálfrátt inn í ákveðið hlutverk. Hjá Guðlaugi var þessu á annan veg farið. Sakir mannkosta fór hann fram úr stöðuhlutverkum sínum, lét þau ekki færa sig í mót heldur setti sitt mark á þau, hann var í hveiju starfi fyrst og fremst maðurinn Guðlaugur en ekki stöðuhafinn. Guðlaugs Þorvaldssonar verður ekki minnst án þess að geta eigin- konu hans, Kristínar Kristinsdóttur, sem staðið hefur sem klettur við hlið hans í gleði og sorg. Þau gift- ust ung og voru einstaklega samrýnd og glæsilegri hjón gat ekki að líta á glaðri stund í háskólanum. Við lát Guðlaugs leitar á hugann bæði hryggð og léttir; hryggð yfir þeim mannlegu verðmætum sem hafa glatast; hryggð yfir því að hann skyldi ekki getað notið áranna eftir starfslok með ástvinum sínum eins og hann hafði svo oft haft á orði; en einnig léttir yfir því að þjáningum hans er lokið og hann hefur fundið hvíld hjá þeim er sólina skóp. Að leiðarlokum þakka ég góðum vini samfylgd og leiðsögn. Eiginkonu hans, sonum og Ijjölskyldum þeirra flytjum við hjónin okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Þórir Einarsson. Nú, þegar Guðlaugur Þorvaidsson, skólabróðir og vinur, er allur, bregður fyrir ótal minningum liðins tíma, allt frá því að fundum okkar bar fyrst saman í Flensborg í Hafnarfirði haustið 1939, þá 15 ára að aldri. Það að koma til náms í þann ágæta skóla og kynnast íjölda jafn- aldra sinna og hinum ágætustu kennurum var fyrir unglinga, sem þá fyrst voru að hleypa heimdrag- anum, einstakt ævintýri. Flensborg var þá nýtt og veglegt skólasetur, sannkölluð bæjarprýði, enda segir í kvæði eftir Örn Arnarson: „Hér er risin höll á bjargi, heilsteypt lista- verk.“ Það voru orð að sönnu. Frá Hafnarfirði lá leiðin til Akur- eyrar þar sem við þrír bekkjarfélag- ar tókum gagnfræðapróf utanskóla til inngöngu í 4. bekk Menntaskól- ans á Akureyri. Menntaskólaárin þijú liðu líkt og í ljúfum draumi og 15. jún! 1944 var útskriftardagur og margir hröðuðu ferð sinni suður til að vera við hátíðarhöldin á Þing- völlum 17. júní. Þetta voru einstakir og eftirminnilegir dagar, sem aldrei gleymast. Við Guðlaugur stunduðum síðan nám í viðskiptadeild HÍ og héldust okkar nánu kynni því enn um sinn. Þess utan höfðum við verið í sama Lionsklúbbi meir en aldarfjóðrung og spilafélagar um ófá ár. Þessara löngu kynna er ljúft að Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 minnast. Guðlaugur var einstakur maður um margt, hann var miklum og góðum hæfileikum gæddur, námsmaður í fremstu röð og öll þau störf og embætti, sem hann tókst á við um ævina, innti hann af hendi af kostgæfni og færni, enda jafn- framt fylginn sér að hveiju hann sem hann gekk. Það var eitthvað í fari Guðlaugs, sem gerði hann sérstakan. Þetta hlýja viðmót, opinn hugur og jákvæður áhugi á mönnum og mál- efnum leiddu til þess að hann var einstaklega vinmargur og fólk laðað- ist að honum og leitaði eftir félags- skap við hann. Slíkum mönnum er gott að lifa. Að sjálfsögðu fór ekki hjá því að Guðlaugs biði að gegna hinum æðstu* embættum í þjóðfélaginu, svo mikl- um kostum sem hann var búinn. Þau störf þarf ekki að tíunda hér í þess- um stuttu kveðjuorðum, enda flest- um kunn og rakin verða á öðrum vettvangi. Nú er Guðlaugur horfinn á braut. Þar er skarð fyrir skildi og að honum mikill sjónarsviptir. Það var mikið ánægjuefni að eiga með honum ljúfa samleið um lífsbraut langa. Veri hann kært kvaddur nú að leiðarlokum. Kristínu, sonum þeirra hjóna og fjölskyldum sendum við Hrefna hjartanlegar samúðarkveðjur. Guðmundur B. Ólafsson. Það kvöldar, klukkur slá, allt klæðist rökkurhjúp. (A. Tennyson lávarður. Þýð. Yngvi Jóhánnesson.) Klukkan mikla hefur glumið vini mínum Guðlaugi Þorvaldssyni eftir löng og erfið veikindi. Hann var hamingjumaður af kostum sínum. í skóla reyndist hann námsmaður eins og þeir gerast bestir. Að stúdents- prófi loknu hlaut hann fjögurra ára styrk frá menntamálaráði til náms erlendis og hugðist lesa landafræði og jarðfræði við Stokkhólmsháskóla. Hann afsalaði sér síðan styrknum, enda geisaði enn heimsstyijöld og beinar samgöngur við Norðurlönd engar. Guðlaugur var maður fríður sýn- um, bjartur yfirlitum, kvikur í hreyf- ingum og drengilegur I allri fram- göngu. Við Guðlaugur höfum þekkst í nær 55 ár eða frá því að við tókum gagn- fræðapróf við Menntaskólann á Ak- ureyri vorið 1941. Smám saman þró- aðist kunningsskapur okkar í mjög trausta vináttu. Við lukum stúdents- prófi 15. júní 1944 og höfum stund- um sagt á glöðum degi að lýðveldið hafi hlotið okkur í morgungjöf. Fyrir tæpum tveimur árum fórum við norður til Akureyrar til að halda hátíðlegt 50 ára stúdentsafmæli okkar og var Guðlaugur þá manna glaðastur eins og jafnan þegar við bekkjarsystkini hittumst. Hann naut þess mjög vel að rifja upp ljúfar endurminningar frá menntaskólaár- unum á Akureyri. Guðlaugur var að öllu upplagi mjög mikill félagsmála- maður. Hann var því félagi í ótal- mörgum félögum, enda eftirsóttur til starfa á þeim vettvapgi. Hann studdi þar mörg góð málefni. Við bekkjarfélagarnir Víkingur H. Arn- órsson og Guðmundur B. Olafsson höfum verið með honum í spila- klúbbi um margra ára skeið og spil- uðum síðast saman í janúarmánuði síðastliðnum og var þá ljóst að þrek hans var mjög tekið að þverra. I skóla var Gunnlaugur manna vinsælastur af bekkjarfélögum sín- um og kennurum og jafnan stutt í glens og gaman þar sem hann var nærstaddur. Árið 1950 kvæntist Guðlaugur eftirlifandi konu sinni Kristínu Hólmfríði Kristinsdóttur, sem hann hafði kynnst vestur á Núpi í Dýra- firði, þegar hann kenndi þar veturinn eftir stúdentspróf. „Þessi ferð, sem réðst af tilviljun, átti eftir að leggja hornstein að gæfu lífs míns . . .“ segir hann í viðtali í bókinni Lífsvið- horf mitt. Þau hjónin Guðlaugur og Kristín hafa lengst af eða um nær 50 ára skeið búið í Skaftahlíð 20 hér í borg. Hefur það verið mikið myndar- og risnuheimili, þar sem vinum hefur verið tekið með einstakri hlýju og höfðingsskap. Að Guðlaugi Þorvaldssyni er mik- il eftirsjá. Við vinir hans og bekkjar- systkini þökkum honum ljúfa og drengilega samfylgd um langan veg. Frú Kristínu og fjölskyldu sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hins vamm- lausa vinar. Runólfur Þórarinsson. Kveðja frá sljórn Norræna hússins Norræna húsið í Reykjavík er merkileg stofnun. Það var byggt fyrir rúmum aldarfjórðungi af Norð- urlöndunum fimm til þess að styrkja tengsl Islands við önnur Norðurlönd, kynna menningu þeirra á íslandi og stuðla að aukinni þekkingu á íslend- ingum meðal bræðraþjóðanna, - til þess að efla samstarf og vináttu milli norrænna manna. Þegar húsið var reist, voru ekki dæmi þess ann- ars staðar, að fimm sjálfstæð ríki efndu til hliðstæðrar samvinnu til þess að styrkja tengsl sín. Frá upphafi hefur húsinu verið stjórnað af einum fulltrúa frá hinöm Norðurlöndunum fjórum og þremur frá íslandi. Guðlaugur Þorvaldsson átti sæti í stjórn hússins á árunum 1979-1990, þar af átta ár sem for- maður. Hann naut mikillar virðingar í því starfi. Það er ekki sízt farsælum áhrifum hans að þakka, að störf Norræna hússins hafa verið og eru mikils metin af stjórnvöldum Norður- landa. Hefur það m.a. komið fram í því, að skertar fjárveitingar til nor- ræns samstarfs hafa ekki bitnað á Norræna húsinu. Náin kynni og ein- læg vinátta okkar Guðlaugs Þor- valdssonar var að mörgu leyti sér- stæð og óvenjuleg. Hann var nem- andi minn í viðskiptadeild Háskólans, í hópi beztu nemenda, sem ég kenndi, og lauk glæsilegu kandidatsprófi 1950. Þegar ég tók við starfi í menntamálaráðuneytinu 1956, varð Guðlaugur einn þeirra, sem önnuðust kennslugreinar mínar, þar til hann var skipaður prófessor 1967. Hann var afburða kennari. En hann var gæddur fleiri hæfileikum. Hann var stjórnsamur, og hafði jafnframt ein- stakt lag á að laða menn til sam- starfs, með hlýlegu viðmóti, samvizkusemi og góðvild. Hann hafði því ekki gegnt prófessorsembætti lengur en sex ár, þegar hann var kjörinn rektor Háskólans, og gegndi hann því starfí í önnur sex ár eða þar til hann var skipaður fyrsti sátta- semjari ríkisins. I því embætti nutu sín vel þekking hans og gáfur, samf- ara sanngirni og lagni. Guðlaugur Þorvaldsson var á margan hátt einstakur og óvenjuleg- ur maður. Hann náði miklum ár- angri í sérhveiju því starfi, sem hann tókst á hendur. Og jafnframt var hann hveijum manni vinsælli hjá þeim er hann starfaði með. Það er sjaldgæfur hæfileiki að vera stað- fastur í verkum sínum, en vinna þau jafnframt þannig, að um þau ríki sátt og ánægja. Til þess, að slíkt megi takast, er þörf einiægni og góðvildar. Það voru einmitt meg- inkostir Guðlaugs Þorvaldssonar. Og þeir mannkostir hans voru miklir. Gylfi Þ. Gíslason. Kveðja frá starfsfólki Nor- ræna hússins „Að heilsast og kveðja er lífsins saga,“ stendur einhvers staðar. Að þurfa að kveðja Guðlaug Þorvalds- son, finnst okkur afskaplega ótíma- bært. Við þökkum fyrir allar stund- irnar sem hann gaf okkur af lífi sínu. Guðlaugur var gjafmildur og glað- ur persónuleiki sem okkur öllum þótti vænt um. Hlýja hans og velvild til allra var hans aðalsmerki. Hann sat lengi í stjórn Norræna hússins og lengur en nokkur annar sem stjórnar- formaður. í starfi sínu í norrænni samvinnu vann hann marga sigra fyrir okkur og með okkur. Því einn af ótalmörgum kostum Guðlaugs var hve auðvelt honum reyndist að vinna með öðrum. Þess vegna er óhætt að segja að hann hafi verið réttur mað- ur á réttum stað, þegar hann fékk það vandasama verkefni að verða ríkissáttasemjari. Þrátt fyrir allan erilinn sem ríkissáttasemjari, hafði hann alltaf tíma fyrir okkur. Margra glaðra stunda höfum við að minnast. T.d. þegar við fórum með stjórn Norræna hússins út á Reykjanes og Guðlaugur var farar- stjórinn. Hann þekkti auðvitað hveija þúfu í og við Grindavík og sagði okkur margar sögur frá bernsku sinni þar. Hann benti okkur á Gunnuhver og sagði okkur gömul munnmæli um hann, sem krydduð voru sögum af því þegar hann var strákur þar sumarlangt með full- orðnum frænda sínum, sem þurfti að stunda heilsuböð við hverinn. Við gátum alitaf treyst því að hann tæki jákvætt á öllum málum, hvort sem það var að leysa erfið mál í sambandi við stjórnvöíd utan lands og innan eða halda skemmtilegar tækifærisræður án fyrirvara, þegar enginn annar treysti sér til þess. Margs er að minnast og þakka. Elsku Sísí, við þökkum þér fyrir þinn þátt í því að Guðlaugur var eins og hann var. Við sendum þér og allri íjölskyldunni okkar bestu kveðjur og þökkum af öllu hjarta fyrir allt. Kveðja frá Svíþjóð Þegar við hófum störf sem for- stjórahjón í Norræna húsinu veturinn 1989, komumst við að raun um að þar var einn maður sem allir töluðu um af mikilli hlýju. Það var Guðlaug- ur Þorvaldsson. Það tók okkur ekki langan tíma að taka undir í þeim kór. Þau Kristín veittu okkur svo ógleymanlegar móttökur að við ósk- um þess, að allir þeir sem flytja á milli landa, fái sams konar viðtökur. Guðlaugur brást aldrei. Hann hafði góða kímnigáfu og var fundvís á björtu hliðarnar og möguleikana í hveiju máli. Þau vandamál sem upp komu leysti hann með lagni. Það voru forréttindi að fá að starfa með slíkum manni. Mikilvægi starfa Guðlaugs í þágu Norræna hússins er öllum fullkunn- ugt sem þar hafa starfað og vænt- umþykja milli hans og starfsfólksins var gagnkvæm. Undir forystu hans í stjórn Nor- ræna hússins ríkti einkar þægilegur og góður andi og fundarsetur voru ánægjulegar. Guðláugur gegndi stöðu ríkis- sáttasemjara í fimmtán ár. Sjaldan hefur máltækið „réttur maður á rétt- um stað“ átt svo vel við. Hann eign- aðist vini langt út fyrir strendur ís- lands. Við erum þakklát að hafa verið í þeim vinahópi. Við sendum hlýjar samúðarkveðjur til Kristínar og Qölskyldunnar á þessum degi. Christina og Lars-Áke Engblom. Kveðja frá Norræna félag- inu í Reykjavík Mikill heiðursmaður er fallinn frá. Meðal fjölda trúnaðarstarfa sem Guðlaugur Þorvaldsson gegndi um ævina var formennska í Norræna félaginu í Reykjavík og einnig átti hann sæti í stjórn Norræna félagsins á íslandi. Norrænt samstarf var honum einkar hugleikið og hann vildi efla það og styrkja. Undirrituð var svo lánsöm að starfa með Guðlaugi í stjórn Nor- ræna félagsins í Reykjavík um nokk- urra ára skeið. Það var mjög lær- dómsríkt að starfa með honum og fá að kynnast áhuga hans og elju- semi. Guðlaugur var höfðingi í lund og þegar höfuðborgarmót Norrænu félaganna var haldið í Reykjavík undir hans stjórn, var ekkert til spar- að til þess að taka á móti gestunum á sem veglegastan hátt. Mótið var fjölmennt og voru hinir norrænu gestir aðallega eldri konur, sem Guðlaugur heillaði með ljúflegri framkomu sinni og glaðværð. Þá minnist ég einnig ferða með honum á höfuðborgarmót í Helsing- fors og Kaupmannahöfn, þar sem hann var góður ferðafélagi og vin- ur. Guðlaugur Þorvaldsson var ógleymanlegur öllum sem honum kynntust. Honum eru færðar bestu þakkir fyrir fórnfúst starf í þágu Norræna félagsins. Eiginkonu hans, Kristínu Krist- insdóttur, sonum, tengdadætrum og barnabörnum eru fluttar samúð- arkveðjur. Ingibjörg Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.