Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 23
LISTIR
Frumsýning í Kvennó
Grindavík, Morgunblaðið
KVENFÉLAGSHÚSIÐ í Grindavík hefur gengið
í endurnýjun lifdaga með upplyftingu sem hefur
verið unnið að undanfarið ár og fram á þetta ár,
Þar voru á árum áður leiksýningar og aðrar uppá-
komur í Grindavík og þótti stór og mikill staður.
Nokkuð mörg ár eru um liðin síðan síðast var
frumsýnt í húsinu og það var því kærkomin til-
breyting að fara á frumsýningu þar hjá leikhópi
skipaður krökkum á unglingastig grunnskólans.
Hópurinn hefur starfað undir leiðsögn Sólveig-
ar Þorbergsdóttur og Onnu Sigurðardóttur og
samdi leikrit undir leiðsögn þeirra. Leikritið heit-
ir Svört verða sól og fjallar um unglinga og
draumum þeirra, ástina og viðbrögð við því að
verða ástfanginn. Það byggir á tónlist fluttri af
Þursaflokknum sem Bjarni Þorsteinsson, sóknar-
prestur á Siglufirði, safnaði saman og Þursarnir
gáfu út fyrir allnokkru. Einnig mátti heyra Háva-
mál og Björk Guðmundsdóttur þannig að víða var
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
LEIKHÓPURINN tók sporið á sviðinu í Kvennó.
leitað fanga. í leikskrá kemur fram að leikritið
sé óhefðbundið og byggi á tónlist, hreyfingum
jafnt og töluðu máli.
Páska-
stemmning í
Fríkirkjunni
KÓR Fríkirkjunnar í Reykjavík und-
irbýr páskahátíðina með tónleikum í
kirkjunni í kvöld kl. 20.30. Á efnis-
skránni verða m.a. kór og aríur úr
Stabat Mater eftir Dvorák og verk
eftir Þorkel Sigurbjömsson, Baeh,
Hándel og Mendhelssohn.
Þuríður G. Sigurðardóttir, Erla B.
Einarsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdótt-
ir, Elísabet Hermundardóttir, Svava
Kristín Ingólfsdóttir, Soffía Stefáns-
dóttir og Öm Amarson syngja einsöng
og dúetta. Stjómandi er dr. Pavel
Smid og leikur hann einnig á orgelið.
Aðgangseyrir 1.000 kr. Tónlistamem-
ar og eldri borgarar fá 50% afslátt.
FX2501
CASIO
Reiknivél fyrir
sniilinga.
Hárblásarar í miklu
úrvali.
Frábært úrval
heyrnatóla.
IS0 MGR710 *
SA\YO
Vasadiskó með
útvarpi.
HP4479 ^
PHILIPS
Krullujárn. Ódýrt
og gott.
Rafhlöðu, rafmagns
og hleðslurakvélar í
úrvali.
SAXYO
Vekjarakiukkur með
eða án útvarps.
DW6600 m
CASIOV
G-shock, ný
kynslóð úra sem
þola næstum allt.
...þeir hafa allt
sem ungt fólk
dreymir um í dag
Umboðsmenn um land allt.
«*«»
PRIMAVERA
RISTORANTE
I
AUSTURSTRÆTI 9
Að loknum snæðingi
lagði hún varlega frá sér
hnífapörin, eins og
píanóleikari sem slær
síðustu nóturnar í löngum
konsert. Svo hneigði hún
höfuðið lítið eitt, þannig
að hárið féll fram yfir
andlit hennar eins og tjald
fyrir svið. Leit svo upp og
brosti.