Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IDAG BRIDS llmsjún Guðmundur l’áll Arnarson FJÓRIR spaðar suðurs vinnast auðveldlega ef trompið fellur 2-2. Spaða- drottningin blönk dugir einnig til vinnings í flestum tilfellum, en hvað er til ráða ef vörnin á slag á tromp? Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G1082 ¥ Á643 ♦ D52 ♦ G3 Suður ♦ ÁK976 ¥ 9 ♦ 743 + ÁK62 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 4 spaðar Allir pass Útspil: Hjartadrottning. Hvernig á suður að spila? Vissulega er freistandi að taka strax ÁK í spaða, en ef drottningin kemur ekki, þá er spilið þar með tapað. Hins vegar heldur sagnhafi fleiri möguleikum opnum með því að trompa hjarta í öðrum slag! Til- gangurinn með því blasir iekki strax við, en .málin taka fljótlega að skýrast: Norður + G1082 ¥ Á643 ♦ D52 ♦ G3 Vestur Austur 4 D53 4 4 4 DG1085 111(11 ¥ K72 ♦ K96 111111 ♦ ÁG108 4 104 4 D9875 Suður 4 ÁK976 ¥ 9 ♦ 743 4 ÁK62 Næst er ÁK í spaða spil- að og það kemur í ljós að vestur á slag á tromp. Þá tekur suður tvo efstu í laufi og spilar því þriðja. Vestur má ekki trompa, því þá fer tígull úr borði, svo hann hendir hjarta. Sagnhafí trompar hjarta og spilar aftur laufi. Þá er vestur í furðulegri klemmu: Hann á hæsta hjartað. Ef hann hendir því, fríast hjartasex- an í blindum. Og ef vestur heldur í hjartagosann, þá trompar sagnhafí hjart- asexuna, sem reyndar er tíundi slagurinn! í stuttu máli, þá fær sagnhafi sjö slagi á spaða með því að stinga hjarta þrisvar heima og lauf tvisvar í borði. Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, þriðjudaginn 2. apríl, er sjötug Hera Guðjóns- dóttir, Hringbraut 74, Hafnarfirði. Hún og eigin- maður hennar Helgi S. Guðmundsson taka á móti ættingjum og vinum í íþróttahúsinu v/Strand- götu (Álfafelli) Hafnar- firði eftir kl. 20 á afmælis- daginn. MORGUNÉLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningarnar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. HÖGNIHREKKVÍSI þab er-á ntl/rux, sem Hann faer- ser bita afepUnu/" Farsi Mþetío, súarfer sJc/ti sem i/ej-st. E~n, Utrtnas tunc/lmcxr en/ leifi'ntcgar. " Pennavinir LEIÐRÉTT Nafn fermingarbarns I tilkynningu um fenning- arbörn í Garðaprestakalli sl. laugardag_ var rangt farið með nafn Ómars Freys Sig- urbjörnssonar, Suðurgötu 28, Akranesi og biðst blaðið velvirðingar á því. Rangt föðurnafn I frétt um íslenska bræðslu í Mexíkó var rang- 'ega farið með nafn Magn- úsar Sigurðssonar, stjórnar- formanns Mex-Ice og er beðist velvirðingar á því. Framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar er Jónas Gísla- son og verksmiðjustjóri er Gunnlaugur Jónsson. Enskt-íslenskt I frétt um útkomu ensks- íslensks tækni- og bílorða- safns sl. sunnudag var ranglega sagt í fyrirsögn að um væri að ræða ís- lenskt-enskt orðasafn. Um leið og það er leiðrétt er beðist velvirðingar á þessu. ÞRETTÁN ára bandarískur piltur með áhuga á skák: Shaun Henmndez, 5419 E. Cambridge, Phoenix, Arizona 85G08, U.S.A. SEXTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Akiko Shida, 945-3 Suhara, Sumon-mura, Kita uonuma-gvn, Niigata-ken 946-02, Japan. ÁSTRALSKUR 35 ára karl- maður með mikinn áhuga á bresku popphljómsveitinni Led Zeppelin langar að eignast eitthvað í safn sitt sem minnir á tónleika henn- ar hér á landi f júní 1970: Jim Farmer, 116 Dart Street, Redland Bay, QLD 4165, Australia. SEXTÁN ára piltur f Tanza- níu með áhuga á frímerkj- um, póstkortum, skáldsög- um, tónlist og íþróttum: Nicholause Mtei, St Janws’ Seminary, Perfectus Lcwanga, P.O. Box 1927, Moshi, Tanzania. ÞRJÁTÍU og eins árs ind- versk kona, búsett í Dan- mörku, vill skrifast á við karlmenn: Helene Christensen, Hefreskovalle 2C, lth, 3050 Ilumlebæk, Denmark. SAUTJÁN ára þýsk stúlka með áhuga á tónlist, skáta- starfi, tungumálum, nemur m.a. ensku, frönsku, spænsku og rússnesku: Gudrun Stör, Mörikcstrasse 40, D-88285 Bodnegg, Germany. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú þarft að temja þér betur að hugsa áðuren þú talar. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Eitthvað kemur þér ánægju- lega á óvart varðandi fjármálin f dag. Þeir sem eru að íhuga sumarleyfi ættu að ná sér í ferðabæklinga. Naut (20. april - 20. maí) Þú ættir að þiggja boð starfs- félaga og nota tækifærið til að blanda geði við aðra í dag. Vertu svo heima með ástvini í kvöld. Tvíburar (21.maí-20.júní) Eitthvað óvænt gerist í vinn- unni í dag, sem kemur þér úr jafnvægi. Ef þú lætur skyn- semina ráða, ertu fær um að leysa málið. Krabbi (21. júní — 22. júip Hí<8 Þú hefur lagt hart að þér und- anfarið, og þarft að gefa þér tíma til að slaka á. Taktu þér smá frí og sinntu fjölskyldunni. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Þú ert með hugmyndir varð- andi vinnuna, sem falla í góðan jarðveg hjá bæði starfsfélögum og ráðamönnum. Stattu við gefið loforð. Meyja (23. ágúst - 22. september) Framkoma vinar kemur þér á óvart í dag, og veldur þér nokkrum áhyggjum. í kvöld væri vel við hæfi að bjóða heim gestum. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ekki fjármálin spilla góð- um stundum í vinahópi í dag. Þú ert á réttri leið, og fjárhag- urinn fer brátt batnandi. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur ekki hugsað sem skyldi um heilsuna undanfarið, og ættir að taka þig á. Leitaðu ráða hjá heimilislækni þínum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt þú viljir ekki missa af neinu í félagslífinu, getur þú ekki verið á mörgum stöðum í einu. Þessvegna þarftu að vanda valið. Steingeit (22. des. — 19. janúar) Vertu ekki með óþarfa hlé- drægni í vinnunni. Skoðanir þínar eru mikils metnar og þú ættir ekki að hika við að tjá þig- Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) öh Þú eyðir miklum tíma f að finna lausn í vandasömu máli, sem þér hefur verið falið. En vandinn er tímabundinn, og úr rætist fljótt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) — Bjartsýni þín og áhugi vekja athygli í vinnunni, jafnt hjá starfsfélögum og ráðamönn- um. Þú ert á góðri leið að settu marki. Stjörnuspána & að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustuni grunni visindalegra staðreynda. ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 47 E-vítamín er öflug vörn fyrir frumur líkamans Skortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-vítamín þekkt sem kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum. E-vítamín er öflugt andoxunarefni (þráarvarnarefni) sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-víta- mín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Rannsóknir hafa undanfarið einkum beinst að E-vítamíni til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum mntvörubúða Eilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐINS RIB RANGE 95% bómull, 5% LYCRA þráöur. Hvítt, grátt og svart. Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.