Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlé á hækkunum á hlutabréfamarkaði EFTIR samfelldar hækkanir undan- genginna vikna virðist hlutabréfa- markaðurinn loks hafa tekið sér hlé til að anda. Hlutabréfavísitala náði hámarki á mánudag í síðustu viku og hafði hún þá hækkað um rúmlega 26% frá áramótum. Síðan hefur vísi- talan verið að síga niður á við og hefur hún nú lækkað um tæp 2% síðastliðna viku. Viðmælendur Morgunblaðsins á hlutabréfamarkaði í gær töldu nokk- uð erfitt að segja til um framhaldið en virtust þó sammála um að ekkert tilefni væri til lækkana. Flest benti til þess að afkoma fyrirtækja á yfír- standandi ári yrði enn betri en á síð- asta ári, og því mætti búast við enn betra milliuppgjöri hjá fyrirtækjum í júní. Líklega væri því hér um eitt- hvert millibilsástand að ræða á með- an markaðurinn íhugaði sitt mál, en að því loknu myndu hækkanirnar lík- ast til halda áfram, þótt þær yrðu eflaust nokkuð hægari. Hins vegar virðast menn nokkuð sammála um að vænlegum kostum hafi fækkað nokkuð á markaðnum að undanförnu eftir þessar hækkan- ir, en þó virðast nokkrar vonir bundn- ar við Flugleiðir í þeim efnum. Þá benti einn viðmælenda á sjávarút- vegsfyrirtækin og sagði að þar væri enn talsvert svigrúm til hagræðingar auk væntinga um aukinn afla og því ekki útséð með frekari hækkanir. Fjölmörg hlutabréfaútboð Þær hækkanir sem orðið hafa á gengi hlutabréfa hafa að mati verð- bréfamiðlara að stórum hluta til orð- ið vegna verulegs ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar. Þrátt fyrir miklar hækkanir hafa eigendur bréfa ekki virst fúsir til að selja. Nú er hins vegar búist við ögn meira jafn- vægi þarna á milli, sér í lagi vegna fjölda hlutaljárútboða. Meðal annars liggur fyrir að Flug- leiðir munu auka hlutafé um 250 milljónir að nafnvirði, auk fjölda annarra fyrirtækja. SR-mjöl hf. í: Úr ársreikningi 1995 Jplltli j MtSSF*~*~ Rekstrarreikningur Mnijónir króna 19S »5 1994 Breyt. Rekstrartekjur 2.887,4 2.897,9 -0,4% Rekstrarqjöld 2.542.1 2.473.7 +2.8% Rekstraragnaður fyrir afskriftir 345,2 424,2 -18,6% Afskriftir 218,3 230,5 -5,3% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (32.1) (55.1) -41.8% Hagnaður fyrir reiknaða skatta 94,8 138,6 -31,6% Hagnaður ársins 75,4 135.9 -44.5% Efnahagsreikningur 31. des.: 1995 1994 I Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 828,5 712,6 +16,3% Fastafjármunir 1.803,4 1.786,1 +1,0% Eignir samtals 2.631,9 2.498,7 +5,3% | Skulílir 0(1 eigið íé: Milljónir króna Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigiöfé Skuldir og eigið fé samtals 263,7 612,2 1.756,0 2,631,9 376.1 715.1 1.407,5 2.498,7 -29,9% -14,4% +24,8% +5,3% Sjódstreymi_________________________1995 1994 Veltufé trá rekstri 283,4 374,5 -24,4% SR-mjöl með 75 milljóna hagnað á sl. ári Afkoma versnaði um 61 milljón á milli ára Hæsta gengi dollars í 26 mánuði London. Reuter. GENGI dollars gegn jeni hafði ekki verið hærra í 26 mánuði í gær vegna uggs um veíkleika í bankakerfinu í Japan eftir gjaldþrot Taiheiyo banka. Dollarinn komst í 107,70 jen, en lækkaði síðan í 107,57. Vikan byrj- aði vel í kauphöllum í Evrópu og hefur gengi frankans ekki verið hærra í 19 mánuði. í Amsterdam hækkað hækkaði AEX vísitalan í 536,89 og hefur aldrei verið hærri Gengi franska frankans hefur ekki verið hærra síðan í júní 1994, þar sem þeirri skoðun vex fylgi að að einhvers konar myntbandalagi verði komið á fót 1999 þrátt fyrir ugg sumra Þjóðveija um að evrópsk- ur gjaldmiðill geti veikt markið. HAGNAÐUR SR-mjöls hf. nam alls um um 75 milljónum króna á sl. ári samanborið við 136 milljón- ir árið áður. Versnaði því afkoman um 61 milljón á milli ára Lakari afkoma á síðasta ári stafar fyrst og fremst af hækkun hráefniskostnaðar, að sögn Hlyns Jónssonar Arndals, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs. Nam hráefn- iskostnaður 55% af cif-verði af- urða á árinu samanborið við 48% á árinu á undan. Á móti hækkun á hráefnis- kostnaði vóg umtalsverð lækkun á fjármagnskostnaði vegna hag- stæðari vaxtakjara, hagstæðrar gengisþróunar, stöðugs gengis og lækkunar á skuldum. Þannig HUNDRUÐ banka I Bandaríkiun- um hafa sameinazt til að auka hag- kvæmni í rekstri og fjárfesta í nýrri tækni og nú hefur dregið til mestu tíðindanna á þessum vettvangi. Á sunnudag sameinuðust Chase Manhattan Corp. og Chemical Banking Córp. í stærsta banka Bandaríkjanna miðað við eignir og í gær átti að ljúka samruna bank- anna Wells Fargo & Co. og First Interstate Bancorp í Kaliforníu. Citicorp, sem hefur verið stærsti banki Bandaríkjanna með eignir upp á 257 milljarða dollara, fellur í annað sæti, næst á eftir hinum „nýja Chase Manhattan banka sem námu fjármagnsgjöld að frádregn- um fjármagnstekjum um 32 millj- ónum á árinu samanborið við 55 milljónir árið áður. Unnin voru 180 þúsund tonn af loðnu á árinu en veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum breyttu stöðunni verulega. Unnið var úr 94 þúsund tonnum af síld að meðtalinni sumargotssíldinni. Heildarmagn loðnu, síldar og fr.á- kasts frá loðnufrystingu var því um 274 þúsund tonn. Lán tekin fyrir nýrri loðnuverksmiðju Framkvæmdir við nýja verk- smiðju SR-mjöls í Helguvík er hafin. Afkastageta hennar verður á eignir upp á 305 milljarða dollara. Chemical tekur upp nafn Chase Manhattan og merki þegar samrun- anum lýkur, væntanlega eftir nokkra mánuði. Nýju merki var komið fyrir í aðalstöðvum Chemical á Park Avenue í New York í gær. í gær átti jafnframt að ljúka samruna Wells Fargo & Co. og First Interstate Bancorp í Kaliforníu og verður eigið fé nýja bankans 108 milljarðar dollara. Starfsmenn Chemical og Chase Manhattan voru 75.000 fyrir sam- runann, en þeim fækkar í 63.000 með uppsögnum eða starfsloka- samningum. um 800 tonn á sólarhring og er ætlunin að hún verði tilbúin fyrir næstu vetrarvertíð. Hlutafé fé- lagsins var aukið um 25% í októ- ber til að ijármagna að hluta þess- ar framkvæmdir. Til að mæta því sem á vantar hefur verið gengið frá nýjum lántökum að fjárhæð 450 milljónir króna hjá Norræna fjárfestingarbankanum og A/S Eksportfinans í Noregi. Láns- tíminn er allt til ársins 2011 og eru með ábyrgð Landsbanka Is- lands. Þau eru afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Eigið fé SR-mjöls í lok sl. árs nam alls 1.756 milljónum saman- borið við 1.407 milljónir árið áður. Sérfræðingar telja að störfum verði fækkað um 9.000 þegar Wells Fargo sameinast First Interstate. Alls unnu 47.000 í bönkunum fyrir sameininguna. Walter Shipley, æðsti yfirmaður Chemical Banking, mun gegna æðstu embættum hjá hinum „nýja“ Chase Manhattan. Thomas Labrecque, forstjóri gamla Chase, heldur áfram störfum sem annar æðsti maður, sem er óvenjulegt þegar samið er um samruna. Æðstu menn móðurfyrirtækis First Interstate, þar á meðal Will- iam Siart aðalbankastjóri, munu ekki starfa hjá Wells Fargo. Chase Manhattan og Chemical Corp. sameinast New York. Reuter. Stöð 2 Fram- kvæmda- stjóri fjármála hættur BJARNI Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs íslenska útvarps- félagsins hf. hefur sagt upp störfum hjá félaginu eftir fimm ára starf. Bjarni hefur lengst af starfað sem íjármálastjóri en tók sæti í fjögurra manna framkvæmda- stjórn um sl. áramót þegar Jafet Olafsson, fyrrum útvarpsstjóri, sagði starfi sínu lausu. Fram- kvæmdastjórnin hefur farið með daglegan rekstur ásamt Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni. I framkvæmdastjórn hafa verið auk Bjarna þeir Hreggvið- ur Jónsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Magnús E. Krist- jánsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs og Páll Baldvin Baldvinsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs. Bjarni vildi ekk- ert tjá sig um ástæður fyrir uppsögn sinni í samtali við Morgunblaðið. Hlutafjár- útboði Þormóðs ramma lokið HLUTAFJÁRÚTBOÐI Þormóðs ramma er lokið og seldust öll bréfin í forkaupsrétti. Alls var um að ræða 100 milljónir króna að nafnvirði og voru þær seldar á genginu 3,75. Núverandi hlutahafar voru til- búnir til þess að kaupa um 20% meira en í boði var, eða 119 milljónir króna. Sá hluthafahóp- ur sem stóð að kaupunum á Þormóði ramma á sínum tíma tók ekki þátt í útboðinu og dróst hlutfallsleg eign þeirra saman. Annar banki gjaldþrota í Japan Tókýó. Reuter. JAPANSKUR banki varð gjald- þrota um helgina og er það ann- að bankagjaldþrotið í Japan frá stríðslokum. Gjaldþrotið vekur minni ugg en ella vegna þess að um lítinn banka er að ræða og að efnahag- ur Japana virðist á batavegi. Um er að ræða svæðisbanka í Tókýó, Taiheiyobanka, sem fjár- málaráðuneytið tilkynnti 29. marz að lagður yrði niður. Nýr banki verður stofnaður undir verndarvæng 4 aðalbanka Jap- ans. I ágúst sl. varð Hyogo banki í Kobe gjaldþrota fyrstur jap- anskra banka frá stríðslokum. við hjálpum------------- MEÐ ÞINNI hjjálp þú getur tekið þátt í að viðhalda lífsvon karla, kvenna og barna í neyð með því að hringja í síma 562 6722 og gerast styrktarfélagi Hjálparsjóðs Rauða kross íslands. Framlög þín renna óskipt til hjálparstarfs Rauða kross íslands erlendis. I ú færð reglulega upplýsingar um hvernig við verjum fénu. ú ákveður hve mikið, hve oft og hvenær þú greiðir. RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.