Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Jafnrétti á kostnað kvenna NOKKRAR stæðar konur rituðu grein í þetta blað ný- verið, þar sem þær itíunda árangur ríkis- stjórnarinnar í jafn- réttismálum. Höfund- ar koma víða við. Af niðurlagsorðum greinarinnar má skilja að aðgerðir ríkis- stjómarinnar séu meira og minna runn- ar undan riíjum þeirra sjálfra, að þær hafi boðað viðhorfsbreyt- ingu sem nú sé hafin. Betur ef satt væri. í ' stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar lofar hún að vinna gegn kyn- bundnu launamisrétti ogjafnframt að stuðla að jöfnum möguleikum kvenna og karla til að njóta eigin . atorku og þroska hæfileika sína. Þessi setning hefur eflaust ratað |í stjórnarsáttmálann vegna ötullar framgöngu Sjálfstæðra kvenna í ' kosningabaráttunni sl. vor. Slíkar yfirlýsingar eru hins vegar mark- lausar nema að baki standi vilji i til þess að hrinda þeim í fram- kvæmd. Þann vilja er einungis ' hægt að mæla í þeim tíma, orku ■og ekki síst fjármunum sem lagðir 'eru í málaflokkinn. Að tryggja launajafnrétti.. . Fjármálaráðherra hefur staðið : fyrir úttekt á launa- og ráðningar- kjörum í eigin ráðuneyti og undir- jstofnunum þess. Niðurstaðan kemur engum á óvart. Kynbundið ' launamisrétti í ráðuneyti fjármála j er svipað og mældist í ágætri könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Jafnréttisráð ; í febrúar 1995. 0g launamisréttið er sprottið af sömu rótum, þ.e. yfirborgunum, og ýmsum sporsl- um körlum til handa. Enn hefur ekki verið gert opinbert hvað ráð- herra hefur hugsað sér að gera við þessar upplýsingar eða hvort i tillögur til úrbóta eru í smíðum, en ráðherra hefur hins vegar gef- ið út bækling sem ætlaðúr er stjórnend- um ríkisstofnana þar sem þeir eru minntir á að konur búi við lakari kjör en karlar á vinnumarkaði og að lögum sammkvæmt sé óheimilt að mis- muna fólki vegna kynferðis. Eru þar með upp talin afrek fjármálaráðherra við að draga úr kyn- bundnum launamun. Starfshópur um starfsmat hefur lagt fram tillögur um framkvæmd tilraunamats í stofn- unum á vegum ríkis, borgar og á almennum vinnumarkaði. Verði slíku mati hrint í framkvæmd yrði það stórt skref í þá átt að jafna launamun kynjanna. Fjár- málaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir opinberlega að hann hafi ekki mikla trú á kynhlutlausu Fyrir dymrn stendur stórkostleg kjaraskerð- ing í fæðingarorlofi, segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, og spyr: Ætlar ríkisstjórnin að standa að slíkri skerðingu? starfsmati. Gæti verið að Friðrik Sophusson hafi áhyggjur af því að starfsmatið reynist fær leið til þess að minnka kynbundinn lau- namun? Að það færði konum öflugt vopn í hendur í baráttunni fyrir hærri launum? Vantrú ráð- herrans mætti túlka sem svo að minnkun launamunar sé hið besta mál - hún megi bara ekki kosta neitt. ... og jafnan rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs Sjálfstæðar konur hafa mjög haldið á lofti rétti feðra til fæð- ingarorlofs, enda ekki ný sannindi að einungis með jafnari foreldra- ábyrgð sé hægt að tryggja konum og körlum jafna stöðu á vinnu- markaði. Lög um fæðingarorlof eru enn í endurskoðun þegar þetta er skrifað og því of snemmt að segja til um hver niðurstaðan verð- ur hvað varðar sjálfstæðan rétt karla til töku fæðingarorlofs. Ljóst er að tekjutengt fæðingarorlof er forsenda þess að karlar geti nýtt sér þennan rétt. Fjármálaráðherr- ann hefur hins vegar sagt opinber- lega að hann vilji, í tengslum við breytt lög um fæðingarorlof, ,jafna“ rétt þeirra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum og hinna sem starfa á almennum vinnu- markaði, með því að gefa ölium „kost“ á að taka fæðirlgaroriof á kjörum Tryggingastofnunar! Þetta eru mikil tíðindi. Ráð- herrann boðar að ríkisstjórnin ætli sér að taka fengin réttindi af opinberum starfsmönnum og jafna niður á við. Konur sem vinna hjá ríkinu halda nú fullum launum fyrstu þijá mánuði fæðingarorlofs en föstum launum hina þijá. Nú stendur hins vegar til að hinn mikli fjöldi kvenna sem starfar hjá hinu opinbera taki á sig stór- kostlega kjaraskerðingu í fæðing- arorlofi. Er það ætlun ríkisstjórn- arinnar að skerða kjör kvenna með þessum hætti? Á að auka rétt feðra á kostnað mæðra? Nái hugmyndir fjármálaráð- herrans fram að ganga munu þær að öllum líkindum spara ríkissjóði einhveijar fjárhæðir, en þær miða varla að því að veita nýbökuðum foreldrum meira svigrúm til þess að sameina atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð. Skyldu Sjálf- stæðar konur vera sammála því? Höfundur er varnþingkonn Kvennalistans í Reykjavík. Þórunn Sveinbjarnardóttir ESTEE LAUDER mr ESTÉE LAUDER kyn DavWear Super Anti Oxidant Complex Spennandi nýjung í baráttunni við ótímabæra öldrun húðarinnar. DayWear dagkrem, sem inniheldur þrefalt varnarkerfi gegn skaðlegum áhrifum umhverfisins, s.s. vegna þynningar ósonlagsins, mengunar o.fl. Inniheldur sólarvörn SPFI5. Einstakt olíulaust krem fyrir allar Kynningartilboð: DayWear 50 ml. og ESTÉE LAUDER pleasures þarfum 3,5 ml. Verðkr 2.710. m m i.SirF L. DayWeár • ultra AUorp Acm'Ht.L"1' V Ráðgjafi frá ESTÉE LAUDER verður í versluninni HYGEA í dag og á morgun. H Y G E A .i/iyrl 11’Hrn eer.< Iu n AUSTURSTFtÆTI Að eignast íbúð: goðsagn- ir og veruleiki SJÁLFSEIGN hús- næðis á íslandi er í seinni tíð að ganga í gegnum þróun sem á eftir að gerbreyta inn- taki hennar. Fyrir ekki lengri tíma en 10 árum bjuggu rúm 80% ís- lendinga í eigin íbúð á fijálsum markaði, sem flestir áttu að mestu skuldlausar. Þetta hef- ur breyst á tvennan hátt á síðustu árum: í fyrsta lagi hefur mjög fjölgað svonefnd- um „félagslegum eignaríbúðum" (áður nefndar verkamanna- bústaðir) sem að mörgu leyti er vafasamt að telja til eigin húsnæðis vegna takmarkaðs ráðstöfunarrétt- ar og lítillar sem engrar eign- armyndunar. Þessar íbúðir, sem í dag eru um 6% alls húsnæðis hér á landi, líkjast um margt frekar leigu- íbúðum, eigandinn hefur í raun réttri svipaða stöðu og leigjandi, en burðast þó með flesta ókosti og áhættuþætti sem fylgja því að eiga íbúð. Séu aðeins taldar raunverulegar eignaríbúðir en ekki feluleiguíbúðir félagslega kerfisins, þá er hlutfall eigin húsnæðis hér „aðeins" um 75% og hefur farið lækkandi að undan- förnu, úr um eða yfir 80% um miðj- an síðasta áratug. í öðru lagi er hefur hrein eign manna í íbúðarhúsnæði hrunið á undanförnum 10 árum. Árið 1984 komst Fasteignamat’ ríkisins að þeirri niðurstöðu, ef ég man rétt, að meðaltal áhvílandi lána væri að- eins 13% af verðmæti húsnæðisins. í dag er þetta hlutfall ekki langt frá því að vera 50% að meðaltali. Frá 1985 hefur Húsnæðisstofnun dælt út um 180 milljörðum í nýjum íbúðalánum og lífeyrissjóðir og aðrir aðilar nokkrum tugum milljarða til viðbótar. Öll lán Húsnæðisstofnunar eru annuitetslán, sem eru þeirrar náttúru að í byijun greiðir lántak- andinn nær eingöngu vexti. Þessir rúmlega 200 milljarðar sem hlaðist hafa á „eiguíbúðir" landsmanna á undanförnum árum, greiðast því, sem stendur, ákaflega hægt niður. Myndun eignar - ævilöng barátta Hugmyndin um nauðsyn þess að ungt fólk „geti eignast sína eigin íbúð“, byggist í rauninni á þjóðfé- lagsástandi sem heyrir fortíðiniii til. Frá stríðs- lokum og allar götur til áranna eftir 1980 gat flest ungt fólk eignast húsnæði með nokkurra ára samstilltu átaki, þrátt fyrir að möguleik- ar á lántöku til langs tíma væru nánast eng- ir. Mikill uppgangur í efnahagslífi, full at- vinna og miklir mögu- leikar á yfir- og auka- vinnu gerðu mjög mörgum kleift að eign- ast húsnæði án þess að taka nema takmarkaða fjármuni að láni. Verð- bólgan hjálpaði til að því marki sem hægt var að fá einhver lán. Þetta hefur í seinni tíð verið ofmetið, verð- bólgugróði þeirrar kynslóðar sem nú er miðaldra og eldri var alltaf frekar takmarkaður vegna þess hve lánveitingarnar voru litlar. Fyrstu 15 ár Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins lánaði hún t.d. samanlagt, allt 15 ára tímabilið, sömu íjárhæð og lánuð er á hveiju einstöku ári eftir 1990. Miðað við lán til 40 ára (eins og nú er verið að taka upp í húsbréfa- kerfinu) greiða menn lánsfjárhæð- irnar til að byija með niður um minna en 1 prósent af íbúðarverðinu á ári. Þetta er heldur minna en eðli- legar afskriftir húsnæðisins. Munur- inn á stöðu lántakanda sem kaupir íbúð á hinum almenna íbúðamarkaði og þess sem kaupir eignaríbúð í félagslega kerfinu er í rauninni harla lítill. I félagslega kerfinu eru íbúðirnar afskrifaðar um 1% á ári, fbúðir á almennum markaði rýrna sömuleiðis að verðgildi með tíman- um. Sparnaður með mínusvöxtum Það er viðtekin venjuspeki að húsnæðiseign sé góð leið til geymslu fjármuna. Á þann hátt ávaxtast þeir þó ekki neitt, heldur hljóta þeir til jafnaðar að rýrna með vaxandi aldri eignarinnar, sem í rauninni jafngildir því að féð beri neikvæða vexti. Staðbundnar og tímabundnar sveiflur íbúðaverðs upp á við virðast stundum afsanna þetta, en í stærra samhengi hlýtur heildarþróunin ætíð að liggja niður á við á öllum raunvirðiskvörðum. Á undanförnum 10 árum eða svo hafa möguleikar almennings til sparifjármyndunar batnað verulega. Jón Rúnar Sveinsson LADA SPORT -989.000 kr. Öflugri og betur búinn. 1700 sm3 vél með beinni innspýtingu. Léttara stýri, stærra farangursrými, betri sæti, ný og breytt innrétting. Negld vetrardekk og sumardekk fylgja. LAPA afar raunhæfur kostur ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINNSÍMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.