Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐARFELL FLESTAR fjölskyldur þekkja til vímuefnavandans, ann- aðhvort af eigin raun eða afspurn. Þessi vágestur hefur farið eins og lok yfir akur Vesturlanda og brotið niður einstaklinga og fjölskyldur. Vandamálið skarast við vaxandi afbrot og ofbeldi. Og það telst víða um heim með- al alvarlegri heibrigðisvandamála. Hver einstaklingur hefur umtalsverð áhrif á eigin heil- brigði með lífsmáta sínum, mataræði og líkamsrækt. Og í upplýstu samfélagi nútímans er vart hægt að skáka í skjóli þekkingarleysis um þessi efni. Áfengis- og eiturlyfjafýklar eru engu að síður sjúklingar. Og þeir eiga sem slíkir laga- legan og siðferðilegan rétt á hjálp samfélagsins - og með- ferð í heilbrigðiskerfinu. Samtök áhugafólks, á borð við Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ), hafa lagst á árar með samfélaginu til hjálpar áfeng- is- og eiturlyfjasjúkum. Undirritaður hefur verið samningur á milli SÁÁ og stjórn- valda um ótímabundin afnot samtakanna af Staðarfelli í Dölum. Þar hafa samtökin rekið af myndarskap meðferðar- stöð áfengissjúkra í fimmtán ár. Þau hyggja á miklar endur- bætur á húsnæðinu, sem liggur undir skemmdum, og hafa staðið fyrir styrktartónleikum og peningasöfnun til að fjár- magna þær. Velvildarmenn forvarnar- og mannúðarstarfs geta þó enn bætt um betur með framlögum til uppbygging- ar að Staðarfelli. Frjáls félagasamtök, sem SÁÁ, hafa lyft Grettistökum í hjálp við illa farið fólk í nauðum. Allir þeir, sem lífið hefur leikið við, eiga forsjóninni skuld að gjalda. Afborgun- um af þeirri skuld verður vart betur til skila komið en í stuðningi við slík forvarnar- og mannúðarsamtök. SÁTTATILRAUN AKVÖRÐUN Halldórs Blöndals samgönguráðherra, að fela lögfræðingi að kanna deilumál Borgfirðinga, er lúta að vegarstæði Borgarfjarðarbrautar, var þörf og rétt. Ráðherrann gengur hér fram fyrir skjöldu og beitir sér fyrir því að sættir takist og ræður af því tilefni lögfræðing til þess að kynna sér öll gögn varðandi þann ágreining sem uppi er vegna lagningar Borgarfjarðarbrautar í Reykholts- hreppi og ræða við heimamenn. Það er brýnt að niðurstaða fáist um vegarstæðið, sem allir geta unað við. Harðvítugar deilur sem þessar, í ekki stærra byggðarlagi en uppsveitum Borgarfjarðar, eru skað- legar og geta orðið til þess að ófriðarástand ríki þar um langa hríð. Slíkt er auðvitað alltaf slæmt, en í jafnsmáu samfélagi og sem því sem hér um ræðir, eru langvígar ill- deilur og ófriður óþolandi. „Ég hygg að mönnum sé mjög í mun að lausn fáist til þess að þeir geti snúið sér að öðrum verkum heldur en að deila um vegarstæðið," sagði samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi. Þetta er ugglaust rétt hjá ráðherranum og nú reynir á deiluaðila, með aðstoð Sveins Snorrasonar hæstaréttarlög- manns, að finna lausn sem allir geta unað við. Lausn sem felur það í sér, að vegaframkvæmdir flæmi ekki stórhuga framkvæmdabónda á borð við Jón Kjartansson á Stóra- Kroppi burt úr Borgarfirði. BÆTT ÞJONUSTA ÞJÓNUSTA kvikmyndahúsanna við kvikmyndahúsagesti á undanförnum árum, hefur tekið svo stórstígum fram- förum, að til fyrirmyndar er. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan kvikmyndahúsagestir hér á landi þurftu að bíða mán- uðum eða misserum saman, eftir því að íslensk kvikmynda- hús fengju helstu kvikmyndir til sýninga. Þegar leið að afhendingu Óskarsverðlauna og tilnefningum var lokið, var iðulega rætt um hversu langur tími myndi líða, eftir að sjálf verðlaunaafhendingin færi fram, áður en umræddar kvikmyndir kæmu til landsins. Nú er öldin önnur og kvikmyndaáhugamenn hafa í mjög mörgum tilvikum tækifæri til þess að mynda sér sjálfstæð- ar skoðanir á kvikmyndum þeim sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna, löngu áður en verðlaunaafhendingin fer fram. Þannig hafa kvikmyndahúsagestir að undanförnu getað séð kvikmyndir á borð við Braveheart, sem hlaut fimm Óskarsverðlaun, Dauðamaður nálgast, Opus, Nixon og Á förum frá Vegas, svo nokkrir titlar séu nefndir. Þessi breyt- ing er vissulega til batnaðar og til marks um góða frammi- stöðu stjórnenda íslenskra kvikmyndahúsa. Kaþólikkar á íslandi vilja að stofnað verði Benediktsklaustur Stríðið í Tsjetsjníju m .. i SS%s..& &....* ■: ■fX'ífíN'y?! ■ Á Möðruvöllum í Hörgárdal var klaustur Ágústínusarreglunnar frá 1296-1551. Kaþólskir Islendingar hafa hug á að reyna að fá Benedikts- regluna til að starfrækja klaustur á Islandi, en hugsanleg staðsetning þess er á huldu. ■ ! ÍÍ 8« : •----- i/r \ Munklífi á ný eftir fjögurra alda hlé? Hugmyndir kaþólskra manna um að endur- vekja munklífi hér á landi hafa á ný skotið upp kollinum. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér þessar hugmyndir og sögu munka- klaustranna á íslandi í kaþólskum sið, en þau voru mörg og víða um land. Klaustur á Islandi í kaþólskum sib FlateviarklaiislurA, (1172-1184) ^ fíeynislaðar- klaustur (1295-1552) Þlngeyra- Q klauslur □ (1112-1551) A Mödruvallaklaustur (1296-1551) □ lí/lunkaþ verárklaustur (1155-1551) A Saurbæjarklausltir (12007-1212?) (1184-1551) □ Hllardalsklaustur , (1166-1201) ) w K Viðevlarklaustur Á (1226-1551) - :\ /■ JHF ,/ fmm ASkrlðuklaustur (1493-1552) A Kanúkaktauslur - Ágústínusarregla □ Munkaklaustur - Benediktsregla O Nunnuklaustur - Benediktsregla O Klrkjubælarklaustur (1186-1551) A Þvkkvabæiarklaustur (1168-1551) SKÝRT hefur verið frá því að fólk innan kaþólska safnað- arins á íslandi hafi áhuga á að komið verði upp munka- klaustri á íslandi. Kaþólski biskupinn á Islandi, sem er nýkominn frá Róm og ræddi þar við forsvarsmenn ýmissa munkareglna um möguleika á að munkar flyttust hingað, segir að klaustrin hafi ávallt verið ríkur þáttur í starfsemi kaþólsku kirkjunnar. Von- andi verði hægt að starfrækja klaust- ur hér, en málið sé ekki komið á rek- spöl. Ef af yrði væri þó líkiegast leit- að til Benediktsreglunnar, sem væri stærsta munkareglan innan kaþólsku kirkjunnar og kannað hvort hún vildi senda hingað munka og koma upp klaustri. Tíu munkaklaustur í kaþólskum sið Þekktasti íslendingur, sem dvalist hefur í munkaklaustri, er Halldór Laxness. Hann var skírður til kaþ- ólskrar trúar í klaustri Benediktsregl- unnar í Clervaux í Lúxemborg árið 1923 og tó_k þá upp nafnið Kiljan. Fjölmargir íslendingar hafa dvalið í klaustrum í skemmri tíma, enda býðst gestum gjarnan að gista þar um hríð, til dæmis til að leggja stund á fræði- störf. Tíu munkaklaustur voru starfrækt hér í kaþólskum sið og voru ýmist innan Ágústínusarreglu eða Bene- diktsreglu. Benediktsreglan er stærsta og fjölmennasta munkaregl- an og horfa íslenskir kaþólikkar helst til þess að sett yrði upp klaustur þeirr- ar reglu hér. Nunnuklaustur hafa verið hér á landi fram á þennan dag, í Hafnarfirði og Stykkishólmi. Engin klausturbygging frá miðöld- um hefur varðveist hérlendis, en í kaþólskum sið voru munkaklaustur Benediktsreglunnar starfrækt í Hít- ardal í Mýrasýslu, á Þingeyrum í Húnaþingi og á Munkaþverá í Eyja- firði (1155-1551). Kanúkaklaustur Ágústínusarreglunnar voru í Viðey, Helgafelli á Snæfellsnesi, í Flatey á Breiðafirði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Saurbæ í Eyjafirði, Skriðu í Fljótsdal og Þykkvabæ í Álftaveri. Þau klaust- ur, sem ekki höfðu verið lögð niður á 12. eða 13. öld voru ölþlögð niður við siðaskiptin, þegar Islendingar tóku upp lúterskan sið. Lokað samfélag Klaustur er lokað trúarsamfélag fólks, sem lifir samkvæmt tiltekinni reglu og er klausturlifnaður þekktur innan margra trúarbragða. Kristin klaustur komu til sögunnar á 3. og 4. öld í Egyptalandi. Fyrsta klaustrið er talið hafa verið stofnað þar af Pachomios helga um 320. Frá Egyptalandi breiddust klaustrin út í austurkirkjunni, til Kænugarðs árið 1050 og Moskvu 1354. Egypsk klaustur urðu fyrirmynd einsetu- manna í Gallíu á 4. öld, en trúboðar þaðan fóru víða og lögðu meðal ann- ars grunn að írskum klaustrum. Þau urðu miðstöð háþróaðrar ritmenning- ar á keltneska hluta Bretlandseyja. Benedikt „faðir munklífis á Vesturlöndum“ Klausturlifnaður telst hefjast á Vesturlöndum þegar Benedikt frá Núrsíu, sem Benediktsreglan er kennd við, stofnaði klaustur á Cássino-fjalli á Ítalíu árið 529. Það varð fyrirmynd rómversk-kaþólskra klaustra í Vestur- Evrópu og voru þau flest stofnuð á 11., 12. og 13. öld. í klaustri urðu menn að helga sig að öllu leyti þjón- ustu við kirkjuna og lifa þar eftir ströngum siðareglum. Að loknum reynslutíma gengust menn undir heit, sem fólst í því að lifa í skírlífi og fá- tækt og sýna yfirboðara sínum hlýðni. Æðsti maður munkaklausturs var ábóti og var hann kjörinn af munkum, en fulltrúi hans var príor. Klaustrin voru undir umsjón biskups. „Óskandi að hægt verði að koma upp klaustri“ Herra Jóhannes B.M. Gijsen, bisk- up kaþólska safnaðarins á íslandi, sagði að hugmyndin um að koma upp munkaklaustri væri sprottin í söfnuð- inum sjálfum. „Það er afar ánægju- legt að áhuginn skuli vera svo mikill, en það er ekki í farvatninu enn að hér rísi munkaklaustur. Það er þó óskandi að við getum komið upp munkaklaustri hér eins og á miðöld- um.“ Hugmyndir um að stofna munka- klaustur hér á landi hafa komið fram áður á þessari öld. Marteinn Meulen- berg, sem kom hingað til trúboðs- starfa árið 1903 og fékk biskups- vígslu árið 1929, átti sér stóra drauma um endurreisn kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Að hans frum- kvæði var St. Jósefsspítalinn í Hafn- arfirði reistur árið 1926, þar sem jós- efssystur störfuðu og síðar hafði hann milligöngu um að kaþólskur spítali var reistur í Stykkishólmi árið 1935. Þar voru að verki hjúkrunarsystur af reglu heilags Frans frá Assisi. Meulenberg hafði áhuga á að fá hingað munka af Benediktsreglunni og hafði augastað á tveimur jörðum undir klaustur, Reykhólum og Bjarn- arhöfn við Breiðafjörð. Vandamálið var hins vegar að finna munkunum lífsviðurværi og varð ekkert úr áform- um Meulenbergs. Næsti kaþólski biskupinn, Jóhannes Gunnarsson, hafði einnig áhuga á málinu og það hefur vakað með söfnuðinum og skýt- ur nú enn upp kollinum. Stuðningur kirkjunnar og páfa Gijsen biskup sagði að Islendingum væri vel kunnugt um að hér hefðu verið munkaklaustur um aldir og því ætti hugmyndin greinilega víða hljómgrunn. Aðspurður hvort hann héldi að íslenskir karlmenn rnyndu ganga til liðs við regluna sagði hann, að fyrst yrði að koma upp klaustrinu. Reynslan í öðrum löndum sýndi, að ef klaustur tæki til starfa vaknaði áhugi heimamanna og einhveijir þeirra bættust í hóp reglubræðra. „Þessi hugmynd er vissulega ekki ný af nálinni og síðast var hún viðruð á áttunda áratug þessarar aldar. Það er þó ljóst, að ef klaustri verður kom- ið á fót hér á landi, þá munum við fá til þess fullan stuðning kaþólsku kirkjunnar og hans heilagleika, páf- ans. Klausturlífið hefur um aldir ver- ið samofið kaþólskri trú. Við höfum nú þegar nunnuklaustur og það væri mjög ánægjulegt ef einnig yrði starf- rækt munkaklaustur.“ Biskup sagði að líklega yrði fyrst leitað til munka af Benediktsreglu, sem væri stærsta og útbreiddasta munkareglan. Hann sagði að munk- arnir legðu áherslu á að vera sjálfum sér nógir, rækta til dæmis eigið græn- meti. Þá tækju þeir við mönnum til skemmri dvalar, þar sem lögð væri áhersla á bænagjörð og hvíld. Mikil áhersla væri einnig á menningarstarf- semi. Líkt og draumur rættist Torfi Ólafsson, formaður Félags kaþólskra leikmanna, þekkir Bene- diktsregluna ágætlega, enda hefur hann til dæmis verið gestur reglu- bræðra í klaustri í Þýskalandi og í Noregi. Hann tekur undir þau orð biskups að ánægjulegt væri að fá benediktína hingað til lands. „Bene- diktsreglan er sú munkaregla, sem leggur mesta áherslu á menningar- starfsemi. Hér voru Benediktsklaust- ur og íslendingar eiga reglubræðrum ef til vill mest að þakka að fornbók- menntir okkar varðveittust. Reglan er nokkuð ströng, en vegna mikillar áherslu hennar á menningu og mennt- un væri það líkt og draumur rættist að geta leitað til munkanna hér á landi og notið þess fróðleiks, sem þeir hafa viðað að sér.“ Torfi sagði að það gæti reynst Benediktsreglunni erfitt að verða við óskum íslendinga um að koma á fót klaustri hér. „Þrátt fyrir að reglan sé enn sú sterkasta og fjölmennasta, þá hefur fækkað verulega í henni hin síðari ár, líkt og í öllum öðrum regl- um, ef regla Móður Teresu er undan- skilin. Þessi fækkun gerir það að verkum, að erfitt gæti reynst að koma upp klaustri hér.“ Ofullnægjandi tilslökun TSJETSJENSK móðir vopnuð hríðskotariffli tekur þátt í mótmæl- um gegn herför Rússa í höfuðborginni Groní. Á skiltinu segir:„Tsj- etsjenskar mæður krefjast þess að blóðbaðið verði stöðvað." Mik- ill fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í Tsjetsjníju-stríðinu og eignatjón er gífurlegt. Borís Jeltsín Rússlandsforseti staðfesti í gær með tilskipun áætlun um frið í Tsjetsjníju. Ásgeir Sverrisson greinir frá efnisatriðum áætlunar forset- ans og veltir fyrir sér stöðu hans með tilliti til kosninganna íjúní. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, undirritaði í gær- morgun tilskipun þar sem er að finna áætlun hans um hvernig binda skuli enda á átök- in blóðugu í Tsjetsjníju. Þótt í þessum drögum sé að finna tilslakanir af hálfu stjórnvalda í Rússlandi má telja ólíklegt að þetta frumkvæði Jeltsíns dugi til að sannfæra sjálfstæðissinna í Tsjetsjníju um ágæti þess að frið- mælast við Rússa. Talið er að stríðið í Tsjetsjníju hafi kostað 30.000 mannslíf og eru óbreyttir borgarar þar í miklum meirihluta en þyngst vegur það mat Jeltsíns að möguleik- ar hans á endurkjöri í forsetakosn- ingunum í júní muni ráðast af fram- vindu mála þar. í áætlun þeirri sem Jeltsín forseti kynnti í sjónvarpsávarpi á sunnudag og staðfesti í gær er kveðið á um að hernaðaraðgerðum Rússa í Kákasus-landinu skuli linna einhliða frá klukkan 20 að íslenskum tíma á sunnudag. Fréttir síðdegis í gær hermdu að dregið hefði úr bardögum en víða mætti þó heyra skothvelli. í henni segir og að herliðið í Tsjetsjníju verði kallað heim í áföng- um og að mörkuð verði sérstök „frið- arsvæði“. Fram eiga að fara frjálsar kosningar og forsetinn gaf skipun um að stofnuð yrði sérstök nefnd rússneska ríkisins um málefni Tsjetsjena. Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra á að fara fyrir þeirri nefnd og ber henni að taka til starfa innan þriggja daga. Að auki fól for- setinn ríkisstjórninni að leggja drög að lokasamþykkt um framtíðarstöðu Tsjetsjníju innan Rússlands og ber að leggja hana fyrir þingheim í júní. Þess var einnig farið á leit við þing- ið að það samþykkti almenna sakar- uppgjöf þeim hermönnum Tsjetsjena til handa sem ekki hefðu gerst sekir um „alvarlega glæpi.“ Ríkisstjórnin fékk sömuleiðis tíu daga til að skipuleggja og fjármagna endurreisnarstarf í landinu og er sér- staklega tekið fram að sú krafa sé gerð að það fari á allan hátt heið- arlega fram og að komið verði í veg fyrir svik og fjárdrátt. Þá var yfir- mönnum landamærasveita falið að kynna innan fimm daga áætlun um aðgerðir til að stemma stigu við hugsanlegum hryðjuverkum tsjetsj- enskra aðskilnaðarsinna. Boðað til ráðstefnu Tilslökun Jeltsíns virðist einkum felast í tvennu. í áætluninni segir að haldin verði ráðstefna með þátt- töku „helstu afla í Tsjetsníju", stjórn- valda í Moskvu og leppstjórnar þeirra í Tsjetsjníju. Gerir forsetinn þá ráð fyrir að þær viðræður fari fram með þátttöku milligöngumanna en fram til þessa hefur hann neitað að ljá máls á viðræðum í nokkru formi við Dzokhar Dúdajev, leiðtoga tsjetsjne- skra aðskilnaðarsinna. í annan stað virðist forsetinn tilbúinn til að sam- þykkja að Tsjetsjenar fái meiri sjálf- stjórn en nokkurt annað lýðveldi eða stjórnsýslueining innan rússneska sambandsríkisins. Krafa Tsjetsjena hefur verið fullt sjálfstæði og hefur Dúdajev sagt það skilyrði fyrir viðræðum að Rússar verði við henni. Báðir hafa þeir Jeltsín og Dúdajev vísað á bug hug- myndum að þeir setjist sjálfir við samningaborðið. Þótt Jeltsín hafi með þessu móti komið nokkuð til móts við Dúdajev og menn hans virðist ljóst að þetta nægi ekki til að höggva á hnútinn. Það sjónarmið nýtur fylgis að Jeltsín gæti gefið allar vonir um pólitískt framhaldslíf upp á bátinn samþykkti hann fullt sjálfstæði til handa Tsjetsj- enum. Þótt stríðið kunni að vera óvinsælt í röðum almennings gætu Rússar upp til hópa aldrei sætt sig við að ríki þeirra klofnaði upp í frum- einingar sínar en hættan er sú að fjölmargar þjóðir í Kákasus og víðar teldu sjálfstæði Tsjetsjníju til marks um uppgjöf af hálfu ráðamanna í Moskvu og tækju að krefjast hins sama. Um þessa röksemdarfærslu má deila m.a. á þeim forsendum að sjálf- stæðisþráin sé ekki jafn almenn og af er látið. Hitt er óumdeilanlegt að Jeltsín hefur margítrekað að fullt sjálfstæði komi ekki til greina og fullvíst er að frá þeirri afstöðu mun forsetinn hvergi hvika. Allt frá því að Dzokhar Dúdajev lýsti yfir sjálfstæði Tsjetsjníju í sept- ember 1991 hefur staða hans meðal þjóðarinnar verið komin undir þessari afdráttarlausu afstöðu. Ógerlegt er að segja til um þann stuðning sem Dúdajev nýtur, Rússar hafa þráfald- lega haldið því fram að hann sé fulltrui minnihluta- hóps öfgamanna sem þrífist á skipu- lagðri glæpastarfsemi og vitað er að um 15 samtök skæruliða beijast gegn rússenska herliðinu. Ætla má að stríðsþreyta sé orðin mikil í röðum óbreyttra Tsjetsjena. En hatrið er einnig takmarkalaust; rússneski her- inn hefur engu eirt í þessu stríði og fregnir hafa borist af viðurstyggileg- um grimmdaiverkum sem drukknir rússneskir hermenn hafi framið. Linnulausar árásir á nokkur sveita- þorp þar sem Rússar hafa talið að skæruliðar kynnu að leynast hafa ein- kennst af algjöru miskunnarleysi. Því hefur jafnvel verið haldið fram að herinn sé með öllu stjómlaus. Flóknar sögulegar og félagslegar röksemdir búa að baki sjálfstæðis- kröfu Tsjetsjena en þegar horft er til þeirra miklu fórna sem óbreyttir borgarar hafa fært í þessu skelfilega stríði er vandséð hvernig Dúdajev getur horfið frá kröfu sinni um fullt sjálfstæði og samt haldið stöðu sinni. Leiki vafi á styrk hans meðal þjóðar- innar má og ætla að sá liður áætlun- ar Rússlandsforseta sem kveður á um fijálsar kosningar falli honum lítt í geð. Því er það svo að vandinn er enn hinn sami og áður þrátt fyrir þetta útspil Jeltsíns. Ágreiningurinn snýst enn um lokastöðu Tsjetsjníju og mótast af hinstu kröfum leiðtoga sem hafa takmarkað pólitískt svigrúm. Því líta fjendur forsetans svo á, að for- senda fyrir friði sé sú að hann hverfi úr valdastóli. Einingin og sérstaðan Jeltsín forseti sagði nýlega í kosn- ingaræðu að hann gæti gefið alla von um endurkjör upp á bátinn tækist honum ekki að leiða stríðið í Tsjetsjníju til friðsamlegra lykta. Skoðanakannanir hafa gefið til kynna að hrakleg lífskjör og stríðið í Tsjetsjníju séu efst í huga kjós- enda. Vera kann á hinn bóginn að afstaða almennings sé flóknari en svo að unnt sé að ná henni fram í mælanlegu formi með þessum hætti. Það er án nokkurs vafa rétt, að ömurleg lífskjör allrar alþýðu manna og almenn vonbrigði vegna „umbóta- stefnunnar“ svonefndu eru helsta ástæðan fyrir óvinsældum Jeltsíns. En hvað Tsjetsníju-deiluna varðar snertir hún aðra strengi í rússnesku sálarlífi; hugmyndina um rússneska einingu og sérstöðu, kröfuna um styrka stjórn og virðingu fyrir reglum og sérstöðu hersins. Við þetta er síð- an að bæta bæði fordómum Rússa í garð Tsjetsjena og þeirri staðreynd að þeir síðarnefndu eru umsvifamikl- ir á sviði þeirrar þaulskipulögðu glæpastarfsemi sem einkennt hefur allt þjóðlífið frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Það er ekki umhyggja fyrir Tsjetsjenum sem birtist í skoðana- könnunum í Rússlandi eða skilning- ur á kröfum og sérstöðu tsjetsjnísku þjóðarinnar. Þar er miklu fremur á ferðinni almenn umhyggja fyrir hernum og algjör fordæming á því að blóði ungra manna sé úthellt á vígvöllum í óskiljanlegu stríði. Vafa- laust eru margir og þeirrar hyggju að herförin í Tsjetsjníju sem hófst með samþykkt Öryggisráðs Rúss- lands í nóvember 1994 hafi í raun ekki verið annað en örþrifaráð Jelts- íns og manna hans sem teknir voru að óttast um stöðu sína, ekki síst gagnvart rússneskum þjóðernissinn- um, og ákváðu að freista þess að sameina þjóðina gegn nýjum óvini. Þótt Jeltsín hafi tekið á sig ábyrgð- ina á mistökunum í Tsjetsjníju var það Öryggisráð forsetans sem stóð að þeirri ákvörðun að senda herlið til landsins. Forsetinn stendur nú eftir einn og getur ekki réttlætt gjörðir sínar gagnvart almenningi sem fær ekki skilið þetta stríð og hvers vegna var nauðsyn að hleypa herförinni af stað. Miðstjórnarvaldið á undanhaldi Borís Jeltsín glímir ekki einungis við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju heldur á hann einnig í höggi við andstæðinga sína í Moskvu sem reynt hafa og munu reyna áfram að nýta sér ógæfuna í Kákasus til að koma höggi á forsetann. Jeltsín hefur reynt að bregðast við þessu með því að spyrða aðskilnaðarsinna í suðri sam- an við skipulögð glæpasamtök Tsjetsjena í stærri borgum landsins. Þar með hefur hann í senn reynt að vísa til þokkalegra viðtekinna for- dóma og ótta Rússa vegna þeirrar upplausnar sem einkennir samfélag þeirra. Vandi forsetans er hins vegar sá, að ógerlegt er að átta sig á af- stöðu þjóðarinnar til Tsjetsjníju ann- ars vegar og hugmyndarinnar um einingu rússneska ríkisins hins veg- ar. Trúlega er einingarhugmyndin frekar á undanhaldi og er stóraukin sjálfstjórn lýðvelda og sjálfstjórnar- svæða til marks um það. Því hefur verið haldið fram að styrkari staða einstakra stjórnsýslueininga innan Rússlands á kostnað miðstjórnar- valdsins í Moskvu geti orðið til þess að tryggja endurkjör Jeltsíns. Eru rökin þá þau að ráðamenn á einstök- um svæðum og í einstökum lýðveld- um óttist um völd sín vinni fulltrúi kommúnista, Gennadíj Tsjúganov, sigur í kosningunum í júní með þeim afleiðingum að mið- stýring verði aukin á ný. í þessu kann að felast mikilvæg vís- bending um stjórnmálaþróunina í Rússlandi. Með friðaráætlun sinni hefur Jelts- ín forseti sýnt ákveðið frumkvæði og vilja til að leita pólitískra lausna á þessu flókna deilumáli. Vandséð er að hún dugi til að binda enda á blóðbaðið þar sem hún kemur fram of seint og gengur of skammt;kemur ekki til móts við ófrávíkjanlega kröfu aðskilnaðarsinna um fullt sjálfstæði. Áætlun Jeltsíns mun tæpast koma honum í koll þar sem stutt er til kosninga en sá hagnaður sem hann getur gert sér vonir um er takmark- aður. Hatrið er einn ig takmarka- laust Vandinn er enn hinn sami
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.