Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Siðanefnd Prestafélagsins hefur úrskurðað í fjórum kærumálum Biskup og sr. Flóki gengu gegn siðareglum presta STJÓRN Prestafélags íslands kom saman til fundar í dag. í stjórninni sitja: séra Helga Soffía Konráðsdóttir, séra Gunnar Siguijónsson, séra Geir Waage, séra Kristinn Á. Friðfinnsson og séra Baldur Kristjánsson. Siðanefnd Prestafélags Islands telur að herra Ólafur Skúlason og séra Flóki Kristinsson hafí brotið siðareglur félagsins. Brot biskups er að mati nefndarinnar alvarlegt, en brot Flóka ámælisvert. Stjóm Prestafélagsins fjallaði um málið í gær og mun tilkynna niðurstöðu sína eftir páska. SIÐANEFND Prestafélags ís- lands telur að herra Ólafur Skúla- son, biskup íslands, hafi með al- varlegum hætti gengið gegn siða- reglum Prestafélags íslands með því að óska eftir yfirlýsingu frá starfsmönnum Langholtssafnaðar um að séra Flóki Kristinsson sókn- arprestur hafi átt fund með Sig- rúnu Pálínu Ingvarsdóttur og með því að senda yfirlýsinguna til fjöl- miðla. Siðanefnd telur einnig að séra Flóki hafi sagt ósatt þegar hann kom fyrir nefndina og telur brot hans ámælisvert. Siðanefnd afgreiddi fjögur er- indi á fundi sínum sl. fimmtudag. Tveir fjölmiðlar birtu í febrúar upplýsingar um að séra Flóki Krist- insson og Sigrún Pálína Ingvars- dóttir, sem sakað hefur biskup um nauðgunartilraun, hefðu átt fund í Langholtskirkju 9. janúar. í byijun mars sendi biskup til fréttastofu Ríkisútvarpsins skriflega yfírlýs- ingu fjögurra starfsmanna Lang- holtssafnaðar þar sem er staðfest að þeir hafi orðið vitni að því þeg- ar Sigrún Pálína kom af fundi með séra Flóka. í kjölfarið sendu fjór- menningamir frá sér yfirlýsingu þess efnis að yfirlýsingin hefði ver- ið látin biskupsstofu í té að ósk biskups íslands. Hún hefði ekki átt að berast til fjölmiðla. Presti ber að gæta þagmælsku Sigrún Pálína kærði biskup til siðanefndar Prestafélagsins vegna þessa máls. Nefndin telur að bisk- up hafi gengið gegn grein 2.5 í siðareglum Prestafélagsins, en í henni segir: „Prestur notfærir sér ekki vitneskju eða tengsl sem hann öðlast við starf sitt í ábata- eða hagsmunaskyni." I úrskurði siðanefndar segir: „Þrátt fyrir að upplýsingar um fundinn væru opinberar telur siða- nefnd alvarlegt að biskup skyldi leita skriflegrar staðfestingar á því að fundurinn hefði farið fram og senda hana til fjölmiðla. Allar upplýsingar um það þegar skjól- stæðingur kirkjunnar leitar áheyrnar prests eru algjörttrúnað- armál. Gildir hér einu hvort upp- lýsingamar varða tilvist slíkra funda eða umræðuefni þeirra. Enginn má dreifa upplýsingum um slíka trúnaðarfundi opinberlega nema með leyfi skjólstæðings og skiptir þá ekki máli hvort áður hafí komið fram óstaðfestar frétt- ir í fjölmiðlum um slíkan fund. Einkum er brýnt að prestar gæti fullrar þagmælsku um fundi starfssystkina sinna með skjól- stæðingum. Ella gera þeir sig seka um að bregðast skyldum sínum við starfssystkini og því trausti sem skjólstæðingar kirkjunnar hljóta að bera til þjóna kirkjunnar ef kirkjan á að geta gegnt hinu mikilvæga sálusorgunarhlutverki sínu. Minnt skal á fjórða kafla siðareglna um trúnað. Leggja verð- ur áherslu á að embættismaður kirkjunnar má ekki ijúfa trúnað með ofangreindum hætti þó að hann eigi sem persóna í deilum eða málaferlum við þann skjólstæðing kirkjunnar sem hlut á að máli. Þeirri virðingu, áhrifum og völdum sem embættum kirkjunnar fylgja má á engan hátt beita til að klekkja á starfssystkinum og skjólstæðing- um eða ijúfa trúnað við þau. Bisk- up bar að mati siðanefndar að hugsa fremur um heiður embættis síns en persónulega hagsmuni, sbr. 2.5 í siðareglum P.í.“ Alvarlegt brot í reglum siðanefndar Prestafé- lagsins segir að ef kæra reynist á rökum reist skuli siðanefnd kveða skýrt á um hvort brotið er ámælis- vert, alvarlegt eða mjög alvarlegt. Ef brotið er ámælisvert ber siða- nefnd að veita viðkomandi presti áminningu. Ef brotið er alvarlegt ber siðanefnd að vísa málinu til stjórnar Prestafélagsins. Ef brotið er mjög alvarlegt eða síendurtekið ber siðanefnd að vísa málinu til stjórnar Prestafélagsins og bisk- ups íslands. Siðanefnd kemst að þeirri niður- stöðu að brot biskups sé meira en ámælisvert; það sé alvarlegt. í samræmi við það vísaði hún því til stjórnar Prestafélagsins. Stjórn Prestafélagsins kom saman til reglulegs fundar í gær. Að sögn Geirs Waage, formanns félagsins, tók stjórnin úrskurð siðanefndar til efnislegrar umfjöll- unar. Hann vildi ekki gefa upplýs- ingar um niðurstöðu stjómar fyrr en eftir páskahátíðina. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins samþykkti stjórnin að rita biskupi bréf þar sem efnisat- riði málsins eru rakin sem og nið- urstaða siðanefndar. Einn stjórn- armeðlimur gerði skriflega at- hugasemd við niðurstöðu meiri- hluta stjórnar. Siðanefnd segir um þátt fjögurra starfsmanna Langholtskirkju, sem gáfu biskupi skriflega yfirlýsingu um fund konunnar og séra Flóka, að hann sé fyrir utan lögsögu nefndarinnar þar eð hún nái aðeins til prestvígðra manna. Nefndin vekur athygli á að ekki séu ákvæði um þagmælsku í nýlegum lögum um sóknamefndir og erindisbréfi biskups fyrir þær. Hún beinir því til kirkjuyfirvalda hvort ekki sé rétt að setja slík ákvæði í erindis- bréf fyrir starfsfólk safnaða. Séra Flóki sagði ósatt Siðanefndin telur að séra Flóki Kristinsson hafi sagt ósatt þegar hann á fundi með nefndinni 29. febrúar sl. sagði að fundur hans með Sigrúnu Pálínu hefði snúist um aðra hluti en ásakanir í garð biskups íslands. Sömuleiðis telur nefndin að komið hafi fram ósann- indi í kæru séra Flóka til nefndar- innar, en hann kærði þau ummæli biskups að Sigrún Pálína „væri búin að vera í viðtölum hjá séra Flóka Kristinssyni í allan vetur“. Siðanefnd komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að þessi tvö mál, Langholtsdeilan og ásakanir á hendur biskupi íslands, væru ótengd mál. Nefndin segir í þess- um nýjasta úrskurði sínum að hún telji að ósannindi séra Flóka breyti þeirri niðurstöðu ekki. Brot hans sé hins vegar ámælisvert. Sigrún Pálína og Stefanía Þor- grímsdóttir, sem sakað hafa bisk- up um áreitni við sig, kærðu einn- ig biskup fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali í sjónvarpsþættin- um Dagsljósi 27. febrúar. Siða- nefnd kemst efnislega að þeirri niðurstöðu að biskup hafi í viðtal- inu verið að veija sig og hafí haft rétt til þess. Nefndin segir ljóst að umfjöllun um ásakanir á hend- ur biskupi íslands hafi verið í fjöl- miðlum í 12 daga þegar hann tjáði sig um þær í Dagsljósi. „Umfjöllun biskups í því viðtali fól í sér nýjar upplýsingar. Eigi að síður álítur siðanefnd, að með tilliti til þess að bornar eru sakir á biskup er varða æru- og starfsmissi hafi umfjöllun hans um þessar sakir í sjónvarpi þann 27. febrúar verið innan eðlilegra marka.“ Á stjómarfundi Prestafélagsins í gær létu tveir stjómarmenn bóka mótmæli við málsmeðferð séra Geirs Waage, formanns félagsins, á síðasta fundi. Þar ér átt við drög að ályktun um málefni biskups ís- lands sem hann kynnti á fundinum og sendi fjölmiðlum eftir hann. Félagsmálaráðherra um starfsstéttir sem fá atvinnuleysisbætur ofan á lífeyri Geta ekki neitað vinnu ef hún býðst „LÖGUM samkvæmt eru atvinnu- Ieysisbætur fyrir fólk sem er að leita sér að vinnu og menn geta ekki neit- að nema með rökum að taka vinnu ef hún býðst,“ segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra en talið er að ýmsar starfsstéttir, sem gert er að fara á eftirlaun fyrir sjötugsaldur, þiggi atvinnuleysisbætur samhliða fullum eftirlaunum. „Það hefur hvarflað að mér að fara fram á við vinnumiðlanimar að gera gangskör að því að bjóða fólki störf ákveðnar en gert hefur verið. Þá ekki síður eftirlaunaþegum á góð- um aldri. Flugumferðarstjórar og flugmenn eru tiltölulega ungir menn þegar þeir fara á eftirlaun og þeirra starfskraftar ættu að geta nýst ann- ars staðar í þjóðfélaginu ef svo vildi verkast,“ segir félagsmálaráðherra. Að sögn Margrétar Tómasdóttur, deilarstjóra á vinnumálaskrifstof- unni, er talið að ýmsar starfsstéttir sem fara á eftirlaun áður en hefð- bundnum eftirlaunaaldri er náð not- færi sér þessa smugu í lögunum um atvinnuleysistryggingar í einhveijum mæli fram að sjötugsaldri, þegar réttur til atvinnuleysisbóta fellur nið- ur. „Við vitum ekki hvað þetta er stór hópur vegna þess að það er ekkert í lögunum um atvinnuleysistrygging- ar, sem heimilar okkur að kanna greiðslur úr lífeyrissjóðum. Við vitum að þetta geta verið flugmenn, flug- umferðarstjórar, opinberir starfs- menn og sjálfsagt er eitthvað um þetta í öllum starfsgreinum. Við höf- um ekki heimild til að kanna það,“ sagði Margrét. „Menn sjá að þetta er óréttlæti“ Að sögn Margrétar er tekið fyrir þennan möguleika í frumvarpsdrög- um nefndar sem vann að endurskoð- un laga um atvinnuleysistryggingar. Óvíst sé hins vegar hver verða af- drif frumvarpsins. „Menn sjá að þetta er óréttlæti og það er tekið á því,“ segir Margrét. Félagsmálaráðherra segir að hér sé um smugu í lögunum að ræða og að grípa verði til gagnráðstafana eftir því sem lög heimila. „Ég veit ekki enn hvað umfangið er mikið en hef áhuga á að afla mér upplýsinga um það. Þetta er auðvitað algerlega ómögulegt fyrirkomulag að menn séu að fá atvinnuieysisbætur ofan á háan lífeyri,“ segir Páll. „Það er ekki hægt að taka fyrir þetta nema með lagasetningu," segir ráðherra, en hann segir þó ljóst að frumvarpið um atvinnuleysistrygg- ingar verði ekki lagt fram í vor. Hringtorg byggt við Hveragerði VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í gerð hringtorgs og end- urbyggingu aðliggjandi tenginga á gatnamótum Hringvegar, Þorláks- hafnarvegar og Breiðumarkar við Hveragerði. Verkinu á að vera að fullu lokið 25. júní næstkomandi. Þessi vegamót hafa verið einn stærsti „svartbletturinn“ svokallaði á þjóðvegakerfinu. Á árunum frá 1985 til 1994 urðu þar 25 umferð- arslys, þar af fimm með miklum meiðslum á fólki. Frumvarp um at- vinnuleysistryggingar Breytingar ekki lögfest- ar í vor i AÐ SÖGN Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra kemur umdeilt frumvarp um Atvinnuleysistrygg- ingasjóð ekki fram á þessu þingi en nefnd sem vann að tillögum um endurskoðun atvinnuleysis- trygginga klofnaði og skiluðu full- trúar launþega séráliti sínu. Félagsmálaráðherra er ekki sáttur við allar tillögur meirihluta ■ nefndarinnar sem skilaði drögum ' að frumvarpi og segir málið þarfn- ast frekari skoðunar. „Það vinnst ekki tími til að ganga frá frum- varpinu. Mér finnst að það þurfí að athuga betur ákveðin atriði í því frumvarpi sem meirihluti nefndarinnar stendur að. En til þess þarf tíma og það verður að bíða betri tíma,“ sagði Páll. -----♦-------- I Bann víð sölu á kveikjara- gasi FYRIR nokkru komst upp að ungl- ingar í Neskaupstað hefðu andað að sér kveikjaragasi til þess að komast í vímu. Af þessu tilefni vill lögreglan koma á framfæri að lög eru í gildi um takmörkun á sölu á kveikjaragasi. Samkvæmt lögunum er bannað að selja í al- mennum verslunum lofttegundim- ar bútan, þar með taldar isobútan og propan, í ílátum sem eru sér- staklega ætluð til áfyllingar á eld- færi. A bensínstöðum má því að- eins afhenda einstaklingum þessar gastegundir að þeir séu orðnir átján ára gamlir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.