Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MIIMIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ ► t Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR Lillý, Háaleitisbraut 101, lést föstudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 10. apríl kl. 13.30. Hildur Magnúsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Björn R. Bjarnason, Brynjólfur A. Brynjólfsson, Kirsti Lovík, Jón Ingvar Sveinbjörnsson, Anna Birna Garðarsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGATRYGGVADÓTTIR frá Vfðikeri, síðast til heimilis í Furugerði 1, Reykjavík, lést sunnudaginn 24. mars. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Jarðarförin verður að Lundarbrekku í Bárðardal laugardaginn 6. apríl kl. 14.00. Jón Kristjánsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Gerður Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson, Hreinn Kristjánsson, Erna Sigurgeirsdóttir, Tryggvi Kristjánsson, Guðrún Björk Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓRIR JÓNSSON, Grettisgötu 75, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Ása Sigurbjörg Ásgeirsdóttir. t Elskuleg amma okkar og tengdamóðir, JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vitastig 4, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardag- inn 30. mars. Jón Gestur Ármannsson, Ásta Birna Ingólfsdóttir, Steinunn Eir Ármannsdóttir, Hermann Ármannsson, Ármann Eiríksson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, PETRA ÁSMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést 31. mars. Margrét Arnórsdóttir, Árni Gunnarsson, Emma Arnórsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐRÚN BENJAMÍNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 2. apríl, kl. 13.30. Hjördi's Þorleifdóttir, Þráinn Þorleifsson, Hrefna Pétursdóttir, Trausti Þorleifsson, Fríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓHANN ÖRN BOGASON + Jóhann Örn Bogason fædd- ist í Reykjavík 17. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 28. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Jónsdóttir og Bogi Theódór Björnsson. Þau byrjuðu búskap í Reykjavík, en fluttu árið 1930 til Skaga- strandar. Þau eignuðust fimm börn; Birnu Sól- veigu, f. 8. ágúst 1926, d. 15. september 1946, Jóhann Örn, f. 17. maí 1928, Óla Jón, f. 17. apríl 1930, Þorgerði Unu, f. 25. febrúar 1931, og Guðríði, f. 10. desember 1935. Árið 1943 fluttu þau til Akra- ness. Jóhann fluttist suður með foreldrum sínum og settist í gagnfræðaskólann á Akranesi. Eftir gagnfræðaprófið fór hann í Loftskeytaskólann og útskrif- aðist þaðan 1948. Á meðan hann var við nám var hann á síldveið- um á sumrin, en einnig var hann nokkrar vertíðar á landróðrar- bátum. Hinn 10. september 1949 kvæntist Jóhann Vigdísi Guð- bjarnadóttur. Foreldrar hennar voru Guðný Magnúsdóttir og Guðbjarni Sigmundsson. Þau hófu sinn búskap á efstu hæð í húsi foreldra Vigdísar á Mána- braut 10 og bjuggu þar í 10 ár. Sumarið 1959 fluttu þau í eigin íbúð á Jaðarsbraut 33, en síðar í raðhús sem þau reistu á Eini- grund 22. Jóhann og Vigdís eignuðust þijú börn. Þau eru Rúnar Már, f. 7. desember 1947, d. 22. sept- ember 1979, kona hans var Erla María Eggertsdóttir og áttu þau tvær dætur. Vignir, f. 8. maí 1952, unnusta hans er Steinunn Birna Ragnarsdótt- ir. Vignir á fjögur börn. Brynja, f. 1. desember 1956, maður hennar er Magnús A. Ebenes- ersson og eiga þau tvö börn. Árið 1953 réðst Jóhann sem loftskeytamaður á togarann Akurey, sem var í eigu Bæjarútgarðar Akraness og var þar í þijú ár. Jóhann var alla tíð mikill fjöl- skyldumaður og átti það ekki við hann að vera langdvölum fjarri fjölskyldunni, eins og sjó- mannslífið býður gjarnan upp á. Árið 1956 fór hann í land og hóf nám í rafvirkjun hjá Ár- manni Ármannssyni, rafvirkja- meistara, og vann hjá honum næstu átta árin. Vinna Jóhanns hjá Ármanni sneri helst að við- haldi á talstöðvum og uppsetn- ingu á þeim nýju fiskileitartælq- um sem voru að ryðja sér til rúms á markaðinum, einnig var ratarinn að koma í alla báta. Árið 1964 hóf Jóhann sjálf- stæðan rekstur og var verksvið hans einkum fyrst í stað við- gerðir varðandi bátana. Síðar slakaði hann á þeirri vinnu, en sneri sér frekar að raflögn í húsum. Vann hann mikið norður í Hrútafirði, þegar rafvæðing hófst þar. 1974 hóf Jóhann störf hjá Sementsverksmiðjunni og var þar yfirrafvirki þar til hann lét af störfum 1995. Útför Jóhanns verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri bróðir, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst alltaf svo góður við litlu sýst- ur, þú varst bara svo sjaldan heima, þú varst á sjónum á sumrin og í skóla á vetrum, samt gleymi ég aldrei þeim stundum þegar þú varst heima, þá var alltaf svo gaman. Þú kenndir mér svo margt skemmti- legt, að hjóla, að dansa eftir gamla grammófóninum sem hvarf og margt margt fleira sem of langt t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGRÍMS HALLDÓRSSONAR fyrrv. kaupfélagsstjóra, Hornafirði, fer fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 3. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Hornafirði. Guðrún Ingólfsdóttir, Ingólfur Ásgri'msson, Siggerður Aðalsteinsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Sigurjóna Sigurðardóttir, Anna Guðný Ásgrímsdóttir, Þráinn Ársælsson, Elfn Ásgri'msdóttir, Björgvin Valdimarsson, Katri'n Asgri'msdóttir, Gísli Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN FRIÐRIKSSON, Kleppsvegi 134, Reykjavík, sehn lést 20. mars sl., verður jarðsung- inn frá Áskirkju miövikudaginn 3. apríl kl. 10.30. Rannveig Oddsdóttir, Jónína G. Kjartansdóttir, Hrafnhildur Kjartansdóttir, Finnur S. Kjartansson, Emeli'a Sveinsdóttir, Ágúst Oddur Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir, Helga Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. yrði upp að telja hér. Þú huggaðir mig þegar ég datt og meiddi mig, mér fannst þú hlytir að vera besti bróðir í heimi. Svo skildu leiðir í mörg ár þangað til fyrir nokkrum mánuðum að við hjónin fluttum hingað. Ég hlakkaði svo til að geta heimsótt þig og spjallað við þig um æskuárin og margt fleira, en vegir guðs eru órannsakanlegir. Elsku Laggi minn, það hefði verið svo gott að fá að hafa þig örlítið lengur hjá okkur heilbrigðan og kát- an. Ef til er himnaríki sem ég efa ekki eða betri heimur þá ferð þú þangað og þar eru ástvinir sem taka þér opnum örmum, því betri og elskulegri manni hefi ég aldrei kynnst á lífsleiðinni. Guð veri með þér Dídí mín, Brynju, Vigni og öllu ykkar fólki og styrki ykkur í sorginni. „Þú gerðir heiminn betri, þú sef- aðir sorgir, þú þerraðir tár, þú gleymist aldrei." Kveðja frá systur sem saknar þín sárt. Guðríður Bogadóttir. Elsku afi okkar er látinn. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann oftar. Hann var svo góður vinur okkar og alltaf tilbúinn að aðstoða okkur á allan hátt. Við minnumst með gleði þess sem við gerðum með honum, t.d. ferðalagsins til Vestmannaeyja í fyrrasumar og ættarmótsins á Skagaströnd, þar áttum við öll góða og skemmtilega daga saman. Stund- um fórum við líka með afa á fótbolta- leiki eða í sund. Afi var búinn að vera mikið lasinn í tvö og hálft ár en það stoppaði hann ekki i að sinna okkur eins og hann gat. Við erum þakklát ^fyrir minningarnar sem við eigum. I sorginni gleðjumst við yfir því að afi er Iaus úr sínum þjáða líkama og trúum að honum líði nú vel. Hafðu þökk fyrir allt. Þín barnabörn, Rúnar Már og Irma Ösp. Jóhann var traustur og ráðvandur maður, yfirvegaður og tillögugóður. Hann tók aldrei flausturslegar ákvarðanir, hann stóð þess vegna við skoðanir sínar. Hann virti skoð- anir annara. Hann var vinur vina sinna og samstarfsmanna. Við Jó- hann vorum systkinasynir og vorum bara tveir eftir af þeim meiði á Akranesi. Þar sem ég er heldur yngri, þá fann ég oft fyrir föður- legri umhyggjusemi hjá honum í markvissum ábendingum og góðum ráðum. Samskipti okkar voru alla tíð mjög kær. Það var ekki sjaldan sem við frændur fórum saman, bæði með konum okkar og einir sér, er veður voru tvísýn, norður til Skaga- strandar til að gleðjast í afmælum með frændum og vinum, eða þá til að fyglja þeim til hinstu hvíldar. Það var alltaf gaman að líta inn á Jaðarsbrautinni og síðar á Eini- grundinni hjá Lagga og Dídí. Það var stutt í húmorinn og glensið hjá þeim hjónum. Þau voru góðir ferða- félagar á lífsins göngu. Jóhann gekk í Oddfellowregluna 9. maí 1962. Á þeim árum hófust byggingarframkvæmdir á vegum stúkunnar á Akranesi. Jóhann var eini rafvirkinn í hópnum, svo allar raflagnir lentu á hans herðum og var það ærið starf sem hann skilaði með sóma í sjálfboðavinnu, en hann taldi það ekki eftir sér, „þetta er mitt framlag til hússins okkar“, varð honum að orði. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum innan stúkunnar. Það var sama hvenær leitað var til hans um aðstoð. Hann var alltaf boðinn og búinn til að leggja stúku sinni lið. Þau verða vandfyllt skörðin sem myndast í frumheijahópinn við frá- fall þeirra sem lögðu sitt af mörkum af hugsjón. Við bræðurnir í Agli munum vissulega sakna Jóhanns um ókomin ár. Jóhann vary.m. stúkunn- ar 1990-1992 og fórst honum það vel úr hendi. Hann lét að sér kveða þar sem hann var og hans var saknað þar sem hann var ekki. Við Egilsbræður kveðjum þig með söknuði. Elsku Dídí. Það að hafa átt ykkur að þessi ár er okkur Ingu og fjöl- skyldum okkar mikils virði og verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.