Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 1
64SIÐUR B 0fjninMiibib STOFNAÐ 1913 78. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 2. APRIL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Barist af hörku í Tsjetsjníju Moskvu, Grosní. Reuter. RÚSSNESKT stórskotalið og flug- vélar héldu áfram að ráðast á stöðv- ar Tsjetsjena í gær, að sögn tals- manns uppreisnarmanna. Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði á sunnudag hernum að hætta öllum aðgerðum í héraðinu og áttu fyrir- mælin að taka gildi þá um kvöldið. Yfirmenn rússneska herliðsins sögðu að farið hefði verið að fyrir- mælum forsetans og hætt við alls- herjar sókn gegn skæruliðunum en þeir sögðu jafnframt að „sérstökum aðgerðum" gegn „hryðjuverka- mönnum" yrði haldið áfram. Jeltsín sagði í ávarpi sínu til þjóð- arinnar að teknar yrðu upp óbeinar viðræður við Dzhokar Dúdajev, fyrrverandi forseta Tsjetsjníju. Talsmaður Dúdajevs, Movladi Ud- ugov, sagði í gærkvöldi að áður en leiðtoginn tæki afstöðu til þessa boðs myndi hann ráðfæra sig við félaga í varnarmálanefnd sinni. Ófullnægjandi tilslökun/29 MPIOI Kisa sýnir hugrekki Port Washington. Reuter. LÆÐA brenndist illa er hún hætti lífi sínu til að bjarga fimm mánaðargömlum kettl- ingum sínum, einum í einu, út úr logandi húsi í New York. Meira en þúsund manns hafa boðist til að taka hana og kettl- ingana að sér. Slökkviliðsmaður tók eftir læðunni er hann barðist gegn eldinum á föstudag og tók hana og kettlingana með sér á stofnun fyrir flökkudýr. Kettlingarnir voru enn í nokk- urri hættu vegna lungnaskaða er síðast fréttist. Feldur móð- urinnar brann svo illa að ekki er hægt að greina upprunalega litinn og augu kisu eru illa bólgin. Bretar bjóðast til að farga nautgripum Ráðherrar staðfestaút- flutningsbann Reuter JACQUES Chirac, forseti Frakklands, ávarpar ráðstefnu sjö helstu iðnríkja heims í gær með þeim orðum að finna þyrfti veg milli skorts á atvinnuöryggi í Bandaríkjunum og atvinnuleysis í Evrópu. London, Lúxemborg. Daily Telegraph. Reuter. BRETAR buðust í gær til þess að slátra fjórum milljónum nautgripa á næstu fimm til sex árum og farga hræjunum, annars vegar í þeim til- gangi að uppræta kúariðu og hins vegar til þess að fá Evrópusam- bandið (ESB) til að létta útflutn- ingssbanni af bresku nautakjöti. Á fundi landbúnaðarráðherra ESB í Lúxerriborg í gær var kröfum Breta um að banninu yrði aflétt strax algerlega hafnað, fyrst yrði ESB að koma sér saman um heild- aráætlun til að leysa vandann. Við- ræðum ráðherranna var haldið áfram í gærkvöldi. Samkvæmt tillögum, sem Dou- glas Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, kynnti ráðherrunum í gær bjóðast Bretar til að slátra 15.000 nautgripum á viku í allt að sex ár. Öllum dýrum 30 mánaða og eldri yrði fargað og skrokkarnir brenndir. Gengur tillagan miklu lengra en dýralæknar höfðu mælt • með að gert yrði. Hogg lagði ennfremur til, að ESB tæki ákvörðun um uppkaup nautgripanna til að taka dýrin úr umferð og greiddi 80% matsverðs dýranna en breska stjórnin tæki á sig 20% kostnaðar. Óljóst er hvort þessar hugmyndir fá hljómgrunn. Nautakjötssala tók kipp í Bret- landi um helgina er neytendur not- færðu sér kostaboð stórmarkaða sem lækkuðu kílóverðið um a.m.k. 50% á föstudag. Hindúar vilja taka við kúm Heimsráð hindúa hefur snúið sér til breskra stjórnvalda og boðist til að skjóta skjólshúsi yfir allar þær kýr sem Bretar ætla að slátra. Kveðst ráðið reiðubúið að taka við 12 milljónum kúa og hefur það lagt til að Bretar borgi flutninginn til Indlands sem það segir margfalt ódýrari kost en slátra þeim. í Ind- landi geti kýrnar dáið eðlilegum dauðdaga og engin hætta sé á út- breiðslu kúariðu þaðan. Chirac leggur til þriðju leiðina í atvinnumálum Lille. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, hóf tveggja daga fund ráð- herra atvinnu- og efnahagsmála sjö helstu iðnríkja heims (G7) í gær með áskorun um að finna þriðju leiðina milli hins sveigjanlega vinnumarkaðar Bandaríkjamanna og Breta og vemdaðs vinnumarkað- ar meginlands Evrópu. „Ógnin hefur tvö arídlit, atvinnu- leysi eða skort á atvinnuöryggi eft- ir því hvorum megm Atlantshafs málin eru skoðuð," sagði Chirac þegar hann ávarpaði ráðherra frá Hershöfðingi gefur sig fram KRÓATÍSKI hershöf ðinginn Ti- homir Blaskic, sem hefur verið ákærður fyrir fjöldamorð í Bosn- íu, kom til Amsterdam í gær og gaf sig á vald stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. Blaskic hefur verið ákærður fyrir fjöldamorð á múslimum í Lasva-dal í miðhluta landsins frá maí 1992 til maí 1993 þegar hann var yfirmaður króatískra her- sveita á svæðinu. Hann hefur m.a. verið sakaður um fjölda- morð í bosníska þorpinu Ahmici, nálægt Vitez, sem var nánast lagt í rúst í apríl 1993. Tugir músl- imskra íbúa þorpsins voru drepn- ir, m.a. börn sem virtust hafa verið brennd lifandi. Blaskic f éllst á að fara til Haag eftir að William Perry, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, ræddi mál hans við ráðamenn í Króatíu um helgina. Þrýstingur Bandaríkjastjórnar varð einnig til þess að stjórnvöld í Serbíu féllust á að framselja tvo serb- neska hermenn, sem hafa skýrt vestrænum fjölmiðlum frá því að þeir hafi verið neyddir til að taka þátt í fjöldamorðum nálægt Sre- brenica í fyrra. Blaskic sést hér ásamt eigin- koiiu sinni á flugvellinum í Zagreb í gær. ¦ Samið um sambandsríkið/19 Rputcr Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi, ítalíu, Japan, Kanada og Þýskalandi. Atvinnuleysi er um 11% að með- altali í Evrópu og kenna margir velferðarkerfinu um. Það búi at- vinnulausum það náðugt líf að þeir hafi ekki ástæðu til að fara út á vinnumarkaðínn. í Bandaríkjunum er aðeins 5,5% atvinnuleysi og mjög fáir eru þar án vinnu til langs tíma. Ráðamenn í Evrópu vilja draga úr atvinnuleysi án þess að skera of mikið niður í velferðarkerfinu. Varað við sundrungu Michael Hansenne, yfirmaður Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), tók í sama streng og Chirac og sagði að breyta bæri velferðar- kerfum til að þau ýttu undir það að fólk leitaði vinnu, en ekki mætti fórna réttindum hins vinnandi manns. Aðgerðir mættu ekki leiða til sundrungar í þjóðfélaginu. Jean-Claude Paye, framkvæmda- stjóri Efnahagssamvinnustofnunar- innar, OECD, kvaðst hlynntari því kerfi, sem notað væri í hinum en- skumælandi heimi, en tilhöguninni á meginlandi Evrópu. Hvorugt kerf- ið væri þó ákjósanlegt. Gunter Rexrodt, ráðherra efna- hagsmála í Þýskalandi, sagði að Þjóðverjar þyrftu ekki að taka upp siði Bandaríkjamanna þótt hag- vöxtur væri lítill og atvinnuleysi hefði ekki verið meira eftir stríð. „Okkur vantar sveigjanleika, en við getum ekki tileinkað okkur þessa bandarísku vinnumarkaðs- hætti, sem byggjast á því hugar- fari að „ráða og reka", í Þýska- landi," sagði Rexrodt. Dan Terulo, aðstoðarráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmál- um, benti í samtali við dagblaðið International Herald Tribune á það að á undanförnum þremur árum hefði verið sköpuð atvinna handa 8,4 milljónum manna í Bandaríkj- unum, en í Evrópu hefði störfum ekki fjölgað hætishót. Takanobu Nagai, atvinnumála- ráðherra Japans, sagði að sú jap- anska hefð að fyrirtæki réðu starfs- fólk ævilangt hefði bæði haldið at- vinnuleysi í skefjum og verið fyrir- tækjum akkur. Japönsk fyrirtæki hafa reyndar gripið til þess ráðs að fækka starfsfólki nýverið. Robert Reich, atvinnumálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að jap- anska leiðin væri ekki lausn. Ævi- ráðningar tilheyrðu fortíðinni til í þeim miklu sviptingum, sem nú ættu sér stað í efnahagslífinu. Atvinnuleysi vandamál/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.