Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ l'njrt par slapp með skrekkinn er eldur kom upp í sumarhúsi í Fnjóskadal Mikill reykur í hús- inu er þau vöknuðu Morgunblaðið/Kristján ÞAU Stefán Þórsson og Heiða Rós Eyjólfsdóttir sluppu með skrekkinn er eldur kom upp í sumarhúsi sem þau sváfu í aðfara- nótt sunnudags. Þau sýndu mikið snarræði og náðu að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Til vinstri við þau Stefán og Heiðu Rós sést gat á veggnum þar sem eldurinn logaði. LITLU munaði að illa færi er eldur kom upp í útvegg sumarhúss skammt sunnan við Illugastaði í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu sl. sunnu- dagsmorgun. Ungt par, frá Akureyri, Stefán Þórsson og Heiða Rós Eyjólfsdóttir, var sofandi í húsinu er eldurinn kom upp og vaknaði upp við mikinn reyk í svefnherbergi sínu milli k 7 og 7.30. Þau sýndu mikið snarræði, náðu að rífa gat á klæðningu húss- ins og slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en hann breiddist frekar út. Voru að grilla kvöldið áður Eftir að hafa slökkt eldinn hljóp Stefán að bænum Reykjum II, um hálfs km leið, og hringdi þaðan í Neyðar- línuna til öryggis. Slökkvilið- ið á Stóru-Tjörnum var kom- ið á staðinn eftir um 40 mín- útur og einnig kom þangað bíll frá Akureyri. Ungmenn- unum hafði þó tekist að slökkva eldinn áður en Hlutabréfasjóður Norðurlands Hagnaður um 8 millj. HAGNAÐUR af rekstri Hlutabréfa- sjóðs Norðurlands hf. var tæpar 7,8 milljónir króna á síðasta ári. Heildareignir félagsins í árslok námu samtals 258,4 milljónum króna. Þar af voru 108,9 milljónir bundnar í hlutabréfum, 95,8 millj- ónir í skuldabréfum og bankainn- stæður og skammtímakröfur námu samtals 53,6 milljónum króna. Eigið fé í árslok nam samtals 255,7 milljónum króna og hafði þá aukist um 70% á árinu. Þá voru hluthafar 987 í árslok. Sölugengi bréfa sjóðsins voru 1,57 í lok síðasta árs og hafði þá hækkað um 27% á árinu, sem er mesta ávöxtun á einu ári frá stofn- un sjóðsins. Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands verður haldinn á Hótel KEA þriðjudaginn 2. apríl næst- komandi. Stjórn félagsins gerir til- lögu um að greiddur verði 5% arður til hluthafa vegna ársins. sökkviliðsmenn komu á stað- inn. Ungmennin voru að grilla kvöldið áður og taldi Stefán að neisti úr grillkolum hefði valdið íkveikjunni. Hann sagði að töluverður reykur hefði verið í húsinu er þau vöknuðu og áttu þau strax erfitt með að anda. Þeim var að vonum brugðið er þau gerðu sér grein fyrir því sem var að gerast. Á milli veggja er steinull og því náði eldur- inn ekki í innri klæðingu hússins. Boðun slökkviliðsins klaufaleg Boðun slökkviliðs á staðinn gekk ekki átakalaust og sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðssljóri á Akureyri að boðunin hafi hreinlega verið klaufaleg. Eftir að Stef- án hafði hringt í Neyðarlín- una fékk Slökkvilið Akur- eyrar tilkynningu um eldinn. Neyðarlínunni var bent á að þetta svæði tilheyrði ekki Slökkviliði Akureyrar og í FORMAÐUR stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, Jóhannes Sig- valdason var felldur í kosningu til stjórnar félagsins en í hans stað var kjörinn Tryggvi Þór Haralds- son. Jóhannes Geir Sigurgeirsson hefur tekið við formennsku í stjórn KEA í stað Jóhannesar Sigv.alda- sonar. Aðalfundur félagsins var haldinn um helgina. „Ef horft er á fyrirtækið í heild er ljóst að grípa verður til víð- tækra aðgerða. Auka verður tekj- ur fyrirtækisins en þær auknu tekjur verða ekki nema að tak- mörkuðu leyti sóttar með aukinni sölu eða verðhækkunum,“ segir í skýrslu Magnúsar Gauta Gauta- sonar kaupfélagsstjóra og Jóhann- esar Sigvaldasonar,J formanns stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga. Tap varð af rekstri félagsins og stað þess að kalla þá út slökkviliðið á Stóru-Tjörnum, var hringt í slökkviliðið á Laugum í Reykjadal. Það var hins vegar slökkviliðið á Stóru-Tjörnum sem fór loks á staðinn ásamt félögum í Björgunarsveitinni Þingey. „Þær upplýsingar sem við fengum voru mjög óljósar og því sendum við einnig bíl af stað. Neyðarlínan notar póst- dótturfyrirtækja að upphæð 44 milljónir króna á síðasta ári en árið á undan var hagnaður upp á 16 milljónir króna. Fram kom í máli kaupfélags- stjóra að horfa þurfi til þess fyrst og fremst að auka þær tekjur sem eftir verða þegar búið er að greiða fyrir vörur og hráefni og að bæta þurfi innkaup og nýtingu hráefnis. Auka verður framleiðni á vinnustund „En það verður einnig að lækka kostnað og auka verður fram- leiðni á vinnustund. Þetta er ekki einfalt í framkvæmd og kallar á ýmsar skipulagsbreytingar og breytta verktilhögun, en er óhjá- kvæmilegt. Koma verður á ein- hvers konar afkastahvetjandi kerfi miklu víðar í fyrirtækinu númer til staðsetningar og ákvörðunar um hvaða slökkvilið á að hringja í og það er rangt. Við höfum bent þeim á hvernig málum er háttað hér austan við okkur en það virðist ekki hafa skilað sér. Þetta skipti kannski ekki máli í þessu tilfelli en þetta verður að laga áður en af hlýst stórslys," segir Tómas Búi. heldur en í dag,“ sagði kaupfé- lagsstjóri. Hann sagði nauðsyn- legt að hverfa frá hópbónus í fisk- vinnslu og taka upp einstaklings- bónus, í verslun þurfi að taka upp launakerfi sem umbuni starfsfólki þegar framleiðni eykst, en slíkt kerfi hafi verið í notkun í Svarf- dælabúð og gefið góða raun. Varðandi aðra kostnaðarliði nefndi hann sölukostnað og aug- lýsingar sem hægt væri að hafa áhrif á til skamms tíma og yrðu þessir þættir endurskoðaðir. Þrátt fyrir taprekstur er efna- hagur félagsins traustur og greiðslustaða viðunandi að mati kaupfélagsstjóra, duldar eignir jukust umtalsvert á síðasta ári þar sem bæði hlutabréf og fisk- veiðiheimildir hækkuðu mikið í verði. Þrjár bíl- veltur ÞRJÁR bílveltur urðu í um- dæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina. Engin slys urðu á fólki en bílar eru mikið skemmdir. Bíll valt við Syðra-Gil á Eyjafjarðarbraut vestri snemma á laugardagsmorgun. Ökumaður var einn í bílnum og reyndist mikið ölvaður sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Hann slapp ómeiddur en bíllinn skemmdist mikið. Á laugardagsmorgun var til- kynntur stuldur á bifreið, við athugun kom í ljós að lögreglu- menn höfðu séð bifreiðina á svipuðum slóðum og bílveltan varð við Syðra-Gil. Þeirri bif- reið hafði einnig verið velt. í ljós kom að 15 ára sonur þess sem tilkynnti stuldinn hafði tek- ið bifreiðina ófijálsri hendi og endað ökuferðina utan vegar. Á sunnudagsmorgun valt bifreið við Engimýri í Öxna- dal. Engin slys urðu en bifreið- in er mikið skemmd og var flutt af slysstað með kranabifreið. Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands Sálumessa Mozarts SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands lýkur þessu starfsári með tvennum tónleik- um þar sem flutt verður Sálu- messa eftir Mozart. Fyrri tónleikarnir verða í Blönduóskirkju í kvöld, þriðju- dagskvöldið 2. apríl kl. 21 og þeir síðari í Glerárkirkju annað kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Kór Glerárkirkju undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar. Guðmundur Óli Guðmunds- son stjórnar hljómsveitinni. Einsöngvarar eru Þuríður Baldursdóttir, Signý Sæ- mundsdóttir, Guðiaugur Vikt- orsson og Michael Jón Clarke. Ekið yfir pilt UNGUR piltur slasaðist tölu- vert þegar á hann var ekið í Skipagötu á Akureyri aðfara- nótt sunnudags. Tildrög slyssins eru þau að ökumaður bíls stöðvaði til að ræða við annan ökumann. Pilt- urinn lagðist í götuna framan vjð bílinn án þess að ökumaður tæki eftir honum og ók því yfir hann. Stj órnarf ormaður KEA felldur í kosningri í stjórn Gripið til aðgerða til að lækka kostnað Gallojokkcir 3.990 Sumarkjólar 3.990, Stærðir S-XL Laugavegi 54 - Sími 552 5201 Gallovesti 2.990 l | f I I f I t L I í L t t I f I t - f L :V- e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.