Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Viðræður um sameiningu fimm sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum Við bjóðum verulegon ofslótt ó sjónvorpstœkjum, myndbondstœkjum, hljómtcekjum, ferðoútvarpstœkjum, örbylgjuofnum, þvottovélum o.m.fl Ntynóbandsteki: Wqqjo hQUSO, rnono - 5 houso Nicom Stereo, Sjónvarpstæki: Verð fró: 14’ með Isl. fexrovorpi 25.900,- h. s,?. 20' með ísl. fexrovorpi 35.900,- kí.sgr. 28' með Ntom Stereo og textov. 59.900,- k,. sgr. 29' með Nicom Stereo, Surround og textov. 109.900,- kr. sgr. 33' með Nicom Sfereo, Surround og textov. 149.900,- kragr HljómtælyQsomsfæður með Ferðotækl: yer :i meðgeislaspilara 14.900 14.900* Verð fró: 29.900,- kr. stgr iiskó rrieó útvorpi Ymls heimilistaekl: Noffikðnnur Drauðrisfar Hondþeyrorar luofnar: Verð fró: snúningsdiski 12.900, Hárblósaror Krullujórn Verð fró: þvottavélar. fAeð 850-1200 sn/mín, ísafiröi. Morgunblaðið. VIÐRÆÐUR hafa átt sér stað að undanfömu á milli stjórnenda sex sjávarútvegsfyrirtækja á norðan- verðum Vestfjörðum um hugsanlega sameiningu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Um er að ræða Norðurtanga hf. á ísafirði, íshúsfé- lag ísfirðinga hf., Rit hf. á ísafirði, Togaraútgerð ísafjarðar, Básafell hf. á Isafirði og Kamb hf. á Flateyri. Heimildir blaðsins herma einnig að viðræður þessar eigi sér stað að frumkvæði forystumanna Olíufélags- ins hf, en Geir Magnússon, forstjóri félagsins, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið, er Morgunblaðið leit- aði til hans. Hinrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kambs, segir að Stórt sjávarútvegs- fyrirtæki í deiglunni? Kambur sé með það í stöðugri skoð- un hvemig best sé hægt að tryggja framgang fyrirtækisins. „Þar erum við opnir fyrir ýmsum möguleikum eins og við höfum verið til þessa,“ segir hann. „Við höfum styrkt fyrirtækið með nýjum fjárfestum og munum vinna að því jafnt og þétt áfram. Það er ekkert fyrirliggjandi á borðinu í dag og ég játa því hvorki né neita að við séum í einhveijum viðræðum." 5 togarar og 10.000 þorskígildi Ef af sameiningu fyrirtækjanna yrði myndi þar verða til eitt allra öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það myndi eiga fimm tog- ara, fímm línubáta og kvóta upp á um 10 þúsund þorskígildi. Þar með yrði það fjórða kvótahæsta útgerð á landinu. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að svæðið sem slíkt þurfi á því að halda að atvinnufyrirtækin styrki sig og ég held að það sé skylda þeirra sem eru í forsvari hjá hveiju fyrir- tæki að skoða hvað er í spilunum,“ segir Hinrik. „Nú liggur fyrir að sveitarfélögin á svæðinu sameinist og því þurfa stjórnendur fyrirtækja að skoða sín mál til að efla atvinnulífið sem og fyrirtækin sjálf, bæði í sjávarútvegi sem öðrum greinum. Við þurfum að ná því til baka sem við höfum misst, hvort sem það er í kvóta eða fólksfækkun." Skipastóll og kvóti í eigu íshúsfélags ísfirðinga eru ísfisktogarinn Stefnir, sem er með 1.160 þorskígildi, og rækjufrystitog- arinn Framnes, sem er með 2.400 þorskígildi. Fiskvinnslan Kambur hf. gerir út línubátana Styrmi, Gylli, Jónínu, Jó- hannes ívar og Stakk. Þessir bátar eru samanlagt með 1.358 þorskígildi. í eigu Norðurtanga hf. er frysti- togarinn Orri sem er með 2.467 þorskígildi. Ekkert skip er í eigu Rits hf. Fyrir- tækið á aftur á móti hlut í Teista hf. með Togaraútgerð ísfirðinga, Gunnvöru og íshúsfélagi ísfirðinga. Teisti hf. á 1.400 tonna rækjukvóta. í eigu Básafells er Guðmundur Péturs sem er með 392 þorskígildi. Togaraútgerð ísafjarðar á Skutul sem er með 2.490 þorskígildi. Miðað er við veiðiheimildir í upp- hafi þesa fiskvéiðiárs. Leitað eftir nýjum hluthöfum í Fáfni Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu fyrir stuttu munu viðræður hafa átt sér stað milli stjórnenda Fáfnis hf. á Þingeyri og eigenda fyr- irtækis á Suðurnesjum um kaup þeirra síðarnefndu á meirihluta hlut- afjár í Fáfni. Sigurður Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fáfnis, sagði að mál- efni fyrirtækisins væru í svipaðri stöðu og fyrir rúmum hálfum mán- uði. „Við erum í viðræðum við aðila, en það er ekkert hægt að fjalla nán- ar um þau mál á þessu stigi máls- ins,“ sagði hann. „Viðræðurnar hafa verið á þeim grundvelli að fá nýja hluthafa inn í fyrirtækið, en sjálfsagt getur það þróast í allar áttir." Hann vildi ekki tjá sig nánar um hvaðan af landinu hinir væntanlegu hluthafar væru. Hann sagði ennfremur að Fáfnir væri ekki í sameiningarviðræðum við fyrirtækin sex Frumvarpi mótmælt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun vegan frum- varps um veiðar smábáta til birting- ar: „STJÓRN ÚtvegSmannafélags Norðurlands átelur stjómvöld harð- lega fyrir undanlátssemi við útgerð- armenn smábáta. Útgerðarmenn smábáta hafa með frekju og hótun- um aukið veiðar sínar árlega langt yfir þau mörk sem stjórnvöld miðuðu við og hafa í engu tekið þátt upp- byggingu þorskstofnsins heldur þvert á móti. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar sjáv- arútvegsráðherra eru útgerðarmenn smábáta verðlaunaðir sérstaklega með því að ávísa til þeirra meiri afla en þeir hafa fyrr tekið allt á kostnað togara og báta. A sama tíma og smábátar hafa sjöfaldað þorskafla sinn hefur þorsk- afli togara og báta dregist saman um nær 60% með þeim afleiðingum að togarar og bátar hafa verið seldir úr Iandi og útgerðarfélög orðið gjald- þrota. Alvarlegast er þó ef alþingismenn ætla að hvika frá skyldu stjórnvalda um réttlæti og jafnræði aðila og láta undan hótunum útgerðarmanna smábáta með því að kaupa sér frið á kostnað útgerðarmanna togara og báta sem hafa fylgt stjórnvöldum í einu og öllu við uppbyggingu fiskim- iðanna við landið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.