Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 25 Menning- arkynning í Jónshúsi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STARFSEMI Jónshúss er fjölbreytt eins og gestum gafst kostur á að sjá nýlega á félagskynningu hússins, sem haldin var í kaffistofu þess. Hin ýmsu félög íslendinga voru kynnt á óvæntan hátt af Elvari og Róbert, tveimur ungum mönnum, sem eru að læra það sem á ensku heitir „stand-up comedian" og Böðvar Guðmundsson rithöfundur las smá- sögu. Gestir áttu þess kost að snæða fyrst, en á eftir var hópferð fyrir þá sem það vildu á skemmtistað í borginni. Kórinn setur svip sinn á starfsemi Jónshúss og ekki aðeins á guðsþjón- usturnar, þar sem hann er að sjálf- sögðu ómissandi. Námsmannafélag- ið og Islendingafélagið hafa aðsetur í húsinu og þar er einnig bókasafn og minningarstofur yfír Jón Sigurðs- son. Bókmenntafélagið Thor, heitið í höfuðið á verndara sínum, Thor Vilhjálmssyni, stendur fyrir bók- menntakynningum síðasta fimmtu- dag í hveijum mánuði yfir veturinn og hóar í menn þess á milli, ef góða gesti ber að garði. Félagið er rekið af miklum krafti af Böðvari Guð- mundssyni og Sverri Hólmarssyni þýðanda. í húsinu koma íslenskar konur einnig saman reglulega. íslendingum, sem eiga leið um borgina, er að sjálfsögðu einnig vel- komið að líta við á kaffistofuna, glugga í íslensk blöð, kaupa prins- póló og aðrar veitingar eða hitta landann. Húsið er að 0ster Voldgade 12, steinsnar frá Austurport braut- arstöðinni og aðeins um 20 mínútna gang frá Kóngsins nýja torgi. ♦ ♦ ♦----- Nýjar bækur • UT er komin bókin „Rannsóknir við Háskóla íslands 1991-1993“. í bókinni eru birtar lýsingar á rann- sóknaverkefnum kennara og sér- fræðinga Háskólans, ásamt titlum þeirra ritverka sem rannsóknir hafa leitt af sér. í bókinni má finna lýsing- ar á um 1.000 rannsóknarverkefn- um, ásamt stuttum samantektum á starfsemi einstakra rannsóknastofn- ana. „Bókin gefur innsýn í það þrótt- mikla rannsóknarstarf sem unnið er á vegum rannsóknastofnana Háskól- ans,“ segir í kynningu. Þar er dreg- in upp mynd af samtímastarfi skól- ans og því hvert stefnir í framtíðinni. Bókin er um 760 bls. Prentuð í Gutenberg. Ritstjóri erHellen M. Gunnarsdóttir en Ástráður Eysteins- son, formaður vísindanefndar Há- skólaráðs, skrifar inngang. Bókin er til sölu íBóksölu stúdenta og stærri bókaverslunum. GREINAKLIPPUR RUNNAKLIPPUR TRJÁKLIPPUR ÞÓR HF Reykjavfk - Akureyrl Reykjavík: Ármúla 11 -Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 1 $ Ríkisskuldabréfasj óðurinn: Sjóður 5 hjá VÍB Viljir þú fjárfesta í sjóði sem er eignarskattsfrjáls og samansettur af öruggustu skuldabréfum á markaðnum — ríkisskuldabréfum, skaltu velja Sjóð 5. Hann er tilvalinn fyrir þá sem eiga sparifé og vilja vernda það fyrir skattlagningu. Ríkisskuldabréfasjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkisskuldabréfum — spariskírteinum, húsbréfum, ríkis- bréfum og ríkisvíxlum. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA 11F. • Aðili nð Verðbréfnþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndscndir: 560-8910. Sjóður 5 hjá VÍB sameinar eftirfarandi kosti fyrir þig: • Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi • 8,8% raunávöxtun sl. 3 mánuði og 7,3 % raunávöxtun á ári sl. 5 ár • Auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna • Engin fyrirhöfn - ekkert umstang • Hœgt að kaupa fyrir hvaða fjárhœð sem er • Sérfræðingar sjá um ávöxtun • Eignarskattsfrjáls • 100% ábyrgð rikissjóðs. % 12,1% nafnávöxtun á timabilinu 1. janúar 1996-1. apríl 1996. Á því tímabili gaf Sjóður 5 hjá VÍB hæstu ávöxtun eignarskattsfrjálsra verðbréfasjóða á islenskum verðbréfamarkaði. Nafnávöxtun Sjóðs 5 sl. 5 árer 10,1/o.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.