Morgunblaðið - 02.04.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.04.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 25 Menning- arkynning í Jónshúsi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STARFSEMI Jónshúss er fjölbreytt eins og gestum gafst kostur á að sjá nýlega á félagskynningu hússins, sem haldin var í kaffistofu þess. Hin ýmsu félög íslendinga voru kynnt á óvæntan hátt af Elvari og Róbert, tveimur ungum mönnum, sem eru að læra það sem á ensku heitir „stand-up comedian" og Böðvar Guðmundsson rithöfundur las smá- sögu. Gestir áttu þess kost að snæða fyrst, en á eftir var hópferð fyrir þá sem það vildu á skemmtistað í borginni. Kórinn setur svip sinn á starfsemi Jónshúss og ekki aðeins á guðsþjón- usturnar, þar sem hann er að sjálf- sögðu ómissandi. Námsmannafélag- ið og Islendingafélagið hafa aðsetur í húsinu og þar er einnig bókasafn og minningarstofur yfír Jón Sigurðs- son. Bókmenntafélagið Thor, heitið í höfuðið á verndara sínum, Thor Vilhjálmssyni, stendur fyrir bók- menntakynningum síðasta fimmtu- dag í hveijum mánuði yfir veturinn og hóar í menn þess á milli, ef góða gesti ber að garði. Félagið er rekið af miklum krafti af Böðvari Guð- mundssyni og Sverri Hólmarssyni þýðanda. í húsinu koma íslenskar konur einnig saman reglulega. íslendingum, sem eiga leið um borgina, er að sjálfsögðu einnig vel- komið að líta við á kaffistofuna, glugga í íslensk blöð, kaupa prins- póló og aðrar veitingar eða hitta landann. Húsið er að 0ster Voldgade 12, steinsnar frá Austurport braut- arstöðinni og aðeins um 20 mínútna gang frá Kóngsins nýja torgi. ♦ ♦ ♦----- Nýjar bækur • UT er komin bókin „Rannsóknir við Háskóla íslands 1991-1993“. í bókinni eru birtar lýsingar á rann- sóknaverkefnum kennara og sér- fræðinga Háskólans, ásamt titlum þeirra ritverka sem rannsóknir hafa leitt af sér. í bókinni má finna lýsing- ar á um 1.000 rannsóknarverkefn- um, ásamt stuttum samantektum á starfsemi einstakra rannsóknastofn- ana. „Bókin gefur innsýn í það þrótt- mikla rannsóknarstarf sem unnið er á vegum rannsóknastofnana Háskól- ans,“ segir í kynningu. Þar er dreg- in upp mynd af samtímastarfi skól- ans og því hvert stefnir í framtíðinni. Bókin er um 760 bls. Prentuð í Gutenberg. Ritstjóri erHellen M. Gunnarsdóttir en Ástráður Eysteins- son, formaður vísindanefndar Há- skólaráðs, skrifar inngang. Bókin er til sölu íBóksölu stúdenta og stærri bókaverslunum. GREINAKLIPPUR RUNNAKLIPPUR TRJÁKLIPPUR ÞÓR HF Reykjavfk - Akureyrl Reykjavík: Ármúla 11 -Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 1 $ Ríkisskuldabréfasj óðurinn: Sjóður 5 hjá VÍB Viljir þú fjárfesta í sjóði sem er eignarskattsfrjáls og samansettur af öruggustu skuldabréfum á markaðnum — ríkisskuldabréfum, skaltu velja Sjóð 5. Hann er tilvalinn fyrir þá sem eiga sparifé og vilja vernda það fyrir skattlagningu. Ríkisskuldabréfasjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkisskuldabréfum — spariskírteinum, húsbréfum, ríkis- bréfum og ríkisvíxlum. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA 11F. • Aðili nð Verðbréfnþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndscndir: 560-8910. Sjóður 5 hjá VÍB sameinar eftirfarandi kosti fyrir þig: • Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi • 8,8% raunávöxtun sl. 3 mánuði og 7,3 % raunávöxtun á ári sl. 5 ár • Auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna • Engin fyrirhöfn - ekkert umstang • Hœgt að kaupa fyrir hvaða fjárhœð sem er • Sérfræðingar sjá um ávöxtun • Eignarskattsfrjáls • 100% ábyrgð rikissjóðs. % 12,1% nafnávöxtun á timabilinu 1. janúar 1996-1. apríl 1996. Á því tímabili gaf Sjóður 5 hjá VÍB hæstu ávöxtun eignarskattsfrjálsra verðbréfasjóða á islenskum verðbréfamarkaði. Nafnávöxtun Sjóðs 5 sl. 5 árer 10,1/o.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.