Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýting segnlómsjár hefur snarminnkað þui-ft að bíða í fjórar vikur eftir Skeiðarárhlaup Hámark á páskadag STERKAR líkur eru á að Skeiðarár- hlaup nái hámarki á páskadag, að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræð- ings á Orkustofnun. Nýjar mælingar verða gerðar á rennsli í ánni í dag. Oddur segir að áin fari vaxandi með reglulegum hætti og einu til- brigði er að talsvert mikið vatn sé komið í kvíslar á Skeiðarársandi vest- anverðum, þ.e. Gígjukvísl og Sælu- húskvísl en þar er næsta brú fyrir vestan Skeiðará. „í síðarnefndu kvíslinni er komið meira vatn en vanalegt er í hlaupum, að minnsta kosti svo snemma. Þessu þurfa menn að velta fyrir sér, því sá möguleiki er fyrir hendi að vatnið valdi skemmdum," segir hann. „Á sandinum eru fjórar brýr sem eru vart í hættu, en vatnið gæti náð framhjá varnargörðum og það þarf að vakta til að hægt sé að grípa inn í nægjanlega snemma." SÚ niðurstaða að gera ekki ráð fyrir greiðslum vegna rannsókna í segulómsjá Læknisfræðilegrar Myndgreiningar hf. í Domus Medica í nýgerðum samningi sér- fræðinga og Tryggingastofnunar hefur valdið því að aðsókn í seg- ulómsjána hefur dottið niður úr fullri nýtir.gu í innan við 10% nýt- ingu. Þorkell Bjarnason, hjá Læknis- fræðilegri myndgreiningu, trúir því að úrskurður gerðardóms verði Læknisfræðilegri myndgreiningu í hag. Úrskurðar gerðardóms er að vænta síðari hluta aprílmánaðar. Þorkell sagði að í kjölfar samn- ingsgerðarinnar hefði verið tekin ákvörðun um að rukka sjúklinga með bókaða tíma aðeins um sjúkl- ingagjaldið, eða 1.000 kr. fyrir hveija rannsókn. Eftir 18. mars hefði svo verið farið að innheimta fullt gjald, eða 22. 935 kr. fyrir hverja rannsókn. Afleiðingin varð sú að nýtingin á tækinu féll úr 100% í innan við 10%. í stað 10 til 11 rannsókna á hveijum degi voru t.d. aðeins gerðar 8 rann- sóknir í segulómsjánni í síðustu viku. Enginn biðlisti Biðlisti er nú enginn en Þorkell sagði að bráðasjúklingur, sem komið hefði í tækið hjá Læknis- fræðilegri myndgreiningu, hefði að komast í samsvarandi rannsókn á Landspítalanum. Þorkell sagði eðlilegt að sjúkl- ingar settu verðmismuninn fyrir sig og tók fram að margir biðu því eftir niðurstöðu gerðardóms. Þrír, Árni Vilhjálmsson, Jón Stein- ar Gunnlaugsson og Helgi I. Jóns- son frá héraðsdómi, sitja í gerðar- dómi og er niðurstöðu hans að vænta síðari hluta aprílmánaðar. Þorkell sagðist ekki trúa öðru en Læknisfræðileg myndgreining ynni málið og Tryggingastofnun tæki þátt í kostnaðinum vegna rannsóknanna. Hér væri um þróun að ræða og ekki væri hægt að snúa hjóli tímans til baka. Með rýt- ingá kránni TIL ryskinga kom á Hafn- arkránni í miðbæ Reykjavík- ur um miðjan dag á sunnudag eftir að maður hafði sveiflað í kringum sig rýtingi inni á veitingastaðnum og ógnað gestum. Tveir gestir krárinnar komu manninum út af veit- ingastaðnum og þar otaði maðurinn hnífnum að öðrum þeirra og hótaði að beita hon- um. Upphófust þá slagsmál sem enduðu með því að sá sem hnífinn bar féll í götuna og fékk högg á hnakkann. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en mun ekki hafa slasast alvarlega. Hann var síðan vistaður í fanga- geymslum. Morgunblaðið/gg. ÞAU voru ánægð með lífið á bökkum Varmár í gærmorgun, f.v. Gunnlaugur J. Rósarsson, Gunn- ar O. Rósarsson, Sigrún H. Gunnarsdóttir og Rósar Eggertsson, með hiuta af morgunaflanum. Sj óbirtings veiðin byrjaði vel GÓÐ VEIÐI var í Varmá við Hveragerði í gærmorgun, en þá hófst stangaveiðivertíðin formlega með sjóbirtingsveiðum í nokkrum ám á Suðurlandi. Fréttist einnig af einhveijum aflabrögðum í Geirlandsá og Vatnamótum Skaftár, Fossála og Geirlandsár. Þá var dálítill veiði- skapur á neðsta svæði Ytri Rangár sem liður í merkingarverkefni Veiðimálastofnunar og veiðirétt- areigenda. Horfur eru góðar með vorveiði á sjóbirtingi, ár löngu ís- lausar og sjóbirtingur í sókn. Menn stóðu vaktina í blíðviðri á bökkum Varmár í gærmorgun og Rósar Eggertsson tannlæknir, sem opnað hefur Varmá um langt ára- bil sagði ástandið nokkuð annað en í fyrra, er menn sáu ekki út úr bílunum í stórhríðinni og allt að auki á kafi í snjó. Svona á þetta að vera „Svona á þetta að vera, þetta er búið að vera frábært og það er mikiil fiskur í ánni, bæði sjóbirting- ur og staðbundinn urriði. Sá stað- bundni er reyndar smár, en við fengum nokkra góða fiska,“ sagði Rósar í samtali við Morgunblaðið á bökkum Varmár. Hann sagði og þá sögu af Paul O’Keefe, að hann hefði fengið særsta fisk dagsins, 4 punda urriða, á flugu og sleppt honum. Nokkrar stangir voru að veiðum neðar í ánni og alls staðar var fisk að hafa. Rósar og synir hans veiddu fiska sína bæði á flugu og spón. Flugan sem gaf best heitir Lotus og minnir í fljótu bragði á þá skæðu laxa- flugu Frances. En hún er bleik og hnýtt úr teygjum en ekki ull og fiðri. Þeir höfðu hirt fimm físka allt að tæpum 3 pundum, en sleppt nokkrum smærri fiskum. Horfur eru á góðri vorveiði í sunnlensku ánum, en Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur á Veiðimálastofnun, sem hefur GUNNLAUGUR Jón Rósarsson með nokkra væna úr Varmá. ásamt kollega sínum Magnúsi Jó- hannssyni staðið að rannsóknum á sjóbirtingi síðustu árin, segir sjó- birtinginn í góðri sókn og mikill fiskur hafí verið á helsta athugun- arsvæðinu, í Grenlæk, síðastliðið haust. Óvenjumikið um j ökulsprungur ÓVENJUMIKIÐ er um sprungur í jöklum landsins um þessar mundir og vill Slysavarnafélag íslands minna þá ferðalanga, sem hyggja á jöklaferðir yfir páskahátíðina, að jöklarnir geta verið varhugaverðir. Félagið hvetur jöklafara til að sýna fyllstu aðgát, en jökulsprungur geta verið allt frá 15-35 metra djúpar og þær eru sumar hveijar það breið- ar að þær gleypa auðveldlega vél- sleða eða bíl. Ari Trausti Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir að ástæðu þessa megi rekja til tíðra fram- hlaupa í nokkrum helstu jöklum landsins á allra síðustu árum. Margt bendir til þess að framhlaup sé að fara af stað í Langjökli. Framhlaup er nú nýhafið í nokkrum skriðjökl- um Drangajökuls og sömuleiðis er allur vesturhluti Vatnajökuls illa farinn eftir framhlaup undanfar- inna þriggja ára, en þau eru nú öll um garð gengin að þessu sinni. „Það má segja að það sé skemmtileg tilviljun að öll þessi framhlaup raðist á nokkur ár, en vegna þessa eru þeir mjög hættu- legir nú. Kunnugir jöklamenn vita hvar óhætt er að fara, en minna kunnugir menn gætu lent í vand- ræðum vegna þess að þessi sprungusvæði eru mjög lúmsk. Eft- ir því sem ofar dregur á jökulinn er oft lengra bil á milli sprungna og þær færri. Margir gætu ímyndað sér að þeir væru þar með komnir á auðan sjó. Svo er þó alls ekki. Hvað Vatnajökli viðvíkur, ná sprungusvæðin alveg upp undir Grímsvötn að sunnan og vestan. Það þarf því að koma að Grímsvötn- um að norðan eða austan til þess að vera öruggur." Jöklar að stækka Að sögn Ara Trausta er ekki vit- að með vissu hvað veldur fram- hlaupum í jöklum. Þau verði hins- vegar með nokkuð reglulegu milli- bili. Algengt er að á milli hlaupa líði 30-40 ár. Að auki má geta þess að nokkrir jöklar eru að stækka af veðurfars- legum völdum og má þar t.d. nefna Eyjaljallajökul og Snæfellsjökul, sem notið hafa vaxandi vinsælda á liðnum árum. Þar ættu ferðamenn að sýna sérstaka gát. Andlát HJÖRTUR ELDJÁRN ÞORARIN S SON HJÓRTUR Eldjárn Þór- arinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal lést að- faranótt síðastliðins mánudags, 76 ára að aldri. Hjörtur fæddist 24. febrúar árið 1920, son- ur Þórarins Kr. Eldjárns bónda og barnakennara og Sigrúnar Sigurhjart- ardóttur. Hjörtur var stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri aárið 1940 og búfræði- kandidat frá Edinborg- arháskóla árið 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands og var ráðunautur Sambands nautgripa- ræktenda í Eyjarfirði 1946-1949, kennari við Menntaskólann á Akur- eyri 1948-1949 og bóndi á Tjörn frá 1950. Hjörtur var kennari, oddviti og hreppstjóri, í Svarfaðardalshreppi. Hann var varamaður á Alþingi 1963-1967 og sat í stjórn Búnaðar- félags íslands frá árinu 1971. Hann var fulltrúi á búnaðarþingi og for- maður Búnaðarfélags íslands. Hann sat í N áttúruverndarráði 1972-1979 og í stjórn KEA og formaður árin 1972-1988. Iljörtur ritaði meðal annars greinar í Árbók Ferðafélags íslands, Afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og hann var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norður- slóðar, sem komið hefur út frá árinu 1977. Þá ritaði hann Afmælisrit Kaupfélags Eyfírðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðar- sýslu, sem kom út í tveimur bindum árið 1994. Eftirlifandi eiginkona Hjartar er Sigríður Hafstað og eiga þau sjö börn. Hjörtur E, Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.