Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 37 GUÐLAUGUR ÞOR VALDSSON + Guðlaugur Þor- valdsson fædd- ist 13. október 1924 að Járngerðarstöð- um í Grindavík. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 25. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorvaldur Klem- ensson útvegsbóndi og trésmiður Járngerðarstöðum Grindavík og Stef- anía Margrét Tóm- asdóttir. Guðlaugur var næstyngstur fimm alsystk- ina. Elst er Margrét, húsfreyja í Hafnarfirði, næstur kemur Tómas, útgerðarmaður í Grindavík, þá Halldóra, fyrr- verandi símstöðvarsljóri í Reyk- holti í Borgarfirði, og yngst er Valgerður húsfreyja í Grinda- vík. Hálfsystir þeirra, samfeðra er Lovísa, húsfreyja. Eftirlifandi eiginkona Guð- laugs er Kristín Hólmfríður Kristinsdóttir, ritari. Foreldrar hennar voru Kristinn Agúst Sig- urðsson, sjómaður í Reykjavík, og Júlíana Kristjánsdóttir, hús- freyja. Guðlaugur og Kristín gengu í hjónaband þann 18. mars árið 1950. Þeirra synir eru Steinar Þór, dósent í jarðeðlisfræði við Óslóarháskóla, f. 10. febrúar 1951, Gylfi Kristinn, meina- tæknir, f. 17. desember 1954 d. 25. júni 1979, Þorvaldur Ótt- ar, grafískur hönnuður, f. 3. apríl 1959, og Styrmir, blaða- maður, f. 22. desember 1963. Steinar er kvæntur Margréti Óskarsdóttur forstöðumanni Is- landia Travel í Ósló. Þeirra börn eru Hrafn, f. 16. janúar 1976, og Ása, f. 20. júní 1990. Sambýliskona Þorvaldar Óttars er Arndís Tómasdóttir, skrif- stofumaður hjá Pennanum. Dóttir þeirra er Kristín Lena, f. 16. feb. 1983. Dóttir Arndísar og fósturdóttir Þor- valdar Ottars er Erna Rán Arndísar- dóttir. Eiginkona Styrmis er Thelma Hansen, fjármála- stjóri Sljórnunarfé- lags íslands. Guðlaugur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1944 og kandídatsprófi I viðskiptafræði frá Háskóla íslands árið 1950. Hann dvaldist í Bandaríkjunum árið 1968 sem Eisenhower Exchange Fellow. Eftir stúdentspróf kenndi Guðlaugur veturlangt við Núps- skóla í Dýrafirði, 1944-45. Hann var blaðamaður og sinnti rit- stjórn við vikublaðið Fálkann 1946-58, stundakennari í hag- fræði við Verzlunarskóla Is- lands 1950-61. Árið 1950 réðst hann til starfa sem fulltrúi á Hagstofu íslands og var deild- arstjóri þar 1956-66. Hann hóf kennslu við viðskiptadeild Há- skóla íslands árið 1956 og var stundakennari við deildina til ársins 1967, en settur prófessor 1960-61. Jafnframt v£ir hann Ieiðbeinandi á námskeiðum hjá Stjórnunarfélagi íslands og fleiri aðilum. Hann var ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu 1966-67 en var þá skipaður prófessor við Háskóla íslands. Hann var kjörinn rektor Há- skóla íslands árið 1973 og gegndi því embætti tvö kjör- tímabil, til ársins 1979. Þá var hann skipaður í embætti ríkis- sáttaseinjara. Hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir í árslok 1994. Guðlaugur var í framboði til embættis forseta íslands árið 1980. Guðlaugur gegndi fjölda trúnaðarstarfa og formennsku MINNINGAR í mörguin nefndum, stjórnum og ráðum. Hann sat I Stúdenta- ráði Háskóla íslands 1946-47 og var formaður Félags viðskipta- fræðinema á sama tíma. Hann var formaður Félags viðskipta- fræðinga 1951-56, formaður Starfsmannafélags Stjórnar- ráðsins 1959-60, formaður Tenn- is- og badmintonfélags Reykja- víkur 1959-60, formaður Lyfja- verðlagsnefndar 1960-72, for- maður nefndar til undirbúnings nýrra laga um uppsetningu fjár- laga og ríkisreiknings 1961-63 og höfundur gildandi laga um fjárlagagerð og ríkisbókhald frá 1965. Hann var stjómarformað- ur Happdrættis Háskóla íslands 1969-79, Lífeyrissjóðs bænda 1971-78 og Stofnunar Árna Magnússonar 1973-79. Hann átti sæti í stjórn Norræna hússins 1978-90, sem varaformaður 1978-81 og formaður 1981-1990, Auk þess var hann formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins og í stjórn Norræna félagsins á íslandi 1985-91. Þá veitti hann formennsku nefnd vegna hátíðarhalda í tilefni 800 ára afmælis Snorra Sturlusonar 1979. Af öðmm nefndum og stjórnum sem Guðlaugur átti sæti í má nefna fastanefnd um laun opinberra starfsmanna 1958-63, sjóslysanefnd 1959, sóknarnefnd Háteigskirkju frá 1960, samnorræna nefnd um eftirlaun 1966, flugvallanefnd 1966-67, Hvalfjarðamefnd 1969, matsnefnd vegna sameiningar Flugfélags íslands hf. og Loft- leiða hf. 1973-76, nefnd Evrópu- ráðsins um æðri menntun og rannsóknir 1973-79 og stjórn Vísindasjóðs 1975-78 Guðlaugur var sæmdur ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1975 og Stór- riddarakrossi fjórum árum síð- ar, 1979. Konungar Noregs og Svíþjóðar sæmdu hann stór- riddarakrossi og forseti Finn- lands stórriddarakrossi með stjörnu. Útför Guðlaugs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudag- inn 2. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. Oft hefur mér reynst örðugt að koma hugsunum mínum og tilfinn- ingum í þann búning orða sem ég helst kysi. En aldrei hefur mér reynst það eins sorglega erfitt og nú. Núna, þegar kærasti frændi minn og perluvinur um allt okkar líf fellur frá, einmitt í þann mund er hann hafði hlakkað til þess að njóta efri áranna eftir annríkan og erilsaman starfsdag. Það leggst allt á eitt um að gera mér stirt um hugsun og stef. Vin- átta okkar Guðlaugs stóð djúpum rótum, eða alla tíð frá því við mund- um fyrst eftir okkur og allt til þessa dags, og það án þess að nokkurn tíma félli skuggi á. Við vorum-fæddir á sama hlaðinu, sama árið, en hann þremur mánuð- um á eftir mér, við vorum skírðir saman í húsinu hennar ömmu okk- ar, afi var þá látinn, við vorum fermdir saman, gengum báðir sama menntaveginn, Flensborg, Mennta- skólinn á Akureyri. Þá var Guðlaug- ur að vísu ári eftir mér, en það staf- aði af veikindum hans einn vetur í barnaskóla. En síðan útskrifuðmst við báðir sama vorið frá Háskóla Islands, þó hvor í sinni greininni. Öll bemsku- og æskuár okkar í Grindavík vorum við óaðskiljanlegir frændur og vinir. Og kæmi það fyrir sem örsjaldan var, að okkur yrði sundurorða í leik, þá liðu aldrei nema örfáar mínútur að annarhvor okkar bryti odd af oflæti sínu og flýtti för sinni heim til hins og fullar og heilar sættir kæmust á, og Ieikjum haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var strax einhver sterkur ætt- arsvipur með okkur. Fólkið í Grinda- vík vissi vel, að við vorum strákarnir frá Jámgerðarstöðum, en hvor væri hvað, það vafðist fyrir fólki. Og þó einkennilegt væri, þá hélt það áfram allt til síðustu stundar, að tekinn var feill- á okkur. Þetta stafaði ugglaust m.a. af því, að í æsku vorum við oft klæddir í ámóta fatnað, og allt til loka háskólanáms var mjög oft svip- aður bragur yfir klæðaburði okkar, þó ómeðvitað væri. Veikindi Guðlaugs á barnaskóla- aldri var það sem fólk kallaði kirtla bak við lungu. Hann var kannske aldrei mikið veikur, en mátti þó ekki fara út. Ég heimsótti hann því nán- ast á hverjum degi, bæði til þess að læra saman og leika sér. Uppáhalds- leikur okkar var það sem við kölluð- um landafræðileik. Við skrifuðum upp nöfn á öllum borgum, fjöllum, ám, vötnum og öllu sem við gátum hugsað okkur í tilteknum löndum eða landsvæðum. Þennan leik færð- um við einnig yfir á íslandssöguna og náttúrufræðina. Landafræðin var þó efst í huga, og þarna varð ein- mitt kveikjan að hinum óslökkvandi áhuga Guðlaugs á landafræði í öllum þeim margbreyttu myndum, sem sú fræðigrein spannar, og sem aldrei dvínaði alla ævi hans. Það kom strax í ljós að Guðlaugur var óvenju góðum námshæfileikum gæddur, sem með skipulegu námi og samviskusemi skipaði honum ávallt í fremstu röð við prófborðið, allt frá bamaskóla til lokaprófs við Háskólann. Af eðlilegum ástæðum tognaði nokkuð á vináttuböndum okkar Guð- laugs, þegar æsku- og námsámm lauk og hinn raunverulegi starfsfer- ill okkar hófst, hvors á sínum staðn- um, en sá þráður var samt of sterk- ur til þess, að fjarlægðin gæti slitið hann. Þessi bönd efldust síðan aft- ur, eftir að Guðlaugur kenndi þess meins, er nú hefur lagt hann að velli, og síðar við veikindi mín, þann- ig að við héldum tíðu símasambandi og heimsóttum hvor annan á sjúkra- hús, og nú rita ég þessi kveðju- og þakklætisorð til frænda míns í end- urhæfingu á Reykjalundi. Ég geri mér grein fyrir því, að þegar ég lít yfir það sem ég nú er að skrifa, þá hljómar það nánast eins og eftirmæli eftir okkur báða frændurna, en ég veit að frændi minn misskilur þetta ekki. Og ég veit að hann hefði mælt í svipuðum dúr eftir mig um æsku- og skólaár okkar, ef svo hefði verkast. Ég þykist þess og fullviss, að um embættisferil Guðlaugs, sem allur var hinn glæsilegasti og inntur af hendi af þekkingu, góðfýsi og eðlislægri samviskusemi, ríkissáttasemjari, há- skólarektor, prófessor, ráðuneytis- stjóri, starf á Hagstofunni, svo talið sé í öfugri aldursröð, muni verða fjall- að af mér hæfari mönnum, sem gerr þekktu til starfa hans. Því mun ég ekki fjölyrða um þennan veigamesta þátt í lífi hans. En þó veit ég, að orðstír Guðlaugs jókst með hveiju nýju starfi, sem honum var að verð- leikum falið. Þegar horft er til starfs- ferils Guðlaugs lætur að líkum, að hann hafði ætíð brennandi áhuga á öllu því, sem til heilla og framfara horfði með þjóð okkar, og var ein- staklega gaman að ræða slík mál við hann. Hann færðist þeim mun meir í aukana sem honum þótti málefnið brýnna. Hann hafði auðvitað ávallt ákveðnar skoðanir í þeim efnum, en hann skoðaði hvert mál ætíð á hlut- lægan hátt og fordómalaust. Þetta átti einnig við um erlend málefni. Áhugi hans var sívakandi og hugur- inn opinn. Þessi áhugi hans var til staðar allt frá æsku okkar, þegar allt var lesið, sem til náðist, og rætt svo sem ungur aldur okkar leyfði, og oft gleymdum við okkur í fiskvinn- unni og var þá hastað á okkur. Á löngum og þýðingarmiklum starfsferli Guðlaugs, vissi ég aldrei til, að hann hallaðist þar á sveif, vís- vitandi, sem andstætt væri hagsmun- um þeirra, sem minni máttar voru eða hallari fæti stæðu í lífinu. Enda hefði slíkt verið algjörlega í andstöðu við uppeldi hans og æskuár. En þrátt fyrir glæstan embættis- frama Guðlaugs, sem ég var ávallt stoltur af fyrir hans hönd, eru mér kærastar minningarnar um hann sem hugljúfan dreng í æsku, glað- væran og elskulegan ungling sem öllum vildi gott gera, og glaðan, kátan, gamansaman og bjartsýnan ungan mann, sem ávallt var hrókur alls fagnaðar, þegar svo stóð á, en einbeittur og kappsfullur þegar til alvörunnar kom. Þetta eru kærustu minningar mín- ar um þennan elskulega frænda minn, og embættisljómi skyggir ekki á. Og þessar minningar, svo samofn- ar sem þær eru mínu eigin lífi, verða aldrei frá mér teknar. Fyrir þær hefi ég ávallt verið frænda mínum þakklátur, og mun verða svo lengi sem mér auðnast líf. Gleðin, kankvísin og lífsfjörið geislaði úr augum Guðlaugs í hópi góðra vina. Hann átti svo sem ekki langt að sækja þessa eiginleika sína. Móðir hans var á uppvaxtarárum okkar Guðlaugs elskuleg, kát og fjörug ung kona, og faðir hans sá auðvéldlega fyndnu hliðina á hveij- um manni og málefni, og var létt um gamansamar frásagnir. Hann var leikari af guðsnáð, og hann og bræður hans tveir báru uppi margar leiksýningar í Grindavík á þessum árum, þó hvergi væru þeir þrír þó eftirminnilegri en í Skugga-Sveini. En umfram allt stóð gott fólk, hjálp- samt og traust að Guðlaugi í báðar ættir, og í engu brást hann uppruna sínum, og hvar sem leiðir hans lágu, þá voru æskustöðvarnar honum ávallt jafn kærar og fallegt þótti honum undir Þorbirni. Allt eðli og upplag Guðlaugs var slíkt að hann hlaut að vera gæfu- maður í lífinu, öll störf sín vann hann með þeim hætti að hann óx með þeim og naut ánægju og gleði af þeim, enda þótt ég þykist vita að helst hefði hann kosið sér að lífs- starfi vísindastarf í landafræði- og náttúruvísindum og ef til vill fetað í fótspor ömmubróður okkar. En mesta gæfan féll þó frænda mínum í skaut vestur í Núpsskóla í Dýrafirði, en þar kynntist hann stúlkunni sinni, sem varð síðan eig- inkona hans, Kristínu Kristinsdóttur, sem ávallt stóð styrk við hlið hans, og ekki hvað síst nú síðustu misser- in í veikindastríði hans. En áfallalaust komast fæstir gegn- um lífið. Þyngsta höggið reið þó ör- ugglega á þeim hjónum, þegar þau misstu elskulegan son sinn í blóma lífsins. Það áfall skildi eftir sár í huga Guðlaugs, sem aldrei greri að fullu, þó hann flíkaði því ekki. Þrír eftirlifandi synir voru eftir- læti og yndi Guðlaugs, svo ekki sé talað um barnabörnin, þegar þau komu. Ég og Hædý og börnin okkar vottum öllum ástvinum Guðlaugs innilega samúð okkar, og ég segi alveg eins og er, ég græt með ykk- ur, en mig brestur orð til huggunar. En í Davíðssálmum stendur: „Drottinn, hver fær að gista í tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu þínu helga?“ Ef einhver á það skilið að gista þann stað, þá er það Guðlaugur frændi minn, og þar á hann ugg- laust eftir að hljóta hlýjar og góðar móttökur þeirra, sem á undan hon- um fóru. Blessuð sé ætíð minningin um kæran frænda og vin. um öll æviár og góðan dreng. Tómas Tómasson. Elsku afi. Með þessum línum vilj- um við minnast þín, en mann á borð við þig er erfitt að skrifa um í fáum orðum. Þegar við frændsystkinin sitjum hér saman streyma minning- arnar fram. Þessar minningar koma hver úr sinni áttinni, en samt lýsa þær þér allar, elsku afí, hlýjum, mildum og lífsglöðum. Minningabrotin eru svo ótal mörg. Eitt af því sem stendur upp úr eru sögurnar sem þú sagðir okkur frá æskuárum þínum í Grindavík. í sum- arbústað ykkar ömmu í Skorradaln- um varst þú fyrstur fram úr snemma á morgnana og hitaðir kókó handa okkur börnunum. Snemma á nýárs- dag fórum við saman út að tína út- brunnar rakettur frá kvöldinu áður. Ef við þurftum á hjálp að halda gátum við alltaf leitað til þín; þig skorti aldrei tima fyrir okkur. Þú fórst með okkur út á heiðskírum vetrarkvöldum og kenndir okkur að þekkja stjörnumerkin. Þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur með lær- dóminn og kenndir okkur að tjá hugsanir okkar í ljóðum. Eitt af þínum aðaleinkennum var hve rausnarlegur þú varst og lagðir mikið upp úr því að gera öðrum gott. Þú ætlaðist aldrei til neins á móti því það sem gladdi þig mest var að gleðja aðra. Þú komst jafnhlý- lega fram við alla sem þú hittir því allir voru jafningjar í þínum augum. Elsku afi, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við vitum að þér líður vel þar sem þú hvílir og við biðjum Guð að gefá ömmu styrk í hennar miklu sorg. Þú munt alltaf vera í huga okkar. Þín barnabörn, Hrafn, Ása, Kristín Lena og Erna Rán. Sólskinsbjartur vormorgunn ljóm- aði fyrir utan gluggann þar sem ég sat, nýlega ráðinn skrifstofumaður, qg naut þess að vera ungur. Þetta var fyrir réttum fímmtíu árum. Það hafði verið auglýst eftir sumarvinnu- starfsmanni, og fyrr en varir stendur kornungur maður innandyra, kom- inn þeirra erinda. Þessi fyrsta minn- ing mín um þennan pilt er svo skýr í huga mínum, nú hálfri öld síðar~. að ég man fátt betur. Hann var föl- leitur, sérstaklega fríður sýnum, og það andaði frá honum ljúfri uppgerð- arlausri manngæsku, þeirra gerðar sem kemur frá hjartanu, en er ekki utanbókarlærð kurteisi. Hann var umsvifalaust ráðinn til starfans, og traust og óijúfanleg vinátta okkar hefur varað æ síðan. Það er Guð- laugur Þorvaldsson sem ég er að tala um, en hann hvarf af þessum heimi, 25. mars, sl. langt um aldur fram. - Ég mun ekki rekja æviferil hans né uppruna hér. Hvorutveggja er að það munu aðrir gera á þessum degi, svo og að fátt er mér fjarlægara á sorgarstundu en slíkar skýrslugerð- ir. Aðeins skal nefnt að hann var fæddur í Grindavík 13. október 1924, sonur hjónanna Stefaníu Tóm- asdóttur og Þorvaldar Klemensson- ar. Af kynnum mínum við þau bæði veit ég að þau voru gædd miklum mannkostum sem hafa erfst ríku- lega, ekki aðeins til Guðlaugs heldur einnig til systkina hans sem ég þekki öll að mjög góðu. Guðlaugur gekk menntaveg. Hann var námsmaður svo af bar, gáfaður og fjölfróður. Góðu heilli fyrir höfund þessara^ lína hafa leiðir okkar Guðlaugs legið æði náið saman, enda þótt hann hafi lengst af verið hlaðinn veiga- miklum ábyrgðarstörfum fyrir land sitt og þjóð. En hann gaf sér tíma til að leggja stund á þá fögru íþrótt badminton og mun ekki vera tilviljun að hann valdi þá grein íþrótta þar sem ekki fyrirfinnst grófleiki eða þjösnaskapur, svo fjarlægt sem allt slíkt var Guðlaugi. Við sem áttum um fjörutíu ára tímabil samleið með honum á þeim vettvangi þökkum honum þær stundir, bæði innan vall- ar og utan. Þar sem annarsstaðar verður hann okkur ógleymanlegur sakir fjölþættra mannkosta. Guðlaugur var hamingjumaður í einkalífi. Ungur eignaðist hann kornunga, yndislega stúlku að lífs- förunaut. Það var einn ríkasti þátt- urinn í hans lífshamingju. Þau eign- uðust fjóra drengi, allt elskulega mannkostamenn, en urðu fyrir þeirri sorg að missa einn þeirra af þessum heimi tæplega tvítugan. Þann harm hafa þau æ síðan borið með þeirri hygprýði að aðdáunarvert er. Þessi kveðjuorð um minn besta vin verða ekki fleiri. Við Hulda og börn okkar sendum Kristínu, hans yndislega lífsförunaut, drengjunum þeirra, tengdadætrum og barna.-, bömum kveðjur samúðar og biðjum þeim blessunar. Guðlaug Þorvaldsson kveðjum við með hryggð í huga. Hann var allt sitt líf hugljúfur drengskaparmaður. Megi hann nú njóta þess. Kristján Benjamínsson. SJÁNÆSTUSÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.