Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MR-ingar fróðastir í fjórða skipti Úrslitakeppnin léttari en við bjuggumst við LIÐ MR fagnaði sigri í spurningakeppni framhaldsskólanna fjórða árið í röð á sunnudagskvöld, en MR hefur að auki unnið keppnina allra skóla oftast frá því hún hóf göngu sína. LIÐ Menntaskólans í Reykjavík vann sigur í spurningakeppni framhalds- skólanna Gettu betur fjórða árið í röð á sunnudagskvöld, en úrslitin réðust í beinni útsendingu í Sjón- varpinu frá útvarpshúsinu í Efsta- leiti. Liðið fékk 34 stig á móti 17 stigum mótherjans, liði Flensborgar- skóla í Hafnarfírði. Lið MR er skipað þeim Arnóri Haukssyni, 5. bekkingi, og þeim Guðmundi Ragnari Björnssyni og Kjartani Bjarna Björgvinssyni sem báðir eru í 6. bekk menntaskólans. Amór segir að þeir hafi lagt tals- vert hart að sér í undirbúningi keppninnar, allt frá því að þeir voru valdir til þátttöku í haust með skrif- legum og munnlegum prófum. Gríðarlegur undirbúningur „Undirbúningurinn var gríðarleg- ur. Við gerðum auðveldar æfingar frá október fram að jóium, en eftir þau höfum við hist tvisvar í viku og æft undir stjóm Stefáns Pálssonar og Ólafs Jóhanesar Einarssonar," segir Arnór. „Við hittumst alltaf á Iaugardög- um til að horfa á útsendingar frá ensku knattspyrnunni og svara hraðaspurningum, en upp úr jólum lögðumst við í þær bækur sem hver og einn hafði áhuga á. Ég hef áhuga á íþróttum, Kjartan á tónlist og Guðmundur á sögu þannig að áhuga- málin eru skemmtilega og heppilega ólík með hliðsjón af keppninni." Hann segir að sigurinn hafi verið einkanlega sætur „því að allt gekk upp sem gat gengið upp. Þetta var léttara en við bjuggumst við,“ segir Arnór. Sigursælir bræður Bróðir Arnórs, Ágúst, keppti fyrir hönd MR fyrir þremur og tveimur árum, en sigurganga skólans hefur verið óslitin síðan. Arnór kveðst ekki vita hvort svargleðin sé ættgeng, en hann hafi hins vegar þegið ýmis ráð, flest góð, frá bróður sínum varð- andi keppnina. Aðgerðir ASÍ gegn stéttarfélagafrumvarpinu Formenn ræða næstu skref FUNDARHÖLDUM verkalýðsfé- laga í Alþýðusambandi íslands vegna frumvarps félagsmálaráð- herra um breytingar á lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er nú lokið. Að sögn Ara Skúlasonar voru haldnir tíu fundir vítt og breitt um landið og voru þeir fjölsóttir að hans sögn. í dag kl. 10 koma formenn lands- sambanda innan ASÍ saman til fundar þar sem rætt verður um næstu skref, að sögn Ara. Ætla að ræða við þingmenn Hann sagði að á fundunum að undanförnu hefði komið skýrt fram að fólk væri bæði mjög hissa og reitt vegna þeirrar stefnu sem þessi mál hafa tekið. Þá hafi verið áber- andi sú skoðun að félagar í verka- lýðsfélögunum þyrftu að ræða við þingmenn í kjördæmunum og gera þeim grein fyrir því hvað fælist raunverulega í frumvarpi félags- málaráðherra. „Fólk var sannfært um að þeirra þingmenn vissu ekki nákvæmlega hvað væri verið að fara með þessu,“ sagði Ari. kh Afallastjórnun fyrirtækja Almannatengsl forgangsatriði Anthony E. Snow Almannatengsl eru með yngstu ráð- gjafargreinum í heiminum í dag sem sést kannski best á því að Hill & Knowlton, eitt elsta al- mann atengsl afyrirtæki heims, er aðeins 60 ára gamalt. Anthony E. Snow segir að útlitið í þessum geira sé nokkuð bjart um þessar mundir en undan- farin ár hafi hins vegar verið mjög erfið. Greinin sé mjög viðkvæm fyrir hag- sveiflum og kreppa undan- genginna ára hafi reynst henni þung. Hins vegar sé ástandið nokkuð gott í Bretlandi í dag og hafi það skilað sér til þeirra fyrir- tækja sem starfa við al- mannatengsl. Greinin eigi hins vegar erfitt uppdráttar í Þýskalandi, þar sem efnahags- ástandið sé öllu verra. - Hverrtig hefur vægi al- mannatengsla í rekstri fyrirtækja verið að þróast? „Samskipti eru í dag hlutverk forstjóra fyrirtæklsins í stað þess að hann miðli því hlutverki til einhverra annarra aðila innan fyrirtækisins. Þetta er því ekki eitthvað atriði sem hann hugsar út í eftir að hann hefur hrint þeim hlutum í framkvæmd sem hann ætlar sér. Það gefur augaleið að sam- skipti við mismunandi útibú, deildir, starfsmenn og ekki síst viðskiptavini eru eitt af grund- vallaratriðum í rekstri fyrirtækja í dag og ég held að það sé það sem hafi breyst einna mest á undanförnum 10 árum. Þetta er ekki einhver afgangsstærð heldur samofið öllu ákvarðanaferli fyrir- tækisins. Þessi þróun er auðvitað góð fyrir ráðgjafarfyrirtækin en einnig fyrir það starfsfólk fyrir- tækjanna sem hefur þessi mál með höndum.“ Stóráföll geta skaðað fyrirtæki og jafnvel heilar atvinnugreinar verulega og oftar en ekki varan- lega líkt og mýmörg dæmi hafa sýnt. Kúariðufárið í Bretlandi er eitt dæmi um slíkt og af innlend- um vettvangi má nefna þau skakkaföll Mjólkursamsalunnar í Reykjavík í kjölfar þess að salm- onellusýking var rakin til róma- bolla þaðan. Snow segir að áfalla- stjórnun sé orðin mjög veigamik- ill þáttur í starfi Hill & Knowlton og eftir því sem hann best viti eigi það einnig við um Kom hf. „Við lendum öll í einhverjum áföllum, hvort sem um er að ræða persónulegt áfall eða áfall sem fyrirtæki okkar lendir í. Það er þó ekki eitthvað sem við eigum að treysta á, en áfalla- stjórnun á í raun að snúast um það að und- irbúa fyrirtæki undir áfall sem aldrei kann að verða, fremur en að eiga við vandamálið þegar áfallið hefur orðið. Afallastjórnun er því að færast frekar yfir í undirbúning undir áföll fremur en að einangrast við viðbrögð við þeim. Þannig kort- leggjum við nú rétt viðbrögð fyr- ir fyrirtækin þannig að ef þau verða fyrir áfalli geti stjórnendur brugðist rétt við frá upphafi." - Hvað um kúafárið, sem nú virðist hafa breiðst út um allan heim. Er skipulagðri áfallastjórn- un beitt þar? ► Anthony E. Snow er stjórn- arformaður hins alþjóðlega almannatengslafyrirtækis Hill & Knowlton. Snow er fæddur árið 1932, giftur og þriggja barna faðir. Hann er menntað- ur í lögum frá New College í Oxford auk þess sem hann hefur gráðu í auglýsinga- markaðsfræði auk gráðu frá London School of Printing. Auk starfa sinna hjá Hill & Knowlton hefur Snow m.a. sinnt ýmsum markaðsstörfum í gegnum tíðina. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við 10 ára afmæli Kom hf., samstarfsaðila Hill & Knowlt- on hér á landi. „Já, vissulega. Að mínu mati er þetta hins vegar að stórum hluta neyðarástand sem stjórn- völd hafa sjálf hrundið af stað. Það hefur ekki mikið breyst hvað varðar þau vísindarök sem þarna liggja að baki. Én þar sem tekið var á málinu af svo mikilli van- hæfni af stjórnvöldum hefur þetta gengið þetta langt. Ég held að þetta sýni glöggt hvað stjórn- völd eiga að gera og hvað ekki. Bresk stjórnvöld ættu t.d. ekki að vera með puttana í landbúnað- argeiranum. Þau eru að tala fyr- ir hönd iðnaðarins, stað þess að láta hann um að ráða fram úr vandanum.“ - Er mögulegt fyrir stjórnvöld að koma í veg fyrir svona fár? „Það er mjög auðvelt að vera vitur eftirá, en stjórnin hefði hins vegar átt að skipuleggja sig mun betur en hún gerði. Fjölmiðlar sem voru á höttunum eftir frétt- um og töldu að um yfirhylmingu væri að ræða hefðu þurft að fá betri að- gang að upplýsingum. Stjórnvöld hefðu þurft að vera opinská en varfærin í yfirlýsing- um. Þá hefði þurft að taka stjórnarandstöðuna inn í þetta ferli strax í upphafi til að koma í veg fyrir að málið myndi snúast um flokkapólitík. Að auki lýsti landbúnaðarráð- herrann því strax yfir á öðrum degi að skera þyrfti niður hundr- uð þúsunda nautgripa þrátt fyrir að um það væri ekkert vitað að svo stöddu og er ekki enn. Þetta voru hins vegar skýr skilaboð til almennings um að eitthvað mikið væri að og þetta voru mistök sem hann kann að þurfa að greiða fyrir með starfi sínu.“ Kúafárið dæmi um slaka áfalla- stjórnun ■- •,**•'* •» v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.