Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Aðstaða til sund- keppni í Reykjavík ÁGÚST Ásgeirsson varamaður í stjórn Ólympíunefndar reynir á frekar ógeðfelldan hátt að gera undirrituðum upp gjörðir í grein í Morgunblaðinu 14. febrúar til að veija fyrrverandi formann Ólympíunefndar, Gísla Halldórs- son. Hann segir í grein sinni að þáverandi formaður SSÍ hafi beðið um að fellt væri út úr skýrslu þeirra félaga að þær þjóðir sem taka þátt í smáþjóðaleikunum sættu sig við að synda í 25 m sund- laug þegar leikamir færu fram hér á landi. Þetta er ekki rétt og hefði Ágúst betur sleppt þessum kafla í grein sinni en reynt að muna eftir því sem á þessum fundi gerðist. Staðreyndin er sú, að þegar Gísli var búinn að fljdja skýrslu þeirra félaga, þá fékk ég orðið fyrstur manna þar sem ég var orðinn mjög órólegur yfír þessum hluta skýrsl- unnar. Ég lýsti því yfír að vinnu- brögð þeirra félaga væru ekki rétt, þar sem þeir hafí farið á þennan fund í Istanbúl í Tyrklandi að ræða um mál án þess að hafa haft fyrir því að afla sér upplýsinga varðandi laugamál við sundhreyfínguna. Þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að Sundhöll Reykjavíkur kæmi ekki til greina sem keppnisstaður þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði til alþjóðakeppni miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag og þá umgjörð sem væri á móti sem þessu. Ef ætti að keppa í 25 m laug þá yrði að fara með sund- keppnina til Vestmannaeyja með öllum þeim tilkostnaði sem það mundi hafa í för með sér. Ég sagði að það ætti að nota þetta tækifæri til sameinast um að byggð yrði 50 m innilaug og þrýsta á borgaryfir- völd um að byggð yrði fullkomin keppnislaug fyrir þessa leika. Þetta var ekki allt, því svo sár og svekktur var ég yfir þessum vinnu- brögðum þeirra félaga að ég vildi láta bóka að ef Óí þrýsti ekki á að byggð yrði 50 m innilaug fyrir Smá- þjóðaleika sem haldnir yrðu hér landi lýsti ég þeirri ábyrgð á hendur Gísla Halldórssyni. Gísli var nú ekki sam- mála mér að hann væri ábyrgur og spunnust miklar umræður um þessi mál, en ég gaf mig hvergi, þetta var mín skoðun og við það sat. Að halda því fram að ég hafí beðið um að þetta yrði fjarlægt úr skýrslu þeirra félaga er út í hött, því stjórnuðu þeir sem sömdu skýrsluna og hafi þeir sleppt ein- hveiju úr henni var það aðeins til að bjarga eigin skinni og losna við bókun fyrrverandi formanns SSÍ. Þessu máli lauk ekki á þessum fundi. Þegar ferðaskýrsla þeirra félaga var send út til sérsambanda vantaði síðustu blaðsíðuna í hana, eins og hún hafði verið lögð fram á fundi framkvæmdastjórnar Óí þannig að bókun formanns SSÍ var að engu orðin og hann með ónýtt mál í hendi. Klárir kallar þeir félag- ar því nú hentar að bæta inn síð- ustu blaðsíðunni, ég vona bara að þeir gleymi ekki að senda út til viðkomandi sérsambanda þessa blaðsíðu svo þau hafi nú skýrsluna rétta í sínum gögnum. En hvers vegna dregur Ágúst fyrrver- andi formann SSÍ inn í þetta mál 5 árum eftir að það gerist? Er aðalfundur í Óí að nálgast og hann að vinna sér vinsældir? Hvers vegna ætti ég að leyna því að þjóð- imar væm tilbúnar að keppa í 25 m innilaug? Einungis Mónakó og Lúxemborg áttu 50 m innilaugar þegar leik- unum var komið á fót, og því gert ráð fyrir að keppt yrði í 25 m laugum. En Andorra, Kýpur og Malta höfðu metnað til að ráðast í byggingu fullkominnar 50 m keppnislaugar áður en röðin kæmi að þeim að halda leikana. Það þurfti því ekki að leyna neinu. Það Ekki er til aðstaða í Reykjavík, segir Guðfinnur Ólafsson, til að halda alþjóða sundkeppni. væri eitthvað að í sundforystunni ef hún reyndi ekki að nota þetta tækifæri til að þrýsta á, að byggð verði 50 m innilaug, sem svo sár- lega vantar fyrir sundfólkið okkar, bæði fyrir þá fötluðu og ófötluðu sem hafa náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og sárlega vantar 50 m innilaug til að geta Guðfinnur Ólafsson keppt við góðar aðstæður á heima- velli. Síðasta sundmót sem SSÍ hélt og getur kallast alþjóðlegt var haldið í Sundhöll Reykjavíkur 1985 með þátttöku frændþjóða okkar af Norðurlöndum (unglingameist- aramót Norðurlanda). Þá gerðist það í einu sundinu að endabakki í grunnu laug lét undan er einn sundmaðurinn snéri við með þeim afleiðingum að bakkinn hélt á fullri ferð inn í grunnu laug en sundmað- urinn sat eftir með ónýtt sund. Þessi atburður varð til þess að ís- land kemur ekki til greina þegar verið er að úthluta þessu móti á milli Norðurlanda. Þá hefur stjórn- armaður í Sundsambandi Evrópu lýst því yfír að það sé ekki aðstaða á Islandi til að halda alþjóðleg sundmót og þangað fari ekki nein mót á vegum þess. Meðan Júlíus Hafstein var for- maður ÍTR og Gísli Halldórsson formaður Óí kom hingað til lands formaður tækninefndar Smáþjóða- leikanna og átti hann fundi með þeim báðum og öðrum embættis- mönnum Reykjavíkurborgar. Hann skoðaði þau mannvirki sem ísland hafði upp á að bjóða og leist mjög vel á allar aðstæður, nema fýrir sundið. Honum þótti það skrítið að besta sundþjóð Smáþjóðaleik- anna væri með svona lélega að- stöðu og í raun væri ekki hægt að bjóða upp á hana. Þar sem Is- land væri best í sundi á Smáþjóða- leikunum, þá yrði að leggja metnað í að bæta aðstöðuna. Hann bauð Óí undir forystu Gísla Halldórsson- ar allan þann stuðning sem hann vildi fá frá Alþjóða Ólympíunefnd- inni til að þrýsta á borgaryfirvöld að byggð yrði 50 m innilaug. Ekki varð ég var við að Gísli notfærði sér þennan möguleika, og gerði eins og formaður tækninefndar lagði til. Stefna Sundsambandsins meðan ég var formaður þess var alltaf skýr, en hún var: „Ef ekki væri komin 50 m innilaug fyrir Smá- þjóðaleikana sem halda ætti hér á landi 1997 mundi SSÍ ekki vera með á þeim Smáþjóðaleikum." Stjórn SSÍ gerði því fyrirspurn til ÍSÍ og vildi fá úr því skorið hvort Óí gætið falið öðrum framkvæmd sundkeppninnar á Smáþjóða- leikunum ef við ætluðum ekki að vera með. Svar ÍSÍ var á þá leið að án okkar þátttöku yrði það ekki hægt. Á blaðamannafundi, sem þátt- takendur landsliðs íslands boðuðu til eftir Smáþjóðaleikana sem haldnir voru á Möltu og fulltrúar allra helstu fjölmiðla mættu til, las fýrirliði liðsins upp yfirlýsingu frá sundmönnum um að þeir mundu ekki gefa kost á sér í landslið til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum hér á landi ef ekki væri búið að byggja 50 m innilaug. Þeir lýstu einnig yfir fullum stuðningi við stefnu stjórnar SSÍ í þessum mál- um. Þá ber einnig að nefna það að fulltrúi frá ÍTR hefur verið í undir- búningsnefnd vegna Smáþjóðaleik- anna, sem eiga að fara fram hér á landi, frá því að sú nefnd var skipuðj og er því út í hött að segja að SSI hafi verið að blekkja ein- hvern í þessu máli. Staðreyndin er sú að það er ekki til aðstaða í Reykjavík til að halda alþjóða sundkeppni eins og kröfurnar hafa verið undanfarna áratugi, og hefur sundforystan vakið athygli á því síðastliðin 10 ár. Að fara með þessa sundkeppni í Sundhöll Réykjavík- ur, þar sem aðeins eru 4 brautir til að keppa á, er afleitur kostur. Sundkeppnin yrði löng og ekki eins góð og hún hefur verið, þá er varla aðstaða fyrir keppendur og dómara úti á bakka, svo maður tali nú ekki um áhorfendur. Þetta hefur sundforystan verið að benda mönnum á bæði í borgar- kerfinu og í Ólympíunefnd. Sund- forystan hefur ekki verið að leyna því hversu léleg aðstaðan er. Höfundur er fyrrv. form. Sund- sambands íslands og fyrrv. ritari Ólympíunefndar íslands. ■m «■ A i g* • ->c * • • Faglega verðurstaðið Maletni neyoarsímsvomn- aðanritækmuppb^ _ _ 1 * 1 f* ingu, segir Þórhallur ar off Neyöarliniinnar hf. ^ ** starfsmanna. SAMRÆMT neyðarnúmer 112 tók til starfa 1. janúar sl. og urðu með því þáttaskil í neyðarsímsvör- un á íslandi. Með samræmdri neyðarsímsvörun og einu neyðar- númeri gefst tækifæri til að taka upp nýjar aðferðir og bæta neyðar- þjónustu í landinu. Sérstaklega á þetta við á landsbyggðinni. Fram til þessa hefur verið um að ræða bráðabirgðafyrirkomulag þar sem Slökkviliðið í Reykjavík hefur svar- að fyrir Stór-Reykjavíkur svæðið og Slysavarnafélag íslands fyrir landsbyggðina. Stefnt er að því að neyðarlínan verði að fullu komin í notkun um mitt sumar, Verða þá tekin í notkun ný tölvuforrit og annar tæknibúnaður til að gera aðstöðu neyðarvarða sem besta. Allt verður gert til að tryggja bestu vinnubrögð og faglegu kunnáttu og þjálfun starfsmanna Neyðarlín- unnar hf. Mikil umræða hefur verið um Neyðarlínuna hf. að undanförnu í fjölmiðlum og virðist gæta mis- skilnings um nokkur grundvallarat- riði sem nauðsynlegt er að leiðrétta því mikilvægt er að sátt sé um málið ekki síst hjá helstu viðbragðs- aðilum eins og slökkviliðsmönnum °g löggæslumönnum. Framgangur málsins var eftirfar- andi: ★ Samkvæmt 10. gr. bókunar 31 með EES samningnum skulu EFTA ríkin tryggja að númerið 112 sé tekið upp á yfirráðasvæðum þeirra sem eina evrópska neyðarnúmerið í samræmi við ákvæði ákvörðunar EB ráðsins 91/396/EBE frá 29. júlí 1991 um að taka upp eitt evrópskt neyðar- númer. Islendingar fengu frest til að að taka upp samræmt neyðar- númer 112 á íslandi til 31. desember 1995. ★ Hinn 28. apríl 1993 skipaði dómsmálaráð- herra nefnd sérfræðinga til að hafa forystu um að koma á samræmdu neyðarnúmeri fyrir allt landið. í nefndinni voru: Stefán P. Eggertson verkfræðingur, formað- ur nefndarinnar, Esther Guðmundsdóttir frá Slysavarnafélagi íslands, Bergþór Halldórsson frá Pósti og síma, Guðjón Magnússon frá heilbrigðis- ráðuneytinu, Guðjón Petersen frá Almannavörnum, Hallgrímur Gunnarsson fyrir samtök sveitarfé- laga og Hrólfur Jónsson fyrir Slökkviliðið í Reykjavík og Reykja- víkurborg. Nefndin skilaði áfangaskýrslu 20. desember 1993 og átti síðan samstarf við Tryggva Gunnarsson hrl. um að semja Iagafrumvarp um samræmda neyðarsímsvörun. Nefndin lagði til að Ríkiskaup önn- uðust samstarfsútboð um rekstur stöðvarinnar. Nefndin fjallaði síðan um samning sem undirritaður var við rekstraraðila neyðarvaktstöðv- ar, Neyðarlínuna hf., hinn 2. októ- ber 1995. ★ Lög um samræmda neyðarsím- svörun voru samþykkt á Alþingi 3. mars 1995. Sátt var um málið á Alþingi. Dóms- málaráðherra var heimilað að semja við opinberar stofnanir, sveitarfélög og einkaaðila um fyrir- komulag, fjármögn- un og þátttöku í slík- um rekstri eða stofn- un hlutafélags um hann. ★ Samstarfsútboð fór fram hjá Ríkis- kaupum og voru til- boð opnuð 22. mars 1995. Tilboð bárust frá eftirfarandi sex aðilum: 1. Sívaka hf. 2. Nýheija hf. og Radíóstofunni. 3. Rauða krossi Islands. 4. Pósti og síma. 5. Slysavarnafélagi ís- lands, Vara hf., Slökkviliði Reykja- víkur og Securitas. 6. Borgarspíta- lanum. Lögreglan óskaði ekki eftir því að vera beinn aðili að rekstri neyð- arnúmers og sendi ekki inn tilboð til Ríkiskaupa. Var það m.a. vegna þeirrar faglegu kröfu um að að- skilja neyðarsímsvörun og við- bragðsaðila. ★ Ákveðið var að ganga til samn- inga við hóp nr. 5 og við hann bættust Sívaki, Póstur og sími og einnig var Öryggisþjónustunni hf. gefinn kostur á að verða hluthafi þrátt fyrir að ekki hefði borist til- boð frá henni til Ríkiskaupa og er hún nú aðili að Neyðarlínunni hf. ★ Samkeppnisstofnun gerði at- hugasemd við samningsdrög dóms- málaráðuneytis og Neyðarlínunnar hf. Ráðuneytið varð við öllum til- mælum Samkeppnisstofnunar og hefur fengið staðfestingu stofnun- arinnar á því. Hlutur hvers aðila í Neyðarlín- unni hf. er um 14%. Ríkisendurskoð- un mun yfírfara og endurskoða reikninga félagsins. Samkvæmt 2. málsgrein 8. gr. laganna skal dóms- málaráðherra skipa samstarfsnefnd sem skal vera til eftirlits og ráðu- neytis um framkvæmd laganna og hefur hún þegar verið skipuð og er formaður hennar sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson. Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili hagnaði til eigenda. Rekstrarkostnaður er sam- kvæmt eftirfarandi: Ríkið greiðir: árið 1996 23,4 millj. og árið 1997 19,95 millj. Sveitarfélög greiða: árið 1996 23,4 millj. og árið 1997 19,95 millj. Öryggisþjónustufyrirtækin greiða skv. gjaldskrá, samþykktri af Samkeppnisstofnun, samtals 20,1 millj. árlega og þar af Securit- as um 8,2 millj. sem er hæsta fram- lag öryggisfyrirtækja. Póstur og sími greiðir 5 millj árlega. Slysa- varnafélagið greiðir 5 millj árlega að undanteknu árinu 1996. Sparn- aður ríkis og sveitarfélaga verður a.m.k. 200 millj. á átta árum auk þess sem eftirliti verður komið á starfsemi fyrirtækja í öryggisþjón- ustu. Faglega verður staðið að allri tækniuppbyggingu og þjálfun starfsmanna til að tryggja bestu Þórhallur Ólafsson fáanlegu þjónustu fyrir alla lands- menn. Lögð er rík áhersla á sam- vinnu við Sjúkrahús Reykjavíkur um þjálfun starfsfólks Neyðarlín- unnar svo og þá lækna og heilsu- gæslufólk sem sinna neyðarþjón- ustu. Mikilvægur faglegur þáttur er að aðskilja viðbragðsaðila frá neyð- arsímsvöruninni. Óryggi viðskipta- vina (neytenda) öryggisfyrirtækja verður best tryggt með því að koma svörun neyðarboða fyrir hjá Neyð- arlínunni því þá er óháður aðili sem skráir neyðarboðin. Mikilvægt er að benda á að neyðarsímsvörun og neyðarþjónusta við landsbyggðina mun aukast til muna með tilkomu Neyðarlínunnar hf. I ljósi þeirrar gagnrýni sem kom- ið hefur fram í fjölmiðlum í garð dómsmálaráðherra um að staðið hafi verið óeðlilega að undirbúningi neyðarsímsvörunar er óhætt að fullyrða að þær eru með öllu ósann- ar og úr lausu lofti gripnar eins og í raun má sjá hér að framan. Leit- ast var við að hafa alla hagsmuna- aðila sem áhuga höfðu á rekstri neyðarnúmersins með í rekstrinum. Dómsmálaráðherra hafði engin af- skipti af því hveija Reykjavíkur- borg og Slysavarnafélag íslands völdu sem samstarfsaðila né heldur hverjir sendu inn tilboð til Ríkis- kaupa. Allir rekstraraðilar Neyðarlín- unnar hf. sitja við sama borð og hafa sömu skyldur gagnvart hinu opinbera. Enginn einn aðili Neyð- arlínunnar hf. hagnast með beinum hætti vegna þátttöku sinnar í fyrir- tækinu og allir hafa sömu hags- muna að gæta vegna þeirrar þjón- ustu sem Neyðarlínan hf. veitir. Allir landsmenn hafa hag af því að friður og sátt sé um neyðarsím- svörun á landinu. Höfundur er aðstoðarmaður dómsmáláráðhcrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.